Morgunblaðið - 07.01.2007, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 07.01.2007, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. JANÚAR 2007 53 Elsku vinkona, hvað þetta tekur mig sárt. Við vorum búnar að mæla okkur mót á mið- vikudagskvöldið og þegar ég hljóp niður til að opna fyrir þér hvarflaði það ekki að mér að ég væri í þann mund að fá fregnir af andláti þínu. Við höfðum ætlað að borða saman og kjafta síðan kvöldið frá okkur að venju. Leiðin átti ekki að enda hér. Þetta er alltof fljótt. Þú varst stórbrotinn persónuleiki með öfgar á alla kanta. Millivegurinn kom sjaldnast til greina hjá þér. Það átti að vera allt eða ekkert. Þú varst eldhugi með mikla ævintýraþrá, öfgafengin, yndisleg, sjálfstæð og umhyggjusöm. Andstæðurnar í þér gerðu þig að þeirri manneskju sem þú varst og ég efa það ekki að hefðir þú fengið að lifa hefði líf þitt einn góð- an veðurdag orðið stórkostlegt. Þú varst svo hæfileikarík og falleg, ástríða þín á fatnað og tísku var ein- stök og þú hefðir orðið frábær stílisti sem og hönnuður. Þú hafðir persónu- legan og sjálfstæðan stíl sem eftir var tekið og hafðir þann hæfileika að laða að þér athygli hvert sem þú fórst. Stóru grænu augun þín föng- uðu augnaráð hverrar manneskju Lilja Björk Alfreðsdóttir ✝ Lilja Björk Al-freðsdóttir fæddist í Reykjavík 12. október 1974. Hún lést 5. desem- ber síðastliðinn og var útför hennar gerð í kyrrþey frá Dómkirkjunni í Reykjavík 13. des- ember. sem í þau leit og í þeim var alltaf hægt að sjá hvernig þér leið. Þú hafðir smitandi hlátur og þegar þú varst glöð lýstir þú frá þér í allar áttir. Við lentum í svo mörgum ævintýrum saman og gátum enda- laust rifjað upp skemmtileg atvik sem við höfðum lent í. Í kringum þig var aldrei leiðinlegt. Við höfðum svipað- an smekk á flestu og þau voru ófá skiptin sem við hittumst og höfðum keypt okkur nákvæmlega sömu flíkina, vorum búnar að lesa sömu bókina eða vorum skotnar í sama stráknum. Sjaldan urðu þó vandræði vegna þessa og áttum við aðeins eitt rifrildi í okkar vinskap. Stígvélin sem spiluðu aðalhlutverkið í því rifrildi grófum við upp úr geymslu hjá mér um daginn og hlóg- um mikið þegar við rifjuðum upp dramað sem varð í kringum kaupin á þeim. Í hvert skipti sem við hittumst liðu vart meira en tíu mínútur áður en við vorum komnar á kaf inn í fataskáp- ana hvor hjá annarri að skoða nýj- ustu gersemarnar. Herbergin okkar voru eins og hvirfilvindur hefði farið þar um eftir ótal kjólamátanir og spekúleringar um samsetningar og fylgihluti. Með þér fékk ég útrás fyr- ir sköpunarkraftinn og eftir þær stundir var ég alltaf innblásin af nýj- um hugmyndum. Dætur okkar voru rétt farnar að kynnast og við þreyttumst aldrei á að bera saman bækur okkar varðandi hin ýmsu atriði í uppvexti þeirra. Sara Líf var sólargeislinn í lífi þínu og þú vildir umfram allt byggja henni örugga framtíð. Við áttum samtal um dauðann fyrir aðeins nokkrum vikum og þú talaðir um hvað það væri þér ómetanlegt að vita til þess að foreldr- ar þínir væru til staðar fyrir hana ef einhvern tímann eitthvað skyldi henda