Morgunblaðið - 07.01.2007, Side 71

Morgunblaðið - 07.01.2007, Side 71
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. JANÚAR 2007 71 Glæsilegar sérferðir Heimsferðum er sérstök ánægja að kynna sérferðir sínar fyrir vor og sumar 2007. Framboðið hefur aldrei verið glæsilegra en í ár og ættu flestir að geta fundið spennandi ferð við sitt hæfi sem býður ævintýri, upplifanir og ógleymanlegar minningar. Heimsferðir óska þér og þínum góðrar ferðar hvert sem leiðin liggur á árinu 2007. Kynntu þér glæsilegan sérferðabækling okkar sem dreift er með blaðinu í dag eða á www.heimsferdir.is Heimsferða 2007 Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Fax 595 1001 • www.heimsferdir.is E N N E M M / S IA / N M 25 43 4 Kína – páskaferð 1.-14. apríl Marokkó og Andalúsía 14.-24. apríl Evrópskar borgarperlur 7.-16. maí Vorið í Mont Tremblant 17.-24. maí Perlur Búlgaríu 21.-28. maí Perlur Slóveníu 27. maí - 3. júní Perlur Grikklands 30. júní - 14. júlí Ævintýri í Kanada 12.-19. júní Gardavatn 29. júlí - 5. ágúst Búlgaría – Rúmenía 30. júlí - 13. ágúst Þvert yfir Alpana 12.-26. ágúst Montreal og Québec 23.-30. ágúst 5 landa sýn á Balkanskaga 26. ágúst - 9. sept. Katalónía 31. ágúst - 14. sept. Bled í Slóveníu 2.-9. september Ítölsku Alpavötnin 9.-16. september Ítalska rivíeran – Rapallo 16.-23. september Gönguferðir • Cinque Terre • Norður-Spánn • Á göngu í Kanada • Slóvenía – Júlíönsku Alparnir • Á mótum þriggja landa (göngu- og hjólaferð) Glæsisiglingar • Töfrar Miðjarðarhafsins • Adría- og Eyjahafssigling • Gersemar Miðjarðarhafsins • Gríska-Eyjahafið og Rhodos • Fornar menningarslóðir Grikklands og Tyrklands FLJÚGANDI lofbelgir eru ekki dagleg sjón í Sydney en auk þess að vera fallegir gegna þessir belgir ákveðnum tilgangi. Þeir eru hluti af verkefni sem nefnist Hljómsveit himinsins og eru listaverk eftir Luke Jerram. Hugmyndin að verk- inu er sprottin af rannsóknum á hvaða áhrif tónlist hefur á drauma fólks en loftbelgirnir flugu rétt yfir borginni snemma í gærmorgun með áföstum hljóðbúnaði sem lék mismunandi tónlist. Svífandi drauma- loftbelgir Reuters STAÐFEST hefur verið að leik- arinn Mike Myers komi til með að fara með hlutverk Who-tromm- arans Keith Mo- on í mynd um æviferil hans. Fyrrum hljóm- sveitarfélagi Mo- on, Roger Dalt- rey, er sagður hafa haft hönd í bagga með ráðn- ingu Myers í hlutverkið, en Daltrey hefur unnið að gerð mynd- arinnar undanfarinn áratug ásamt framleiðandanum Nigel Sinclair (No Direction Home: Bob Dylan, Terminator 3 og Sliding Doors). Þeir félagar eru nú að leita að leikstjóra fyrir myndina sem mun bera titilinn See Me, Feel Me: Keith Moon Naked For Your Pleasure (Sjáðu mig, finndu mig: Keith Moon nakinn þér til ynd- isauka). Moon var þekktur fyrir villt líf- erni auk afreka á tónlistarsviðinu. Hann lést árið 1978 eftir of stóran skammt af lyfinu chlormethiazole, lyfi sem hann tók í baráttu sinni við Bakkus. Moon var 32 ára þegar hann lést en Myers er 44 ára. Myndin er væntanleg í kvik- myndahús árið 2009. The Who Standandi eru Pete Townshend og John Entwistle en Keith Moon og Roger Daltrey sitja. Myers verð- ur Moon Mike Myers Nýjustu mynd leikarans RussellCrowe er slátrað í gagnrýni í fjölmiðlum í Frakklandi. Myndin nefnist A Good Year og fjallar um Englending búsettan í Frakklandi. Svo virðist sem Frakk- ar séu ekki á eitt sáttir með þá mynd sem dregin er upp af löndum þeirra í myndinni. Dagblaðið Liberation segir mynd- ina „ömurlega“ og sakar leikstjór- ann Ridley Scott um að notfæra sér hverja einustu klisju sem til er á hvíta tjaldinu. Skríbent Le Parisien segir meðal annars í kaldhæðni: „Það er greini- lega á allra vitorði að Frakkar eru fúlir og skítugir, ganga í sandölum og keyra eldgamla bíla.“ Í myndinni leiða þeir Crowe og Scott saman hesta sína í fyrsta sinn síðan í kvikmyndinni The Gladiator. Eitthvað virðist þeim vera að bregð- ast bogalistin í samstarfinu en A Go- od Year fékk einnig mjög litla að- sókn í Bandaríkjunum. Einnig settu margir breskir og bandarískir gagn- rýnendur spurningarmerki við þá ákvörðun að láta hasarmyndaleikara frá Nýja-Sjálandi fara með róm- antískt gamanhlutverk. Myndin er lauslega byggð á met- sölubók Peters Mayle, A Year In Provence. Fólk folk@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.