Morgunblaðið - 07.01.2007, Síða 51

Morgunblaðið - 07.01.2007, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. JANÚAR 2007 51 ✝ Kjartan ÖrnJónsson fæddist í Reykjavík 28. nóv- ember 1959. Hann lést á Randers Cent- ral Sygehuset í Dan- mörku 30. nóvember síðastliðinn. For- eldrar hans eru hjón- in Jón Ingvarsson, f. 10. febrúar 1937, og Ingveldur Hilm- arsdóttir, f. 27. júlí 1937. Systkini Kjart- ans eru Erlendur, f. 27. febrúar 1957, og Ásta Unnur, f. 18. október 1963, d. 15. ágúst 2006. Kjartan kvæntist 6. september 1980 Irenu Erlingsdóttur. For- eldrar hennar eru Erling Ottósson og Vilma Mar. Börn Irenu og Kjartans eru, Erla Björk, f. 24. janúar 1981, sam- býlismaður Ágúst Hilmar Jónsson, f. 15. júlí 1976, og Otto Erling, f. 17. júní 1983. Kjartan bjó sín uppvaxtarár í föð- urhúsum, lauk gagn- fræðaprófi frá Hvassaleitisskóla. Hann fór síðan að vinna í Plastos og starfaði þar allt þar til hann flutti til Danmerkur þar sem hann bjó til dánardægurs. Kjartan var jarðsettur í Havndal- kirkjugarði á Jótlandi 8. desember. Mig langar að minnast starfs- manns míns og vinnufélaga Kjart- ans Arnar Jónssonar, sem lést í Danmörku 30. nóvember. Ég sá Kjartan fyrst 1977 er ég kom til starfa hjá Plastos sem þá var nýlega flutt á Grensásveg. Starfsmenn voru um eða innan við 15. Þá var að myndast kjarni trausts starfsfólks sem er svo nauð- synlegur hverju fyrirtæki eigi það að vaxa og dafna. Ekki grunaði mig þá að Kjartan ætti eftir að verða ein sterkasta stoðin í þeim kjarna. Kjartan kom til Plastos að loknu skyldunámi. Starfaði fyrst á poka- vél og sá líka um lagerinn, sem fljótlega varð fullt starf. Eins og margir fleiri fann Kjartan lífsföru- naut við plastpokavél. Af Grensásveginum var flutt á Bíldshöfða. Ég hafði tekið eftir að Kjartan hafði til að bera þá þjón- ustulipurð sem er nauðsynleg góð- um sölumanni og framleiðsluna þekkti hann út og inn. Ég ákvað að fá hann í söluna. Óttuðust ýmsir að lítil menntun myndi há honum. Sá ótti reyndist ástæðulaus. Kjartan lagði sig fram og var fljótur að læra. Helst að stafsetningin háði honum, en hann var talnaglöggur, sem kom sér vel í tilboðsgerð. Kjartan hafði ekki verið lengi í söl- unni þegar heyrðist frá þeim sem voru eldri og reyndari. „Heyrðu Kjarri, ertu ekki til í að stikka þetta út fyrir mig.“ Það segir mest um frammistöðuna að 5 árum síðar, þegar flutt var á Krókháls, var hann orðinn sölustjóri. Ekki vil ég vanmeta menntun en Kjartan sann- aði að menntun er ekki alltaf nóg eða allt sem þarf. Á Bíldshöfðanum kom fram að Kjartan gekk ekki heill til skógar. Jafnvægisskynið var ekki í lagi. Ég minnist frá Krókhálsinum þegar Kjartan kom frá lækni og sagðist hafa greinst með MS sem ég vissi ekki hvað var. Seinna skýrði læknir út fyrir mér að MS væri líkt og að standa í stiga og komast aldrei í næstu tröppu fyrir ofan. Til að fara ekki neðar skipti mestu máli að forðast álag og vera vel hvíldur. Erfitt var að halda aftur af Kjartani í vinnu og skipti þá ekki máli þótt markaðsstjóri væri ráðinn til að létta á honum. Oft var erfitt að horfa upp á Kjartan veikan í vinnunni á sama tíma og ýmsir aðr- ir minna veikir voru heima. Kjartan gat verið snöggur til svars. Í þrítugsafmæli hans varð mér að orði, að hann yrði erfitt gamalmenni. Ekki stóð á svari. „Ég verð ekki gamalmenni.