Morgunblaðið - 07.01.2007, Page 20

Morgunblaðið - 07.01.2007, Page 20
20 SUNNUDAGUR 7. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Árna Þórarinsson ath@mbl.is Spurt er: Hvað kom fyrirJohn Cleese?Svar: Kaupþing bankikom fyrir John Cleese. Enn er spurt: Hvort segir það meira um stöðu Kaupþings eða Johns Cleese? Og svarið er: Enn spyrðu vel. Auglýsingum gamla íslenska landbúnaðarbankans með einum höfuðsnillingi og helsta tákngerv- ingi breskrar gamansemi hefur undanfarna daga tekist að vekja næstum jafn mikið umtal og athygli og áramótaskaupið. Það hljóta að teljast ómetanleg verðmæti fyrir bankann. Hvað kostuðu svo þessi verðmæti? Bankinn vísar spurning- unni frá sér. Ekki náðist í John Cleese. Þarf hann á millifærslum úr krónum í dollara að halda þangað sem hann býr í sólinni í Kaliforníu? Tæplega, en allir þurfa peninga, bæði menn og bankar. Það er síður en svo nýlunda að John Cleese taki að sér að leika eða koma fram í aug- lýsingum; hann byrjaði í þeim bransa árið 1972 og hefur til dæmis auglýst þýskt happdrætti. Sjálfur hefur hann búið til auglýsingar og stofnaði á 8. áratugnum eigið fyr- irtæki, Video Arts, sem græddi heil ósköp á kynningar- og kennslu- myndböndum, sem hann kom fram í. Video Arts færði honum enn meiri peninga þegar hann seldi fyr- irtækið. Allar götur síðan hefur hann tekið að sér að leggja rödd sína og/eða andlit við allra handa verkefni, m.a. teiknimyndir. Það er eins og John Cleese hafi ekki leng- ur þörf fyrir að skapa ódauðleg kómísk meistaraverk, kannski vegna þess að hann veit að hann er fyrir löngu búinn að því. Monty Python’s Flying Circus, jafnt sjón- varpsþættirnir sem bíómyndirnar, og, ekki síður, sú tæra snilld sem nefnist Fawlty Towers (Hótel Tindastóll í Sjónvarpinu) verða tæp- lega toppuð. Af kvikmyndaverk- efnum hans síðan telst aðeins gam- anmyndin A Fish Called Wanda (1988), þar sem hann lék aðal- hlutverk og skrifaði handritið, sam- bærileg við fyrri afrek. Hann sættir sig mestanpart við frekar léttvæg aukahlutverk. Cleese virðist nú orð- ið láta sér nægja að þéna peninga. Hyldýpið Kannski ræður hér einhverju að hann ólst ekki upp við þær alls- nægtir sem hann síðar öðlaðist. John Marwood Cleese, sem nú er 67 ára, gæti hafa lent í því að heita John Marwood Cheese. Faðir hans, Reginald Francis Cheese, breytti eftirnafninu í Cleese þegar hann gekk í herinn árið 1915. Eins og það væri ekki nóg fyrir soninn að vera strítt fyrir það hversu langur og mjór hann var, þótt hann þyrfti ekki að verjast sem Jón Ostur. Það var einmitt vegna eineltis og stríðni sem John Cleese uppgötvaði að húmor gat afvopnað fólk og slegið á árásargirni þess. Frá unga aldri var hann gagntekinn af gríni og safnaði bröndurum þegar jafnaldrar hans söfnuðu leikfangabyssum. Annað sem trúlega hefur haft áhrif á mótun grínistans Johns Cleese var móðir hans, Muriel Cross. „Þegar ég var barn,“ hefur hann sagt, „og komst í uppnám út af einhverju var móður minni um megn að sefa mig, hafa róandi áhrif á mig með nærveru sinni. Hún fór alltaf sjálf í kerfi, þannig að ég þurfti ekki aðeins að glíma við eigin örvæntingu og ótta heldur einnig hennar. Smám saman lærði ég að halda ró minni þegar ég var í upp- námi til þess að koma henni ekki úr jafnvægi. Á vissan hátt tókst henni að láta mig sjá um sig. Ég varð því foreldri móður minnar um það bil átján mánaða gamall.“ Móðir hans lést á 101. afmælisdaginn sinn. „Það var rétt undir lokin sem hún hætti að segja mér fyrir verkum.