Morgunblaðið - 07.01.2007, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 07.01.2007, Blaðsíða 40
40 SUNNUDAGUR 7. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali. Glæsileg 145 fm endaíbúð á 1. hæð með gluggum í þrjár áttir í þessu eftir- sótta lyftuhúsi við Efstaleiti auk sérstæðis í bílageymslu og sérgeymslu í kj. Íbúðin skiptist í forstofu með fataherb. innaf, hol, stórar og bjartar samliggj- andi stofur með útgangi á verönd til suðurs og vesturs, rúmgott eldhús með góðri borðaðstöðu, 2 herbergi og baðherbergi sem er nýlega endur- nýjað að hluta. Útgangur á verönd úr hjónaherbergi. Hlutdeild í mikilli sam- eign, m.a. sundlaug, gufubaði og líkamsræktarsal. Verð 59,0 millj. EFSTALEITI Glæsileg 4ra herb. endaíbúð fyrir 55 ára og eldri Glæsilegt nýlegt 125-250 fm. skrifstofuhúsnæði til leigu á 2. hæð (efstu) í ný- legu verslunar og þjónustu/skrifstofuhúsi. Lyfta er í húsinu. Húsið skiptist m.a. í móttöku, 8 skrifstofur, fundarherbergi, kaffistofu, snyrtingu ofl. Góð aðkoma og bílastæði. Laust strax. Upplýsingar gefur Helgi Jón, sölustjóri s. 893 2233 Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Flatahraun Hf. - Til leigu skrifstofuhúsnæði Um er að ræða gott 535 fm. atvinnuhúsnæði. Ágæt lofthæð og innkeyrslu- dyr. Tilvalið fyrir léttan rekstur og heildsölu. Góð staðsetning. Laust strax. Upplýsingar gefur Helgi Jón, sölustjóri s. 893 2233 Bæjarhraun Hf. - Til leigu ÞVÍ miður hefur undirskriftasöfn- unin frá árinu 1999 (sjá mynd) ekki orðið til þess að menn hafi fundið sann- leikann. Og það þótt bættist við minnihluti hreppsnefndar, Berglind Gunnarsdóttir og Hjörtur Hjartarson sem beittu sér fyrir framgangi málsins ásamt Haraldi Johannessen og Árna Johnsen. Ríkislögreglustjóri kom kærunum áleiðis eftir að Árni Johnsen ýtti á hann. Allar kærurnar voru upp- lognar og falsaðar en voru stað- festar sjö sinnum fyrir héraðsdómi og Hæstarétti án þess að dómunum hafi verið breytt. Það eru því þrett- án sem standa að þessum lista, 9 plús 2 plús aftur 2, allt vinstri menn (utan HJ og ÁJ). En íbúar Vestur-Landeyjahrepps voru um 180 á þessum tíma. Voru þessar undirskriftir í anda réttlætis, lýð- ræðis og frelsis? EGGERT HAUKDAL, fv. alþingismaður. Frá Eggerti Haukdal: Eggert Haukdal. Sannleikurinn mun gera yður frjálsa BORGARSTJÓRI hefur að und- anförnu stutt dyggilega við bakið á Íbúasamtökunum Betra Breiðholt og öðrum íbúum sem hafa mótmælt uppsetningu spilasalar í versl- unarmiðstöðinni í Mjódd. Við í stjórn íbúasamtakanna viljum þakka borg- arstjóra fyrir stuðning í baráttu okk- ar gegn þessum ófögnuði. Baráttan hefur staðið í nokkurn tíma og er einkennilegt að svo virðist sem íbúar eigi ekki að hafa neitt um þetta að segja. Lög og reglur eru þannig að Happdrætti Háskóla Íslands virðist hafa heimild til að opna spilasal þar sem húsnæði er laust og þurfi varla að fá sérstakt leyfi til þess. Borgarstjóri er hins vegar nú bú- inn að skora á HHÍ að draga til baka fyrirhugaða opnun spilasalarins. Íbúasamtökin