Morgunblaðið - 07.01.2007, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 07.01.2007, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. JANÚAR 2007 45 UM ÞÆR mundir sem fimmtug- asta afmælisár Sjómannasambands Íslands var að renna upp bárust þær fregnir, að tvö af stofnfélögum þess ætluðu að sameinast og ganga úr því og þar með Al- þýðusambandi Íslands sömuleiðis og heita Sjómannafélag Ís- lands. Mér finnst þetta ekki aðeins vera það vitlausasta, sem ég hef heyrt, heldur finnst mér þetta vera ærið grunnhyggið, svo ekki sé meira sagt. Gera þeir sér enga grein fyrir þeim sam- takamætti, sem hags- munasamtök verka- lýðs og sjómanna hafa gagnvart atvinnurek- endum í samningum aðallega og á ýmsum öðrum sviðum? Fyrir nú utan þá óvirðingu, sem mér finnst þeir sýna bæði þessum sam- böndum, stofnfélögunum sjálfum og frumherjunum, þ. á m. föður mínum, Jóni Sigurðssyni, sem vann hörðum höndum að stofnun Sjó- mannasambandsins og sýndi með gildum rökum, hve samtakamáttur sjómanna yrði mikill með stofnun sambandsins gagnvart atvinnurek- endum og útvegsmönnum. Sem fyrrum erindreki og fram- kvæmdastjóri Alþýðusambandsins, sem barðist einarðlega fyrir því, að öll félög á landinu sæktu um aðild að Alþýðusambandinu og gerði þeim grein fyrir því, hver styrkur þeim væri að því að vera innan þeirra samtaka, hefði honum litist afar illa á það, að það félag, sem hann var svo lengi í stjórn og for- ystu fyrir, Sjómannafélag Reykja- víkur, og var eitt aðalhvatafélagið að stofnun Sjómannasambandsins, skuli nú ætla að yfirgefa með öllu ekki bara Sjómannasambandið heldur Alþýðusambandið líka. Mér virðist augljóst, að núverandi for- ysta félagsins og Matsveinafélags- ins sömuleiðis er heldur illa að sér ekki aðeins varðandi sögu þessara sambanda heldur líka nokkuð óvön og illa að sér hvað varðar verka- lýðsmál almennt, ef þeir halda, að þeir komist langt einir og sér utan heildarsamtaka verkalýðs og sjó- manna, aðallega í samningum við útgerðarmenn og atvinnurekendur. Sýnir það best, hvaða menn eru hér á ferðinni. Þeim til upplýsingar skal því hér rifjuð upp sú saga, sem að baki stofnunar Sjómanna- sambandsins lá, og veitir greini- lega ekki af því. Snemma árs 1957 ákvað stjórn Sjómannafélags Reykjavíkur ásamt nokkrum öðrum sjómanna- félögum, aðallega héðan af suðvest- urhorninu, en Sjómannafélagi Eyjafjarðar og Matsveinafélagi Ís- lands að auki að blása til sóknar gegn útgerðarvaldinu hér í landinu með því að standa saman að stofn- un sambands til þess að styrkja stöðu sína gagnvart útgerð- armönnum, sem gerðust ærið frek- ir og yfirgangssamir, eins og þeim einum var lagið gagnvart und- irmönnum sínum, ekki síst í samn- ingum. Stofndagur sambandsins var 24. febrúar, þó að framhald yrði þar á í október sama árs, þar sem stjórn var m.a. kosin. Svo litla trú hafði þáverandi forysta Al- þýðusambands Íslands á þessu brölti þeirra og hafði svo á móti þessu, að hún sendi a.m.k. þrjú bréf til þess að mótmæla