Morgunblaðið - 07.01.2007, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 07.01.2007, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. JANÚAR 2007 47 RÉTT fyrir jól fór ég um Frank- furt Hahn og sá grein um Ísland í blaði frá flugstöðinni. Í byrjun hennar stóð „á Íslandi kosti rafmagnið ekki neitt“! Í byrjun árs voru fréttir og í um- ræðunni að Samherji væri að flýja með fiski- eldið frá Mjóafirði til Færeyja, vegna hás raforkuverðs. Síðan hafa verið mjög misvís- andi fréttir um raf- orkuverð á Íslandi. Einn álforstjórinn braut trúnað og kjaftaði frá. Þá fór um ýmsa sem hvorki gátu játað né neitað sökum trúnaðar. Svo var í fréttum í haust að Norð- menn hefðu ákveðið að loka málm- blendiverksmiðju í Noregi og flytja hana til Íslands. Ástæðan var ein- faldlega sú að á Íslandi er rafmagnið helmingi ódýrara en í Noregi. Vegna flutningsins þurfa Norðmenn að segja upp á annað hundrað manns svo eithvað hlýtur að vera til í þessu. Reyndar losna þeir við mengunina í leiðinni og slá á þensluna. Þá höfum við það. Rafmagnsverð til Stóriðju (RtS) á Íslandi = (RtS í Noregi) : 2. Það er ekki skrýtið að ýmsir spyrji, hvað skyldu álfyrirtækin greiða fyrir orkuna? Við vitum að þau fá mengunarkvótann gefins og líklega greiða þau ekk- ert fyrir kælivatnið. Í siðmenntuðum löndum þyrftu þau að greiða fyrir þetta árlega, ef þau á annað borð fengju að vera. Í Rollu- lýðveldinu tekur því ekki að rukka fyrir svona smotterí. Hvað er einn keppur í slát- urtíðinni? Ekki er að undra að stóriðjan vilji hópast hingað eins og mý á mykjuskán. Ekki furða að maður spyrji. Skyldi ekki vera hægt að fá aðeins meira? Forstjóri Landsvirkjunar (LV) sá ástæðu til að svara leiðara Morg- unblaðsins um orkuleyndina. Rök forstjórans fyrir leyndinni voru við- skiptahagsmunir. Lausnin væri einkavæðing LV, því þá þyrfti ekki að segja frá. Almenningi kæmi þetta ekkert við. Í dag er þessi sami forstjóri búinn að semja um orkuverð til álvers sem ekki hefur fengið leyfi til stækk- unar. Með tilliti til þess sem kom fram í deilum um hæð á vatns- yfirborði Þjórsárvera, leyfi ég mér að efast um að þessi sami forstjóri sé hæfur til að semja um raf- orkuverð f.h. landsmanna. Hann upplýsti þá að fengist ekki að fara í þá vatnshæð, sem hann óskaði eftir, gæti aumingja álverið á Grund- artanga ekki keypt orkuna á því verði, sem LV þyrfti að fá fyrir hana. Hann var semsagt búinn að semja um verð á eða nálægt kostn- aðarverði. Í dag er hann líka búinn að semja við ALCAN um að standa straum af rannsóknum á Þjórsá, sem fyrst og fremst leiða í ljós hvað muni kosta að framleiða rafmagnið. Út frá því er rökrétt ályktun að búið sé að semja um sölu orkunnar á kostn- aðarverði. Sé þetta rétt er það forkastanlegt. Í viðskiptum sem þessum ætti að gilda: 1) Hvort þjóðin vilji yfirleitt meiri áliðnað? 2) Sé svarið já. Þá, 3) Hvar viljum við staðsetja verk- smiðjuna? 3) Þegar staðsetning hefur verið ákveðin, skal fá með útboði hæsta mögulega verð fyrir orkuna og allt annað, sem við leggjum fram (meng- unarkvóta, vatn, …). Þannig væri allt uppi á borðinu og væntanlega hægt að gera mikið meira fyrir hagnaðinn en bara greiða niður orkuvirkin. Það mætti t.d. lækka rafmagn til almennings og iðnaðar sbr. fiskieldið í byrjun þessarar greinar. Það er líka hart sótt að garðyrkjubændum núna með niðurfellingu á tollum. Væri ekki sanngjarnt að þeir fengju rafmagnið frítt eins og t.d. Spánverjar o.fl. sól- ina. Nú