Morgunblaðið - 07.01.2007, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 07.01.2007, Blaðsíða 28
náttúruunnandi 28 SUNNUDAGUR 7. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ Ó mar Ragnarsson er að árita mynddisk með Stiklum í anddyri Rík- isútvarpsins þegar blaðamann ber að garði. Hann kveinkar sér: „Ég er með skaddaðan hálslið; þetta er það versta sem ég geri.“ Síðan snýst hann í tvo hringi og kveður blaðamann, sem hafði búist við viðtali, en segir þó uppörvandi: „Ég ætla aðeins að skjótast – ég kem aftur.“ Í nokkrar mínútur skoðar blaða- maður sölurekka í með ýmsu efni Ríkisútvarpsins og virðist helming- urinn vera eftir Ómar. Svo kemur Ómar inn um aðrar dyr en hann fór út um og fyrr en varði hefst ferð nið- ur í kjallara um ranghala útvarps- hússins. Þar er aðstaða Ómars. Í bílskúrnum er 34 ára gamall jök- lajeppi ávallt í viðbragðsstöðu og við hlið hans stendur minnsti og spar- neytnasti fjórhjóladrifni bíll landsins, enda Ómar mikill áhugamaður um að draga úr mengun vegna útblásturs og svifryks og hefur hannað enn smærri bíl í því skyni, sem er þó enn á teikniborðinu. „Það þarf ekki 2.000 kíló til að flytja 100 kíló af mannakjöti um göturnar.“ Síðan sest Ómar í sófa í sameig- inlegu afdrepi í kjallaranum, þar sem tökumenn hafa einnig aðsetur. Í her- bergi inn af því bíður hans gríðarlegt verkefni – ótal spólur með óunnu efni sem munu rykfalla um ófyrirséðan tíma. „Margar af þessum spólum eru óflokkaðar og sumar teknar á stórum svæðum sem enginn hefur áður myndað,“ segir hann. „En ég kemst ekki í þetta af nægum krafti út af þessu virkjanaæði; ég kallað það æði sem er á tíföldum hraða á við það sem venjulegt er. Að undanförnu hef ég orðið að nýta mér uppsafnaða frídaga og er núna að ganga á næsta sum- arfrí.“ – Í hvað fer tíminn hjá þér? „Ég þarf að koma frá mér heilli mynd um Hálslón fyrir vorið, sem nefnist Örkin. – Þú vinnur að fleiri myndum? „Ég vinn einnig að Brúarjökli og innrásunum í Ísland, sem fjallar um flugvallarstæði rétt norðan við jökul- inn sem þýskur prófessor merkti árið 1938 og hefði komið Luftwaffe að góðum notum ef af innrás Þjóðverja hefði orðið árið 1940. Ég leita víða fanga og hef farið í tökuferðir til Frakklands, Þýskalands og Rúss- lands. Ég geri ekki ráð fyrir að hafa neitt upp úr Örkinni og ef allt væri eðlilegt hefði ég einbeitt mér að þess- ari mynd. En Örkin getur ekki beðið. Einnig hef ég farið margar ferðir til að sækja efni í mína stærstu heim- ildarmynd, sem er um svæðið milli Mýrdalsjökuls og Vatnajökuls. Nú hefur nefnd sérfræðinga á ráðstefnu umhverfisráðherra í Nairobi upplýst að svæði sem eru aðliggjandi jöklum á Íslandi og undir þeim séu eitt af sjö undrum veraldar á okkar dögum. Yellowstone í Bandaríkjunum kemst ekki á þann lista. En við ætlum að umturna þessu svæði hjá okkur, svo Bandaríkin geti varðveitt mun lakara svæði. Ísland er vegna samspils íss og elds eitt af sjö undrum veraldar, það er nokkuð sem ég hef reynt að koma þjóðinni í skilning um í átta ár, en án mikils árangurs ef marka má það sem framundan er í virkj- anamálum. Það er eins og menn eflist í virkjanahamaganginum þegar þeir vita hverju er fórnað.“ Ómar hallar sér aftur í sófanum og þungt er yfir þessum annars eðl- isglaða manni. Í sjónvarpinu er teiknimynd frá Disney, en hann tek- ur ekki eftir henni. „Vinur minn, sem var alki, sagði við mig: „Það er hræðilegt hvað vín er orðið dýrt – nú hefur maður ekki efni á því að kaupa sér skó.