“ Þeirri setn- ingu gleymi ég aldrei. Er við fluttum í Garðabæ varð Kjartan aðstoðarmaður framleiðslu- stjóra. Þeir unnu mjög vel saman og nutu hæfileikar Kjartans sín vel. Hann þekkti framleiðsluna og kunni á viðskiptavinina. Ég á margar góðar minningar frá þessum árum. Í sölunni unnum við hvern sigurinn á eftir öðrum. Aldrei plötuðum við neinn en hjálpuðum mörgum viðskiptavininum að velja það sem kom honum best. Oft var samkeppnin erfið við fyr- irtæki með sterka bakhjarla, en all- an tímann vorum við í stöðugri sókn og örum vexti. Undir lokin voru starfsmenn um eða yfir 100. Ég þakka Kjartani hans þátt í hversu vel gekk. Blessuð sé hans minning. Konu hans og aðstandendum sendi ég síðbúnar samúðarkveðjur. Sigurður Oddsson. Kjartan Örn Jónsson ✝ Gróa Ragnhild-ur Þorsteins- dóttir fæddist í Garðakoti í Mýrdal 5. janúar 1917. Hún lést á Hrafn- istu í Hafnarfirði 16. desember síð- astliðinn. For- eldrar hennar voru Sigurlín Erlends- dóttir húsfreyja, frá Hvoli í Mýrdal, f. 1. september 1885, d. 27. nóv- ember 1967, og Þorsteinn Bjarnason bóndi, frá Holti í Álftaveri, f. 17. apríl 1879, d. 9. desember 1970. Systkini Gróu eru: Marta, f. 9. október 1910, d. 2. ágúst 1998, Jón, f. 17. febrúar 1912, d. 15. júlí 1998, Sigríður, f. 10. ágúst Sigurlín, f. 20. maí 1946, maki Egill Bjarnason, f. 20. júní 1952. Þeirra synir eru: Tómas, f. 27. júní 1970, maki Una Björk Unn- arsdóttur, f. 13. janúar 1972, þau eiga 3 börn; Þorsteinn, f. 3. mars 1973 maki Björg Sæ- mundsdóttir, f. 8. desember 1975, þau eiga eina dóttur. 2) Elín, f. 21. maí 1946, maki Gunnar Jónasson, f. 10. mars 1942. Þeirra börn eru: Ragnhild- ur Sif, f. 2. ágúst 1966, maki Jo- seph Dilschneider, f. 11. nóv- ember 1968, þau eiga 2 dætur, Lára, f. 20. ágúst 1969, maki Christopher Hall, f. 23. desem- ber 1969, þau eiga eina dóttur, Jónas Þorri, f. 8. júlí 1976 og Tómas Sigurður, f. 25. sept- ember 1985. Fyrstu hjúskaparárin bjuggu Gróa og Tómas í Sólheimahjá- leigu í Mýrdal. Árið 1951 fluttu þau til Víkur í Mýrdal og bjuggu þar til 1980 er þau fluttu til Hafnarfjarðar. Útförin fór fram í kyrrþey, að ósk hinnar látnu. 1913, d. 3. febrúar 2003, Elísabet, f. 29. júlí 1915, d. 10. apr- íl 2001, Sigríður Jóna, f. 2. október 1919, d. 7. júní 2004, Eyjólfur Ósk- ar, f. 4. nóvember 1920, d. 27. febrúar 2003, Guðjón, f. 15. júní 1924, d. 22. jan- úar 2006, Kristín Magnea, f. 6. des- ember 1925, d. 1. desember 1926, og Kristján Magnús, f. 3. febrúar 1929, d. 10. júlí 1931. Gróa Ragnhildur giftist árið 1946 Tómasi Sigurði Jónssyni frá Sólheimahjáleigu í Mýrdal, f. 19. október 1900, d. 26. október 1984. Þau eignuðust tvær dætur: 1) Það verður erfitt að koma heim til Íslands án þess að heimsækja ömmu. Í gamla daga fórum við austur í Vík í Mýrdal þar sem