Morgunblaðið - 07.01.2007, Page 72

Morgunblaðið - 07.01.2007, Page 72
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1100 SUNNUDAGUR 7. JANÚAR 7. DAGUR ÁRSINS 2007 VERÐ Í LAUSASÖLU 350 KR. MEÐ VSK. 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: auglysingar@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is  Norðan- og norðaustanátt, 8– 15 m/s, og snjó- koma eða él en léttskýjað sunnan- og suðvestanlands. » 8 Heitast Kaldast 0°C -8°C Morgunblaðið/Golli FRAKKINN Guillaume Kermen, þjálfari hjá listhlaupadeild Skautafélags Reykja- víkur, segir skautaíþróttina í framþróun á Íslandi. Hann segist vona að það líði ekki á löngu þar til Ísland eigi keppanda í list- hlaupi á skautum á Evrópu- og heims- meistaramóti. „Það er markmiðið,“ segir hann. Morgunblaðið heimsótti Skautahöllina í Laugardal og fylgdist með æfingu. | 32 Uppgangur í skauta- íþróttinni EFTIR hátíðarnar tekur hversdagsleikinn við á nýjan leik og óumflýj- anlegur þáttur af honum er skólahald. Keppast skólabörn nú við að bera saman bækur sínar um hvað á daga þeirra hefur drifið yfir jól og áramót auk þess sem jólagjafirnar eru skeggræddar á skólalóðinni. Þessar þrjár ungur telpur úr Melaskóla virtust hæstánægðar með að vera komnar aftur í skólann og hlökkuðu til að takast á við vorönnina. Morgunblaðið/Ásdís Þegar skólabjallan hringir … Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is ÁKVÖRÐUN heilbrigðisráðherra að allur und- irbúningur og eftirskoðanir vegna augasteins- og glákuaðgerða á sjúkrahúsum skuli fara fram hjá viðkomandi stofnun en ekki á stofum úti í bæ kall- ar á aukinn mannafla á augndeild Landspítala – háskólasjúkrahúss og bætta aðstöðu. Slíkar að- gerðir eru einnig framkvæmdar á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri og á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði. „Við óttumst að þetta muni leiða til þess að þessum aðgerðum fækki,“ segir Einar Stefáns- son, yfirlæknir augndeildar LSH. Engir fjár- munir fylgdu ákvörðuninni en á síðasta ári svör- uðu slíkar rannsóknir til 22,4 milljóna króna hjá sjálfstætt starfandi augnlæknum. Ákvörðunin var kynnt í bréfi til sjúkrahúsanna 14. desember sl. og tók gildi þegar um áramót. Þaðan í frá hefur verið óheimilt að senda Tryggingastofnun reikn- inga vegna þessara verka og þau tekin út af gjald- skrá sjálfstætt starfandi augnlækna. Einar segir að reynt verði að skipuleggja starf- semi deildarinnar sem frekast er unnt til að mæta þessu. „En málið er að bæði húsnæði og mann- skapur var nokkuð fullnýttur fyrir, þannig að svona mikil aukning sem þetta er og svona skyndilega veldur truflunum, það er óhjákvæmi- legt.“ Skoðað að frumkvæði augnlækna Í bréfi ráðuneytisins segir að ákvörðunin hafi verið tekin að lokinni yfirferð á starfsemi sjálf- stætt starfandi augnlækna. Sú vinna hafi leitt í ljós að undirbúningur fyrir aðgerðir á sjúkrahús- um, aðallega í tengslum við augasteins- og gláku- aðgerðir, hafi færst í auknum mæli yfir á samning sjálfstætt starfandi augnlækna ásamt skoðunum eftir slíkar aðgerðir. „Það er eðlilegt að viðeigandi rannsóknarstarf- semi sé fyrst og fremst þar sem aðgerðirnar eru framkvæmdar og sé þannig samhangandi hluti af dæminu,“ segir Jón Sæmundur Sigurjónsson, formaður samninganefndar heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra. Augnlæknar hafi sjálfir átt frumkvæði að skoðun málsins. Magnús Pétursson, forstjóri LSH, segir bréfið marka nokkur tímamót. Ákvörðunin falli vel að stefnu sjúkrahússins að auka göngu- og dagdeild- arstarfsemi að vissu marki. Það sé í þágu sjúk- linga að samfella í þjónustu sé ávallt sem best. Læknar óttast að augn- aðgerðum