Morgunblaðið - 07.01.2007, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.01.2007, Blaðsíða 4
Í HNOTSKURN »Alls greiddu 50 þúsund sjóðfélagar til LV ífyrra og námu iðgjaldagreiðslur 12,5 milljörðum. »Lífeyrissjóður verzlunarmanna ráðstafaði59,4 milljörðum til lánveitinga og hluta- bréfakaupa. »Lánveitingar til sjóðfélaga voru 5,6 millj-arðar, innlend hlutabréfakaup 27,9 millj- arðar og sala hlutabréfa 21,1 milljarður. Keypt voru erlend verðbréf fyrir sem svarar 10,8 milljörðum kr. Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is UNNIÐ er að endurskoðun ársreiknings Líf- eyrissjóðs verzlunarmanna (LV) en eignir sjóðsins námu 240 milljörðum í árslok 2006 og jukust um liðlega 49 milljarða á árinu eða um 26%. Ávöxtun sjóðsins var 20% á síðasta ári sem samsvarar rúmlega 12% raunávöxtun. Þetta gerir árið að öðru besta rekstrarári í sögu lífeyrissjóðsins. Leggja til aukin réttindi og hækkun lífeyrisgreiðslna Stjórn sjóðsins mun, með tilliti til góðrar ávöxtunar og tryggrar stöðu, leggja til við að- ildarsamtök sjóðsins að lífeyrisréttindi sjóð- félaga og greiðslur til lífeyrisþega verði hækk- aðar frá 1. janúar 2007, að sögn Þorgeirs Eyjólfssonar, forstjóra LV. Ákvörðun um hækkun verður tekin fljótlega. Spurður hvaða breytingar séu væntanlegar á réttindum sjóðfélaga svaraði Þorgeir: „Ljóst er að réttindin munu hækka að minnsta kosti jafn- mikið og þau hækkuðu í fyrra, en þá var hækk- unin 4%, en líklega þó eitthvað meira.“ Allir eignaflokkar sjóðsins sýndu góða ávöxt- un í fyrra, samkvæmt upplýsingum Þorgeirs, en þó var ávöxtun erlenda verðbréfasafnsins best á árinu sem helgast af hækkun erlendra hlutabréfamarkaða auk lækkunar íslensku krónunnar. Inneignir sjóðfélaga séreignardeildar í árslok námu 5,5 milljörðum sem er hækkun um 35% frá fyrra ári. Ávöxtun deildarinnar var 20% sem samsvarar rúmlega 12% raunávöxtun. Um 40 þúsund einstaklingar áttu inneign í deildinni í árslok. „Góð afkoma sjóðsins á liðnu ári skýrist að stórum hluta af hagstæðri þróun á erlendum hlutabréfamörkuðum sem fór saman við lækk- un gengis krónunnar. Einnig sýndu aðrir eignaflokkar góða ávöxtun þó hækkun innlendu hlutabréfanna hafi ekki verið eins mikil og á liðnum árum,“ segir Þorgeir. 20% ávöxtun og eignir jukust um 49 milljarða Morgunblaðið/Árni Sæberg 4 SUNNUDAGUR 7. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÞAÐ er ekki langur sólargangurinn hér á landi um þessar mundir. Jólahátíðin að baki og fram- undan langir og oft kaldir vetrarmánuðir. Nú er hann enda að skella sér yfir í norðanáttir og frost eftir þíðviðrið undanfarið. Sólargangurinn lengist þó með degi hverjum og styttist í vorið. Morgunblaðið/Ómar Svartasta skammdegið OPINBER heim- sókn Sólveigar Pétursdóttur, for- seta Alþingis, til Sádi-Arabíu hefst í dag og stendur til 11. janúar nk. Heimsóknin er í boði forseta ráð- gjafarþings lands- ins og er fyrsta opinbera heim- sóknin á milli þinganna en sendinefnd frá ráðgjafarþinginu kom í vinnu- heimsókn til Íslands árið 2004. Ráð- gjafarþingið fékk inngöngu í Alþjóða- þingmannasambandið árið 2003 og vinnur nú að því að auka samskipti sín við þjóðþing annarra ríkja. Með Sólveigu í ferðinni eru þing- mennirnir Rannveig Guðmundsdótt- ir, Arnbjörg Sveinsdóttir og Kolbrún Halldórsdóttir, auk Belindu Ther- iault, forstöðumanns alþjóðamála á skrifstofu Alþingis. Áætlað er að sendinefndin lendi á King Khaled- flugvellinum í Riyadh um klukkan átta í kvöld. Málefni kvenna til umræðu Í heimsókninni verða m.a. rædd samskipti menningarheima, þjóð- félagsþróun í Sádi-Arabíu og málefni kvenna og Mið-Austurlanda ásamt því sem viðskipti ber á góma og fleiri mál. Jafnframt verður framboð Ís- lands til öryggisráðs Sameinuðu þjóð- anna kynnt. Sendinefndin mun eiga fundi með fulltrúum konungsfjölskyldunnar, forseta þingsins, þingmönnum og fulltrúum atvinnulífsins. Hún mun að auki fylgjast með störfum ráðgjafar- þingsins og skoða sögustaði í Riyadh og Jeddah. Sendinefnd til Sádi- Arabíu Sólveig Pétursdóttir Framboð til öryggis- ráðsins m.a. kynnt JÓN Sigurðsson, iðnaðar- og við- skiptaráðherra, opnaði á föstudag nýja heimasíðu Neytendastofu (neytendastofa.is). Um leið opnaði Neytendastofa rafræna þjón- ustugátt fyrir neytendur, fagaðila og allan almenning sem hafa sam- skipti við stofnunina. Tryggvi Axelsson, forstjóri Neytendastofu, segir að rafræn neytendastofa sé heildstæð lausn fyrir almenning og opni auðvelda og skilvirka leið fyrir erindi frá almennum borgurum til stjórn- sýslunnar. Neytendur geti komið með ábendingar og fleira í gegn- um vefinn til stofnunarinnar og fylgst með afgreiðslu þeirra. Rafræna Neytendastofan veitir öllum borgurum landsins mögu- leika til að hafa eigin þjón- ustugátt hjá Neytendastofu. Viðskiptamenn hennar geta haft þar yfirlit um erindi sín til Neytendastofu. Skilaboð berast einnig skráðum notendum með tölvupósti frá þjónustugáttinni þegar erindi eru móttekin, tekin til afgreiðslu eða erindum er lok- ið. Rafræn þjónustugátt fyrir neytendur Tækni Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, opnar heimasíðuna. Morgunblaðið/Ómar ♦♦♦ MIKIL mannekla í leikskólanum Marbakka í Kópavogi hefur orðið til þess að leikskólastjórinn hefur þurft að grípa til ýmissa neyðarúrræða, s.s. að biðja foreldra um að hafa börn sín heima einn dag í viku. Í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins í gær sagði Hólmfríður Sigmarsdóttir að hún hefði engin skýr svör varðandi hversu lengi ástandið mundi vara, en á undanförnum mánuðum hafa henni ekki borist neinar umsóknir á sama tíma og fækkun hefur orðið í starfs- liði hennar. Í bréfi, sem sent var í gær öllum foreldrum sem eiga börn í leikskól- anum, segir m.a.: „Við erum því nauðbeygð til að gera ráðstafanir sem lúta að því að fækka börnum í skólanum í samræmi við þann fjölda starfsmanna sem tiltækur er nú.“ Neyðarúrræði vegna mann- eklu í leikskóla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.