Morgunblaðið - 07.01.2007, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 07.01.2007, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. JANÚAR 2007 49 Mikið er skrítið að hugsa til þess að þið þessi duglega kynslóð og drífandi fyrirmyndir okkar séuð að kveðja eitt af öðru. Manni finnst einhvern veginn að þið hafið alltaf verið til staðar og þannig eigi það allt- af að vera. En staðreyndin er sú að þú, Maja mín, ert farin og það ýtir óþyrmilega við manni. Þér kynntist ég aðeins sex ára að aldri þegar við Þóra þín fórum að leika okkur saman í Hrauntungunni. Í þeim leikjum bundumst við öll órjúfanlegum vinaböndum. Það var líf og fjör í Hrauntungunni á þessum árum. Krakkar í hverju húsi og við vinkonurnar byggðum okkur dúkku- lísuborgir á ganginum ásamt þeim Kötu, Eyju, Siggu og Írisi. Þetta voru góðir dagar og þegar tími gafst til spjölluðu þið mömmurnar saman yfir kaffibolla. Tíminn leið og vinaböndin styrkt- ust enn. Hestamennskan var sameig- inlegt áhugamál okkar fjölskyldna og hestamannafélagið okkar, Gustur, báruð þið hjónin á höndum ykkar. Það eru ófá dagsverk sem þið Ásgeir unnuð fyrir félagið og allt gert með glöðu geði. Gustur var ykkar félag. Ég veit að það eru margir hestamenn sem komu á kaffistofuna í hesthúsinu ykkar glæsilega og þáðu kaffi og hina rómuðu hjónabandssælu sem alltaf var vís. Á kaffistofunni var oft mikið grínast og hlegið og má segja að þar hafi einfaldlega verið samkomustað- ur margra hestamanna, ekki bara Gustara heldur fólks af öllu landinu. Alltaf voruð þið jafn ánægð með gestaganginn og þú aldrei ánægðari en þegar fullt var út úr dyrum. Gest- risnin var alveg einstök. Gjarnan var spjallað um gæðinga og góðar sveitir en engin sveit komst með tærnar þar sem Borgarfjörðurinn hafði hælana. Þú varst svo stolt af sveitinni þinni og hvergi í heiminum sagðir þú fallegra en við Hvítána. Það var því mikið gleðiefni þegar þið Ásgeir og Þóra og Valdi keyptuð jörðina Grímarstaði. Hafist var handa við að byggja hús og koma sér og hestunum vel fyrir. Okk- ur sem eftir lifum finnst það því óskiljanleg og grimm örlög að þú fáir ekki að njóta verunnar þar í fallega bústaðnum þar sem þið voruð nýbúin að koma ykkur svo vel fyrir. Þegar litið er til baka er ótal margs að minnast. Þú varst einstök móðir, Maja mín. Stolt af börnunum þínum öllum og hvattir þau áfram svo eftir var tekið. Þú sagðir stundum; „Ég má alveg monta mig svolítið af henni Þóru minni, hún er svo dugleg“ og það er svo sannarlega satt. Það veit ég. Samband þitt við barnabörnin þín var líka yndislegt og þeirra missir er mikill nú þegar þú kveður eftir aðeins tveggja mánaða erfið veikindi. Það verður skrítið að koma í hest- húsin í vetur. En hugsunin um að hafa fengið að kynnast þér, alast upp með þessu góða fólki og minningarn- ar um marga góða reiðtúra þar sem þú fórst á honum Mósa þínum, ylja og kalla fram gleði. Elsku vinir, innilegustu samúðar- kveðjur frá fjölskyldu minni allri. Anna Rós Bergsdóttir. Nú hefur sorgin knúið dyra á okk- ar vinnustað. Hún Mæja okkar er lát- in eftir stutta baráttu við illvígan sjúkdóm. Við vinnufélagarnir viljum fá að minnast hennar hér með nokkr- um orðum. Ekki þurftum við að vinna lengi hjá Á. Guðmundsyni til að komast að raun um að María, eða Mæja eins og hún var oftast kölluð, var góður vinnuveitandi, létt í lundu, brosmild og stutt í hláturinn. Hún var alltaf vel María Sigmundsdóttir ✝ María Sig-mundsdóttir fæddist í Reykjavík 3. desember 1933. Hún lést á líkn- ardeild Landspít- alans