Morgunblaðið - 07.01.2007, Síða 18

Morgunblaðið - 07.01.2007, Síða 18
18 SUNNUDAGUR 7. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ Útfararsiðir á Íslandi Á 20. öldinni fluttist dauðinn fráheimilunum inn á tæknivædd-ar sjúkrastofnanir og elliheim- ili. Læknar úrskurða nú fólk látið og heilbrigðisstarfsmenn ganga frá hin- um látnu í stað heimilisfólks áður. Síðan tekur útfararþjónustan við og annast svo til allan undirbúning jarð- arfararinnar. Þannig eru útfarir í dag hreinn atvinnuvegur með til- heyrandi samkeppni. Eyvindur Árnason mun fyrstur hafa gerst útfararstjóri að atvinnu á Íslandi og fór hann að nota bíla við þjónustuna um 1930. Útfararþjón- usta í Fossvogskirkjugarði á vegum kirkjugarðsstjórnarinnar hófst árið 1948 en ástæðan mun hafa verið hátt verðlag á útförum og mismunun tengd því. Árið 1993 voru sett lög um samkeppni í útfararþjónustu og í fyrra var Félag íslenskra útfarar- stjóra (FÍÚ) stofnað. Sjö útfarar- stofur eru í dag starfandi á höfuð- borgarsvæðinu. Kvöldið þótti alls ekki gott Ísleifur Jónsson, útfararstjóri hjá Útfararstofu kirkjugarðanna, segir að starf útfararstjórans sé í eðli sínu mjög íhaldssamt og hafi tekið sára- litlum breytingum gegnum tíðina. „Þetta er þjónustustarf og lykil- atriðið er að hlusta á fólkið. Fólk sem misst hefur ástvin er að ganga í gegnum sínar dýpstu tilfinningar, þannig að nauðsynlegt er að hafa að- gát og sýna fólki virðingu. Hver útför er einstök.“ Ísleifur segir að mistök í þessu starfi séu afar erfið. „Þú komst sjö mínútum of seint til mín áðan. Það get ég ekki leyft mér,“ segir hann sposkur á svip við blaðamann sem blygðast sín. „Einu sinni barst mér líka kvörtun vegna þess að starfs- maður stofunnar notaði kveðjuna „gott kvöld“ þegar hann kom til að sækja látinn einstakling. Í huga að- standenda hins látna var þetta alls ekki gott kvöld. Við fáum sjaldan at- hugasemdir af þessu tagi en á þessu sést að það má ekkert út af bera.“ Útfararstofa kirkjugarðanna ann- aðist í fyrra um 700 útfarir en mark- aðshlutdeild hennar er, að sögn Ís- leifs, um 60%. Átta starfsmenn eru hjá stofunni og bílarnir fjórir. Sjálfur hefur Ísleifur séð um yfir 9.000 útfar- ir á fjórtán árum. Útför fer yfirleitt fram sex til tíu dögum eftir andlát. Hafi hinn látni haft sérstakar óskir um útförina ber að virða þær sé það unnt. Ísleifur segir sjaldgæft að fólk leiti eftir tilboðum frá fleiri en einni útfar- arstofu enda sé verð ákaflega svipað hjá öllum stofunum. „Ég held að það sé fyrst og fremst reynsla og viðmót sem fólk sækist eftir.“ Útfararstofa kirkjugarðanna styrkti þessa útsendingu Ísleifur bendir líka á að markaðs- setning sé erfið í þessu fagi – og eigi að vera það. „Það væri varla við hæfi að í kjölfar sýningar á kvikmyndinni „Die Hard“ í sjónvarpinu yrði sagt: „Útfararstofa kirkjugarðanna styrkti þessa útsendingu.“ Hér á þessari stofu lítum við heldur ekki á þetta sem gróðastarfsemi. Stofan er eign sóknanna í Reykjavík og dótt- urfyrirtæki Kirkjugarða Reykjavík- urprófastsdæma og hefur einungis það markmið að vera réttum megin við núllið.