að hún rak hótelið. Það var voða gaman að hjálpa til í þvottahúsinu að teygja lökin og búa svo um rúmin á hót- elherbergjunum. Það var alltaf mik- ið að gera í eldhúsinu þar sem amma eldaði bæði fyrir hótelgesti og heimalninga. Kakósúpa með tví- bökum var okkar uppáhaldsmatur. Amma hugsaði líka um gamla fólkið í Víkinni og við fengum oft að fara með henni í þær heimsóknir. Amma og afi fluttu til Hafnarfjarðar 1980 og þá fannst okkur mjög gott að geta labbað í heimsókn á hverjum degi. Alltaf var góður grautur til og á sunnudögum heitar pönnukökur. Næsta ár fluttum við til Bandaríkj- anna og þá minnkuðu heimsóknir okkar mikið. Okkur fannst spenn- andi að flytja til útlanda en mikið sárt að vera svona langt í burtu frá ömmu. Amma Gróa var ekki bara góð við okkur barnabörnin, hún var svona góð við alla. Hún var alltaf að gera eitthvað fyrir aðra. Það var sama hvort það var að versla fyrir konurnar í blokkinni, passa börn eða baka flatkökur fyrir hálfa þjóð- ina. Amma hafði mesta ánægjuna af því að gefa og það má eiginlega segja að það hafi verið hennar ævi- starf. Við eigum eftir að sakna ömmu mikið. Amma verður alltaf í hjarta okkar. Ragnhildur Sif, Lára, Jónas Þorri og Tómas Sigurður. Nú hefur elskuleg Gróa amma mín kvatt þennan heim. Ég veit að hún er hvíldinni fegin enda hafði hún óskað sér hennar í nokkurn tíma. Síðasta árið hrakaði heilsu ömmu mikið og undanfarna mánuði þurfti hún að þiggja hjálp frá öðr- um en það þótti henni afskaplega erfitt. Hún var ávallt sú sem veitti aðstoð og hennar lífsmottó var að sælla væri að gefa en þiggja. Á mínum yngri árum taldi ég til dæmis að ömmur þyrftu hvorki að sofa né borða því amma virtist allt- af vera að. Þó svo að vitað væri í hvað stefndi í nokkurn tíma og ég teldi mig undirbúinn að kveðja hana ömmu, sem hafði kennt mér svo margt og ég alla tíð litið svo mikið upp til, þá er kveðjustundin sár. En minningarnar lifa og ég veit að góður Guð geymir elskulegu Gróu ömmu. Þorsteinn. Það var erfitt að kveðja hana ömmu Gróu, sérstaklega svona skömmu fyrir jól, en ég veit að hún var hvíldinni fegin. Dugnaður henn- ar og ósérhlífni í gegnum tíðina hafði tekið sinn toll og líkaminn var orðinn þreyttur. Amma Gróa var vön því að þurfa að hafa fyrir lífinu, alveg frá barns- aldri og hún var ekki í rónni nema hún hefði eitthvað fyrir stafni. Síð- ustu árin, þegar heilsu hennar fór að hraka, varð maður var við að henni leið ekki vel með það að vera orðin ófær um að gera hluti sem hún hafði áður dundað sér við. Erf- iðast hefur henni eflaust þótt það að vera upp á aðra komin því að hún var alla tíð mjög sjálfstæð og hafði mun meira gaman af því að gleðja og aðstoða aðra en þiggja að- stoð. Fyrstu minningar mínar um ömmu eru frá hótelinu í Vík sem hún rak af miklum myndarskap í um 20 ár. Þrátt fyrir að vera önn- um kafin frá morgni til kvölds, og oft lengur en það, nánast alla daga ársins gaf hún sér samt tíma til að sinna okkur krökkunum. Það sama var upp á teningnum eftir að þau afi fluttu til Hafnarfjarðar fyrir rúmum 