Morgunblaðið - 07.01.2007, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 07.01.2007, Blaðsíða 62
62 SUNNUDAGUR 7. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ fólk Kalvin & Hobbes ÞAÐ SEM ER SKEMMTILEGAST VIÐ ÞESSAR FERÐIR ER AÐ MAÐUR SÉR SVO MIKIÐ AF DÝRUM SJÁÐU! TÍGRISDÝR TÍGRISDÝR?! ÞÚ GERIR ÞETTA ALLTAF Kalvin & Hobbes VIÐ HÖFUM ORÐIÐ VIÐSKILA VIÐ HÓPINN! VIÐ ERUM DAUÐADÆMDIR! VIÐ VERÐUM AÐ BJARGA OKKUR HJÁLPARLAUST Í FRUMSKÓGINUM MEÐ HÖFUÐIÐ EITT AÐ VOPNI SKÁTAFORINGINN SEGIR AÐ ÞÚ EIGIR AÐ DRÍFA ÞIG AF STAÐ OG REYNA AÐ VERÐA EKKI SVONA LANGT Á EFTIR ÖLLUM HINUM VIÐ REYNUM BARA AÐ TÝNA ÞEIM AFTUR Á LEIÐINNI UPP HÆÐINA Kalvin & Hobbes ÆTLARÐU AÐ FARA AFTUR MEÐ TUSKUDÝRIÐ ÞITT Í SKÓLANN? JÁ EN GERA HINIR EKKI GRÍN AÐ ÞÉR? JÚ, TOMMI GERÐI ÞAÐ... EN ÞAU ERU HÆTT ÞVÍ... AF HVERJU? HVAÐ KOM FYRIR TOMMA? HOBBES ÁT HANN HANN HEFÐI MÁTT FARA Í BAÐ Litli Svalur HEYRÐU! ALLT Í LAGI! ÞÚ VINNUR! MEÐ EÐA ÁN KARAMELLUSÓSU? VEL AF SÉR VIKIÐ STRÁKSI TAKK FYRIR AÐ BÍÐA HERRA MINN Næstkomandi þriðjudag, 9.janúar, mun Jón Guðna-son, doktor í rafmagns-verkfræði, flytja fyr- irlestur á vegum Tungutækniseturs og IEEE á Íslandi. Erindi Jóns ber heitið Raddþekking með cepstrum- framsetningu á raddlind, en þar mun hann kynna efni doktorsritgerðar sinnar sem hann varði í desember sl. við Imperial College í Lundúnum. „Þessi vísindi eru frekar skammt á veg komin á Íslandi, en úti í heimi, sér í lagi á enska málsvæðinu, er raddþekking og -greining stór iðn- aður og fjöldi fyrirtækja sem spara stórar fjárhæðir með sjálfvirkni sem raddgreining býður upp á og því ör- yggi sem hlýst með raddgreiningu,“ segir Jón, og nefnir meðal annars upplýsingasímalínur og símabanka sem nýti sér slíka tækni. „Ég vona að fyrirlesturinn muni höfða bæði til leikmanna, og mun ég reyna að gera viðfangsefninu skil þannig að það verði aðgengilegt almenningi, en um leið áhugvert fyrir starfsbræður mína í rafmagns- og tölvuverk- fræði.“ Jón byrjar fyrirlestur sinn með stuttri kynningu á raddþekkingu og þeim aðferðum sem beitt er við hana: „Raddþekking er íslensk þýðing á hugtakinu „speaker recognition, þ.e. að greina hver er að tala, hver er eig- andi raddarinnar,“ útskýrir Jón. „Til raddgreiningar þarf að setja rödd- ina, eða öllu heldur upptöku af henni, fram á stærðfræðilegan hátt og beita þannig svokölluðu einkennavali á röddina, þ.e. greina sérkenni hverr- ar raddar sem gerir okkur kleift að flokka mismunandi talendur.“ Cepstrum-framsetning er ein að- ferð við einkennaval: „Þetta und- arlega orð, cepstrum, er fengið af orðinu „spectrum“, sem á íslensku má þýða sem róf, eða tíðniróf. Cepstrum-vörpun krefst tiltölulegra einfaldra stærðfræðiaðgerða, en framkallar lýsandi stuðla sem gera kleift að flokka einkenni hverrar raddar mun betur,“ segir Jón. „Orðið raddlind, sem kemur fyrir í heiti fyrirlestrarins, er þýðing á enska orðinu „voice source“, og krefst nokkurrar skilgreiningar, þar sem segja má að þar verði nokkur skörun milli rafmagnsverkfræðinnar og líffræði eða eðlisfræði því að raf- magnsverkfræðin vill vinna með skýrt afmörkuð merki, en talfæri mannsins eru flókin og mismunandi milli einstaklinga,“ útskýrir Jón. „Raddlind má kalla einfaldara hug- tak og vísar til þess staðar þar sem hljóðið verður til, þ.e. með loftflæði gegnum raddböndin, sem síðan er mismunandi milli manna m.a. eftir stærð raddbandanna, teygjanleika þeirra og fleiri þáttum. Þær upplýs- ingar sem fást þaðan eru hvað bestar til að greina eiganda raddarinnar og sneri doktorsverkefnið meðal annars að því að draga úr áhrifum raddhols- ins, vara, munns, nefs og koks sem hljóðið ferðast um áður en það er numið af hljóðnema. Þannig fæst framsetning á raddbandamerkinu, eða raddlindinni, sem þægilegt er að beita cepstrum-framsetningu á.“ Fyrirlesturinn verður sem fyrr segir fluttur næsta þriðjudag, í stofu 201 í Árnagarði, kl. 12. Aðgangur er öllum heimill og ókeypis. Vísindi | Fyrirlestur í Árnagarði á þriðjudag um cepstrum-framsetningu á raddlind Raddþekking – á mannamáli  Jón Guðnason fæddist á Pat- reksfirði árið 1975. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1995, BS-prófi í raf- magnsverkfræði árið 1999 og meistaraprófi 2000 frá Háskóla Ís- lands og lauk doktorsprófi frá Im- perial College í Lundúnum 2006. Jón starfaði m.a. hjá Vatnamæl- ingum Orkustofnunar, Íslenskri erfðagreiningu og sem aðstoð- armaður við rannsóknir við Há- skóla Íslands. Hann er nú aðstoð- armaður við rannsóknir hjá fyrirtækinu SpinVox í Lundúnum. SENN líður að árlegri afhendingu Óskarsverðlaunanna í Los Angeles en athöfnin fer fram þann 25. febrúar næstkomandi. Tilkynnt verður um til- nefningar til verðlaunanna nú í lok janúar. Það er grínistinn Ellen DeGeneres sem er kynnir hátíðarinnar að þessu sinni og af því tilefni stillti hún sér upp ásamt Óskari, klædd í gyllt frá toppi til táar líkt og verðlaunagripurinn eftirsótti. Reuters Ellen og Óskar í stíl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.