“ Ísleifur segir að grunnþjónusta við útför kosti um 160 þúsund krónur. Þá á hann við kistu, líkklæði, sæng og kross á kistu, auk þjónustu. Sé tónlistarflutningi haldið í lágmarki, einungis organisti og söngvari feng- inn til athafnarinnar, segir Ísleifur að heildarkostnaður sé um 200 þús- und krónur. Meðalkostnaður við út- för mun vera um 350 þúsund krónur en dæmi er um að kostnaður hafi far- ið upp í allt að 500 þúsund krónur. Nokkrar gerðir af kistum standa til boða en Ísleifur segir að hvítmál- aðar kistur séu algengastar. Ísleifur nefnir líka dánartilkynn- ingar í dagblöðum en um þær sjá að- standendur sjálfir. Sé jarðsett í kyrr- þey nægir að tilkynna einu sinni, þ.e. bara andlátið. Venjan er hins vegar að tilkynna í þrígang, andlátið og út- förina og svo kemur þakkartilkynn- ing í lokin. Ísleifur kveðst aldrei hvetja fólk til að halda erfidrykkju en spyrji það um slíkt leiðbeinir hann því. Fólk þarf að leita réttar síns Sé fólk eignalaust greiðir Félags- þjónustan 160 þúsund krónur í útför. Flest stéttarfélög taka þátt í útfar- arkostnaði og greiða á bilinu 60 til 350 þúsund krónur af kostnaði, að sögn Ísleifs. Hann segir að VR sé öfl- ugasta stéttarfélagið í þessu tilliti. „Ég vek athygli á því að fólk þarf að leita réttar síns í þessum efnum. Stéttarfélögin hafa sjaldnast frum- kvæði að þessu, það er helst Flug- stjórafélagið og svo Guðmundur heit- inn jaki meðan hann var hjá Dagsbrún. Hann hringdi stundum og sagði: „Þetta er skjólstæðingur minn. Sendu mér reikninginn.““ Sálmaskrár hafa rutt sér til rúms við útfarir á síðari misserum og segir Ísleifur að þær séu nú prentaðar í tæplega 80% tilvika. Algengt er að mynd eða myndir af hinum látna prýði skrána og er það, að sögn Ís- leifs, sífellt algengara að fólk brjóti upp formið, einkum þegar verið er að jarðsyngja yngra fólk. „Sálma- skrárnar hafa á síðustu árum orðið persónulegri.“ Ísleifur segir blómaskreytingar lítið hafa breyst í áranna rás og þær hafi heldur ekki hækkað í verði í þrjú til fjögur ár. Meðalskreyting á kistu kostar um 20 þúsund krónur og kransinn annað eins. Fáni er notaður á kistu í um 15% tilvika og kemur hann þá venjulega í stað blómaskreytinga. Tónlistarflutningur á undan at- höfn hefur færst í vöxt á undan- förnum árum. Annaðhvort koma tón- listarmennirnir þá í fyrra fallinu til að leika fyrir gesti meðan þeir streyma að eða leikin er tónlist af geislaplötum. „Persónulega er ég á móti því að spilaðar séu geislaplötur í athöfnum, það er einfaldlega stílbrot, en það er allt í lagi á undan athöfn. Yfirleitt er þetta léttari tónlist en flutt er meðan á athöfninni stendur,“ segir Ísleifur. HVER ÚTFÖR ER EINSTÖK Líkbrennsla Tveir líkbrennsluofnar hafa verið í landinu frá árinu 1948, báðir í Fossvogi. Bálfarir eru um 19% allra útfara hér á landi. Duftker Dufti látins einstaklings er komið fyrir í þar til gerðu keri. T ilgangur útfarar er öðrumþræði að hleypa svolitlu afsorginni út. Þar leikur tónlistin stórt hlutverk. „Það er talið í lagi að íslenskum karlmönnum vökni um augu þegar þeir heyra fallega tónlist. Útför er því oft og tíðum eini stað- urinn þar sem járnkarlar hins dag- lega lífs geta leyft sér að fella tár,“ segir séra Kristján Valur Ingólfsson. Fáir Íslendingar hafa jafn mikla reynslu af tónlistarflutningi við út- farir og Jón Stefánsson, organisti og kórstjóri í Langholtskirkju, en hann hefur sinnt þessu vandasama hlut- verki í meira en fjörutíu ár. Hann segir tónlistarflutning í útförum hafa tekið miklum framförum á þessum tíma og sé nú nær undan- tekningarlaust í mjög háum gæða- flokki. „Við hjá Kammerkór Langholts- kirkju gefum okkur út fyrir að geta flutt hvað sem er og höfum t.d. verið beðin um að syngja meirihlutann af Sálumessu Fauré við útför. Það seg- ir sig sjálft að maður þarf að vera með fagfólk til að geta leyst slík verkefni,“ segir Jón en kórinn mætir venjulega bara á eina æfingu, klukkustund fyrir athöfnina. „Tón- verkið þarf að vera afbrigðilega erf- itt til að ég boði aukaæfingu.