Morgunblaðið - 07.01.2007, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 07.01.2007, Blaðsíða 52
52 SUNNUDAGUR 7. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Stefanía Arn-fríður Heiðar Sigurjónsdóttir fæddist í Bruna- hvammi á Vopna- fjarðarheiði 21. júní árið 1941. Hún lést af slysförum hinn 26. október síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Matt- hildur Guðjóns- dóttir, f. 22.10. 1918, d. 11.5. 1995, og Sigurjón Stef- ánsson, f. 3.6. 1911, d. 15.11. 1974. Systkini Stefaníu eru Anton Heiðar, f. 14.12. 1938, Ingibjörn Heiðar, f. 30.7. 1942, Stefanía Ásta Björg Heiðar, f. 21.5. 1946, Guðni Stígur Heiðar, f. 8.12. 1947, Einar Þór Heiðar, f. 16.12. 1950, Álfheiður Heiðar, f. 24.2. 1952, Steinunn Árný Heiðar, f. 19.11. 1953, og Arnþór Ingi Heiðar, f. 18.1. 1960. Stefanía lætur eftir sig fimm börn, dóttir hennar er 1) Kleopatra Krist- björg Stefánsdóttir, f. 24.10. 1957, búsett í Reykjavík. Stef- anía giftist Jósep H. Þorgeirssyni. Börn þeirra eru 2) Jóna Hildur, f. 17.1. 1962, búsett í Vestmann- eyjum, 3) Þorgerð- ur, f. 6.12. 1962, búsett á Vopna- firði, 4) Gyða Álfheiður, f. 8.1. 1964, búsett á Vopnafirði og 5) Jósep Hjálmar, f. 5.12. 1965, bú- settur á Vopnafirði. Útför Stefaníu var gerð frá Hofskirkju í Vopnafirði 3. nóv- ember. Elsku mamma mín, fyrirgefðu mér að ég skildi þig ekki alltaf og vanrækti þig. Þrátt fyrir það elsk- aði ég þig alltaf og syrgi þig nú mjög sárt. Jólin voru mjög sársaukafull, sorgleg og erfið án þín því þú varst mikið jólabarn og gafst okkur börn- unum þínum og barnabörnum alltaf yndisleg jól. Það er erfitt að sleppa þér en ég verð að gera það svo við báðar getum haldið áfram okkar för þótt leiðir hafi skilið. Guð varðveiti þig hjartkæra mamma mín. Þín dóttir Kleopatra Kristbjörg. Ástkær móðir, amma og langamma Stefanía Arnfríður Heið- ar Sigurjónsdóttir fæddist í Bruna- hvammi á Vopnafjarðarheiði en flutti þaðan ásamt foreldrum sínum og eldri bróður í Skála á Vopnafirði þá sem ungbarn. Þar ólst hún upp hjá foreldrum sínum, þeim Matt- hildi Guðjónsdóttur og Sigurjóni Stefánssyni, ásamt átta systkinum. Hún fæddist hinn 21. júní árið 1941. Er hún var aðeins 16 ára að aldri eignaðist hún sitt fyrsta barn, Kleo- pötru Kristbjörgu Stefánsdóttur. Síðar eignaðist hún fimm börn með eiginmanni sínum Jósep Þorgeirs- syni, þau Jónu Hildi, Þorgerði, Gyðu Álfheiði og Jósep Hjálmar, en yngsta barnið, sem var drengur, dó við fæðingu. Stefanía og Jósep bjuggu á Fremri-Nýpi í Vopnafirði ásamt börnum sínum og ráku þar búskap með miklum myndarbrag. Stefanía var mikill dýravinur, svo mjög að umtalað var. Hún var ein- staklega hjartahlý og góð mann- eskja og hjálpaði þeim sem minna máttu sín. Börnum sínum og barna- börnum var hún góð, var alltaf til staðar fyrir þau og reyndist þeim vel. Í kringum 1982 skildu þau Stef- anía og Jósep og flutti hún í Vatns- dalsgerði í Vopnafirði og hóf þar búskap með Sigurði Ólafssyni. Þar var hún með ýmiss konar dýr sér til gamans, þar sem hún elskaði dýr og leið aldrei eins vel og innan um þau. Hún átti geitur, kindur, endur, hænur, gæsir, ketti og hunda auk þess sem Sigurður var með mjólk- urbúskap. Stefanía rak í Vatnsdals- gerði gistiheimilið Skjól og lagði sig alla fram við það og dýrin sín. Gest- ir hennar höfðu einstaklega gaman af því að sjá halarófu af geitum og öndum vappa á eftir henni á bæj- arhlaðinu. Hún hafði einstakt lag á dýr- unum sínum og kenndi barnabörn- unum sínum það sama. Hún unni barnabörnum sínum heitt og var öllum börnum góð enda mikill barnavinur og börn löðuðust mjög að henni. Fólk sem átti erfitt og bágt leitaði mikið til hennar því hjá henni var alltaf skjól að finna og huggun að fá. Fólk vissi hvert það átti að leita, Stefanía var vinur í raun. Hún hjálpaði fólki oft með peninga og segja má að hún hafi oft gefið sína síðustu