hefur Alcan gefið 1 stk. Bó inn á öll heimili í Hafnarfirði. Séu 8.000 heimili í Hafnarfirði og kosti DVD 5.000 kr. þá eru þetta 40 millur eða 20 með 50% afsl. Það kann að virð- ast mikið, en er samt bara baunir eða eiginlega korn í samanburði við kúlurnar eða boltana fáist orkan á kostnaðarverði. Þessi DVD er eiginlega móðgun við Hafnfirðinga, þó ekki jafn móðg- andi og samningar um orkuverð áð- ur en Hafnfirðingar hafa samþykkt stækkun. Ég held að Alcan verði bjóða betur. Hvernig væri að bjóða frítt rafmagn í öll heimili í Firð- inum? Vonandi eru allir jafn trúfastir og Davíð var í London. Hvað skyldi rafmagnið kosta? Sigurður Oddsson fjallar um raforkuverð »Einn álforstjórinnbraut trúnað og kjaftaði frá. Þá fór um ýmsa sem hvorki gátu játað né neitað sökum trúnaðar. Sigurður Oddsson Höfundur er verkfræðingur. LAUGARDAGINN 25. nóv- ember fór ég seint á fætur og upp- götvaði að kaupum ekkert dagurinn væri genginn í garð. Þennan dag ætlaði ég að halda há- tíðlegan enda kær- komið fyrir Vest- urlandabúa að spá aðeins í neysluvenjur sínar. Fimmtungur mannkyns notar meira en 70% af hrá- efnisframleiðslu heimsins. Um 2% mannkyns eiga meira en helming af auð- æfum mannkyns. Kaupum ekkert dagurinn fór fyrir lítið hjá mér þegar ég í óðagoti fór á McDo- nalds og keypti mér hamborgara án þess að muna neitt eftir þeim gildum sem ég hafði ætlað að hafa í hávegum þann dag. Í kaupbæti fékk ég í grömmum og kílóum talið töluvert meira af plastrusli og pappír en sem nam þyngd hamborgarans; um- búðir utan af ham- borgaranum, frönsk- unum, vatnsglasinu, tómatsósunni, að ógleymdum pok- anum sem herlegheitin voru öll sett í. Vonandi fer þetta rusl betur í meltingarvegi jarðarinnar en ham- borgarinn fór í mínum því að þessar fyrirferðarmiklu umbúðir eru urð- aðar víðsvegar um hnöttinn okkar. Hjá McDonalds hefur tíðkast að bjóða sérstök matartilboð fyrir börn. Plastfígúra, á að giska hálf mjólkurferna að stærð, fylgir hverju tilboði sem hvert barn fær á hvaða degi sem er og ef til vill á hvaða veitingastað McDonalds sem er í nágrannalöndum okkar og víð- ar, t.d. Bretlandi og í Bandaríkj- unum. Með því að þrýsta á takka á fígúrunni má framkalla hljóð. Fíg- úrurnar spila mismunandi hljóð og fást í mismunandi litum svo að börnum leiðist ekki að fá nýja fí- gúru í safnið heldur þiggja hana með bros á vör. Við nána skoðun má sjá merk- ingu aftan á plastfígúrunni, mynd af ruslatunnu með ská- striki yfir enda er plastfígúran raftæki. Hún inniheldur raf- hlöðu til þess að geta spilað hljóðið áð- urnefnda. Þar af leið- andi er bannað að henda plastfígúrunni í ruslið, hættuleg efni í rafhlöðunni mega ekki sleppa út í umhverfið. Ætli þessi fjölda- framleiddu raftæki endi á réttum stað hjá Sorpu? Ætli fólk muni hafa fyrir því að taka rafhlöðuna úr plastfíg- úrunni (ef það er hægt á auðveldan hátt) þeg- ar henni á endanum er hent eins og hinu rusl- inu sem fylgir máltið frá McDonalds? Framleiðslu á flest- um gerðum plasts fylgir oft mikið af mengandi efnum. Er virkilega þörf á því að búa til raftæki í hvert skipti sem barn fær sér að borða? Plastiðnaðurinn, líkt og áliðn- aðurinn, er iðnaður sem leggst ekki af þó að verksmiðjum á einum stað sé lokað. Eftirspurnin mun ávallt tryggja að framleiðsla heldur áfram. Íslendingar kaupa ál, plast, þungmálma, rafhlöður, skor- dýraeitur og svo mætti lengi telja. Líkt og aðrar ríkar þjóðir höfum við oft enga hugmynd um hvaða