Morgunblaðið - 07.01.2007, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 07.01.2007, Blaðsíða 21
merkingarlausir og öðrum sem end- uðu galopnir og án lokahnykks.“ Fjölmargir íslenskir grínistar hafa nefnt þá félaga sem stærstu áhrifa- valda sína. En Cleese vildi prófa eitthvað nýtt og gerði sem fyrr segir perluna Fawlty Towers í samstarfi við eig- inkonu sína. Syrpurnar urðu tvær, sex þættir í hvorri, sú fyrri 1975 og sú seinni 1979. Þá hafði hjónaband þeirra Booth beðið skipbrot, en þau unnu samt saman og voru samtaka um að láta staðar numið eftir tólf þætti svo gæðunum hrakaði ekki. Þessi kostulega lýsing á litlu ensku hótelsamfélagi sló í gegn um allan heim og er af mörgum talin besta breska gamanþáttaröð allra tíma, kannski ásamt Yes Minister. Gæfa og gjörvileiki Þau Booth og Cleese eignuðust eina dóttur. Ferill Booth varð ekki rismeiri og síðast spurðist til henn- ar í starfi sálgreinanda í London. Samstarfsmönnum Cleese í Monty Python hefur einnig vegnað misvel. Chapman lést úr krabbameini árið 1989. Michael Palin lék nokkur hlut- verk í bíómyndum á borð við The Missionary, A Private Function og Brazil eftir félaga Gilliam, en hefur í seinni tíð gerst vinsæll leið- sögumaður í ferðaþáttum fyrir BBC. Jones, sem nú glímir við rist- ilkrabbamein, leikstýrði myndum eins og Erik the Viking, Personal Services og The Wind in the Wil- lows, en hefur undanfarin ár sinnt ýmsum verkefnum á sviði mið- aldafræða og skrifað barnabækur. Eric Idle fann ekki góða fótfestu, reyndi fyrir sér í lánlitlum bíó- myndum beggja vegna Atlantshafs- ins, samdi nokkra söngleiki sem floppuðu en nú hefur hlaupið á snærið hjá honum því leiksýningin Spamalot, sem byggð er á gömlu Pythonefni með blessun gömlu fé- laganna, hefur slegið í gegn. Gilliam hefur hins vegar átt athyglisverð- asta ferilinn, sem höfundur nokk- urra hugmyndaríkra og kraftmikilla en misjafnlega heppnaðra bíómynda eins og Time Bandits, Brazil, The Fisher King, Twelve Monkeys, The Adventures of Baron Münchhausen, Fear and Loathing in Las Vegas og The Brothers Grimm. Sjálfur hefur John Cleese, sem fyrr segir, ekki skilað miklum af- rekum undanfarna áratugi. Fyrir utan A Fish Called Wanda og fram- hald hennar, Fierce Creatures, sýndi hann fyrri snilldartakta í aðal- hlutverki gamanmyndarinnar Clockwise (1986) og auka- hlutverkum The Out-of-Towners og Rat Race (2001), en annað, þ.á m. smáhlutverk í tveimur Bondmynd- um og Harry Potter, hefur ekki aukið hróður hans. Í einkalífinu hef- ur hann kvænst tveimur bandarísk- um ljóskum eftir Booth og eignast eina dóttur í viðbót. Hann flúði heimalandið og settist að í Kali- forníu. Um það hefur hann sagt: „Á mínum aldri vil ég vakna á morgn- ana og sjá sólina hellast gegnum gluggana á hverjum degi.“ Öfugt við flestar helstu leik- persónur Johns Cleese og eldra orðspor segja þeir sem til þekkja að hann sé stillingin uppmáluð, róleg- ur, íhugull, nærgætinn, og alls ekki gefinn fyrir að stappa niður fótum, berja höfðinu við veggi, löðrunga þjónustufólk og æða um í hyster- íukasti. Þannig kom hann líka stjórnendum Kaupþingsauglýsing- arinnar fyrir sjónir. Fyrir nokkrum árum sagði hann: „Ég held að núna ríki mun meiri ótti en áður var, mun meiri ótti við að standa ekki undir væntingum.“ Þegar öllu er á botninn hvolft var það kannski þessi ótti sem kom fyr- ir John Cleese. