Morgunblaðið - 07.01.2007, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 07.01.2007, Blaðsíða 50
50 SUNNUDAGUR 7. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Hermann Jónasson Geir Harðarson Vönduð og persónuleg þjónusta Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Sími 551 7080 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. Ólafur Örn útfararstjóri, s. 896 6544 Inger Rós útfararþj., s. 691 0919 Sími 567 9110 • 893 8638 www.utfarir.is • runar@utfarir.is Útfararþjónustan Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGRÚN GUNNARSDÓTTIR frá Eiði, Eyrarsveit, Rósarima 2, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut að morgni þriðjudagsins 2. janúar. Útförin fer fram frá Langholtskirkju þriðjudaginn 9. janúar kl. 13.00. Bryndís Theodórsdóttir, Guðni E. Hallgrímsson, Þröstur Theodórsson, Áslaug Árnadóttir, Lilja Theodórsdóttir, Birgir Guðmundsson, Hrönn Theodórsdóttir, Davíð Heiðberg, Freyja Theodórsdóttir, Sveinn Theodórsson, Ellen María Þórólfsdóttir og barnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÓLÍNA ÓLAFSDÓTTIR, hjúkrunarheimilinu Seljahlíð, er látin. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 11. janúar kl. 13.00. Jenný Ólafsdóttir, Ómar E. Ólafsson, Elín Hildur Sigurðardóttir, Berglind Dögg Ómarsdóttir, Arndís Þóra Sigfúsdóttir. ✝ Stefán Jónssonfæddist á Hræ- rekslæk í Hróars- tungu 24. júlí 1930. Hann lést í fjórð- ungssjúkrahúsinu í Neskaupstað 10. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar hans voru hjónin Jón Ágúst Ármannsson bóndi á Hræreks- læk, f. í Rauðholti í Hjaltastaðaþinghá 20. júní 1877, d. 27. september 1951 og Anna Björg Pétursdóttir, f. á Stóra-Steinsvaði í Hjalta- staðaþinghá 3. júlí 1908, d. 23. maí 1941. Systkini Stefáns eru: Svava, f. 13. júní 1915, d. 17. september 1991, ráðskona á Keldhólum. Hún var hálfsystir samfeðra, móðir hennar var Sig- urrós Eyjólfsdóttir, f. 21. ágúst 1882, d. 6. febrúar 1951. Dreng- ur, f. 11. október 1926, d. sama dag. Geirlaug Gunnfríður bóndi í Ásgarði í Reykholtsdal, f. 2. sept. 1927. Björn verslunarmaður á Reyðarfirði, f. 23. mars 1929, d. 13. feb. 1992. Ágústa Ósk bóndi á Eiríksstöðum á Jökuldal, f. 18. janúar 1940. Eiginkona Stefáns er Agnes Valborg Svanbergsdóttir, f. 12. Rix Stefánsson, f. 12. maí 1975. Búsett í Danmörku. Sonur hans og Rögnu Kristbjargar Rúnars- dóttur er Bjarni Rúnar, f. 9. febrúar 1990. 4) Anna Heiða, f. 14. mars 1969, maki Stefán Sig- urbjörn Arnbjörnsson, f. 17. okt. 1959. Búsett í Garðinum. Börn þeirra eru Elín Hrund, f. 14. ágúst 1990 og Einar Áki, f. 24. júlí 1992. 5) Ragnheiður Hrönn, f. 20. júlí 1983. Búsett á Reyð- arfirði. 6) Gunnhildur Rán, f. 20. nóvember 1984. Búsett í Nes- kaupstað. 7) Hilda Ösp, f. 24. nóvember 1985. Unnusti hennar er Stefán Ingi Daníelsson, f. 4. júlí 1983. Búsett í Reykjavík. Stefán var bóndi á Hræreks- læk ásamt Birni bróður sínum og föður þeirra, uns hann lést, sem og Svövu systur þeirra. Eftir frá- fall föðurins bjuggu systkinin áfram í áratug eða fram til 1961. En Björn flutti á Reyðarfjörð 1958. Stefán flutti til Akureyrar 1961, ásamt eftirlifandi konu sinni. Stefán hóf langan feril sem sjómaður 1970 á Reyðarfirði, fyrst á netabátnum Snæfugli SU 20 í eitt ár, svo á netabátnum Gunnari SU 139. Síðan á tveim skuttogurum er báru nafnið Snæ- fugl SU 20. Hann lét af störfum sökum veikinda 1997, fluttist til Neskaupstaðar 2003 og bjó þar til dánardags. Stefán var jarðsunginn í