Morgunblaðið - 07.01.2007, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 07.01.2007, Blaðsíða 31
Morgunblaðið/ÞÖK Saga hlutanna | permanent MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. JANÚAR 2007 31 BÆJARLIND 14 -16 | 201 Kópavogi | Sími 564 4400 | Fax 564 4435 | tekk@tekk.is OPI‹ ALLA VIRKA DAGA 10-18, LAUGARDAG 10-16 OG SUNNUDAG 13-16 F A B R I K A N MANOR-LÍNAN 40% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM VÖRUM Í LÍNUNNI VERÐDÆMI: STÆKKANLEGT BORÐSTOFUBORÐ ÁÐUR 125.000 kr. NÚ 75.000,- STÓR GLERSKÁPUR ÁÐUR 185.000 kr. NÚ 111.000,- ETHNIKRAFT VÍNREKKI TVÖFALDUR ÁÐUR 7.800 NÚ 4.680,- ÞREFALDUR ÁÐUR 10.800 NÚ 6.480,- FJÓRFALDUR ÁÐUR 15.800 NÚ 9.480,- PLÚTON SÓFI ÁÐUR 119.000 kr. NÚ 47.600,- PISA SÓFI ÁÐUR 148.000 kr. NÚ 88.800,- ETHNIKRAFT EIKARBORÐ (160X90) OG 4 LJÓSIR NOMADO LEÐURSTÓLAR ÁÐUR 133.000,- NÚ 79.800,- ÚTSALA! ÚTSALA! ALLT AÐ 60% AFSLÁTTUR viðskiptafræði og hann í leiklistinni, á síðasta ári minnir mig, það var mjög gaman og mikið fjör, enda bjuggum við niðri í miðbæ. Við er- um alveg með á hreinu hvor gerir hvað í dag, en fyrir tíu ára aldur vorum við ekki vissir ef við vorum báðir viðstaddir. Ef annar meiddi sig til dæmis upplifði hinn það mjög sterkt. Við vorum gjarnan ávarpaðir „þið“ og sögðum alltaf „við“ í stað- inn fyrir „ég“. Þegar við vorum um það bil 12–13 ára fórum við að biðja um að vera ávarpaðir hvor í sínu lagi. Við Gunni höfum alltaf viljað ráða okkur sjálfir. Hann er fyndinn, en líka þungur. Þó að það virki ekki þannig er ég aðeins kærulausari en hann. Hann var mun snjallari með sín fjármál þegar hann var yngri, kannski af því að hann var skipu- lagðari og passasamari. Ég veit það ekki. Hann á það til að taka eitt- hvað sem mér finnst léttvægt of al- varlega og svekkja sig of mikið yfir því. Við konan mín eignuðumst okkar fyrsta barn í október árið 1993 og Gunni eignaðist sitt fyrsta barn á sama tíma, sex dögum seinna, líka strák. Og við mættum heim til pabba og mömmu nánast sama kvöldið að tilkynna að barn væri í vændum. Við höfum alltaf verið frekar nán- ir og tölum mjög oft saman. Við er- um með sömu áhugamálin, förum á völlinn alltaf þegar við getum að sjá Þrótt spila, svo erum við saman í veiði og hann býður mér á allar frumsýningar. Við höfum alltaf leit- að hvor til annars með gagnrýni og erum fullkomlega heiðarlegir, segj- um ekki bara það sem við höldum að hinn vilji heyra. Stundum getum við rætt hlutina af fullmiklum hita og þá hljómar það í eyrum annarra eins og rifrildi, sem það alls ekki er. Gunni er mjög hugmyndaríkur og skemmtilegur. Þó að við höfum ekki verið saman á hverjum degi frá því að við vorum sextán ára kemur það bara oft fyrir þegar við hittumst að við ætlum að segja nákvæmlega það sama á sama augnabliki eða hlæjum báðir í einu að einhverju sem eng- inn annar hlær að. LIÐIN er öld frá því að þýskur hár- greiðslumaður fann upp perm- anentið, sem hefur glatt konur og (fótbolta)menn allar götur síðan. Gleðin hefur verið blandin því þessi mikla hárgreiðsla er þekkt fyrir að fara illa með hárið til lengri tíma litið. Enginn hefur þó væntanlega þjáðst meira fyrir krullurnar en eiginkona Karls Nessler frá bænum Todtnau í Svartaskógi. Þjóðverjinn knái reyndi þessa nýju tækni marg- oft á henni á hárgreiðslustofu sinni við Oxford-stræti í London með af- leiðingum eins og brenndu hári og hársverði. Svo ekki sé minnst á að ferlið tók nokkra klukkutíma. Loks fann Ness- ler upp réttu form- úluna að efnum og hita til að láta krullurnar festast í hárinu og fékk einkaleyfi á form- úlunni. Þrátt fyrir vandræðin sem fylgdu liðunum sló uppfinningin í gegn því með permanenti gátu konur sleppt því að fara að sofa með óþægilegar rúllur. Allt frá upphafi hefur perm- anent-tískan gengið í bylgjum. End- urbætur hafa verið gerðar á upp- runalegu aðferðinni, þótt engin sé skaðlaus. Á sjötta áratugn- um voru húsmæður með permanent til að halda hárinu á sínum stað og á átt- unda áratugnum varð það mjög vin- sælt. Art Garf- unkel er dæmi um mann sem tók afró- greiðsluna alvar- lega. Þungarokk- arar sveifluðu lokkunum á sviði og fótboltamenn á vellinum, með Kevin Keegan fremstan í flokki. Á níunda áratugnum ruglaðist fólk í krullunum og hárið varð meira en nokkru sinni áður. Það þurfti mikið hár til að passa við stóru herðapúðana og yfirgengileg fötin. Stórar hárgreiðslur voru áberandi í sápuóperunum Dallas og Dynasty. Um miðjan tíunda áratug síðustu aldar fór permanentið úr tísku eftir að vinsælasta hárgreiðslan varð náttúruleg og glansandi að hætti Rachel úr Vinum. Konur sækja nú í hársápur úr lífrænum efnum og forðast sterka efnameðferð. Í heimalandi Nessler fara nú að- eins 3% kvenna reglulega í perm- anent en guðfaðir greiðslunnar mun þó ekki falla í gleymsku um sinn. „Hann kom af stað byltingu á heimsvísu og við erum stolt af hon- um,“ sagði borgarstjóri Todtnau, Andreas Wiessner, við AFP, en ver- ið er að byggja safn til heiðurs Nessler. Gengur í bylgjum Hárprúð Stórt hár er vel við hæfi dívunnar Jennifer Lopez.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.