muni fækka Undirbúningur og eftirskoðun vegna augnaðgerða fari fram á sjúkrahúsum  Rannsóknir | 6 Eftir Orra Pál Ormarsson orri@mbl.is LÍKBRENNSLA sem hlutfall af heildartölu látinna á Íslandi meira en tvöfaldaðist á ár- unum 1995–2005, fór úr 8,89% árið 1995 upp í 19,1% árið 2005. Ef aðeins er horft til höfuð- borgarsvæðisins eru bálfarir um 25% nú. Hjá Kirkjugörðum Reykjavíkurprófastsdæma spá menn því að þetta hlutfall verði komið upp í 70–80% eftir fimmtíu ár og verði þá svipað og það er nú þegar í Danmörku. Sú þróun þykir æskileg, ekki síst af landfræðilegum ástæðum. Líkkistur eru fyrirferðarmeiri en duftker. Þetta kemur m.a. fram í umfjöllun Morg- unblaðsins í dag um útfararsiði á Íslandi. Sérstakur grafreitur fyrir duftker er í Foss- vogskirkjugarði og Gufuneskirkjugarði en einnig er hægt að jarða þau í hvaða grafreit sem er með samþykki umsjónarmanns leiðis. Sækja má um til dóms- og kirkjumálaráðu- neytisins leyfi til dreifingar á ösku látinna ein- staklinga en sjaldgæft er að það sé gert. Þó er vitað um a.m.k. átján tilfelli. Séra Kristján Val- ur Ingólfsson, formaður helgisiðanefndar þjóðkirkjunnar, spáir því að þeim muni fjölga á komandi árum. „Íslendingar eru nýjunga- gjarnir, líka þegar þeir eru látnir.“ Í umfjölluninni kemur einnig fram að grunnþjónusta við útför kostar um 160 þúsund krónur. Sé fólk eignalaust greiðir Félagsþjónustan 160 þúsund krónur í útför. Flest stéttarfélög taka þátt í útfararkostnaði og greiða á bilinu 60 til 350 þúsund krónur af kostnaði, að sögn Ísleifs Jónssonar, útfararstjóra hjá Útfarar- stofu kirkjugarðanna. Hann segir að VR sé öfl- ugasta stéttarfélagið í þessu tilliti. „Ég vek at- hygli á því að fólk þarf að leita réttar síns í þessum efnum. Stéttarfélögin hafa sjaldnast frumkvæði að þessu, það er helst Flugstjóra- félagið og svo Guðmundur heitinn jaki meðan hann var hjá Dagsbrún. Hann hringdi stund- um og sagði: „Þetta er skjólstæðingur minn. Sendu mér reikninginn.““ Á málþingi um útfararmál, sem haldið var í Viðey fyrir skemmstu, kom fram að ekkert væri jafntruflandi og þegar farsími hringdi í útför. Séra Óskar Óskarsson, prestur á Ak- ureyri, tók undir þetta og greindi frá tillögu séra Hjalta Guðmundssonar á vígsludegi sr. Óskars en þá lagði hann til að bætt yrði inn í ritúalið í upphafi messu: „Látum oss slökkva á farsímum vorum.“  Eitt sinn skal | 12–19 Mikil fjölgun bálfara á síðustu árum Morgunblaðið/Kristinn Í HNOTSKURN »Meðalkostnaður við útför mun veraum 350 þúsund krónur en dæmi er um að kostnaður hafi farið upp í allt að 500 þúsund krónur. »Hjá Kirkjugörðum Reykjavík-urprófastsdæma spá menn því að bálförum munu fjölga til muna á næstu árum líkt og gerst hefur í nágranna- löndunum og þykir sú þróun æskileg. UNNIÐ hefur verið að rannsóknum á þeim munum sem fundist hafa við uppgröftinn á Skriðuklaustri. Ýmislegt áhugavert hefur komið fram. Þrjár bækur sem fundust reyndust t.d. með býsönsku munstri, en slíkar bækur eru til í Páfagarði. Bækurnar á Skriðuklaustri hafa alltént vafalítið kom- ið frá Mið-Evrópu. Fimm hauskúpur bera merki sárasóttar og því ljóst að hún var komin á fulla ferð hér á landi mun fyrr en áður var ætlað en á svipuðum tíma og ann- ars staðar í Evrópu. Líka fundust merki um sull, berkla og brjósklos. Líkkistur sem fundust á Skriðuklaustri eru allar án járnhanka sem tíðkuðust um þetta leyti t.d. á kistum sem grafnar hafa verið upp í Skálholti. Engar kistur af svo- kallaðri nýrri gerð fundust á Skriðu- klaustri – hvers vegna er ekki ljóst. Allt þarfnast þetta frekari rannsóknar. | 28 Býsanskt munstur og sárasótt

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.