Morgunblaðið - 07.01.2007, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 07.01.2007, Blaðsíða 72
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1100 SUNNUDAGUR 7. JANÚAR 7. DAGUR ÁRSINS 2007 VERÐ Í LAUSASÖLU 350 KR. MEÐ VSK. 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: auglysingar@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is  Norðan- og norðaustanátt, 8– 15 m/s, og snjó- koma eða él en léttskýjað sunnan- og suðvestanlands. » 8 Heitast Kaldast 0°C -8°C Morgunblaðið/Golli FRAKKINN Guillaume Kermen, þjálfari hjá listhlaupadeild Skautafélags Reykja- víkur, segir skautaíþróttina í framþróun á Íslandi. Hann segist vona að það líði ekki á löngu þar til Ísland eigi keppanda í list- hlaupi á skautum á Evrópu- og heims- meistaramóti. „Það er markmiðið,“ segir hann. Morgunblaðið heimsótti Skautahöllina í Laugardal og fylgdist með æfingu. | 32 Uppgangur í skauta- íþróttinni EFTIR hátíðarnar tekur hversdagsleikinn við á nýjan leik og óumflýj- anlegur þáttur af honum er skólahald. Keppast skólabörn nú við að bera saman bækur sínar um hvað á daga þeirra hefur drifið yfir jól og áramót auk þess sem jólagjafirnar eru skeggræddar á skólalóðinni. Þessar þrjár ungur telpur úr Melaskóla virtust hæstánægðar með að vera komnar aftur í skólann og hlökkuðu til að takast á við vorönnina. Morgunblaðið/Ásdís Þegar skólabjallan hringir … Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is ÁKVÖRÐUN heilbrigðisráðherra að allur und- irbúningur og eftirskoðanir vegna augasteins- og glákuaðgerða á sjúkrahúsum skuli fara fram hjá viðkomandi stofnun en ekki á stofum úti í bæ kall- ar á aukinn mannafla á augndeild Landspítala – háskólasjúkrahúss og bætta aðstöðu. Slíkar að- gerðir eru einnig framkvæmdar á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri og á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði. „Við óttumst að þetta muni leiða til þess að þessum aðgerðum fækki,“ segir Einar Stefáns- son, yfirlæknir augndeildar LSH. Engir fjár- munir fylgdu ákvörðuninni en á síðasta ári svör- uðu slíkar rannsóknir til 22,4 milljóna króna hjá sjálfstætt starfandi augnlæknum. Ákvörðunin var kynnt í bréfi til sjúkrahúsanna 14. desember sl. og tók gildi þegar um áramót. Þaðan í frá hefur verið óheimilt að senda Tryggingastofnun reikn- inga vegna þessara verka og þau tekin út af gjald- skrá sjálfstætt starfandi augnlækna. Einar segir að reynt verði að skipuleggja starf- semi deildarinnar sem frekast er unnt til að mæta þessu. „En málið er að bæði húsnæði og mann- skapur var nokkuð fullnýttur fyrir, þannig að svona mikil aukning sem þetta er og svona skyndilega veldur truflunum, það er óhjákvæmi- legt.“ Skoðað að frumkvæði augnlækna Í bréfi ráðuneytisins segir að ákvörðunin hafi verið tekin að lokinni yfirferð á starfsemi sjálf- stætt starfandi augnlækna. Sú vinna hafi leitt í ljós að undirbúningur fyrir aðgerðir á sjúkrahús- um, aðallega í tengslum við augasteins- og gláku- aðgerðir, hafi færst í auknum mæli yfir á samning sjálfstætt starfandi augnlækna ásamt skoðunum eftir slíkar aðgerðir. „Það er eðlilegt að viðeigandi rannsóknarstarf- semi sé fyrst og fremst þar sem aðgerðirnar eru framkvæmdar og sé þannig samhangandi hluti af dæminu,“ segir Jón Sæmundur Sigurjónsson, formaður samninganefndar heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra. Augnlæknar hafi sjálfir átt frumkvæði að skoðun málsins. Magnús Pétursson, forstjóri LSH, segir bréfið marka nokkur tímamót. Ákvörðunin falli vel að stefnu sjúkrahússins að auka göngu- og dagdeild- arstarfsemi að vissu marki. Það sé í þágu sjúk- linga að samfella í þjónustu sé ávallt sem best. Læknar