í Kópavogi að morgni 23. desem- ber síðastliðins og var útför hennar gerð frá Digra- neskirkju 3. janúar. til höfð, hafði góðan smekk og vildi hafa allt í röð og reglu. Mæja vildi ekki missa af neinu innan fyrirtækis- ins, hún og Ásgeir mættu alltaf þegar við vinnufélagarnir héld- um teiti eða farið var í ferðir, stuttar sem langar. Allir hlökkuðu líka til árlegs þorrablóts eða árshátíðar, fyrst heima í stofu hjá þeim Ásgeiri og Mæju en eftir því sem hópurinn stækkaði í sal úti í bæ. Á þessum hátíðum reiddu þau hjón fram mikla veislu sem hvergi var skorin við nögl en þó skal sérstaklega nefna heimagerða ísinn sem Mæja hafði ávallt á boðstólnum. Það var í lok september sem við fórum í óvissuferð inn í Þórsmörk og Ásgeir og Mæja voru með að vanda. Það reyndist síðasta ferðin sem Mæja fór með okkur en við vitum að minningarnar um Mæju munu færa birtu og yl í hjörtu okkar. Elsku Ásgeir, þinn missir er mikill, við biðjum Guð að gefa þér, börnum, tengdabörnum, barnabörnum og barnabarnabörnum styrk í ykkar sorg. Guð veri með ykkur. Starfsmenn Á. Guðmundssonar ehf. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Fallin er frá vinkona okkar til margra ára, María Sigmundsdóttir. Það var haustið 1993 sem hópur fólks úr hestamannafélaginu Gusti var saman komin til að fagna fyrstu skóflustungu að reiðhöll félagsins. Maja kom að máli við okkur nokkrar konur og lýsti áhuga sínum á að stofna kvennadeild í Gusti. Taldi hún að nú væri mikil þörf fyrir að konur í Gusti tækju höndum saman til að styðja við félagið í þeim miklu fram- kvæmdum sem framundan voru. Þannig hófust okkar góðu kynni sem hafa staðið óslitið síðan. Þetta varð einnig upphaf kvennadeildar Gusts sem var stofnuð í febrúar 1994. Þegar ákveðin var verkaskipting í fyrstu stjórninni bauðst Maja strax til að vera gjaldkeri. Það reyndist vel því þar var rétt kona á réttum stað, enda blómstraði fjárhagur deildarinnar í hennar höndum. Í hönd fór tími mik- illa uppbygginga í Gusti og þar kom kvennadeildin inn sem öflugur bak- hjarl. Maju var mikið í mun að gera alla aðstöðu félagsins sem best úr garði. Þar nutu sín hinir einstöku hæfileikar hennar, útsjónarsemi, smekkvísi og hversu lipur hún var í mannlegum samskiptum. Alltaf var hún kát og glöð og smitaði fólk af lífsgleði sinni og óþrjótandi starfsorku, öll vinna varð skemmtileg með henni. Lagði hún mikla áherslu á það við okkur hinar yngri að allt sem kvennadeildin gerði væri gert með glæsibrag. Maja bar mikla umhyggju fyrir sínu fólki. Þá var umhyggja hennar ekki síðri fyrir félaginu okkar og vildi hún hag þess sem mestan. Hún var sífellt að fegra og snyrta umhverfi sitt og óþreytandi að hvetja Gustara til að gera slíkt hið sama. Enda var hún sjálf, heimili hennar og hesthúsið sérlega glæsilegt. Þau hjónin Maja og Ásgeir hafa í gegnum árin verið ákaflega gestrisin og góð heim að sækja hvort heldur hefur verið í hesthúsið, heimili þeirra í Kópavogi eða í Borgarfirði. Þess höfum við margoft notið, enda var hún einstaklega félagslynd og alltaf hrókur alls fagnaðar. Að leiðarlokum viljum við þakka Maju vináttuna og allar skemmtilegu stundirnar og vottum Ásgeiri, börn- um þeirra og fjölskyldum, okkar dýpstu samúð á þessum erfiðu tím- um. Þá vill kvennadeild Gusts þakka allt hennar góða og fórnfúsa starf í gegnum tíðina. Minningin um góða konu mun lifa í huga okkar. Anna Sigmundsdóttir, Ragna Guðmundsdóttir. Elsku María. