Morgunblaðið - 07.01.2007, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 07.01.2007, Blaðsíða 57
|sunnudagur|7. 1. 2007| mbl.is ÚTSALA Flísabúðin hf • Stórhöfða 21 • 110 Reykjavík • Sími 545 5500 • www.flis.is staðurstund Fjöldi listamanna kemur fram á tónleikum í Hafnarhúsinu til að reyna að bjarga Tónlistarþróun- armiðstöðinni. » 60 tónlist Bítlarnir eru fyrsta hljóm- sveitin sem prýðir frímerki í Bretlandi í félagsskap Elísabet- ar Englandsdrottningar. » 58 tónlist Bragi Ásgeirsson fjallar um listakonuna Tommu Abts og Turner-verðlaunin í Sjónspegli dagsins. » 58 myndlist Leikkonan Jennifer Aniston er sögð vera í ættleiðingarhugleið- ingum eins og svo margir aðrir í Hollywood. » 59 fólk Courtney Love strengdi hvorki meira né minna en 53 áramóta- heit og ætlar meðal annars að læra að keyra bíl á nýju ári. » 69 fólk Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is ÓHÆTT er að slá því föstu að út- varpsþátturinn Tvíhöfði, í umsjón þeirra Jóns Gnarrs og Sigurjóns Kjartanssonar, hafi verið einn sá allra vinsælasti í íslenskri útvarps- sögu. Á stundum var hann alræmd- ur en þeir félagar víluðu hvergi fyrir sér að ganga fram af fólki með ný- stárlegri dagskrárgerð; viðteknum hugmyndum þar að lútandi var reglulega storkað um leið og nýjum og áður óþekktum hæðum var náð í grín- og gamanmálum. Tvíhöfðinn átti sér marga aðdáendur og fylg- ismenn sem fylgdu honum í gegnum þykkt og þunnt, m.a. er umsjón- armennirnir voru kvaddir fyrir hæstarétt fyrir eitt af tiltækjum sín- um. Það er því heiður að geta sagt frá því að Tvíhöfði snýr aftur á öldur ljósvakans nú á sunnudaginn kl. 14. Verður hann vikulega í loftinu, klukkustund í senn. Eitt höfuð Jón Gnarr segist hafa þráð þessa stund lengi vel og hann hafi saknað Tvíhöfða. „Ég hef alltaf saknað Tvíhöfða,“ segir Jón. „Á sínum tíma var fót- unum óforvarandis kippt undan okk- ur. Þá var Tvíhöfðinn í miklu stuði, hafði aldrei verið betri. Við hættum er leikar stóðu sem hæst en svoleiðis er þetta stundum í lífinu.“ Jón segir að þeir félagar hafi úr miklu að moða hvað þættina varðar og Tvíhöfðinn verði vel pakkaður í viku hverri. „Það verður engin tónlist en við munum spjalla saman um hvað okk- ur þykir áhugaverðast hverju sinni. Smásálir kíkja þá í heimsókn og við verðum ósparir á símtöl. Gamlir gestir, eins og Grill-Guðjón og Salsa- Svenni, reka þá mögulega inn nefið.“ Jón útilokar þá ekki að vináttu- sambandi verði komið á við fólk í Nígeríu, hann hafi verið að skrifa ljóð og hugleiðingar og sent þangað út, sem íslenski bóndinn Kim Jong Il. Í gegnum árin flutti Tvíhöfði mik- ið af mergjuðum leiknum sam- og símtölum, algerlega drepfyndnum. Aðspurður hvort þessu hafi verið haldið til haga segir hann að mögu- lega eigi Sigurjón eitthvað af þessu. „Ég týni öllu. Ég fór út í búð áðan og keypti mér grænt te. Og gleymdi því síðan í búðinni. Ég er líka búinn að týna masternum af Ég var einu sinni nörd.“. Annað höfuð „Mér líst auðvitað bölvanlega á þetta,“ segir Sigurjón Kjartansson og glottir við tönn. „Nei, nei, þetta er að sjálfsögðu hið besta mál. Hann Jón rak þetta áfram og á endanum komumst við að því að heillavænlegast væri að ganga í samstarf við ríkið.“ Sigurjón rifjar upp að þeir félagar hafi byrjað sem Tvíhöfði á Aðalstöðinni sumarið ’96 og mikið vatn hafi runnið til sjávar síðan. „Mér líður hálfpartinn eins og Ragga Bjarna þegar ég rifja þetta upp,“ segir hann og hlær. „Þetta er orðin löng og örlagaþrungin saga, þyrfti eiginlega að rata inn á bók. Við lönduðum þúsund þáttum og þær eru orðnar ansi margar, út- varpsstöðvarnar sem hafa notið krafta Tvíhöfða og við stofnuðum eina sjálfir meira að segja. Svo eru það málaferlin maður, þar sem við gerðum eina heiðarlega tilraun til að múta héraðsdómi með pitsum.“ Sigurjóni líst vel á klukkutíma þátt, einu sinni í viku, en þegar best lét var Tvíhöfði keyrður í fjóra tíma, fimm daga vikunnar. „Nú náum við að kreista kjarnann úr snilldinni, þetta verður til muna þéttari pakki. Engin tónlist og frítt spil til að gera það sem við erum bestir í. Hæfileikarnir nýtast til fullnustu.“ Margir eru á því að Tvíhöfði hafi brotið blað í íslenskri útvarpssögu, hafi verið tímamótaþáttur. „Það er vafalaust alveg hárrétt,“ segir Sigurjón þegar sú staðhæfing er lögð fyrir hann. „Við vorum ekki að fara í þetta upphaflega fyrir neitt minna. Við vissum að við hefðum sérstaka sýn á grínið og náðum að skapa okkur sérstakan heim. Við náðum einhverju fram sem aðrir hafa ekki náð að fanga. Þessi heimur er til, og við kunnum enn á hann, hvað sem öðrum dægurflugum líð- ur.“ Kjarninn úr snilldinni Útvarpsþátturinn Tvíhöfði gengur í endurnýjun lífdaga á Rás 2 Tvíhöfði Heimsóknir smásála og vináttusambönd við fleiri Nígeríu-búa eru meðal viðfangsefna Tvíhöfða. Morgunblaðið/Sverrir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.