Morgunblaðið - 23.02.2007, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.02.2007, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Andra Karl andri@mbl.is „VIÐ ERUM að vinna í því alveg á fullu að ná öllum tímamörkum, klára umbúðir og þýða málshætti,“ segir Gunnar B. Sigurgeirsson, markaðsstjóri Nóa Síríus, um til- raun til að koma íslenskum páska- eggjum á markað í Bandaríkjunum. Eggin verða til sölu í þeim sjötíu búðum bandarísku verslunarkeðj- unnar Whole Foods Market (WFM) þar sem súkkulaði Nóa Síríus fæst en í takmörkuðu magni. Þessar verslanir eru í Wash- ington, Boston og New York, og segir Gunnar að alls verði flutt út um fimm þúsund egg. Hann tekur fram að fjöldinn hljómi betur en magnið því aðeins verða flutt út egg númer eitt og tvö, eða tvær minnstu stærðirnar. „Það er enginn hagn- aður af þessu heldur er þetta fyrst og fremst sölutilraun,“ segir Gunn- ar og bætir við að ef vel gangi í ár þá verði farið af frekari krafti í verkefnið á næsta ári „og eftir ein- hvern tíma borgar þetta sig kannski .“ Fjórar tegundir af súkkulaði eru seldar í verslunum Whole Foods og hafa þær fengið góðar viðtökur. Áhugi er á því að selja súkkulaðið í fleiri verslunum og telur Gunnar möguleika á því að boðið verði upp á fleiri vörutegundir í framtíðinni. „Viðtökurnar hafa verið mjög fínar sem sýnir sig t.a.m. í því að súkku- laðið selst nú í fleiri verslunum og það segir okkur að þetta berst út.“ Til Boston og New York Bandaríkjamenn eru ekki aðeins hrifnir af íslensku súkkulaði því eins og margoft hefur komið fram seljast vörur Mjólkursamsölunnar einnig afar vel í verslunum Whole Foods. Í rúmt ár hefur verið boðið upp á skyr, osta og smjör í þrjátíu verslunum og nýverið var stigið stórt skref þegar samþykkt var að færa vörur í fleiri verslanir. „Nú er búið að samþykkja að við förum upp til Boston og yfir til New York á einu bretti í lok mars,“ segir Baldvin Jónsson, fram- kvæmdastjóri Áforma, og bætir við að í maí verði íslenskar vörur einnig að finna í verslunum á Miami og mánuði síðar í Lundúnum. „Þar með sjáum við fram á í það minnsta fimm- til sexföldun á útflutningi mjólkurafurða.“ Um miðja viku runnu saman verslunarkeðjurnar WFM og Wild Oats þannig að hin sameinaða keðja hefur yfir að ráða um þrjú hundruð verslununum, sem var markmið WFM fyrir árið 2010. Tækifærum fyrir íslenskar afurðir fjölgar tölu- vert við samrunann ekki síst þar sem á aðalfundi félagsins, sem fram fer í næstu viku, verður Ísland í há- vegum haft og tengsl Íslands og Whole Foods sérstaklega kynnt. Smjör notað í eldhúsum WFM Í lok mars verða íslenskar afurðir í um sjötíu verslunum Whole Foods. Í London eru sex verslanir auk þess sem í júní verður opnuð um 7.500 fermetra verslun í Kens- ington þar sem athygli verður beint að íslensku vörunum. Baldvin er ekki í vafa um að vegur íslenskra afurða mun vaxa en frekar. „Við höfum ekki haft undan, fyrr en núna að bændur eru að búa sig undir að auka framleiðsluna.“ Aðspurður hvað það sé við ís- lenska skyrið sem Bandaríkjamönn- um líkar svo vel tekur Baldvin sem dæmi að þeim þyki gott að nýta það í alls kyns orkudrykki. „Bandaríkja- menn elska skyrið. Þar sem það er fitusnautt passar það vel í svona blandara en þar hafa menn notað jógúrt. Síðan borða þeir það sem morgunverð auk þess sem við erum að þróa sérstaka eftirrétti úr skyri í samstarfi við veitingahús.“ Smjörið er einnig mikið notað í verslunum Whole Foods, s.s. í öll eldhúsin sem útbúa tilbúna rétti og bakaríin. „Það hleypir upp sölunni á smjörinu. Við seldum um 160 tonn af smjöri í fyrra og það mun í það minnsta tvöfaldast í ár.“ Íslensk páskaegg á boðstólum í versl- unum Whole Foods í Bandaríkjunum „Bandaríkjamenn elska skyrið,“ segir Baldvin Jónsson og er það til marks um auk- inn útflutning á mjólk- urafurðum vestur um haf. Um páskana verð- ur svo reynt á hvort íslensku páskaeggin ná að ryðja sér þar til rúms. Á HERBERGJUM Hótels Sögu, sem í gær ákvað að vísa frá hinum umdeilda ráðstefnuhópi klámfram- leiðenda, er boðið upp á klámmynd- ir gegn greiðslu. Að sögn Hrannar Greipsdóttur hót- elstjóra er um svokallaðar „léttbláar“ kvik- myndir að ræða. Hún segir að að- gangur að mynd- efninu sé tak- markaður með því að gestir þurfi að slá inn ákveðinn kóða eftir að hafa greitt sérstaklega fyrir aðganginn. Um er að ræða kvikmyndir á sér- stökum klámsjónvarpsrásum sem hótelið leiðir inn á herbergin. „Þess má geta að