óttast að augn- aðgerðum muni fækka Undirbúningur og eftirskoðun vegna augnaðgerða fari fram á sjúkrahúsum  Rannsóknir | 6 Eftir Orra Pál Ormarsson orri@mbl.is LÍKBRENNSLA sem hlutfall af heildartölu látinna á Íslandi meira en tvöfaldaðist á ár- unum 1995–2005, fór úr 8,89% árið 1995 upp í 19,1% árið 2005. Ef aðeins er horft til höfuð- borgarsvæðisins eru bálfarir um 25% nú. Hjá Kirkjugörðum Reykjavíkurprófastsdæma spá menn því að þetta hlutfall verði komið upp í 70–80% eftir fimmtíu ár og verði þá svipað og það er nú þegar í Danmörku. Sú þróun þykir æskileg, ekki síst af landfræðilegum ástæðum. Líkkistur eru fyrirferðarmeiri en duftker. Þetta kemur m.a. fram í umfjöllun Morg- unblaðsins í dag um útfararsiði á Íslandi. Sérstakur grafreitur fyrir duftker er í Foss- vogskirkjugarði og Gufuneskirkjugarði en einnig er hægt að jarða þau í hvaða grafreit sem er með samþykki umsjónarmanns leiðis. Sækja má um til dóms- og kirkjumálaráðu- neytisins leyfi til dreifingar á ösku látinna ein- staklinga en sjaldgæft er að það sé gert. Þó er vitað um a.m.k. átján tilfelli. Séra Kristján Val- ur Ingólfsson, formaður helgisiðanefndar þjóðkirkjunnar, spáir því að þeim muni fjölga á komandi árum. „Íslendingar eru nýjunga- gjarnir, líka þegar þeir eru látnir.“ Í umfjölluninni kemur einnig fram að grunnþjónusta við útför kostar um 160 þúsund krónur. Sé fólk eignalaust greiðir Félagsþjónustan 160 þúsund krónur í útför. Flest stéttarfélög taka þátt í útfararkostnaði og greiða á bilinu 60 til 350 þúsund krónur af kostnaði, að sögn Ísleifs Jónssonar, útfararstjóra hjá Útfarar- stofu kirkjugarðanna. Hann segir að VR sé öfl- ugasta stéttarfélagið í þessu tilliti. „Ég vek at- hygli á því að fólk þarf að leita réttar síns í þessum efnum. Stéttarfélögin hafa sjaldnast frumkvæði að þessu, það er helst Flugstjóra- félagið og svo Guðmundur heitinn jaki meðan hann var hjá Dagsbrún. Hann hringdi stund- um og sagði: „Þetta er skjólstæðingur minn. Sendu mér reikninginn.““ Á málþingi um útfararmál, sem haldið var í Viðey fyrir skemmstu, kom fram að ekkert væri jafntruflandi og þegar farsími hringdi í útför. Séra Óskar Óskarsson, prestur á Ak- ureyri, tók undir þetta og greindi frá tillögu séra Hjalta Guðmundssonar á vígsludegi sr. Óskars en þá lagði hann til að bætt yrði inn í ritúalið í upphafi messu: „Látum oss slökkva á farsímum vorum.“  Eitt sinn skal | 12–19 Mikil fjölgun bálfara á síðustu árum Morgunblaðið/Kristinn Í HNOTSKURN »Meðalkostnaður við útför mun veraum 350 þúsund krónur en dæmi er um að kostnaður hafi farið upp í allt að 500 þúsund krónur. »Hjá Kirkjugörðum Reykjavík-urprófastsdæma spá menn því að bálförum munu fjölga til muna á næstu árum líkt og gerst hefur í nágranna- löndunum og þykir sú þróun æskileg. UNNIÐ hefur verið að rannsóknum á þeim munum sem fundist hafa við uppgröftinn á Skriðuklaustri. Ýmislegt áhugavert hefur komið fram. Þrjár bækur sem fundust reyndust t.d. með býsönsku munstri, en slíkar bækur eru til í Páfagarði. Bækurnar á Skriðuklaustri hafa alltént vafalítið kom- ið frá Mið-Evrópu. Fimm hauskúpur bera merki sárasóttar og því ljóst að hún var komin á fulla ferð hér á landi mun fyrr en áður var ætlað en á svipuðum tíma og ann- ars staðar í Evrópu. Líka fundust merki um sull, berkla og brjósklos. Líkkistur sem fundust á Skriðuklaustri eru allar án járnhanka sem tíðkuðust um þetta leyti t.d. á kistum sem grafnar hafa verið upp í Skálholti. Engar kistur af svo- kallaðri nýrri gerð fundust á Skriðu- klaustri – hvers vegna er ekki ljóst. Allt þarfnast þetta frekari rannsóknar. | 28 Býsanskt munstur og sárasótt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.