Morgunblaðið - 07.01.2007, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 07.01.2007, Blaðsíða 24
|sunnudagur|7. 1. 2007| mbl.is M argir hata hann en fleiri elska hann. Hinn 28 ára gamli Mario Lavandeira rekur eins manns slúðurmaskínu á vefsíðunni Perez- Hilton.com. 3,5 milljónir manna lesa hana á hverjum degi, jafn margir og fletta tímaritinu People á viku. Sjálf- ur segist hann reka hötuðustu vefsíð- una í Hollywood. Hann er oft fyrstur með fréttirnar og tekur hvorki sjálf- an sig né aðra hátíðlega. Hann blogg- ar gjarnan um Lindsay Lohan, Paris Hilton, Olsen-tvíburana, misþekkta tónlistarmenn og kvikmyndastjörnur og líka sjálfan sig. Perez býr nefni- lega í Los Angeles og tekur virkan þátt í gleðisenunni. Hann birtir myndir á síðunni sinni af sér með Jessicu Simpson, John Mayer og Christinu Aguilera, til að nefna ný- legustu dæmin, en líka átrúnaðargoð- inu Paris Hilton. Fröken Hilton er í góðu bókunum en þeir sem Perez heldur ekki upp á fá að finna fyrir því, eins og Jennifer Aniston sem hann kallar iðulega Maniston. Perez nefnir sjálfan sig „drottn- ingu allrar fjölmiðlunar“ en kven- læga skírskotunin kemur til af því að hann er samkynhneigður og vill láta vita af því. Hann bloggar reglulega um aðra samkynhneigða og líka þá sem hann heldur fram að séu enn í skápnum. Hægt er að kalla þetta of- sóknir en einnig leiða líkur að því að skrif hans hafi leitt til þess að óvenju margir leikarar og tónlistarmenn hafa komið út úr skápnum á síðasta ári. Fremstir í flokki eru leikararnir Neil Patrick Harris og T.R. Night úr How I Met Your Mother og Gray’s Anatomy og fyrrverandi ’N Sync- meðlimurinn Lance Bass. En hvernig er dæmigerður dagur í lífi slúðurdrottningar? „Enginn dagur er dæmigerður í lífi mínu og það gerir starfið spennandi. Þetta er svipað því og að fara á brim- bretti, nema hvað ég geri það á net- inu,“ segir hann og heldur áfram með útskýringum og líkingum við hæfi Kaliforníubúa. „Margt hefur áhrif, suma daga er gott veður en aðra slæmt, stundum eru öldurnar stórar og stundum litlar. Málið snýst um að halda þarna út á hverjum degi, stíga ölduna og hafa gaman af því. Ég hef meira gaman af því sem ég er að gera núna en þegar ég byrjaði,“ segir Perez, sem hefur haldið úti bloggi sínu í tvö ár. Þegar hann byrjaði hét vefurinn PageSixSixSix.com en hann þurfti að breyta nafninu vegna lög- sóknar frá dagblaðinu New York Post, sem er með frægan skemmt- anadálk kenndan við blaðsíðu sex. Slúðrið bíður ekki eftir neinum. „Vekjaraklukkan mín er stillt á klukkan 5.15 á morgnana. Ég er kominn á fætur 5.30 og venjulega far- inn út úr húsi 5.40 og byrjaður að vinna 5.50. Ég þarf að vera á austur- strandartíma þó að ég sé hérna í Los Angeles. Ég fer í viðtöl í mörgum morgunútvarpsþáttum. Það er ein ástæða þess að ég vakna svo snemma því margt af þeim er við fólk á austur- ströndinni.“ Skrifstofan er kaffihús Perez vinnur ekki á skrifstofu, ekki heima hjá sér, heldur á kaffihúsinu The Coffee Bean & Tea Leaf í vest- urhluta Hollywood. Reyndar mætir hann svo snemma að ekki er búið að opna kaffihúsið heldur byrjar hann daginn á veröndinni með fartölvuna við hönd. Annað en hve árrisull hann Hataðasti maðurinn í Hollywood Ekkert er heilagt og allt látið flakka á slúð- urbloggsíðunum. Inga Rún Sigurðardóttir ræddi við drottningu slúðurfjölmiðlanna, manninn sem kallar sig Perez Hilton. Reuters Góð saman Slúðurbloggarinn Perez Hilton afhendir átrúnaðargoðinu Paris Hilton verðlaun á Stór ’06-hátíð tón- listarsjónvarpsstöðvarinnar VH1 í Kaliforníu í desember en árið var gott hjá Perez líkt og hjá hótelerfingjanum. Í HNOTSKURN » Perez Hilton heitir réttunafni Mario Armando Lavandeira Jr. og fæddist 23. mars 1978. » Hann er af kúbönskum ætt-um, ólst upp í Miami en býr nú í Los Angeles. » 3,5 milljónir manna lesabloggið hans á hverjum degi. Perez Hilton hefur eins ogaðrir slúðurbloggarar skrif-að mikið um Britney Spears. Hún er tvímælalaust frétt ársins sem var að líða, samkvæmt honum. „Þetta er ekki einu sinni ein frétt heldur margar. Britney byrjaði ár- ið á því að vera gagnrýnd mjög fyrir foreldrahæfileika sína eða nánar tiltekið, skort á þeim. Það voru ýmsar uppákomur með Sean Preston. Hún keyrði með hann í fanginu, hún missti barnið næstum á götu í New York á meðan blaða- ljósmyndarar fylgdust með. Loks þurfti hann að fara á neyðarmót- tökuna því hann datt úr barna- stólnum og barnaverndarnefnd komst í málið. Til viðbótar er allt dramað sem átti sér stað í sam- bandi hennar og Kevins Federline. Í vor var mikið talað um að þau væru að hætta saman og hún fór til Hawaii, án hans. Svo var það allt dramað í kringum skilnaðinn. Einnig fór hún í hræðilegt viðtal, sem Matt Lauer tók við hana fyrir NBC. Og til viðbótar varð hún ólétt aftur. Það hafa ekki birst neinar myndir af því barni enn! Loks lauk hún árinu á því að djamma út í eitt og láta endurtekið mynda sig án nærbuxna. Þetta er alveg eins og geggjuð sápuópera sem verður bara stöðugt bilaðri.“ Perez um Britney Reuters Hörmung Viðtal Britneyjar við Matt Lauer, fréttamann NBC, í júní á síð- asta ári gerði ekki mikið fyrir orðspor og ímynd söngkonunnar. Betrumbætt Britney á AMA-verðlaunahátíð- inni í nóvember en sú ímynd varði ekki lengi. daglegtlíf Árið 2006 sagði Ómar Ragn- arsson virkjanasinnum stríð á hendur og var valinn maður ársins af Rás 2. » 28 náttúruunnandi Konur tvíburabræðranna Gunn- ars og Ásmundar Helgasonar segir þá tala saman eins og gamlar kellingar. » 30 tengsl Listhlaup á skautum er skemmtileg íþrótt, sem eflir samhæfingu, jafnvægi og ekki síst sálina. » 32 skautar Rannveig Ívarsdóttir dag- mamma er farin að passa börn barnanna, sem hún passaði fyrst. » 34 daglegt líf Uppgröfturinn á Skriðuklaustri hefur veitt ýmsar upplýsingar um klausturlifnað á Íslandi til forna. » 26 fornminjar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.