kyrr- þey frá Norðfjarðarkirkju 14. nóvember. október 1943. For- eldrar hennar voru hjónin Olaf Gunnar Svanberg Hjelm sjó- maður á Eskifirði, f. í Færeyjum 7. júlí 1909, d. 19. desem- ber 1974, og Þórunn Aðalheiður Ein- arsdóttir, f. á Eski- firði 6. ágúst 1911, d. 29. desember 1949. Börn þeirra Stefáns og Agnesar Valborgar eru: 1) Egill Birkir, f. 28. janúar 1962, maki Sveinbjörg Guðjónsdóttir, f. 18. apríl 1963. Búsett í Neskaupstað. Börn þeirra eru: a) Sigurður Freyr, f. 14. október 1980, unnusta Salva- cion Latraza Suarez, f. 29. sept- ember 1974. Búsett í Reykjavík b) Sævar Magnús, f. 17. janúar 1982. Búsettur í Neskaupstað. c) Guðjón Stefán, f. 21. janúar 1983. Búsettur í Neskaupstað. d) Ævar Unnsteinn, f. 9. nóvember 1984. Búsettur í Reykjavík. e) Kristófer Snær, f. 13. september 1987. Bú- settur í Reykjavík. f) Ari Fannar, f. 7. október 1988. Búsettur í Neskaupstað. 2) Reynir Heiðberg, f. 9. nóvember 1964. Búsettur í Neskaupstað. 3) Ingvar Halldór, f. 23. febrúar 1968, maki Lena Pabbi dáinn, þetta var eins og að fá þungann hnefa í hjartastað. Samt vissi ég að stutt væri eftir af dvölinni hans hérna á meðal okkar, og var bú- inn undir þessa stund…hélt ég. En svo var ekki í raun. Margs er að minn- ast, en erfitt að koma orðum að mörgu. Fyrsta minning mín um pabba er þegar ég heimsótti hann í spunaverksmiðjuna Gefjun á Akur- eyri og fannst mikið til kalls koma að ráða við svona svakalega stóra og langa spunavél, og nokkur önnur óljós minningarbrot á ég með honum á Ak- ureyri. Eftir að við fluttum austur, haustið 1970, er margs að minnast. Það eru allar siglingarnar til Þýska- lands aðallega, en líka ein til Eng- lands. Ég byrjaði á sjó 14 ára sem full- gildur háseti á Gunnari, en þá var pabbi stýrimaður þar. Ég man hvað það var skrítið til að byrja með, að vinna við hlið kallsins en samt ákveðið stolt að hann taldi mig „einn af sín- um“.Ég réri á sumrin með honum í 4 ár og tengdist honum einhverjum óséðum böndum sem hafa haldið í gegnum tíðina, í gegnum súrt og sætt. Þegar ég fékk bílpróf þá hafði pabbi keypt sér Trabant sem var alveg rosa- lega grænn en ég hafði nú tjáð honum skýrt og greinilega, oftar en einu sinni, að þessa druslu myndi ég aldrei snerta. En það fór nú á annan veg, ég held að ég hafi keyrt Trabbann miklu meira á einu ári en hann á nokkrum þeim næstu. Ég man líka að vinahóp- urinn nefndi þennan bíl „grænu bylt- inguna“ sökum þess hvað það var virkilega gaman að rúnta á honum. Eftir að ég flutti á Neskaupstað man ég hvað ég hlakkaði alveg svakalega til að hringja í hann út á sjó og kalla hann löggildan afa, svo þegar ég hringdi og tjáði honum tíðindin þá var það fyrsta sem hann spurði um hvort ekki hefði gengið vel hjá Sveinu, og hvort allt væri í lagi.Síðan varð smá- þögn í símanum og svo öskraði hann upp „Ég er orðinn afi, strákar!!“ og svo einhver öskur sem hefðu sæmt indíána. Hann var ekki margmáll maður um sína hagi eða æsku, sumt fékk ég að vita frá honum og annað frá mömmu, en mest held ég að ég hafi fengið hjá Dellu frænku en þar var ég nokkur sumur í sveit. Sárt þótti mér þegar pabbi kom suður í Ásgarð eitt sinn, reyndar til að hjálpa til, en mér fannst að hann væri kominn til að sækja mig til Dellu og Dæna sem þýddi bara eitt. Það var stutt í skólann og langt þar til ég kæmist í sveitina mína aftur. En kall huggaði mig og sagði að um leið og skólinn yrði búinn að vori mætti ég fara einn suður, aleinn, þá 10 ára. Og sú tilhugsun ein