umhverfisáhrif fylgja framleiðslu tiltekinnar vöru sem við kaupum. Við getum ekki ætlast til þess að við fáum allar vörur á silfurfati til Íslands á meðan mengandi fram- leiðsla þeirra fer fram annars stað- ar. Á tímum hlýnandi loftslags verðum við að sýna ábyrgð í verki og hugsa um hvaða áhrif það hefur á umhverfið að kaupa vörur af ýmsu tagi og ekki bara okkar nán- asta umhverfi, sbr. stóriðjuumræð- una. Það skiptir máli hvort keypt er flaska af rauðvíni frá Frakklandi eða Ástralíu sem flutt hefur verið mislangar vegalendir, hvort við skreppum austur yfir fjall í bíltúr eða í göngutúr í næsta nágrenni eða hvort við keppumst stöðugt við að endurnýja jarðneskar eigur okkar. Með aukinni hagsæld hefur kaupmáttur okkar vaxið en ábyrgð- artilfinningin gagnvart auka- afurðum vörunnar ekki aukist sam- stiga. Með auknum kaupmætti ættum við ekki að öðlast rétt til að menga margfalt á við fátæka mann- inn né heldur að nota margfalt á við hann af hráefnum úr endanlegum hráefnisauðlindum heimsins eða hvað finnst þér, lesandi góður? Vesturlandabúar þurfa líka að sýna þjóðum eins og Kína fordæmi, því að þegar rúmur milljarður manna í viðbót fer að nálgast neyslumynstur okkar, hljótum við að hafa áhyggjur af jörðinni sem af- komendur okkar og annarra munu þurfa að lifa á. Eftirspurninni, sem þú veldur með kaupum á vöru, fylgir áframhaldandi framleiðsla og möguleg mengun annars staðar. Ég bið lesendur að íhuga hvernig slæmur ávani getur haft í för með sér neikvæð langtímaáhrif á um- hverfið. McDonalds á Kaupum ekkert deginum Gunnar Geir Pétursson fjallar um neysluvenjur og umhverfismál Gunnar Geir Pétursson » Líkt og aðr-ar ríkar þjóðir höfum við oft enga hug- mynd um hvaða umhverfisáhrif fylgja fram- leiðslu tiltek- innar vöru sem við kaupum. Höfundur er Msc í stærðfræði og áhugamaður um umhverfismál. Á SÍÐASTA fundi borgarstjórnar fyrir jól var samþykkt fjárhags- áætlun fyrir öll svið og stofnanir Reykjavík- urborgar fyrir árið 2007. Vegna stóryrtra yfirlýsinga borg- arstjóra og formanns velferðarsviðs um að málefni aldraðra væru nú í öndvegi áttu fulltrúar Samfylking- arinnar von á miklu umfram það sem áður hafði verið í sam- þykktum fjárhagsáætl- unum borgarstjórnar. Svo reyndist ekki vera. Þjónusta og öryggi heima Á síðasta kjörtímabili voru byggð- ar 52 þjónustuíbúðir í Grafarholti. Megináhersla var þó lögð á að bjóða fólki þjónustu þar sem það býr. Í því skyni var komið á kvöld- og helg- arþjónustu, samþættri heimaþjón- ustu og heimahjúkrun. Með slíkum úrræðum á að vera hægt að bjóða upp á svipaða þjónustu og í þjón- ustuíbúðum inni á öllum þeim heim- ilum sem slíkt þurfa. Síðastliðin tvö ár hefur einnig verið í undirbúningi að koma upp öryggissímum fyrir þá sem búa heima en þurfa að hafa að- gengi að vaktþjónustu allan sólar- hringinn. Þegar þetta kemst til framkvæmda á þessu ári er hægt að segja fullum fetum að þjónustu- íbúðin sé komin „heim“. Akstursþjónustu eldri borgara var tekin upp fyrir ári en henni er ætlað að bæta stöðu þeirra sem búa heima en sækja þjónustu og fé- lagsstarf út í bæ. Sú þjónusta er einn liður í því að færa þjónustuna til eldri borgara, í stað þess að eldri borgarar þurfi að flytja í þjón- ustukjarna. Á þessu ári munu hefjast heim- sóknir til þeirra Reyk- víkinga, 80 ára og eldri, sem þess óska og búa á tilteknu svæði. Slíkar heimsóknir hafa gefið góða raun á Akureyri og víða erlendis en markmiðið er heilsuefl- ing og að