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Elsku María, þín verður sárt sakn- að í Goðaholtinu í Glaðheimum. Hvíl þú í friði, kæra vinkona. Elsku Ásgeir, Þóra, Guðmundur, Sigmundur, Ásgeir yngri og fjöl- skyldur, missir ykkar er mikill, megi Guð gefa ykkur styrk á erfiðum tíma. Ykkar vinir, Bjarni Sig. og Helga. Kveðja frá hestamannfélaginu Gusti Látin er heiðurskonan og félagi okkar María Sigmundsdóttir, fædd í Reykjavík en ólst upp á Hvítárvöllum í Borgarfirði, en í Borgarfirði fannst henni best að vera og kom glampi í augu hennar þegar Borgarfjörður var nefndur. María var félagi í hestamanna- félaginu Gusti þar sem hún setti svip sinn á félagið á svo margvíslegan hátt félaginu til góða, hún var valin félags- málamaður hestamannafélagsins Gusts og hús þeirra hjóna Maríu og Ásgeirs hlaut viðurkenningu félags- ins fyrir snyrtimennsku. María var ein af stofnendum kvennadeildar þar sem hún gegndi starfi gjaldkera, en upphafsár kvennadeildar voru mjög verðmæt félaginu þar sem kvenna- deildin setti sér þau markmið að skaffa innbú í nýtt félagheimili hesta- mannafélagsins. Þar hafði María mikið um hlutina að segja því hún var bæði áræðin, hagsýn og mikil smekk- manneskja og vildi að umhverfið væri snyrtilegt og þægilegt. Hún var ávallt boðin og búin ef á þurfti að halda í hvaða verk sem var og til hagsbóta fyrir félagið. Þar sló hjarta hennar sem og víðar, því hjá Maríu virtist vera nægur tími til góðra verka. María hafði mjög gaman af hestum og fór oft mikinn þegar svo lá við, hestar hennar urðu að vera hrein- gengir og rúmir, þá leið henni vel. Kynni mín af Maríu voru mér verð- mæt, því í amstri félagsmála var ávallt hægt að leita til hennar og fá sér kaffi og hjónabandssælu sem ávallt var á borðum í kaffistofu þeirra hjóna, ræða málin, sjá hlutina í breiðara samhengi og ávallt með hagsmuni félagsins í huga, því hún var með stórt hjarta. Á Hvítárvöllum reistu hún og eig- inmaður hennar Ásgeir sér sumarhús þar sem þau nutu margra góðra stunda. Í sumarhúsi Maríu og Ás- geirs á Hvítárvöllum var oft fjöl- mennt og nutu menn gestrisni þeirra hjóna. Fyrir nokkru keyptu þau jörð- ina Grímsstaði í Borgarfirði en hún er í nágrenni Hvítárvalla sem henni var svo mjög hugleikin og gerði það henni léttara að flytja sig um set. Þar hugðust þau María og Ásgeir eyða síðustu æviárunum. Í síðustu samtölum mínum við Maríu eftir að hún greindist með þann sjúkdóm sem hún réð ekki við þá kom fram sá kostur Maríu sem hún sýndi svo oft en það er æðruleysi, en æðruleysi og ósérhlífni voru þeir kostir sem ég dáðist hvað mest að í fari hennar og eru öðrum til eftir- breytni. Þessir kostir hennar hafa gert hana að þeim félaga og vini sem við minnumst nú. Kæri Ásgeir, þú hefur ekki aðeins misst eiginkonu, heldur ekki síður starfsfélaga þar sem þið stýrðuð sam- an fyrirtækinu Á. Guðmundsson í rúm fimmtíu ár með miklum mynd- arskap svo að saman fór dugnaður og atorka svo eftir var tekið. Ásgeir, Sigmundur, Guðmundur, Þóra, Ásgeir og fjölskyldur, missir ykkar er mikill en minning um eig- inkonu, móður, tengdamóður og ömmu er ykkur dýrmæt. Um leið og við kveðjum góðan fé- laga sem lagði mikið af mörkum í þágu okkar félags vil ég fyrir hönd hestamannafélagsins Gusts þakka heiðurskonunni Maríu Sigmunds- dóttir góð störf í þágu félagsins. Hvíl í friði. Bjarnleifur Bjarnleifsson, formaður hestamannafélags- ins Gusts. Vinkona okkar Maja er látin eftir stutt en erfið veikindi. Leiðir okkar lágu saman fyrir 40 árum vegna starfa okkar Ásgeirs í húsgagnaiðn- aðinum. Á þeim árum vorum við að ala upp börn okkar og vinna að bætt- um