þig. Ekki gat okkur grunað þá hve stuttan tíma við ættum eftir. Ég vona að þú hafir fundið guð þinn og friðinn sem þú leitaðir svo ákaft. Sjámust síðar, „my wandering star“. Elsku Sara Líf, Þórunn, Alfreð, Nanna Karen, Inga, Árni, Beggi og aðrir aðstandendur. Ykkur votta ég mína dýpstu sam- úð. Kveðja, Borghildur vinkona. Fregnin um andlát Lilju Bjarkar frænku minnar var sárari en orð fá lýst. Ótal minningar um fallega og góða stúlku hafa leitað á hugann að und- anförnu. Ég kynntist henni fyrir alvöru þegar hún fluttist til Danmerkur með foreldrum sínum þriggja ára að aldri – lítill fjörkálfur, umvafin ást og um- hyggju góðra foreldra. Dæmigert námsmannabarn á átt- unda áratugnum í Kaupmannahöfn, bjó á stúdentagarði og var flutt á milli staða á hjólum hvernig sem viðraði, dúðuð í litríkar flíkur sem mamma hennar prjónaði. Það er svo margs góðs að minnast frá þessum árum, lífið var õruggt og gott fyrir litla hnátu. Lilja Björk og Tóta vin- kona á leið í Jónshús með mér að fá lánaðar íslenskar bækur. Í strætó á leiðinni rökræddu þær íslenskan framburð. Lilja Björk sagðist vita vel að það væri ekki rétt að segja „aglir krakkar“, en hún segði það nú samt. Svarið lýsti henni vel; hún var ákaf- lega stolt lítil skotta en gat einnig verið ofurviðkvæm. Hún var ákveðnari en meðaljóninn. Þegar litla systir fæddist fékk hún aura frá pabba sínum til að kaupa handa henni gjöf. Hún ákvað strax að hún skyldi fá hvítan kjól með gylltum hjörtum. Við fórum búð úr að leita að „en hvid kjole med guldhjerter på“ – án árangurs. Þegar litlir fætur voru orðnir lúnir af röltinu féllst hún á að það kæmi til greina að kaupa eitt- hvað annað. Seinna hlógum við vel að þessu og öðrum skemmtilegum at- vikum frá árunum í Kaupmannahöfn. Eftir heimkomuna til Íslands eign- aðist hún tvö systkin. Þau voru nú orðin fjögur, falleg og vel gerð. Ung- lingsárin fóru í hönd. Í óvitaskap fikt- aði Lilja Björk við vímuefni á þeim árum, eins og ótalmörg önnur ung- menni því miður gera. Enginn veit fyrir fram hver ánetjast þeim og verður veikur. Hún var ein af þeim óheppnu. Alla tíð síðan barðist hún við sjúkdóm sem læknavísindin sýna takmarkaðan áhuga. Sjúkdóm sem markaður er af úrræðaleysi, fordóm- um og skömm samfélagsins. Hún var sér meðvituð um þetta og leið fyrir það. Hún átti sér enga ósk heitari en verða heilbrigð aftur. Hvað eftir ann- að leitaði hún lækninga í meðferðar- kerfi sem að mestu virðist vera hafið yfir alla fagmennsku. Það gagnaðist henni lítið seinni árin. En líf hennar var allt annað en barningur einn und- anfarin ár; það voru ótal sólskins- stundir í lífi hennar sem mikilvægt er að minnast. Fyrir rúmum sex árum eignaðist hún Söru Líf sem hún unni ofar öllu. Að eignast hana var það besta sem gerst hafði í lífi hennar, sagði hún við mig. Hún var svo stolt og glöð þegar hún sýndi mér litla ungann sinn í fyrsta sinn og alltaf síð- ar þegar Sara Líf barst í tal. Hún sýndi í verki að hún bar hag hennar ætíð fyrir brjósti. Lilja Björk var mjög greind og hafði listræna hæfi- leika. Hún átti stutt eftir í stúdents- próf og stefndi á frekara nám á lista- sviði. Þegar hún lagði af stað í sína hinstu ferð hafði hún tekið málarag- ræjurnar með sér. Það eitt lýsir bet- ur en mörg orð draumum hennar og vonum. Eftir stendur maður hnípinn, en jafnframt fullur aðdáunar og virð- ingar. Guð blessi minninguna um hana. Vilborg Halldís Ísaksdóttir. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, RÖGNU EFEMÍU GUÐMUNDSDÓTTUR. Sérstakar þakkir fær starfsfólk deildar fimm á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks fyrir hlýju og góða umönnun. Guðmundur Svanberg Pétursson, Elísabet Guðmundsdóttir, Margrét Björg Pétursdóttir, Björgvin M. Guðmundsson, Víglundur Rúnar Pétursson, Hafdís E. Stefánsdóttir, Sólborg Alda Pétursdóttir, Hallgrímur H. Gunnarsson, Ragnar Pétur Pétursson, ömmubörn og langömmubörn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, SAMÚELS ÓLAFSSONAR vélstjóra, Tungu, Hvalfjarðarsveit. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki E-deildar Sjúkrahúss Akraness fyrir hlýju og frábæra um- önnun. Guð blessi ykkur öll og megi nýja árið færa ykkur farsæld. Fjóla Sigurðardóttir, Linda Guðbjörg Samúelsdóttir, Guðni Þórðarson, Ólöf Húnfjörð Samúelsdóttir, Árni Aðalsteinsson og afabörn. ✝ Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur hlýhug og vináttu við andlát og útför móður okkar, MARLAUGAR EINARSDÓTTUR, Hjallabraut 43, Hafnarfirði. Einnig viljum við þakka læknum og hjúkrunarfólki umönnun og ómetanlegan stuðning í veikindum hennar. Óskum ykkur öllum farsældar á nýju ári. Fyrir hönd aðstandenda, Sigríður Þórsdóttir og Rósa Guðný Þórsdóttir. ✝ Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur vináttu, samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÁSTU GUÐRÍÐAR LÁRUSDÓTTUR. Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki deildar 3 á Sólvangi, Hafnarfirði, fyrir einstaklega góða um- önnun og hlýtt viðmót. Eyjólfur Einarsson, Fríða Guðbjörg Eyjólfsdóttir, Guðmundur Þórðarson, Ágúst Finnsson, barnabörn og barnabarnabarn. ✝ Sigurður Guð-mundsson fædd- ist á Ísafirði 30. maí 1928. Hann and- aðist á Hjúkr- unarheimilinu Sunnuhlíð 26. des- ember síðastliðinn. Sigurður var 13. barn hjónanna Guð- mundar Björns- sonar, kaupmanns í Björnsbúð á Ísa- firði, og Aðalheiðar Guðmundsdóttur húsfrúar. Nú eru einungis tvö systkini Sigurðar á lífi, Garðar, býr á Ísafirði, og Guðrún, býr í Danmörku. Sig- Sigurður fór að heiman um 18 ára aldurinn. Hann kom til Reykjavíkur til að nema til loft- skeytamanns. Hann starfaði sem slíkur þar til hann var 23 ára. Þá fór hann að nema skriftvéla- viðgerðir. Hann fékk meist- araréttindi í iðninni kringum 1956. 1964 stofnaði Sigurður mat- vöruverslunina „Matval“, ásamt félaga sínum Haraldi Einarssyni. Matval var á Þinghólsbrautinni í Kópavogi. Heimili þeirra hjóna var einnig þar. Ráku þeir þessa verslun allt til 1986. Fór hann að vinna hjá birgðastöð Ríkisspít- alanna þar til hann fór á eftirlaun 1998. Sigurður greindist með „framheilabilun“ (einnig nefnt Alzheimer) um 2001. Hann lagðist síðan inn á hjúkrunarheimili haustið 2005, fyrst á Landakot, síðan til endanlegrar dvalar í Sunnuhlíð í janúar á nýliðnu ári. Útför Sigurðar var gerð frá Digraneskirkju 5. janúar. urður kynntist eig- inkonu sinni, Geir- laugu Jónsdóttur, um áramótin 1955/6. Þau giftust gaml- ársdag 1958. For- eldrar hennar voru Jón Kristjánsson og Sigríður Jónsdóttir. Synir Sigurðar og Geirlaugar eru Gunnar Bachmann, f. 11. ágúst 1959, d. 14. 