“ Ef við skoðum kjarnann í kóm- ískum hæfileikum Johns Cleese blasa þessi áhrif við. Hann er snill- ingur í að túlka bælda paník og geggjun undir sléttu og felldu yf- irborði ensks hversdagsmanns. Þetta siðfágaða yfirborð er örþunn skurn yfir hyldýpi örvæntingar, kynferðisfóbíu, fordóma, stéttas- tífni, snobbs og öryggisleysis, sem þá og þegar getur gosið í brjál- æðislegri reiði og stjórnlausum hamagangi. Hótelstjórinn í Fawlty Towers, Basil Fawlty, er einmitt svona. Hann er sagður byggður á raun- verulegum hótelstjóra, Donald Sinclair, sem rak Gleneagles Hotel í bænum Torquay á suðurströnd Englands þegar félagarnir í Monty Python-hópnum gistu þar. Cleese þótti hann dónalegasti maður sem hann hafði nokkurn tíma hitt. Sinclair henti t.d. skjalatösku eins félaganna, Erics Idle, út um hót- eldyrnar „ef vera skyldi að sprengja væri í henni“, kvartaði yfir ódönn- uðum amerískum borðsiðum annars þeirra, Terrys Gilliam, og fleygði tímaáætlun strætisvagna í höfuðið á einum gestanna þegar sá spurði um næstu ferð niður í miðbæ. Hópvinna Sumir segja reyndar að Basil Fawlty hafi einnig verið byggður á Reginald, föður Johns. Hann var tryggingasölumaður og lítt efnaður en lagði sig fram um að veita syni sínum möguleika á vandaðri mennt- un í einkaskólum. John Cleese stóð sig vel sem námsmaður, en húm- orinn átti hug hans allan. Hann var því rekinn úr menntaskóla í Bristol fyrir að mála fótspor á skólalóðina sem sýndu að stytta af hershöfð- ingja sem þar stóð hefði stokkið af stalli sínum og skroppið á klósettið. Cleese lauk lögfræðiprófi í Cam- bridge þrátt fyrir að hugur hans væri mest við grínið. Hann tók þar þátt í starfi sögufrægs leikhóps, Fo- otlights, sem víða fór með revíusýn- ingar. Meðal samstarfsmanna hans var Graham Chapman, síðar einnig í Monty Python-hópnum. Einn áfangastaða þessa ferðaleikhúss há- skólanemanna var Bandaríkin og þar kynntist Cleese öðrum vænt- anlegum Pythonista, Terry Gilliam. Hann kynntist líka væntanlegri eig- inkonu sinni, bandarísku leikkon- unni Connie Booth. Þau gengu í hjónaband árið 1968 og sjö árum seinna sömdu þau saman perluna Fawlty Towers, þar sem Booth fór með hlutverk herbergisþernunnar Polly. Í millitíðinni höfðu þeir Cleese og Chapman unnið sem handritshöf- undar að skopádeiluþáttunum The Frost Report, sem mörkuðu tíma- mót í bresku sjónvarpi á 7. áratugn- um og sameinuðu krafta ýmissa helstu grínista landsins, eins og Bills Oddie og Tims Brooke-Taylor, sem síðar gerðu garðinn frægan í Goodies, Martys Feldman, Ronnies Barker og Ronnies Corbett, síðar í The Two Ronnies, og svo Erics Idle, Terrys Jones og Michaels Pal- in. Kynni þeirra Cleese og Chap- man af þremur síðastnefndu sköp- uðu grundvöllinn að Monty Python’s Flying Circus. Þættirnir, sem hófu göngu sína árið 1969, voru af hálfu BBC hugsaðir fyrir John Cleese en þróuðust yfir í samvinnu- verkefni fimmmenninganna bresku og bandarísks félaga Cleese, Terrys Gilliam. Hann kom þó aldrei fram í þeim en lagði til súrrealískar teikni- myndir sem settu mikinn svip á heildina. Hún einkenndist af farsa- kenndum absúrdisma í bland við kunnuglegar týpur og þjóð- areinkenni Breta. Reyndar voru þættirnir óborganlegur hrærigraut- ur hugmynda og áhrifa þessara ólíku sexmenninga. Til dæmis gerðu þeir stólpagrín að Íslendingasög- unum í skets sem kallaðist Njorl’s Saga; vörpulegur víkingur komst aldrei á bak hesti sínum, hvað þá lengra í sögunni, vegna þess að