hag húsgagnaiðnaðarins. Saman byggðu þau upp Á. Guðmundsson húsgagnaverksmiðju sem er ein sú fullkomnasta á landinu. En við áttum líka okkar frístundir svo sem við veiði og hestaferðir. Frá þeim árum er margs að minnast en Ásgeir og Maja hafa haldið hesta alla tíð síðan og búið sérlega vel að þessum mállausu vin- um sínum, nú síðast með því að kaupa ásamt dóttur og tengdasyni jörðina Grímarsstaði í Borgarfirði. Höfðu Ás- geir og Maja byggt sér þar nýtt hús til þess að eiga þar gott ævikvöld. Maja var mjög félagslynd og drífandi kona og trygg sínum vinum. Við hjón- in kveðjum hana með söknuði og vottum Ásgeiri og fjölskyldu okkar dýpstu samúð. Þórunn og Sverrir. Yndislegur nágranni til fjölda ára hefur nú kvatt okkur. Við fjölskylda mín, María, Ásgeir og unga fólkið okkar, bjuggum í Hrauntungu 16 og 18 um langt skeið, einungis limgerði greindi lóðir okkar að. Það þurfti heldur ekki meira. Við þekktum ekk- ert annað en góða samvinnu og í öll- um samskiptum. Hún var raungóð og afar skynsöm – frómt frá sagt hinn mesti dugnaðarforkur á marga vísu. Tölur eru ekki mín sterka hlið og ég minnist þess að hafa eitt sinn stunið eitthvað yfir bókhaldi og launa- greiðslum sem mér féllu í skaut. „Hvers vegna baðstu mig ekki um að- stoð, þetta er mitt sérsvið,“ sagði María. „Get ég ekki hjálpað.“ Svona voru tilsvörin ævinlega. María var mjög aðlaðandi kona, jafn falleg í gallabuxum, reiðfötum eða uppábúin. Ég minnist margra stunda yfir trjáplöntum og blómum – allar mér mjög kærar. Borgarfjörð- ur, sveitin hennar, var henni afar kær. Þar var hún jafn glæsileg og annars staðar. Líf er nauðsyn lát þig hvetja, líkst ei gauði, berstu djarft, vertu ei sauður, heldur hetja, hníg ei dauður fyrr en þarft! Fram að starfa! fram til þarfa! Flýjum aldrei skyldu-braut! Vinnum meira! Verkum fleira! Vinnum eins þó lögn sé þraut! (Henry W. Longfellow) Elskuleg öll sömun, mínar og barna minna dýpstu samúðarkveðjur við fráfall merkrar konu. Ásgeir, Sig- mundur, Guðmundur, Þóra, Ásgeir og fjölskyldur ykkar allra. Megi allt sem gott er styðja ykkur, styrkja og veita huggun. Ingibjörg Árnadóttir. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, bróðir og afi, MAGNÚS ÞÓR MAGNÚSSON Dr. Ing. Rafmagnsverkfræðingur, Barðaströnd 20, Seltjarnarnesi, sem lést föstudaginn 29. desember, verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju miðvikudaginn 10. janúar kl. 13.00. Hrefna M. Proppé Gunnarsdóttir, Áslaug María Magnúsdóttir, Haukur Birgisson, Þorsteinn Ingi Magnússon, Jóhanna Guðrún Pálmadóttir, Katrín Lillý Magnúsdóttir, Gylfi Þór Þórisson, Margrét O. Magnúsdóttir, Stefán Hreiðarsson og barnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, VALGERÐUR ÓLAFSDÓTTIR, lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund laugar- daginn 30. desember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Niels Ómar Laursen, Óli Guðlaugur Laursen, Auður Ingibjörg Hafþórsdóttir og barnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, EGGERT EGILL LÁRUSSON, frá Grímstungu, Túngötu 22, Keflavík, lést á Landspítalanum í Fossvogi fimmtudaginn 4. janúar. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju föstudaginn 12. janúar kl. 13.00. Kristín Hjördís Líndal, Sigríður Jóna Eggertsdóttir, Lýður Pálmi Viktorsson, Soffía Líndal Eggertsdóttir, Páll Örn Líndal, Rakel Ýr Guðmundsdóttir, Þröstur Líndal , Jóhanna Áskels Jónsdóttir, Jónatan Líndal Eggertsson, Dóra María Garðarsdóttir og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.