Betra Breiðholt hafa mætt í tvígang á fund með rektor Háskólans ásamt framkvæmda- stjóra Happdrættis Háskólans, svo og á fund með rekstraraðilum spila- salarins. Þar voru aðilar beðnir um að hætta við fyrirhugaða opnun sal- arins. Því var neitað og gefið upp að þrátt fyrir mótmæli verði salurinn opnaður. Hverfisráð Breiðholts hefur mót- mælt þessari opnun og fjöldi manns hefur lýst vanþóknun sinni á þessu. Á þriðja þúsund manns hafa und- irritað áskorun um að hætt verði við þetta. Síðan kemur grein í Fréttablaðinu 30.12. 2006 eftir Pál Hreinsson, for- mann stjórnar HHÍ, þar sem hann greinir frá því að Háskólinn eigi ekki spilasal í Mjóddinni. Málið snýst ekki um það hver eigi húsnæðið heldur hvaða starfsemi fer þar fram. Sú starfsemi varðar Happdrætti Há- skóla Íslands – og þá starfsemi vilj- um við ekki hafa þarna. Verði salurinn opnaður í Mjódd- inni verða margir til að standa upp og mótmæla. Þar eð brotið er á íbú- um Breiðholts á þennan grófa hátt verður mótmælt enn hressilegar. Það virðist enginn vilja svara fyrir þetta mál. Rektor Háskóla Íslands hefur eiginlega vísað þessu frá sér. Formaður stjórnar Happdrættisins virðist gera það líka. Dóms- málaráðuneytið getur ekki tekið á málinu þar eð ráðuneytið virðist ekki hafa lögsögu um slíka starfsemi. Hún er nefnilega skráð sem þjón- usta og á því flýtur þessi spila- mennska áfram. Ráðuneytið getur ekki gert neitt þar eð þetta flokkast undir þjónustu. Þá er spurning: Hvað er þjónusta? Hvaða þjónustu er verið að veita þarna? Kannski for- maður stjórnar Happdrættisins geti skilgreint það. Íbúar í Breiðholti vilja ekki þessa „þjónustu“, ekki þessa starfsemi sem ýtir undir spilafíkn og ýmsa óæskilega hegðun og kemur ekki síst niður á ungu fólki. Ábyrgðin er þeirra sem hagnast á spilafíklunum. Þess vegna fögnum við hverjum bandamanni í þessari baráttu og við væntum þess að forráðamenn Há- skóla Íslands og Happdrættis Há- skólans hlusti á borgarstjóra Reykjavíkur og borgarráð og taki tillit til óska borgaryfirvalda og þeirra fjölmörgu íbúa og margra samtaka í Breiðholti sem vilja ekki þessa starfsemi í Mjóddina. Það yrði nöturleg kveðja til íbúa Breiðholts ef Háskólinn, sem ætti að vera vel upp- lýst stofnun og virða lýðræðisleg gildi, ætlar að troða þessum ófögn- uði upp á Breiðhyltinga með því að koma spilavíti fyrir á þeim stað þangað sem flestar fjölskyldur í hverfinu venja komur sínar til að sækja uppbyggilega þjónustu. Það yrði í raun atlaga gegn fjöl- skyldugildum menntaðs samfélags. Ábyrgðin er þeirra sem hagnast á spilafíklunum. HELGI KRISTÓFERSSON, ELÍN HULD HARTMANNSDÓTTIR, BOGI A. FINNBOGASON, ELÍSABET JÚLÍUSDÓTTIR, GUNNAR H. GUNNARSSON, MAGNÚS GUNNARSSON, ÞORKELL RAGNARSSON. Íbúarnir vilja ekki spilasal í Mjóddinni Frá stjórn Íbúasamtakanna Betra Breiðholt: MJÖG er nú fjargviðrazt, þessi dægrin, yfir stofnun Flugstoða ohf, og er það að vonum. Í því máli hefir hinn ágæti frændi minn Sturla Böðvarsson farið fullgeyst enda virt- ist enga