“ Þess fíkn er af sama toga. Það er hræðilegt hvað okkur liggur á að hrúga upp ál- verum og rústa náttúrunni. Þetta er orðið svo dýrt að við verðum að eyði- leggja náttúruundrin okkar; það sem er okkur dýrmætast og miklu meira virði en þessar virkjanir. Ég nefndi á útifundinum á Aust- urvelli sem dæmi hluta af botninum á Hálslóni, þar sem ég uppgötvaði 10 dögum áður en hann fór undir vatn að við hefðum fengið miklu meiri tekjur ef við hefðum leyft við- skiptajöfri að bjóða í þetta svæði. Það var flugbraut á botninum, sem ég hélt að væri hjalli, en heimamenn á Aðalbóli sögðu mér að fyrir 40 árum hefði þetta verið botninn á ánni. Hún hefði grafið sig meðfram og búið til nýtt gljúfur, afhjúpað rauða gólfið, eldrauða og flata klöpp, og ef hún hefði fengið frið til þess hefði gljúfrið fengið nafnið Rauða gljúfur, með eld- rauðum veggjum. Ég hef farið víða erlendis en veit ekki um neinn stað sem þennan sem hefði getað keppt við hann í afköstum við landmótun. Það sem gerðist þarna á nokkrum árum tekur þús- undir ára erlendis. Á hverjum áratug sýnir landslagið nýjar myndir. Og þú ert bara kominn í leikhús! Nú þegar Jökla er tekin úr Dimmugljúfrum er þetta eins og að bjóða ferðamönnum að skoða Íslensku óperuna, en það er búið að fjarlægja alla óperusöngv- arana. Og ekki nóg með það heldur myndhöggvarana og málarana líka, því fljótið spilar ekki aðeins sína sin- fóníu heldur mótar einnig lands- lagið.“ Ómar segir farið með rangt mál þegar talað er um að ekki hefði áður verið hægt að komast niður í gljúfrin. „Ég gekk niður á sínum tíma, Nið- urgöngugil, og stóð beint á móti þess- ari óhemju sem þeytti í gegnum gljúfrin 10 milljónum tonna af sandi á ári; þarna stóð ég í listsköpunarm- usteri Kristins Sigmundssonar, Kjar- vals og Ásmundar Sveinssonar, sem nú er búið að fjarlægja þá úr. Þá eig- um við að falla fram og tilbiðja Landsvirkjun fyrir að opna gljúfrið, enda búið að tyggja ofan í þúsundir ferðamanna að gljúfrið hafi verið lok- að fram að þessu.“ Hann hristir höfuðið. „Ég hef staðið í vonlausri baráttu. Það hefur verið sagt allan tímann að þetta sé aðeins grjót og urð sem fari á kaf. Í tugum blaðagreina er talað um eyðisanda sem sökkva. Þegar for- sætisráðherra sá lónsstæðið, sem er að meirihluta gróður, var haft eftir honum í blaði að það færi mikið af ör- foka landi undir vatn en líka einhver gróður. Vonandi var ekki rétt eftir haft því staðreyndin er sú að þarna á að sökkva 15 km langri bogadreginni hlíð, Fljótshlíð íslenska hálendisins, með 3 metra þykkum gróðri, 40 fer- kílómetrum alls. En þetta fólk er ekki að ljúga. Það er búið að telja sjálfu sér trú um þetta. Eins og alkinn. Hann sér ekki hvað hann drekkur mikið vín. Við þurfum að fara í meðferð. Þú mátt hafa það sem fyrirsögn á þessu! Það er búið að segja í 40 ár: „Ómar minn, ef það verður ekki virkjað, þá kemst enginn á þessu fallegu staði þína, af því að það er ekki hægt að fá aðgengi nema virkja fyrst.“ En milljónir ferðamanna fara á afskekkta ferða- mannastaði í Bandaríkjunum, sem þurfti þó ekki að virkja. Það er bara á Íslandi sem þessu er haldið fram. Ég reyndi fyrst að rökræða þetta á nót- um Íslendingsins þegar ég ferðaðist um þjóðgarða Bandaríkjanna árið 1999, en þegar ég kom heim úr ferð- inni var ég eins og barinn hundur, þetta var svo mikið áfall. Ég hafði á orði við konuna mína að mig langaði helst til að flytja af landi brott; ég gæti ekki horft upp á þetta. Svo ákvað ég að taka slaginn!