Morgunblaðið - 07.01.2007, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 07.01.2007, Blaðsíða 27
Sárasótt Höf- uðkúpa konu sem var illa farin eftir sárasótt en jarðsett hafði verið í klaust- urgarðinum á Skriðu- klaustri. an! víslegar gjafir og varð fljótt auðugt. Á Skriðuklaustri voru að jafnaði um 6 kórbræður og príor og það var eina klaustrið í Austfirðingafjórðungi. Þess má geta að ábóti var í þeim klaustrum þar sem munkar voru 12 eða fleiri,“ segir Steinunn Kristjáns- dóttir fornleifafræðingur sem stjórn- að hefur uppgreftrinum á Skriðu- klaustri. „Sumarið 2000 var lagt í forkönnun á Skriðuklaustri til þess að reyna að staðsetja rústir klaustursins sem sagnir voru um að hefðu verið á Kirkjutúni, nokkuð langt frá bænum Skriðuklaustri sem Gunnar Gunn- arsson reisti sitt þekkta stórhýsi á hartnær 400 árum síðar. Rústir klaustursins fundust á Kirkjutúninu og hefur uppgröftur þeirra staðið yfir frá 2002,“ segir Steinunn. Fyrir hennar tilverknað og aðstoð- arfólks hennar, Íslendinga, Breta og Ítala, hefur tekist að komast að mörgu sem gerðist þau nærfellt 60 ár sem Skriðuklaustur starfaði. Þrátt fyrir nokkuð ítarlegar upp- lýsingar um veraldlegar eignir klaustursins er lítið vitað um innri starfsemi þess eða byggingar. Allar minjar eru horfnar af yfirborði jarðar nema rúst kirkju sem getið er í úttekt 1677 og sögð reist á grunni klaust- urkirkjunnar. Þegar hafa margar grafir fundist og í þeim beinagrindur fólks sem óvenju margt mætti skapara sínum með krosslagða fótleggi og einstaka með dýra bók á brjóstinu undir krosslögðum örmum. „Ekkert er vitað um hver hún var, konan sem grafin var í kórnum, að- eins að hún var ung, efnuð og hafði al- ið barn. Hún er önnur íslensk kona sem vitað er með vissu að hafi hlotið svo göfugt leg – og hún hafði á brjósti sér dýrmæta bók. Sú bók og tvær aðrar sem fundust hafa nú verið rannsakaðar og reynst skreyttar bý- sönsku munstri, þær hafa vafalaust komið frá Mið-Evrópu og verið mjög dýrar, kannski hafa þær komið alla leið frá Vatíkaninu, en þar eru til bækur af þessari tegund,“ segir Steinunn. Sárasóttin fyrr á ferð en talið var Þá er það fréttnæmt að sárasótt (syphilis) greindist í fyrsta skipti í beinagrind frá miðöldum í uppgreftr- inum á Skriðuklaustri sem sýnir að sjúkdómurinn hefur herjað hér á landi á svipuðum tíma og annars stað- ar í Evrópu. Einnig fundust merki um sull, berkla og brjósklos. Athygl- isvert er og að ein beinagrindin bar skýr merki þess að manneskjan hefði legið oft og lengi á bæn, um það vitn- uðu slitbreytingar á hnjám og tám. Þá fundust bein smáhunda, kjöltu- rakka, sem heldra fólk notaði til að halda á sér hita, bein smáhunda hafa líka fundist að Gásum og Hólum. Þetta voru innfluttir hundar. Bein húsdýra fundust einnig og má af þeim marka að einungis matarmestu bit- arnir af skepnum voru á borðum í klaustrinu. Fjölbreytni var mikil í mataræði Skriðuklaustursbúa, auk húsdýrabeina fundust bein fugla, sela, skeldýra. Keramikrannsókn sýnir að mikið var þarna um stór ker- öld fyrir matvæli. Göngudeildin á Skriðuklaustri Á Skriðuklaustri fundust rústir klausturhúsaþyrpingar, kirkju og klausturgarðs, langtum stærri og meiri að umfangi og veglegri að smíð- um en áður var talið. Skriðuklaustur líkist t.d. Utsteinklaustri við Staf- angur og Ömklaustri á Jótlandi. Hlutverk Skriðuklausturs hefur greinilega verið fjölþættara en ætlað var, þar voru t.d. greinilega ræktaðar lækningajurtir. Einnig