þessarri stofnun heildarsamtaka sjómanna harðlega, enda vildu þeir ekki missa félögin út úr Alþýðu- sambandinu, sem ekki er von, og óttuðust mjög, að svo færi. Greini- legt er, að þeir misreiknuðu sig herfilega á föður mínum, fyrrum erindreka sínum og fram- kvæmdastjóra, fyrst þeir héldu, að hann léti það viðgangast, að Sjó- mannasambandið stæði lengi utan Alþýðusambandsins, eins og hann hafði hvatt einstök félög jafnt sem heilu samböndin til að gerast aðilar þess. Hann lét það líka verða sitt fyrsta verk, eftir að hafa sest í stól formanns Sjómanna- sambandsins að sækja um aðild þess að Al- þýðusambandinu, sem var ekki síður upp- byggingarverk hans heldur en Sjómanna- sambandið. Forysta Alþýðusambandsins þá þurfti því ekki að hafa áhyggjur af því að missa sjómanna- félögin út fyrir sinn ramma, eftir að Sjó- mannasambandið var stofnað. Faðir minn var líka svo framsýnn maður að sjá Alþýðusambandið fyrir sér sem heildarsamtök sam- banda verkafólks og sjómanna í stað heildarsamtaka lítilla fé- lagaeininga. Að sjálfsögðu urðu út- vegsmenn engan veginn kátir yfir þessum aðgerðum Jóns Sigurðs- sonar, en fengu engu um þokað. Mikið hljóta þeir samt að fagna núna, þegar Sjómannasambandið virðist vera að liðast í sundur!! Til að gera langa sögu stutta, þá gerðist það á áttunda áratug síð- ustu aldar, að Vestfjarðafélögin og forysta þeirra vildu slíta sig frá Sjómannasambandinu og stofna sérsamband fyrir sig. Faðir minn barðist einarðlega gegn því og uppskar ævarandi óvináttu og hat- ur af hálfu forystu þeirra fyrir vik- ið. Í dag ætlar sagan að endurtaka sig. Í árdaga verkalýðshreyfingar á Íslandi taldi fólk hag sínum betur borgið innan heildarsamtaka henn- ar. Það sýnir best hugsunarhátt nútímafólks og eiginhagsmunapot að halda sig betur stadda í samn- ingum gagnvart atvinnurekendum og útgerðarmönnum utan þessara heildarsamtaka. Hvílík firra! Þeir, sem það gera, fá líka að reyna það um síðir og reka sig á, að þeirra hagsmunum er betur borgið innan veggja ASÍ heldur en utan. Því hvet ég þá eindregið til að endur- skoða afstöðu sína og vera innan Alþýðusambandsins og helst Sjó- mannasambandsins líka. Annars fer illa fyrir þeim. Af Sjómannasambandi Íslands og stofnfélögum þess Guðbjörg Snót Jónsdóttir fjallar um félagsmál sjómanna » Í árdaga verkalýðs-hreyfingar á Íslandi taldi fólk hag sínum bet- ur borgið innan heildar- samtaka hennar. Guðbjörg Snót Jónsdóttir Höfundur er guðfræðingur og fræði- maður og vinnur að ritun ævisögu Jóns Sigurðssonar, stofnanda og fyrsta formanns SSÍ. Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali LÆKJASMÁRI - LYFTUHÚS Glæsileg 2ja herbergja íbúð á jarðhæð í lyftuhúsi við Lækjasmára í Kópavogi. Íbúðin skiptist þannig: Stofa, eldhús, herbergi, baðherbergi, þvottahús og forstofa. Sér- geymsla fylgir íbúðinni. Sameiginleg hjóla- og vagnageymsla. V. 17,9 m. 6347 LAUGARÁSVEGUR - FRÁBÆRT ÚTSÝNI Góð og björt 109 fm neðri sérhæð á frábærum stað með glæsilegu útsýni. Hæðin skiptist í forstofu, innra hol, tvær samliggjandi stofur, hjónaherbergi, baðherbergi, eldhús og búr. V. 34,0 m. 6297 KÚRLAND - FOSSVOGI Gott 190,6 fm raðhús á eftirsóttum stað í Fossvogi ásamt 25,6 fm bílskúr. Húsið er á þremur pöllum og er komið inn á miðpall. Bakgarður er við húsið og er þar hellu- lögð verönd. Garðurinn er gróinn og í góðri rækt. Nýtt járn á þaki. V. 46,0 m. 6165 ÁLFATÚN - FRÁBÆR STAÐSETNING 3ja herb. falleg og björt 91,4 fm íbúð á frá- bærum stað, neðst niðri í Fossvogsdalnum. Íbúðin skiptist í hol, stofu, 2 stór herbergi, eldhús og baðherbergi. Útsýni er frábært yfir Fossvoginn og til Esjunnar. V. 23,8 m. 6257 RÁNARGATA - 1. HÆÐ Rúmgóð 94,5 fm vel staðsett íbúð á 1. hæð. Íbúðin er 4ra herbergja sem skiptist í tvær góðar stofur, eldhús, baðherbergi og tvö rúmgóð svefnherbergi (ath. hægt að hafa 3 svefnherbergi). Nýl. gluggar og gler. V. 19,9 m. 6352 HVASSALEITI - VR BLOKKIN Falleg 2ja herbergja 79 fm íbúð á 5. hæð í þessu vinsæla lyftuhúsi. Íbúðin er fyrir 63 ára og eldri. Góð sameign og innan hússins er þjónusta og félagastarfsemi. Íbúðin skiptist í parketlagða stofu og eldhús, bað- herbergi, parketlagt svefnherbergi og góðar suðursvalir. Sameiginlegt þvottaherbergi á hæðinni, lítil geymsla á hæðinni svo og stór geymsla í kjallara. V. 27,8 m. 6349 Glæsileg 110 fm íbúð á 3. hæð ásamt stæði í góðu bílskýli. Um er að ræða nýlegt álklætt fjölbýlishús byggt af ÍAV. Sér inngangur. Íbúðin skiptist í stofu, borðstofu, eldhús, tvö svefnherbergi, baðherbergi og sér þvottahús í íbúð. Verð 37,0 m. 6340 LAUGARNESVEGUR - GULLFALLEG FASTEIGNASALA STÓRHÖFÐA 27 Sími 594 5000 Halla Unnur Helgadóttir löggiltur fasteignasali. Hótelið Fosshótel Reyðarfjörður er notalegt ferðamannahótel sem var opnað árið 1999. Hótelið er búið 20 herbergjum með baði, sjónvarpi og síma. Þráðlaus tenging við inter- netið er í öllum herbergjum. Á hótelinu er veitingastaður, bar og ráðstefnuaðstaða fyrir allt að 20 manns. Frá hótelinu, sem er opið árið um kring, er mikilfenglegt útsýni yfir fjörðinn og til þverhníptra fjalla. Til stendur að stækka hótelið um ca 13 herbergi. Áhvílandi í gengiskröfu ca 150 millj. Hótelið er með rekstraraðila og skilar góðri afkomu. Með fjölgun hótelherbergja og samningum við ál- verið er mjög traustur rekstrargrundvöllur fyrir því. Þetta er mjög gott fjárfestingartækifæri. HÓTEL REYÐARFJÖRÐUR Upplýsingar gefa Bjarni Pétursson 896-3875 og Ingvar Ragnarsson 822-7300 sölufulltrúar Akkurat. Hamraborg 12, Kópavogi, sími 564 1500, fax 554 2030 johann@eignaborg.is 564 1500 25 ára EIGNABORG FASTEIGNASALA Fossvogsdalur - Víðigrund 59, Kóp. Opið hús á sunnudag milli kl. 13-15 Í neðstu húsaröð í Fossvogsdal glæsilegt 260 fm einbýli, hæð og kjallari og 36 fm bílskúr. Glæsilegar nýlegar kirsuberjainnréttingar í eld- húsi, flísar og marmari á gólfum, arinn, tvö baðherbergi. Sigureir tekur á móti ykkur milli kl. 13-15.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.