26 árum. Alltaf var hægt að skreppa í heimsókn til þeirra á Laufvanginn og fá eitthvað gott í gogginn enda amma sjálfmenntaður bakarameistari með kleinur, pönnu- kökur og flatkökur sem sérsvið. Síðustu árin sem amma lifði bjó hún á Hrafnistu í Hafnarfirði en myndarskapurinn og gestrisnin héldust allt til dauðadags. Henni var mikið í mun að gera vel við þá sem komu í heimsókn til hennar og lagði á sig mikið erfiði til þess að sjá til þess að alltaf væri til kaffi á könnunni og meðlæti. Hið ríka eðli í henni til þess að vinna og gera vel við aðra dreif hana áfram og þá sjaldan að hún bað mig að gera sér greiða var hann oft fólginn í því að aðstoða einhvern annan íbúa á Hrafnistu sem hún vissi að þarfn- aðist aðstoðar við eitthvað. Elsku amma, þín er sárt saknað en minning þín lifir. Tómas. Í dag viljum við minnast hennar langömmu Gróu eða ömmu Gróu eins og við systurnar kölluðum hana. Eflaust er hún hvíldinni fegin og dansar nú á himnum með honum Tómasi sínum. Við systkinin áttum að vísu ekki langan tíma með henni en getum þó yljað okkur við minningarnar um þær góðu stundir sem við áttum saman. Þegar við komum í heim- sókn til hennar upp á Hrafnistu lifnaði alltaf yfir henni, þó hún væri mjög lasin, og gaman var að sjá brosið sem lék um varir hennar þegar við systurnar mættum stoltar með litla bróður okkar í heimsókn til hennar. Amma Gróa, nú ertu farin og þó erfitt sé að kveðja þá vitum við að þér líður vel og það gleður okkur. Viljum við á þessum erfiða tíma minnast þín með þessari fallegu bæn. Endar nú dagur, en nótt er nær, náð þinni lof ég segi, að þú hefur mér, Herra kær, hjálp veitt á þessum degi. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Þín barnabarnabörn Glódís Brá, Unnur Ösp og Arnar Freyr. Gróa Ragnhildur Þorsteinsdóttir ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Önnumst alla þætti útfararinnar Þegar andlát ber að höndum Arnór L. Pálsson framkvæmdastjóri Ísleifur Jónsson útfararstjóri Frímann Andrésson útfararþjónusta Svafar Magnússon útfararþjónusta Hugrún Jónsdóttir útfararþjónusta Guðmundur Baldvinsson útfararþjónusta Þorsteinn Elísson útfararþjónusta Ellert Ingason útfararþjónusta ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu samúð og hlýhug við fráfall og útför elskulegrar eiginkonu minnar, HILDAR ÞORBJARNARDÓTTUR frá Geitaskarði. Sérstakt þakklæti fær starfsfólk Droplaugarstaða, sem annaðist Hildi af mikilli umhyggju. Fyrir hönd vandamanna, Agnar Tryggvason. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN JÓNA STURLUDÓTTIR, sem lést á Hrafnistu fimmtudaginn 28. desember, verður jarðsungin frá Laugarneskirkju miðviku- daginn 10. janúar kl. 13.00. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á að láta líknarfélög njóta þess. Hreinn Eyjólfsson, Jóhanna Hreinsdóttir, Benóní Torfi Eggertsson, Steinþór Hreinsson, Elín Skarphéðinsdóttir, Guðrún Hreinsdóttir, Gestur Hreinsson, Svanhildur Ólöf Þórsteinsdóttir, Hlynur Hreinsson, Erika Martins Carneiro, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.