Bændasamtökin [eigendur hótelsins] hafa sent út fyr- irspurn til okkar, rekstraraðila Rad- isson SAS, um hver stefna þeirra í þessum málum sé, og hvort til greina komi að einstök hótel hætti að sýna þessar klámmyndir,“ segir hún en tekur fram að Radisson starfi eftir mjög ströngum siðferðislegum reglum. Boðið upp á klámrásir á hótelum Hótel Saga íhugar að snúa við blaðinu Hrönn Greipsdóttir hótelstjóri „ÞAÐ ER bjartsýni og hugur í fólki hér og þetta passar ágætlega þar sem mjólkurframleiðsla í landinu hefur verið að aukast,“ segir Björn Gunnarsson hjá vöru- og þróun- arsviði Mjólkursamsölunnar um aukinn útflutning afurða til versl- ana Whole Foods. Hann segir að pöntun vegna verslana í Boston og New York liggi fyrir og framleiðsla muni aukast í næstu viku. Spurður hvaða áhrif aukinn út- flutningur hefur á MS segir Björn töluverðra áhrifa gæta. Ef allt gangi eftir, þ.e. að afurðir verði að auki seldar í New York, Boston, Miami og London, megi áætla að út- flutningur muni allt að tífaldast – þótt margar tölur hafi verið nefnd- ar. „Það hefur verið talað um hjá okkur að salan gæti orðið á við tveggja milljóna lítra sölu í lok árs- ins,“ segir Björn en til viðmiðunar voru 117 milljónir lítra af innveg- inni mjólk í fyrra hjá MS. Hann er þó ekki í vafa um að fyrirtækið geti annað aukinni eftirspurn. Bandarískir neytendur greiða skyrið háu gjaldi en ein lítil skyrdós kostar um tvö hundruð krónur. Björn segir skyrið hafa sérstöðu á heimsvísu og ekki spurning um að það eigi mikla möguleika víða er- lendis. Mikil bjartsýni hjá MS Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Hrunamannahreppur | Riða hefur greinst í fé á bæ í Hrunamanna- hreppi, á svæði þar sem allt fé var skorið á árinu 2003 vegna riðuveiki- tilfella sem upp höfðu komið. Skorið verður niður á bænum, í annað skipti á fimm árum. Við rannsóknir sýna sem tekin voru af sláturfé frá bænum Hrafn- kelsstöðum í haust greindist riða í tveimur ám. Katrín Helga Andrés- dóttir héraðsdýralæknir staðfestir þetta. Segir hún að fjöldi sýna sé tekinn í reglubundu eftirliti og rannsakaður með tilliti til riðuveiki. Hafi riðan á Hrafnkelsstöðum greinst fyrir örfáum dögum. Segir hún að þessar tvær ær hafi verið einkennalausar eins og fjárhjörðin öll. Hreinsað samviskusamlega Haraldur Sveinsson og Jóhanna Bríet Ingólfsdóttir búa með sauðfé og hesta á Hrafnkelsstöðum. Þau urðu fyrir þeirri erfiðu reynslu að þurfa að skera niður fjárstofn sinn árið 2001, eftir árangursríkt rækt- unarstarf í áratugi. Þau skáru þá 370 fjár og tóku fé að nýju 2003, eft- ir að hafa verið fjárlaus í tvö ár og hreinsað fjárhús sín og umhverfi. Katrín segir að fylgst hafi verið vel með öllum aðgerðum bændanna og þeir hafi fylgt reglum um hreinsun af mikilli samviskusemi svo ekki hafi verið hægt lengra að ganga. Hún segir að verið sé að fara yfir þetta tilfelli faraldsfræðilega en segist ekki hafa neinar vísbendingar um ástæður þess að riðan hafði komið þarna upp á ný. „Þetta er óskiljanlegt, við erum alveg mát,“ segir Katrín. Riðuveiki greindist í fé á þessu svæði fyrir allmörgum árum. Fyrst í Efra-Langholti á árinu 1988 og Langholtskoti fimm árum seinna. Þá kom riða upp á Hrafnkelsstöðum 2001 og eftir að hún kom upp á Ísa- bakka 2003 var ákveðið að grípa til róttækari aðgerða og skera fé á öllu þessu svæði sem liggur meðfram Hvítá, vestan við Flúðir. Þá voru Hrafnkelsstaðabændur nýlega bún- ir að kaupa fé frá Norður-Þingeyj- arsýslu, 350 fjár, og það hafði ekki komist í tæri við fé annarra bænda á svæðinu og var því ekki skorið. Samkvæmt lögum verður öll fjár- hjörðin á bænum skorin, tæplega 400 kindur. Að sögn Katrínar verð- ur það gert við fyrsta tækifæri. Dýralæknar segjast mát vegna nýs riðutilfellis                                                ! "#  !    $    # %#" &   ' (   ''     $ " "  )  !         * "" !  # * "" '!  # )  +       # !  # )" * ""      , * "" !        -  Í HNOTSKURN »Riða kom upp í Efra-Langholti á árinu 1988, Langholtskoti 1993 og Hrafn- kelsstöðum 2001. »Eftir að riða kom upp áÍsabakka árið 2003 var allt fé á svæðinu skorið en áður höfðu einstakar hjarðir verið skornar þegar riða kom upp. »Unnið var samvisku-samlega að hreinsun fjár- húsa á Hrafnkelsstöðum. »Nú hefur riða greinst áHrafnkelsstöðum á ný og verður allt fé þar skorið, í ann- að skiptið á fimm árum. Um er að ræða tæplega 400 kindur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.