fundust hand- verkfæri til lækninga. Sá fjöldi sjúkra einstaklinga sem hlotið hafa leg í Skriðuklausturskirkjugarði bendir til þess að þar hafi verið starfræktur spítali eins og gerðist víða í klaustr- um erlendis, en líknarboðskapur kaþ- ólskrar kristni er vel þekktur. Frá upphafi klausturlifnaðar á Vest- urlöndum hafa spítalar víðast hvar verið reknir í tengslum við kaþólsku klaustrin, einkum þó af reglu Ágúst- ínusar og Benedikts, þetta á jafnt við um munka- og nunnuklaustur. Sumar sýktu beinagrindanna í Skriðuklaust- urskirkjugarði eru frá klausturtíma en ekki allar. Ekki virðast sjúklingar hafa verið lagðir inn heldur miklu frekar hefur þarna verið það sem nú er kallað „göngudeild“. Grafir barna og ungmenna Skriðuklaustri svipar raunar mjög til grunnforma annarra klaust- urbygginga í Evrópu og bendir það til þess að Ísland hafi tilheyrt þeirri heild sem kaþólska kirkjan myndaði á miðöldum. Lengi vel var haldið að sárasótt hefði ekki borist til Íslands fyrr en seint á 16. öld. En á Skriðuklaustri hafa fundist fimm beinagrindur sem bera greinileg merki sárasóttar á háu stigi. Í klausturgarðinum, í veggjum klausturkirkjunnar og því rými sem liggur næst kirkjunni má greina sam- anlagt 62 grafir. Notkunartími garðs- ins hefur verið lengri en sem nam klausturtímanum, þetta hefur verið staðfest með gjóskulaga- og kolefn- isaldursgreiningum. Engin gröf hef- ur þó fundist eldri en frá fyrri hluta 15. aldar og engin yngri en frá 18. öld, enda var kirkjan afhelguð þá. Um helmingur grafa sem fundist hafa geymir beinagrindur barna tíu ára og yngri, fóstra, nýbura eða ungra barna. Næstflestar eru grafir ungmenna, um og innan við tvítugt. Elstu einstaklingarnir, allt konur, hlutu leg í byggingunni næst kirkj- unni. Tvær karlmannsgrafir fundust í kirkjunni og tvær í klausturgarð- inum. Þessi aldurs- og kynskipting er aðeins þekkt frá fyrstu öldum kristni á Norðurlöndum en ekki í hefð- bundnum sóknarkirkjugörðum frá síðmiðöldum, þar sem skipting eftir fjölskyldum var allsráðandi. Kannski vegna þess að í klausturkirkjugarði keypti fólk sér leg. Uppgröfturinn í Skriðuklaustri er samstarfsverkefni Þjóðminjasafns, Gunnarsstofnunar og Minjasafns Austurlands. Meðal annarra hafa meinafræðingur, for- verðir og vistfræð- ingar komið að upp- greftrinum. Líklegt verður að teljast að klaust- urgarðurinn hafi iðað af lífi á starfs- tíma klaustursins þótt þar hafi jafn- framt verið kirkjugarður. Í tengslum við uppgröftinn á Skriðuklaustri hafa líkkistugerðir verið rannsakaðar og bornar saman við rannsóknir á líkkistum úr Skál- holtskirkjugarði. Á mörgum kistum sem komu upp úr Skáholts- kirkjugarði voru járnhankar, 4 eða 6 talsins, en kistur Skriðuklausturs virðast nær allar hankalausar. Ekki er vitað hvernig stendur á því. Nið- urstaðan er að nær allar fundnar kist- ur í Skriðuklausturskirkjugarði til- heyra hinu „gamla stokklagi“; engar kistur af svonefndri „nýju gerð“ fundust. En kisturnar eru eigi að síð- ur ólíkar að lögun. Meirihluti þeirra skartar trapisulaga gafli. „Ljós- beralag“ er því algengasta lagið á kistum í þessum garði þótt annað lag hafi verið komið í móð t.d. í Skálholti áður en kirkjan á Skriðuklaustri lagð- ist af. En allt þarfnast þetta frekari rannsókna. Maríulíkneskið í fjárhúsveggnum Skriðuklaustur var sem fyrr greindi helgað Maríu mey. Þess má geta að í veggjum fjárhúss í nágrenn- inu fannst á 19. öld Maríulíkneski sem talið er að hafi verið