draga úr fé- lagslegri einangrun. Heimsóknirnar í Reykjavík byggjast á hugmyndum stýrihóps um bætta nærþjónustu við eldri borgara sem tók til starfa fyrir ári og verður spennandi að fylgjast með framkvæmdinni. Hjúkrunarheimili Ekki er að sjá að nýr meirihluti borgarstjórnar ætli að bæta við hjúkrunarheimilum umfram það sem Reykjavíkurlistinn hafði þegar samið um við ríkið. Því miður hefur ríkisstjórnin, með Sjálfstæðisflokk- inn í fjármálaráðuneytinu, haldið að sér höndum og stóð ekki við gerða samninga við Reykjavíkurborg á síð- asta kjörtímabili. Vonandi er að breyting verði þar á því bygging hjúkrunarheimila er brýnasta úr- lausnarefnið í málefnum aldraðra. Ég óska borgarstjóra góðs gengis við að klippa á borða við opnun Reykjavíkurlista-rýmanna sem von- andi komast í rekstur á allra næstu misserum. Það áttu reyndar margir von á fleiri rýmum þar sem fjölga á hjúkrunarrýmum í öðrum sveit- arfélögum á höfuðborgarsvæðinu, að nú væri lag þegar athafnastjórn- málamennirnir í Ráðhúsinu hafa með sér ríkisstjórn og þing og ráða- mannaklíku. En umframorka vald- hafanna á að fara í eitthvað annað. Samfylkingin vill einsetja hjúkrunarheimilin Næsta verkefni er að einsetja hjúkrunarheimilin, gefa öllum þeim sem þess óska rétt á einstaklings- herbergjum. Reykjavíkurlistinn sýndi það og sannaði að hann gat tekið við því risavaxna verkefni sem málefni grunnskólanna voru, og grunnskólinn hefur blómstrað í höndum sveitarfélaganna. Á nokkr- um árum varð grunnskólinn einset- inn og það er vilji Samfylking- arinnar að gera slíkt hið sama við hjúkrunarheimilin. Eins hefur Sam- fylkingin talað fyrir því að málefni aldraðra þ.m.t. hjúkrunarheimili, flytjist til sveitarfélaganna. Umbæt- ur í þjónustu Reykjavíkurborgar með þjónustumiðstöðvar í far- arbroddi voru settar á til að gera borgina hæfari til að taka við þess- um verkefnum. Við höfum tekið fyrsta skrefið en nú þarf ríkisvaldið að taka það næsta. Framtíðarþjónustan Fulltrúar Samfylkingarinnar trúa því að þjónustan eigi að elta fólkið en ekki öfugt. Að sjálfsögðu þurfa að vera til hjúkrunarrými fyrir þá sem eru veikir en við megum ekki líta á öldrun sem sjúkdóm sem þurfi með- höndlun á stofnun. Öldrun er hluti af lífinu, jafn sjálfsögð og önnur ævi- skeið, þar sem einstaklingar hafi bæði veikleika og styrkleika. Verður árið 2007 ár aldraðra í Reykjavík? Björk Vilhelmsdóttir skrifar um öldrunarþjónustu í Reykjavík »Ekki er að sjá að nýr meirihluti borg- arstjórnar ætli að bæta við hjúkrunarheimilum umfram það sem Reykjavíkurlistinn hafði þegar samið um … Björk Vilhelmsdóttir Höfundur er borgarfulltrúi og situr í velferðarráði. MORGUNBLAÐIÐ hefur tekið í notkun nýtt móttökukerfi fyrir aðsendar greinar. Formið er að finna ofarlega á forsíðu fréttavefjarins www.mbl.is undir liðnum „Senda inn efni“. Í fyrsta skipti sem formið er notað þarf notandinn að skrá sig inn í kerfið með kennitölu, nafni og netfangi, sem fyllt er út í þar til gerðan reit. Næst þegar kerfið er notað er nóg að slá inn netfang og lykilorð og er þá not- andasvæðið virkt. Ekki er hægt að senda inn lengri grein en sem nemur þeirri hámarks- lengd sem gefin er upp fyrir hvern efnisþátt. Þeir, sem hafa hug á að senda blaðinu greinar í umræðuna eða minningargreinar, eru vinsamlegast beðnir að nota þetta kerfi. Nánari upplýsingar eru gefnar í síma 569-1210. Nýtt móttökukerfi aðsendra greina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.