krónu. Hún gaf og gaf og fannst sælla að gefa en þiggja. Hún var sveita- barn fram í fingurgóma, unni sveit- inni og vildi hvergi annars staðar vera. Hún undi sér vel í æðarvarp- inu sínu við að tína egg og dún og knúsa litla sæta unga. Barnabörnin bjuggu flest hjá henni í Vatnsdalsgerði í einhvern tíma á ævi sinni. Stefanía hafði lengi átt við alvarleg veikindi að stríða en þrátt fyrir að hafa verið mikill sjúklingur lét hún það ekki stoppa sig í að vinna verkin. Hún var einstaklega orkumikil og dugleg kona. Alltaf vildi hún öðrum vel og gat ekki þolað ef einhver átti erfitt og gerði hvað hún gat til að hjálpa öðrum. Sjálfselsk var hún ekki. Alltaf var hún tilbúin að rétta hjálparhönd gamalmennum og öll- um þeim sem minna máttu sín. Því miður mátti hún sjálf þola hræði- lega mikið mótlæti og erfiðleika um ævina. Hún var með eindæmum hreinskilin og oft einum of sem þó er mikill kostur. Hún var mjög lífs- reynd kona, með háa einkunn í skóla lífsins og sá heiminn eins og hann er í réttu ljósi og mannfólkið, þess vegna var hún ávallt í vörn gagnvart fólki því hún var svo brennd á sálinni, vissi að fólk er svikult og einnig að svo bregðast krosstré sem önnur tré. Vegna þess var hún orðin mikið ein á báti undir lokin. Margir hennar nánustu voru líka brottfluttir frá Vopnafirði. Hún var mjög dulræn og sá oft fyrir óorðna hluti og ekkert þýddi fyrir börnin hennar að leyna hana neinu né barnabörnin. Hún bara vissi það hvað var að gerast þótt enginn segði henni neitt. Hún var mjög söngelsk og börnin hennar ólust upp við að heyra hana syngja lagið Söngur villiandarinnar og var það lag sungið henni til heið- urs við jarðarför hennar og kallaði það fram mikinn grát, mikla sorg og söknuð hjá börnum hennar sem grétu mest þegar þetta lag var sungið. Hún hélt mest upp á Elvis Presley og Vilhjálm Vilhjálmsson af öllum söngvurum og voru spiluð lög við jarðarför hennar sem þeir höfðu sungið og var það bæði yndislegt og sorglegt í senn. Hún lætur eftir sig fimm börn, þau Kleopötru Kristbjörgu, Jónu, Þorgerði, Gyðu og Jósep, sex barnabörn, þau Henrý Trúmann, Máneyju Mjöll, Lindu Rós, Aron Óttar, Randver Pálma og Lovísu Líf, og þrjú barnabarnabörn, Gabr- iel Martinez, Bjartmar Loga og litla óskírða stúlku sem hún fékk aðeins einu sinni að sjá daginn áður en hún dó, því þá var litla stúlkan nýfædd og hafði Stefanía beðið spennt eftir fæðingu hennar og hlakkað mikið til að sjá hana. Ævi Stefaníu endaði hinn 26. okt. síðastliðinn er bíll hennar fór fram af klettum og út í sjó fyrir neðan heilsugæslustöðina á Vopnafirði. Vegna sjúkdóms síns missti hún oft meðvitund og hafði dvalið um tíma á legu- deildinni Sundabúð í Vopna- firði þar sem vel var um hana hugs- að og á heilsugæslustöðina þurfti hún að fara reglulega, en í þetta sinn komst hún aldrei þangað því hún missti meðvitund undir stýri á bíl sínum. Elsku mamma mín, amma og langamma. Við elskum þig öll og söknum þín svo sárt. Við vonum að þú sért hamingjusöm þar sem þú ert núna og að þér líði vel því þú átt það svo sannarlega skilið. Þinni þrautagöngu er nú lokið og það er okkar eina huggun harmi gegn. Guð geymi þig og varðveiti þína góðu, fallegu sál, þín Kleopatra Kristbjörg, Henrý Trúmann, Máney Mjöll, Steingrímur Páll, Bjartmar Logi og Ísey. Elsku hjartans amma mín, þú reyndist mér og börnunum mínum svo ósköp vel, þrátt fyrir veikindi þín og erfiðleika þá virtumst við vera þér efst í huga, þú varst mér svo dýrmæt. Ég sé svo mikið eftir því að hafa aldrei gert þér nógu vel grein fyrir því hve mikið ég elskaði þig. Og mér þykir það svo leitt að þú hittir nýfædda dóttur mína að- eins einu sinni, daginn áður en þú fórst burt frá okkur öllum. Þú sem varst svo óskaplega spennt yfir þessu nýja barnabarnabarni þínu. Og ég veit elsku amma mín að þú varst ekki tilbúin að fara alveg strax, ég veit að