“ Ómar segir íhugull að maður verði að huga vel að því hvað maður geri síðasta spölinn í lífshlaupinu. „Mig langar til að verja vel þessum tíma sem eftir er. En það á enn eftir að skrifa tvo síðustu kaflana í baráttuna gegn virkjanaæðinu. Ég hef búið til lista yfir sjö atriði sem íslenskir ráða- menn töldu sig óhulta fyrir þegar ráðist var í Kárahnjúkavirkjun. Í fyrsta lagi töldu þeir sig óhulta fyrir því að gerð yrði heimildarmynd um Kárahnjúkavirkjun áður en ákvörðun um hana yrði tekin. Reynt var að koma í veg fyrir það, en það tókst ekki – myndin var gerð. Í öðru lagi töldu þeir sig óhulta fyr- ir því að gerð yrði mynd á erlendri tungu – gerðar voru tvær. Páll Stein- grímsson gerði hina myndina og tap- aði áreiðanlega stórfé á því eins og ég. Í þriðja lagi var reynt að fá mig of- an af því að skrifa bók um fram- kvæmdina, en ég gerði það samt árið 2004, Kárahnjúkar með og á móti. Í fjórða lagi voru íslenskir ráða- menn vissir um að elíturithöfundur léti slíkt vera. En Andri Snær Magnason sendi frá sér Drauma- landið á þessu ári. Ég kalla hann elíturithöfund og raunar Guðmund Pál Ólafsson líka. Í fimmta lagi töldu íslenskir ráða- menn sig óhulta fyrir því að fleiri mótmæltu Kárahnjúkavirkjun en tíu hræður sem norpuðu við Alþing- ishúsið. Það urðu 15 þúsund. Allt eru þetta áfangar og heimild um hvernig farið er með landið. Ég hef reynt að leggja mitt af mörkum sem eitt af sandkornunum í því mannhafi sem getur sprottið upp til andmæla. Nú er bara tvennt eftir. Annars vegar þarf að vekja athygli á þessu máli erlendis eins og það er raunverulega vaxið. Ég var með að- gerð tilbúna árið 2003 og forsendan var sú að ég fengi Sky og CNN til landsins. Ef aðgerðin heppnaðist var ég sannfærður um að heimspressan sendi hingað fréttamenn. En hún er háð ytri skilyrðum og því miður varð ekki af henni. Ég get þó enn gripið til hennar og hugsanlega miklu frekar núna. Raunar veit ég líka um aðra leið, sem mér datt í hug í sumar. Það þarf að velja tímann vel vegna þess að leikurinn verður ekki endurtekinn. Fyrri aðgerðin þróaðist upp í það sem síðar varð Jökulsárgangan, en það var önnur útfærsla. Baráttan er vandlega ígrunduð. Kaflinn „Sigríðar frá Brattholti“ sem birtist í áttblöð- ungnum Íslands þúsund ár var tilbú- inn árið 2003 og beið síns tíma. Hitt atriðið sem á eftir að hrinda í framkvæmd er að kollvarpa þeirri trú íslenskra ráðamanna að þeir séu óhultir og fái vald sitt upp úr kjör- kössunum í tugum þúsunda atkvæða óháð því hvernig þeir stóðu sig í virkjanamálum.“ – Ætlarðu að stofna til nýs fram- boðs? „Það er vandi á höndum í sam- bandi við slíkt framboð. Ef það er sett af stað verður að vera öruggt að þeir sem kæmust á þing felldu ekki jafn- margt fólk sem er með hreinan skjöld í virkjanamálum. Slíku fólki þarf að fjölga á Alþingi, en það á ekki að berj- ast innbyrðis. Þessi vinna er óunnin ennþá, en hún verður unnin. Það þarf bara að skoða framboðslistana hjá hinum flokkunum. Vinstri grænir stóðu vaktina eins og hægt var að ætlast til af þeim og nokkrir þing- menn til viðbótar, svo sem Þórunn Sveinbjarnardóttir. Katrín Fjeldsted er því miður ekki á þingi fyrir Sjálf- stæðisflokkinn.