“ Fjölmargir kórar syngja reglulega við útfarir hérlendis, þar af a.m.k. tveir sem ekki tengjast kirkjunni, og óteljandi einsöngvarar og hljóðfæra- leikarar. Fyrst og fremst sálmar Jón hefur það fyrir reglu að hitta aðstandendur fyrir athöfnina og fara yfir óskir þeirra. „Sumir eru með mjög ákveðnar hugmyndir um tón- listina og jafnvel liggja fyrir skýrar óskir frá hinum látna. Aðrir hafa enga reynslu af þessu og þá reynir maður að leiðbeina fólki eftir bestu getu.“ Jón segir að tónlistarflutningur við útfarir byggist fyrst og fremst á sálmum, annars vegar sérstökum út- fararsálmum og hins vegar öðrum sálmum sem unnið hafi sér hefð við þetta tilefni. „Það er mjög sjaldgæft að fólk vilji ekki sálma, þannig spil- aði ég t.d. „Allt eins og blómstrið eina“ yfir trúlausum manni um árið. Hefðin er mjög rík.“ Fólk hefur þó óskir um sitthvað annað í bland við sálmana og Jón segir að hann æfi eitthvað nýtt í svo til hverri viku. Þá kemur nýstofn- aður organistavefur í góðar þarfir en þar geta menn nálgast nótur að verkum sem þeir þekkja ekki. Jón segir að menn leggi sig í líma við að halda öllu til haga og aðstoða hver annan. Helst ekki geislaplötur Sjálfur á Jón nótur að ófáum tón- verkum og lögum. „Margt af þessu geymi ég í töskunni minni þar sem ég gríp reglulega til þess en þegar ég tek til í henni á tveggja ára fresti – þegar hún er orðin óbærileg – set ég ýmislegt í geymslu. Margt af því hef ég bara spilað einu sinni. Ætli skjala- geymslan yfir einnota lög sé ekki orðinn metri að lengd.“ Jón segir yfirleitt unnt að verða við óskum fólks og það sé algjör und- antekning að hafna þurfi beiðni. „Það er þá annaðhvort ef textinn á alls ekki við eða útilokað er að út- setja lagið fyrir kór, einsöngvara eða hljóðfæraleikara. Yfirleitt tekur fólk því vel og finnur eitthvað annað.“ Liggi nótur tónverka ekki fyrir og þau aðeins til á geislaplötu kemur það ekki í veg fyrir lifandi flutning. „Við þær aðstæður geri ég fólki grein fyrir því að leggja þurfi meiri vinnu í verkið og fyrir vikið verði þjónustan dýrari. Fólk tekur því iðu- lega vel.“ Í söngmálastefnu Þjóðkirkjunnar er lögð áhersla á lifandi tónlist- arflutning við kirkjulegar athafnir. Jón segir það vissulega koma fyrir að fólk óski eftir því að tónlist sé leik- in af geislaplötu. „Samt finnst mér eins og það sé að minnka aftur. Það var meira um þetta fyrir nokkrum árum. Mín afstaða er sú að hafa beri tónlistarflutning lifandi sé þess nokkur kostur. Komi af einhverjum ástæðum ekki annað til greina en að leika tónlist af geislaplötu verðum við að sjálfsögðu við því.“ ÞAR SEM JÁRNKARLAR HINS DAGLEGA LÍFS GRÁTA Tónlist Tónlistarflutningur við útfarir byggir fyrst og fremst á sálmum. Frumsýnum 2007 árgerðirnar 5.–10. janúar! Komdu og sjáðu það allra nýjasta í hjólhýsum, fellihýsum og öðru tilheyrandi, að Fiskislóð 1. Við minnum á að við tökum gamla vagninn upp í nýjan. Fiskislóð 1 • Sími 580 8500

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.