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. JANÚAR 2007 21 ’Fyrirtæki erlendis í eigu Ís-lendinga hafa mörg hver átt í erfiðleikum vegna málsins því fjölmargir hópar hafa hótað því að hætta að versla við þessi fyr- irtæki nema hvalveiðum Íslend- inga verði hætt hið snarasta.‘Úr yfirlýsingu sem Baugur Group sendi frá sér á miðvikudag. ’Staurinn hlífði mér en augunfóru úr manni sem var við hlið- ina á mér.‘Sölvi Axelsson flugstjóri sem slapp naum- lega í sprengjutilræði í Bangkok í Taílandi á gamlárskvöld. ’Það hafa ekki verið gerð meirimistök í heilbrigðiskerfinu en að selja Heilsuverndarstöðina. ‘Reynir Tómas Geirsson , sviðsstjóri kvennasviðs LSH. ’Mér finnst alveg ótrúlegt aðenginn skyldi stoppa til að at- huga hvort það væri í lagi með okkur. ‘Rut B. Ásgeirsdóttir sem lenti í bílveltu skammt frá golfvellinum í Borgarnesi á miðvikudagskvöld. Fjöldi bílstjóra keyrði framhjá slysstaðnum. ’Aftaka Saddams var einn við-bjóðslegasti þátturinn í þeirri ömurlegu atburðarás og verður eflaust vatn á myllu hermdar- verkamanna sem nota það tæki- færi til að réttlæta enn meiri dráp og skelfingu.‘ Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, í ný- ársprédikun í Dómkirkjunni. ’Hinn langi vinnudagur tekurtoll og börnin bera kostnaðinn í ríkum mæli.‘Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, í nýársávarpi sínu. ’Vélin bara féll niður, einn,tveir og þrír. ‘ Magnús Ásgeirsson, farþegi í þotu Ice- landair, sem lenti í mikilli ókyrrð yfir Bretlandi á þriðjudag. ’Þetta er mjög lítill hluti afveltu okkar en það fer því miður mjög mikið púður í þetta. ‘Sigmundur Ó. Einarsson, fram- kvæmdastjóri Norðlenska, um sölu á ís- lensku lambakjöti til Bandaríkjanna. Að- eins einu sinni hefur verið hagnaður af því að selja lambakjöt í verslunum Whole Foods. Ummæli vikunnar Morgunblaðið/Ómar Mótmæli Baugur telur hvalveiðar skaða íslensk fyrirtæki erlendis. 2007 Búlgaría frá kr. 29.990 Salou frá kr. 39.995 Bibione frá kr. 49.595 Portoroz frá kr. 68.190 Sumar Skógarhlíð 18 · 105 Reykjavík · Sími: 591 9000 · www.terranova.is Akureyri sími: 461 1099 E N N E M M / S IA / N M 25 45 3 Terra Nova býður fullt af spennandi nýjungum fyrir sumarfríið 2007. Perla Svartahafsins, Golden Sands í Búlgaríu, einn vinsælasti áfangastaður Evrópu. Salou og Pineda á Costa Dorada ströndinni sunnan Barcelona sem er sannkölluð fjölskylduparadís. Bibione á Ítalíu, einnar bestu sólarstrandar Ítalíu, þar sem í boði eru glæsilegir, nýjir gististaðir og frábær aðstaða í sumarfríinu. Einnig bjóðum við ferðir til perlu Adríahafsins Portoroz í Slóveníu og til heimsborganna Barcelona og Parísar. Starfsfólk Terra Nova óskar þér og þínum góðrar ferðar hvert sem leiðin liggur í sumarfríinu í ár. Bókaðu n úna á www.terr anova.is Tryggðu þ ér bestu g ististaðin a og lægsta verðið. Búlgaría Salou og Pineda Bibione Perla Svartahafsins – hvergi meira frí fyrir peninginn Planetarium – glæsileg gisting. 100% ánægja Ævintýraparadís fjölskyldunnar Fyrstu 500 sætin 10.000 kr. afsláttur á mann Veldu bestu gistingu na og fáðu mesta afsláttinn. Gildir ekki um flugs æti eingöngu. Einungis takmarkað ur fjöldi sæta í boði á hverri dagsetning u. Barcelona frá kr. 23.990 París frá kr. 28.910 Kynntu þér glæsilegan sumarbækling okkar sem dreift er með blaðinu í dag eða á www.terranova.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.