í klaustrinu og er nú varðveitt í Þjóðminjasafninu. Algengt var að fólk kom helgum grip- um undan á siðbreytingartímanum, líklega hefur líkneskið verði falið þarna til að varðveita það frá eyði- leggingu. Við uppgröftinn á Skriðuklaustri fannst líkneski af einum hinna fjög- urra guðspjallamanna, manneskju sem heldur á bók og er íklædd síðum kufli, stendur á stalli sem skreyttur er kórónum og vínberjaklösum. Leir- tegundin bendir til að líkneskjan hafi verið framleidd í Þýskalandi á tíma- bilinu 1400 til 1500, hún fannst í kór kirkjunnar en ýmsir sérfræðingar hafa ekki getað greint til fulls aldur hennar. Einnig fannst í klausturrúst- unum peningur, svokallaður „abbey token“ sem var notaður til að sýna skuldastöðu og gera grein fyrir reikningsskilum, svo sem tíund, með- al manna. Á annarri hlið hans eru franskar sverðliljur, sem eru tákn frönsku konungsættarinnar, á hinni hlið hans er Möltukross, tákn must- erisriddaranna. Þarna er kannski komin áþreifanleg tenging við mið- aldamenningu Evrópu, ekki síst þeirrar frönsku. Sá sem kom Skriðu- klaustri á fót, Stefán Jónsson biskup í Skálholti, var menntaður í Frakk- landi. Nú er lokið forvörslu á öllum grip- um frá uppgreftri á Skriðuklaustri og að undanförnu hefur verið unnið að greiningum lækningaáhalda sem fundust við uppgröftinn, m.a. hafa fundist skurð- og blóðtökuhnífar. Vegna einstakra aðstæðna á Skriðu- klaustri má ætla að rannsóknin á rústum þess geti gegnt miklu hlut- verki við samanburðarrannsóknir á öðrum klaustrum hérlendis og er- lendis, jafnframt því að varpa skýr- ara ljósi á klausturhald á þessum tíma á Íslandi. Um helmingur rúst- anna hefur nú verið grafinn upp og haldið verður áfram uppgreftri og rannsóknum eftir því sem fjármagn leyfir. Mörg lykilsvæði er enn óupp- grafin og því á margt eftir að koma í ljós.“ Skriðuklaustursrannsóknir. var endurgert að lokum uppgreftri sl. sumar. Konan Þetta eru bein konunnar sem grafin var í kór klausturkirkj- unnar sem er mjög fágætt. Graham Langford Bókarkápan Þetta er ein bókanna þriggja sem fannst við uppgröftinn. Sjá má bystantíska munstrið og bókarspenslið. gudrung@mbl.is » Skriðuklaustur var stofnað 1493, síðast klaustra á Íslandi og hið eina sem helgað var Maríu mey, en átrún- aður á hana var mjög í tísku um þetta leyti. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. JANÚAR 2007 27 Tækniþróunarsjóður Rannís Rannsóknamiðstöð Íslands, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, www.rannis.is Umsóknarfrestur er til 15. febrúar Tækniþróunarsjóður heyrir undir iðnaðarráðherra og starfar samkvæmt lögum nr. 4/2003 um opinberan stuðning við tækniþróun og nýsköpun í þágu atvinnulífsins. Tækniþróunarsjóður fjármagnar nýsköpunarverkefni í samræmi við meginstefnu Vísinda- og tækniráðs. Umsækjendur geta verið fyrirtæki, einstaklingar, rannsóknastofnanir og háskólar. Sjóðurinn veitir framlög til nýsköpunarverkefna sem eru til þess fallin að auka samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs. Forsenda fyrir aðkomu sjóðsins er að fyrir liggi vel mótuð hugmynd um hagnýtt gildi og líklegan ávinning sem þróun viðkomandi verkefnis getur leitt til. Framlag til framúrskarandi verkefna getur numið allt að 30 milljónum króna samanlagt á þrem árum. Umsóknarfrestur er til 15. febrúar næstkomandi. Eyðublöð og nánari upplýsingar um Tækniþróunarsjóð eru á heimasíðu Rannís, www.rannis.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.