Morgunblaðið - 07.01.2007, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 07.01.2007, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. JANÚAR 2007 19 E ins og gefur að skilja eru út-farir sorglegar athafnir. Þókemur fyrir að spaugileg atvik eiga sér stað sem brosa má að síðar meir. Hér á eftir fara sögur af nokkrum slíkum.  Jarða átti mann nokkurn í síld- arplássi austur á fjörðum en org- anistinn var að heiman. Eftir mikla leit fannst ungur maður á síld- arplaninu sem eitthvað hafði fengist við tónlist og tók hann verkefnið að sér. Ungi maðurinn var ekki vanur að spila á orgel en klóraði sig fram úr sálmum í sálmabókinni. Það var verra með forspil og eftirspil. Eng- ar nótur fundust að slíkum tón- verkum. Ekki kom til álita að sleppa þessu og því þurfti ungi maðurinn að grípa til spuna. Forspilið sem hann hristi fram úr erminni var „Komdu og skoðaðu í kistuna mína“ og eftirspilið var „Við göngum svo léttir í lundu“.  Prestur í höfuðborginni tafðist í vondu veðri og kom á elleftu stundu í kistulagningu. Þegar hann var kominn í hempuna áttaði hann sig á því að hann var í bomsum. Hann gekk því á sokkaleistunum upp að altarinu, þar sem hann fór með upp- hafsbæn. Þegar hann sneri sér við sá hann að allir kirkjugestir voru að klæða sig úr skónum.  Við andlát eldri manns úti á landi kom í ljós að hann hafði skilið eftir sig nákvæm fyrirmæli um það hvernig staðið skyldi að útförinni. Ein af óskum hans var á þann veg að finna átti forláta brennivíns- flösku á heimili hans, sem hann hafði geymt fyrir þetta tilefni ára- tugum saman. Fá síðan prestinum flöskuna fyrir útförina og skyldi hann drekka hana ásamt líkmönn- unum áður en hún hæfist. Ekki kunnu menn við annað en verða við óskinni og hermir sagan að athöfnin hafi verið í „mýkri“ kantinum.  Þar sem ungur prestur stóð við opna gröf í kirkjugarði nokkrum úti á landi um hávetur og var að búa sig undir að molda tók hann eftir því að eldri kona rann til í hálku og stefndi óðfluga á gröfina. Hann ákvað því að stökkva yfir gröfina til að forða konunni frá falli. Hempan hamlaði hins vegar stökkgetu klerks og hann dreif ekki alla leið yfir á hina brúnina. Á elleftu stundu tókst hon- um þó að stöðva konuna en féll í sömu andrá ofan í gröfina sjálfur. Hraustur bóndi úr sveitinni stóð þar hjá og kippti presti snarlega upp á yfirborðið. Svo hélt athöfnin áfram eins og ekkert hefði í skorist.  Prestur nokkur var svo ánægður með kórinn sinn að hann mátti til með að hæla honum í einni útför- inni. „Englarnir á himnum syngja ekki betur,“ byrjaði prestur en fékk svo léttan móral og bætti við: „Það væri bara öðruvísi!“  Eldri prestur úti á landi var ein- hverju sinni spurður að því hvort það væri rétt að hann hefði sérstakt yndi af því að jarðsyngja framsókn- armenn. „Það er ekki rétt,“ svaraði prestur, „en hitt er annað mál að mér leiðist ekki þegar þeir dunka niður í jörðina.“  Verið var að jarðsetja í kirkju- garði nokkrum í sveit og degi tekið að halla þegar menn létu kistuna síga niður í gröfina í myrkrinu. Allt gekk að óskum þar til kistan var komin í miðja gröf – þá kom hún öll- um að óvörum upp aftur. Þegar bet- ur var að gáð kom í ljós að kvíga hafði sofið svefni hinna réttlátu í gröfinni og risið upp við dogg þegar kistan skall á bakinu á henni. KOMDU OG SKOÐAÐU Í KISTUNA MÍNA! L öng hefð er fyrir erfidrykkjum íheimahúsum eða safn-aðarheimilum. Á undanförnum fimmtán árum eða svo hefur erfi- drykkja á hótelum eða sölum hins vegar færst í vöxt. Mörg hótel bjóða nú upp á staðlað hlaðborð þar sem verð er á bilinu 1.200 til 1.400 krónur á manninn. Jón F. Ögmundsson, veit- ingastjóri á Hótel Loftleiðum, segir erfidrykkjuhlaðborðið þar njóta vin- sælda. „Ég held að margir séu fegn- ir að þurfa ekki að sjá um erfi- drykkjuna sjálfir og því leita þeir til okkar. Hér getur fólk átt fallega og hlýja stund með kirkjugestum án þess að vera að stressa sig á veiting- unum en eins og við þekkjum ná sjaldan allir að koma samúðaróskum sínum á framfæri við aðstandendur á kirkjutröppunum. Svo getur mað- ur heldur aldrei stólað á veðrið hér um slóðir.