var nóg til að ég sætt- ist við hann aftur. Pabbi var mjög ungur, sem og þau systkini hans öll, þegar mamma hans lést af slysförum á leið á milli bæja. Þetta hafði mikil áhrif á hann og skyldi eftir ör á sál það sem eftir var. Svava systir hans réðst sem bústýra til pabba þeirra, auk þess sem hún tók við uppeldi hálfsystkina sinna, og varð móðir sjálf sama sumar. Varð mjög kært með þeim pabba og Svövu upp úr því og allt þeirra líf. Kærleikur sem ég skildi ekki fyrr en núna, þegar hann er horfinn úr þessu jarðlífi. Sárt sakna ég hans, en hugga mig við það, að nú er hann kominn til sinna for- eldra og systkina og þó aðallega mömmu sinnar og verður hjá þeim í annarri og betri veröld. Veröld friðar og kærleika. Annað slagið fórum við á rúntinn saman, stundum í héraðið þegar hann treysti sér til, en mest þó innanbæjar og inn í Fannardal. Síðasta rúntinn út fyrir bæinn fórum við á Fáskrúðs- fjörð til að keyra í gegnum nýju göng- in,hann hafði ekki séð þau, og kíkja í kaffi til Vigga og Láru. Það var í síð- asta skipti sem hann fór í kaffi þang- að. Mikið hlakkaði hann til að verða langafi og spurði mig mikið út í „litlu dömuna“, hvort ekki væri allt í lagi þar á bæ og gengi vel og líka um afas- telpuna sem er væntanleg úti í Dana- veldi. En honum hrakaði hratt síðustu mánuðina og nú er hann farinn og ekki verður úr því að hann berji döm- urnar augum. Hann sér þær að hand- an og mun vaka yfir þeim er ég viss um. Handviss. Pabbi greindist með illvígan krabba 1997 og var ekki huguð lengri jarðvist en einhverjir mánuðir, er urðu að 9 árum. Flestum góðum, en síðasta árið var erfitt. Hann lá inni á spítala meira og minna síðasta ár, hrakaði hratt og síðasta orrustan varð stutt. Að morgni þess 10. nóvember, er ég ætlaði inn í bæ og var að klæða mig í skóna, skeði eitthvað. Ég varð að fara fyrst út á spítala. Þegar þang- að kom opnaði hann augun, þar sem ég hélt í höndina á honum, og sagði mér hátt og skýrt að hann væri að fara og tók af mér loforð, sem ég játti. Þetta er stund sem ég mun aldrei skilja, því daginn áður var hann svo máttfarinn að hann gat ekki mælt. Þetta er það síðasta er ég talaði við hann. Hann dó einni klukkustund síð- ar. Hans vil ég minnast með þessum fátæklegu orðum en þeim mun meira mun ég minnast hans um aldur og ævi og sakna hans. Lokaorðin mín verða þau, er ég kvaddi hann alltaf með. Blessaður gamli minn. Birkir. Stefán Jónsson Þegar ég byrjaði að vinna í Axel Ó var verslunin til húsa á Vestmannabrautinni. En hugurinn og krafturinn í fjölskyldunni var mik- ill og tók nú fjölskyldan til hend- inni. Skömmu síðar var búið að opna þessa stórglæsilegu verslun á Steindór Árnason ✝ Steindór Árna-son fæddist á Vopnafirði 10. júlí 1953. Hann lést á Sjúkrahúsi Vest- mannaeyja 29. des- ember síðastliðinn og var útför hans gerð frá Landa- kirkju 6. janúar. Bárustíg 6. Þennan tíma sem ég þekkti Steindór féll honum aldrei verk úr hendi og var boðinn og bú- inn að hjálpa öllum í kringum sig. Ég þakka fyrir að hafa kynnst manni eins og Steindóri. Hann var einstakur. Elsku Bára, Maggi, Bergey, Guð- rún Bára, Anton Smári og Karen Eir, Stefán, Þórhildur og Logi. Þið áttuð einstakan fjöl- skylduföður. Guð veri með ykkur. Aðalheiður. Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birt- ist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðju- degi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins til- tekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.