þul- urinn gat ekki hætt að rekja ætt- artölur. Cleese hefur upplýst að þetta atriði hafi verið runnið undan rifjum Terrys Jones, sem er mikill áhugamaður um miðaldir og hefur í seinni tíð gert vinsæla sjónvarps- þætti um slík efni og m.a. komið hingað til lands. Frægustu atriði Cleese í þáttunum eru eflaust Dead Parrot, Cheese Shop og The Min- istry of Silly Walks, en það síðast- nefnda leiddi til þess að allar götur síðan hafa aðdáendur hans kvabbað á honum um að sýna þeim dæmi um fáránlegt göngulag. John Cleese er t.d. sérfræðingur í afar hlægilegum gæsagangi, eins og hann sýndi eft- irminnilega í Fawlty Towers og mörgum árum seinna í hlutverki ekki ósvipaðs hótelstjóra í gam- anmyndinni The Out-of-Towners (1999) með Goldie Hawn og Steve Martin. Deilur Um samstarfið innan Monty Pyt- hon hefur Cleese sagt að sexmenn- ingarnir hafi jafnan rifist „eins og hundar og kettir“ um gildi og gæði einstakra atriða, en aldrei um leik- hliðina. „Það sem skipti máli var að efnið virkaði rétt.“ Terry Gilliam hefur sagt að í hópnum hafi verið viss gjá milli hinna hávaxnari og „aggressífari“ Cambridgemanna, sem voru Cleese, Chapman og Idle, og lágvaxnari og léttlyndari Oxfordmanna, Palins og Jones. Og af Cambridgemönnunum hafi Cleese verið bæði hávaxnastur og „aggressífastur“. Jones er sagð- ur hafa verið sáttasemjarinn, Idle hugsað mest um peninga, Chapman var þungur og óáreiðanlegur, Palin hlédrægi, góði gæinn, Gilliam ut- anveltu Ameríkani. Fjórar syrpur voru gerðar af Monty Python’s Flying Circus á ár- unum 1969 til 1974, en Cleese kom ekki fram í þeirri fjórðu þótt hann legði henni til smáræðis efni. Hann var orðinn þreyttur og pirraður, einkum á samstarfinu við Graham Chapman, sem átti við ýmsa erf- iðleika að stríða, ekki síst alkóhól- isma. Engu að síður hafði hann ým- is samskipti við sína gömlu félaga og vann með þeim að bíómyndunum sem þeir gerðu á 8. og 9. áratugn- um, Monty Python and the Holy Grail (1975), Life of Brian (1979) og The Meaning of Life (1983), sem hann kveðst þó aldrei hafa verið ánægður með. Grín Monty Python-hópsins hefur haft gríðarleg áhrif á þróun skop- efnis, ekki aðeins í Bretlandi, heldur um allan heim. „Við höfðum óljósar hugmyndir um að brjóta allar regl- ur um grínefni,“ hefur Terry Jones sagt, „með raðsketsum svo voru Á flótta frá óttanum? Ulf E. Wallin Fiskurinn Vanda John Cleese ásamt Jamie Lee Curtis í vinsælustu mynd Breta frá upphafi. Kaupþingsauglýsingin John Cleese vinnur fyrir launum sínum. Í HNOTSKURN » John Cleese mun hafa af-þakkað heiðursorðuna CBE árið 1996. » Hann var um tíma yfirlýsturstuðningsmaður flokks Frjálslyndra demókrata í Bret- landi. » Er talinn fyrsti maður semsagt hefur orðið „fuck“ við jarðarför. Það gerði hann í ávarpi við minningarathöfn fyrir Graham Chapman. » Telur grín jafnan virka best„þegar það er illa innrætt“. » Skilur ekki grænmet-ishyggju: „Ef Guð vildi ekki að við borðuðum dýr hvers vegna gerði hann þau þá úr kjöti?“ Svipmynd | John Cleese, helsti tákngervingur breskrar gamansemi, hefur vakið næstum jafnmikið umtal og áramótaskaupið. Erlent| Nicolas Sarkozy innanríkisráðherra Frakklands verður frambjóðandi stjórn- arflokks hægri manna í forsetakosningunum. Íþróttir | Án leiðtogans, Johns Terrys, er vörn Chelsea hvorki fugl né fiskur VIKUSPEGILL» Löng er leiðin frá uppruna breska grínistans Johns Cleese til auglýs- inga Kaupþings SVIPMYND»

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.