“ – Ert þú í þeim hópi sem er með þessi mál til skoðunar? „Ég er í nánu sambandi við mjög marga og hef notað haustið til að tala við fólk úr öllum flokkum og átta mig á hvar við fáum samhljóm. Þetta er ekki bara hreyfing þeirra 15 þúsunda sem gengu niður Laugaveginn og virkjanasinnar kalla kaffihúsalið úr 101 Reykjavík. Það er alltaf verið að gera lítið úr okkur. Ég vil benda þeim sem tala um kaffihúsalið á að kaffi- húsalið þess tíma sem þjóðin bjó í moldarkofum og átti enga vegi var Jón Sigurðsson og Fjölnismenn. Þeir voru í Kaupmannahöfn á sama tíma og landar þeirra bjuggu við kröpp kjör á Íslandi. Það er gert lítið úr þeim með þessu tali, en sá áróður virðist virka á marga að við séum ómagar á þjóðinni. En hluti af þeim sem tóku þátt í mótmælagöngunni kom utan af landi. Þegar ég fór norð- ur í Skagafjörð á fund baráttumanna gegn virkjunum sagði ég: „Það er gaman að hitta kaffihúsalið hér – í Skagafirði!“ Og aðeins hluti göngu- fólksins kæmist fyrir í kaffihúsum Reykjavíkur. Ómar segir virkjanasinna leita í smiðju Orwells. „Það eru notuð orð sem smám saman verða jákvæð. Orkufrekur er glæsilegt orð en þýðir í raun efsta stig orkubruðls. Það fer tíu sinnum meiri orka í ál en þarf til að bræða sama magn af stáli. En það er búið að gera það orð jákvætt og kaffihúsaliðið neikvætt sem ómaga á þjóðinni.“ – En þú telur ekki raunhæft að hætta við Kárahnjúkavirkjun núna? „Jú, ég vil færa til bókar að það var og verður enn um hríð möguleiki á að snúa við. Í Bandaríkjunum er til fé- lagsskapur sem nefnist „Drain it“ og berst fyrir að hleypa úr Powell- lóninu, sem aur hefur sest í í 40 ár. Sá hópur telur það fyllilega raunhæft markmið. Ég setti fram þau rök að það myndi kosta þjóðina sem nemur einum sígarettupakka á fjölskyldu á dag í nokkur ár að kaupa þetta mann- virki, setja það á heimsminjaskrá UNESCO og selja fólki erlendis nöfn sín á virkjunina og þannig gætum við virkjað ókeypis 600 megavött með að- eins tólf djúpborunarholum, ef tækn- in þróast eins og spáð hefur verið. En ég vil setja í forgang að stöðva fram- kvæmdir á meðan þjóðin nær áttum. Meginkrafan er sú að það verði engin stækkun í Hafnarfirði eða Helguvík og ekkert verði ákveðið á Húsavík. Stopp. Ekkert fyrr en við sjáum hvort hægt er að virkja með fimmfalt minni umhverfisspjöllum en nú.“ – Að lokum, ætlarðu á þing? „Á þessu stigi er verið að finna út hvar hver maður nýtist best í þeirri baráttu sem framundan er og lengra er það starf ekki komið.“ Morgunblaðið/RAX Ómar Ragnarsson við Þrepafoss á Kringilsárrana sem fer á kaf í Hálslón. Við þurfum að fara í meðferð Árið 2006 var árið sem Ómar Ragnarsson sagði virkjanasinnum stríð á hendur. Hann hefur háð baráttu sína í lofti, á landi og á lóni og teflir fram lista yfir sjö baráttumál sem hann segir ýmist hafa náðst fram eða eiga eftir að nást fram – í óþökk ís- lenskra valdhafa. Pétur Blöndal talaði við mann árs- ins samkvæmt hlustendum Rásar 2 um heimild- armyndir, kaffihúsalið og þingið. »Nú þegar Jökla er tekin úr Dimmugljúfrum er þetta eins og að bjóða ferðamönnum að skoða Íslensku óperuna, en það er búið að fjarlægja alla óperusöngvarana. Og ekki nóg með það heldur myndhöggvarana líka, því fljótið spilar ekki aðeins sína sinfóníu heldur mótar einnig landslagið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.