“ Jón segir að jafnan sé til siðs að taka frá borð fyrir nánustu aðstand- endur, þannig að þeir gangi að sæt- um sínum vísum þegar þeir koma. Jón segir erfidrykkju á hóteli hafa það umfram erfidrykkju í safn- aðarheimili að hótelin bíði með veit- ingarnar meðan nánustu aðstand- endur fari í kirkjugarðinn. „Hver kannast ekki við að hafa farið í erfi- drykkju í safnaðarheimili kirkj- unnar þaðan sem útförin er gerð og vera löngu búinn að drekka þegar aðstandendur koma úr garðinum.“ Er verð ekki afstætt? Jón kveðst jafnan gera ráð fyrir að erfidrykkja taki þrjár til fjórar klukkustundir en algengt er að nán- ustu aðstandendur hins látna vilji eiga stund út af fyrir sig eftir að aðr- ir eru farnir. Jón furðar sig á því að ýmsir prestar hafi horn í síðu erfidrykkju á hótelum og hafi jafnvel gagnrýnt þær opinberlega. „Sumum þykir þetta of dýrt. En er ekki verð af- stætt í þessu samhengi? Að mínu viti eiga aðstandendur að ráða þessu sjálfir án íhlutunar presta. Þetta hentar sumum og öðrum ekki.“ Maturinn á hlaðborðinu er staðl- aður og Jón segir hótelið ekki hafa tök á því að bregðast við séróskum þar um. Hins vegar hvetji hann fólk til að koma með persónulega muni í erfidrykkjuna, ljósmynd af hinum látna eða annað sem minni á hann. Í seinni tíð hefur fólk í auknum mæli komið með myndbandsupptökur af hinum látna sem spilaðar eru í bak- grunni meðan fólk drekkur erfið. Þetta á einkum við um yngra fólk. Þá segir Jón talsvert um það að tón- list sé leikin í erfidrykkjum. „Margir líta á erfidrykkjuna sem framhald á hinni kirkjulegu athöfn en á mýkri og óformlegri nótum.“ ERFIDRYKKJAN FRAMHALD Á ATHÖFN                          !""## $ !""## %&   '     (  )))        * +  %  ,  +  -     && .     / +-% 0-  &&1    -            ,/     +  +           !"" # $  %  &  '                                                      ! "   # $ %& "     '         "  ( # '                 ) "'  "   *  +  , " "         "    '     '    -  '   '  "          . "     '     '  '   '"  /     ( "     (     "  0  "    "  '   "'    #1      2/) 3/45627208     '                '  627208 79022:8/ 3  "  ( #  '   '    '  # " "     (     # 1      ;; </               =         #   (      ( " (        8      '   !    '         "     '       '   8      '    "  #   '  /   9    "  " '       '   8   #$    '  7      "   ' # (        "  <    '      8        '       4  "     # <    ' <     8    $      " '!      (  0'        0 (       $ %  $   :  ( "    "    & *  " #       #'  ' >"   # "       #  <    "  #1       "       ( (       (  (             $      ?         @ (    )( (     ? ( A$& %$&&@       $ $       (  "  ( </4/<=20          ! $ $     '  </                 )) )                         () )%                      !!"## $ !!"## % &   '      )))   "     * +  %   ,  +  -     && .       / +-%  0-  &&1    -         ,/       +  +  Innritun hefst á morgun, mánudaginn 8. janúar og fer þá fram daglega, virka daga frá 14:00 til 17:00 í skólanum, Síðumúla 17, símar 588 3730 og 588 3630, tölvupóstur: ol-gaukur@islandia.is, heimasíða: www.gitarskoli-olgauks.is. Á þessari önn verða í boði þau námskeið sem talin eru upp hér að neðan, miðað við næga þátttöku. Nánari upplýsingar í símum á innritunartíma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.