brýna nauðsyn bera til nið- urlagningar fyrra fyrirkomulags (sjálfur flýg ég ei, heldur geng, ek eða sigli enda sérvizka margra okk- ar Kveldúlfs-niðja undirliggjandi víða). Spyrja má hvort þarna hafi eitthvert frjálshyggju-froðusnakk eða þá hin skelfilega einkavæðingar- hégilja komið að málum? Heldur þykir mér lítilmannleg sú margvíslega orrahríð sem gerð hef- ur verið, sér í lagi hér á Suðvest- urlandi, að Sturlu, fyrir þá miklu djörfung og þor að drífa Héðins- fjarðargangnagerðina af stað á sl. vori þó svo að Fljótatengingin hefði gjarnan mátt vera þar í. Þessir ágætu samlandar, þéttbýlisbúarnir, sem eru að mér sýnist 2/3 hlutar þjóðarinnar, mestmegnis Reykvík- ingar, virðazt lítt muna að það voru pláss; eins og Djúpavík á Ströndum, Siglufjörður og Raufarhöfn t.d. sem héldu íslenzka þjóðarbúinu gang- andi á kreppuárunum 1930–1940. Má því ætla að þeir Tröllaskaga- menn séu löngu búnir að borga fyrir Héðinsfjarðargöng. Víðar þarf að hefja framkvæmdir, sérstaklega tvö- földun Suðurlands- og Vesturlands- vegar, nú strax á vordögum 2007! sagt og skrifað. Hér með skora ég á þá Sturlu frænda minn og ekki síður Björn Bjarnason dóms- og kirkju- málaráðherra að þeir beiti sér, nú í upphafi vorþings fyrir að 90% út- gjaldanna til utanríkisþjónustunnar verði skorin niður nú þegar! og, nú nefni ég það sem fæstir Íslendinga hafa kjark og áræði til að nefna, leggjum nú þegar niður forsetaembættið á Bessastöðum! Þar mætti ná í ein- hverja milljarða til viðbótar, til vega- málanna og heilbrigðisþjónust- unnar. Það gengur ekki að rétt liðlega 300 þúsund manna þjóð skuli vera að ganga undir óþarfa flakki ut- anríkisráðherrans og forsetans, út í heim þriðja hluta ársins. Mætti al- veg endurreisa veg og virðing gamla Landshöfðingjaembættisins, í stað forsetaembættisins, með innan við 20% kostnaðar núverandi Bessa- staða embættiskostnaðar, að skað- lausu. Færu þeir Sturla og Björn að þessum tillögum mínum mætti ætla að vegur Sjálfstæðisflokksins yrði hinn mesti í komandi kosningum. Má ég samt ekki láta hjá líða að min- nazt eins okkar þingmanna í Suður- kjördæmi, Kjartans Ólafssonar, sem hefur vilja og snerpu til fylgni við varanlega vegagerð norður um Kjöl, úr Biskupstungum yfir í Húnaþing og Skagafjarðar-héruð, svo dæmi sé tekið. Minni jafnframt á Óshlíðina vestra strax með vorinu! sem og Suðurstrandarveg, Skógarströnd, Vestfirðina og þá þurfa Svínfellingar sitt, verð þó að viðurkenna ókunnug- leik minn á Austurlandi og Norð- austurlandi. Ljóst má vera að þeir Jón Rögnvaldsson og hans fólk allt hjá Vegagerð ríkisins þurfa að láta af þessum gálgahúmor, með 2+1- lausnir. Hættum að láta mont og prjál- ferðir háttsettra ráðamanna vera uppistöðu frétta hér heima fyrir. Með beztu kveðjum úr Árnes- þingi. ÓSKAR HELGI HELGASON, frá Gamla-Hrauni og Hvítárvöllum Um hina hæfustu menn Frá Óskari Helga Helgasyni: Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is Fréttir á SMS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.