9. 2000, og Birgir Sigurðsson, f. 18. október 1962, kvænt- ur Sólveigu Bjarnþórsdóttir. Fósturdóttir Birgis er Nanna Lára Sigurjónsdóttir. Siggi og Gilla. Þau voru alltaf nefnd í sömu andránni, svo samrýnd voru þau hjónin. Og oftar en ekki hefur borið við mismæli þegar Siggi og Gilla eru nefnd á nafn. Gjarnan var sagt Sigga og Gilli, mismælið leiðrétt og viðkomandi alltaf jafn- hissa á þessu furðulega mismæli. Ástæðan var þó í raun sáraeinföld. Siggi og Gilla voru sem eitt, saman í blíðu og stríðu og gengu saman lífs- ins langa veg. Nú hafa leiðir skilið. Siggi, Sigurður Guðmundsson, kaupmaður frá Ísafirði, kvaddi að morgni annars dags jóla eftir erfið veikindi, saddur lífdaga. Sigurður var einn þrettán systk- ina, sonur Guðmundar Björnssonar, kaupmanns í Björnsbúð á Ísafirði og Aðalheiðar Guðmundsdóttur. Og sonarsonur Björns Guðmundssonar, einnig kaupmanns á Ísafirði. Hann var því, ef svo má segja, borinn og barnfæddur kaupmaður. Því er ekki að undra að í um aldarfjórðung rak hann í félagi við Harald Einarsson, vin sinn til áratuga, verslunina Mat- val við Þinghólsbraut í Kópavogi. Og eins og svo gjarnt var um kaup- manninn á horninu, þá bjó Siggi með fjölskyldu sinni á hæðinni ofan við verslunina, líkt og við, bróðursynir hans, ólumst upp við á Ísafirði. Það var því alltaf dálítið eins og að koma heim að fara í heimsókn til Sigga og Gillu í Kópavoginn, að heimsækja þau og strákana, Gunnar heitinn Bachmann og Birgi. Og skemmtilegt var það, ekki síst vegna þess hve gaman var að gáskafullu og hárfínu skopskyni Sigga. Hann var sífellt með glott við tönn, og greip hvert tækifæri til þess að setja hversdags- legt umræðuefni í broslegt sam- hengi. Þá var ekki síðra að á Þing- hólsbrautinni var okkur bræðrunum oftar en ekki boðið upp á hinn magn- aða drykk sjeik, eins og hann var alltaf kallaður. Siggi kom færandi hendi úr búðinni góðu með allt sem til þurfti í þessa ofureinföldu upp- skrift, vanilluíspakka og tvær miðl- ungsstórar kókflöskur. Þetta var síðan þeytt saman að hætti hússins og úr varð þvílíkur dýrðardrykkur sem við höfðum hvergi fengið betri. Heimilið ofan við búðina góðu við Þinghólsbraut var því gott heim að sækja, og það ekki síst fyrir góðan frænda, sem ekki er ofsögum sagt að hafi verið í senn skemmtilegur og hvers manns hugljúfi. Elsku Gilla, Birgir, Sólveig og aðrir ættingjar. Við bræðurnir ásamt fjölskyldum okkar vottum ykkur samúð okkar og biðjum þess að Sigurður Guðmundsson hvíli í friði. Björn og Jakob Falur Garðarssynir. Sigurður Guðmundsson Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morg- unblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birting- ardegi. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.