þú ætlaðir þér fyrst að hjálpa okkur. Ég er þér svo innilega þakklát fyrir það. Ég sakna þín endalaust mikið elsku amma og mun halda ástkærri minn- ingu þinni lifandi um ókomin ár. Elsku amma mín ég ætla að skíra litlu dótturdótturdóttur þína í Hofs- kirkju þar sem jarðarför þín fór fram og fara með hana að leiðinu þínu í Hofskirkjugarði ásamt litla dótturdóttursyni þínum, Bjartmari Loga. Þú sagðir mér að skíra hana stuttu fallegu nafni og hún á að heita Ísey. Ástar- og saknaðarkveðja, þín dótturdóttir Máney Mjöll. Við kveðjum þig nú kæra Stef- anía. Þótt við höfum aldrei hist í þessu lífi þá finnst okkur við samt þekkja þig í gegnum okkar hjart- kæru Kleopötru dóttur þína sem talaði svo oft um þig, bæði um erf- iðleika þína, þjáningar og veikindi og endalausar frásagnir af kær- leiksverkum þínum, hvernig þú með opinn faðminn tókst á móti fólki í nauð, gafst því húsaskjól, vernd og huggun og jafnvel tókst bankalán öðrum til hjálpar. Sjaldgæf er slík óeigingirni sem þín og fórnfýsi Stefanía. Þakka þér Stefanía fyrir að hafa eignast svona yndislega kærleiksríka dóttur, hana Kleo- pötru Kristbjörgu, sem hefur reynst okkur systrum sem systir í mörg ár. Guð geymi þig og hvíl í friði. Nancy og Helen Gunnarsdætur. Stefanía Arnfríður Heiðar Sigurjónsdóttir ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, AÐALSTEINN SIGURÐSSON fiskifræðingur, verður jarðsunginn frá Seltjarnarneskirkju mánudaginn 8. janúar kl. 11:00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Rótarý- sjóðinn, Rótarýumdæminu á Íslandi, Suðurlandsbraut 54, 108 Reykjavík. Ástrún Valdimarsdóttir, Guðný Aðalsteinsdóttir, Magnús Þór Aðalsteinsson, Steinunn Brynjarsdóttir, Bryndís Björnsdóttir, Magni S. Sigmarsson, Ásdís Björnsdóttir, Guðni Már Harðarson, Brynjar Steinn Magnússon og langafabörn. ✝ Okkar ástkæri, INDRIÐI GUÐMUNDSSON klæðskeri, verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju fimmtu- daginn 11. janúar kl. 11:00. Bryndís Marteinsdóttir, Íris Indriðadóttir, Sigrún Guðmundsdóttir, Per Olsen, Sigurður Guðmundsson, Sigríður Sverrisdóttir, Freygerður Guðmundsdóttir, Vífill Sigurðsson, Sif Guðmundsdóttir, Steen Norberg Larsen, Guðný Nanna Guðmundsdóttir, Haraldur G. Magnússon, Dagmar Róbertsdóttir. ✝ Ástkær dóttir okkar, systir og barnabarn, SARA LÍF SIGURÐARDÓTTIR, lést á Barnaspítala Hringsins aðfaranótt fimmtu- dagsins 4. janúar. Útför fer fram frá kapellu Hafnarfjarðarkirkjugarðs þriðjudaginn 9. janúar kl. 11.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hinnar látnu er bent á Barna- spítalasjóð Hringsins, sími 543 3724. Sigurður Villi Stefánsson, Sigurbjörg G. Hannesdóttir, Sóley Líf Sigurðardóttir, Stefán O. Sigurðsson, Jónína Friðriksdóttir, Hannes Freyr Guðmundsson, Hanna Sigríður Jósafatsdóttir. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, UNNUR FRIÐRIKSDÓTTIR, Eyrarvegi 19, Akureyri, verður jarðsungin fimmtudaginn 11. janúar nk. kl. 13:30. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju. Blóm og kransar afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hinnar látnu er bent á líknarfélög á Akureyri. Þórður Á. Björgúlfsson, Björg Þórðardóttir, Björgúlfur Þórðarson, Friðrik Þórðarson, Kristín Halldórsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Kæru vinir! Við viljum þakka öllum sem með bænum, blómum, gjöfum, fallegum orðum, faðmlögum, kertalogum, samúðarkveðjum, ýmiskonar hjálp eða á annan hátt hafa sýnt minningu Ágústs sonar okkar virðingu, þakkir frá okkar dýpstu hjartarótum. Þið eruð okkar hetjur. Guð blessi ykkur. Aurora G. Friðriksdóttir, Bjarni Sighvatsson. ✝ Kærar kveðjur og þakklæti til allra sem sýndu okkur samúð og hluttekningu við andlát og útför bróður okkar, GÍSLA ÁGÚSTSSONAR frá Brúnastöðum, Dælengi 20, Selfossi. Systkini hins látna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.