Morgunblaðið - 23.02.2007, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.02.2007, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ MENNING GÓÐ HEILSA GULLI BETRI Lið-a-mót FRÁ www.nowfoods.com APÓTEK OG HEILSUBÚÐIR H á g æ ð a fr a m le ið sl a A ll ta f ó d ýr ir NNFA QUALITY ALLTAF FÁANLEGT ÞRJÁTÍU og fimm nafntogaðir leik- stórar munu leikstýra stuttmyndum í tilefni af 60 ára afmæli Cannes- kvikmyndahátíð- arinnar á þessu ári. Meðal þeirra eru Roman Pol- anski og Alej- andro Gonzales Iñárritu. Hver leikstjóri gerir þriggja mínútna mynd þar sem þemað er heim- sókn í kvikmynda- hús. Fyrirhugað er að myndirnar verði sýndar hver á eftir annarri á há- tíðinni sem stendur frá 16.–17. maí. Á fréttavef BBC er haft eftir einum af skipuleggjendum hátíðarinnar, Gil- les Jacob, að áhorfendur eigi von á góðu. „Enginn leikstjóranna hefur fengið að vita nokkuð um hinar stutt- myndirnar, ekki einu sinni sögufléttu þeirra,“ sagði Jacob og bætti því við að sumar myndanna ættu vafalaust eftir að koma á óvart. Meðal annarra þátttakenda í verk- efninu má nefna bræðurna Joel og Ethan Cohen, Jane Campion, Gus Van Sant, Nanni Moretti, David Cronenberg, Ken Loach, Lars von Trier og Wim Wenders. Frægir gera stuttmyndir 60 ára afmæli Cannes fagnað Lars von Trier SÝNINGIN Að mynda orð verður opnuð klukkan 17 í Hoffmannsgalleríi í dag. Sýn- ingin samanstendur af nýjum og eldri verkum myndlist- armanna og ljóðskálda sem notast bæði við texta og mynd- ræna þætti í verkum sínum. Sýningarstjórar eru Davíð Stefánsson og Kristinn G. Harðarson en alls 13 listamenn eiga verk á sýningunni. Hoffmannsgallerí er staðsett í húsnæði Reykja- víkur Akademíunnar á Hringbraut 121, fjórðu hæð, og er opið klukkan 9–17 alla virka daga. Að- gangur er ókeypis. Myndlist Þrettán listamenn í Hoffmannsgalleríi Verk af sýningunni. UNDANFARIÐ hafa ýmsar djasshljómsveitir troðið upp á föstudags- og laugardags- kvöldum á Café Rósenberg. Í kvöld og annað kvöld mun Kvartett Hauks Gröndal leika en þá hljómsveit skipa Haukur Gröndal á tenórsaxófón, Ás- geir Ásgeirsson á gítar, Þor- grímur Jónsson á kontrabassa og Erik Qvick á trommur. Efn- isskráin er samansett af djass- slögurum frá 4. og 5. áratug síðustu aldar og er því heitið að sveiflan verði í fyrirrúmi. Blásið verður til leiks klukkan 23 og leikið fram- eftir. Aðgangseyrir er 500 krónur. Djass Haukur Gröndal á Café Rósenberg Haukur Gröndal TVÆR ljósmyndasýningar verða opnaðar í dag í Ljós- myndasafni Reykjavíkur í tengslum við frönsku menning- arhátíðina Pourquoi Pas? Ann- ars vegar er um að ræða sýn- ingu Jos Duchene af húsum af fjölbreyttum toga á Íslandi, Marglitt – útlit: Made in Ice- land, og hins vegar sýninguna Sund & gufa þar sem getur að líta polaroid-myndir Damiens Peyrets af fólki í Sundlaug Kópavogs og stutt- myndina A Taxi for Reykjavik frá árinu 2001. Jo Duchene og Damien Peyret búa báðir og starfa í París. Ljósmyndir Ísland með frönskum augum Damien Peyret Eftir Flóka Guðmundsson og Ingveldi Geirsdóttur TÖKULIÐ á vegum breska fram- leiðslufyrirtækisins ITN Factual er nú statt á Íslandi og vinnur að inn- slagi um Magnús Scheving fyrir þátt á vegum Discovery-sjónvarpsstöðv- arinnar. Þátturinn er hluti af þátta- röð með yfirskriftina „Farsælasta fólk heims“ („World’s Most Success- ful People“) og samanstendur af tíu klukkustundarlöngum þáttum. Í hverjum þætti er fjallað um fjóra einstaklinga sem hafa átt velgengni að fagna á ólíkum sviðum. Áhugi ITN Factual á Magnúsi er að sjálfsögðu til kominn vegna vel- gengni hans með Latabæ, en þætt- irnir eiga töluverðum vinsældum að fagna í Bretlandi. Sögu Latabæjar- ævintýrisins verða gerð skil en einn- ig verður fylgst með Magnúsi í leik og starfi. Þannig verður farið með Magnús á heimaslóðir hans í Borg- arnesi og á Bifröst þar sem hann heldur í dag erindi um Latabæ. Þá verður Latabæjarmyndverið heim- sótt og Magnús sýndur í daglegum samskiptum við samstarfsfólk sitt og ekki síst þegar hann umbreytist í Íþróttaálfinn. Einnig verða tekin upp myndskeið af honum með fjöl- skyldu sinni. „Þeim fannst ég eiga heima í þessum þætti enda bæði Latibær og Íþróttaálfurinn vel þekkt um allan heim. Það hjálpar líka til að við stöndum fyrir gott málefni og fólk tekur eftir því,“ segir Magnús spurður um tilkomu sína í þætt- inum. „Tökuliðið kom hingað í gær og fylgir mér eftir hvert skref fram á sunnudag. Þeir fylgdust líka með mér í Bretlandi á þriðjudaginn þar sem ég fór á fund Caroline Flint heilbrigðisráðherra og svo ætla þeir jafnvel að ferðast með mér aðeins um heiminn næstu mánuði.“ Í samstarfi við ríkið Magnús vinnur nú að því ásamt heilbrigðisráðuneyti Bretlands að koma af stað heilsuátaki meðal breskra barna. „Það er gríðarleg vakning í Bretlandi um heilsu barna enda þörf á. Ráðuneytið hafði sam- band við mig eftir að hafa gert könn- un í skólum um hvað höfðaði til barna. En það var gert að skyldu í grunnskólum að skálar fullar af grænmeti væru í hverri skólastofu fyrir börnin að grípa í. Krakkarnir sóttu lítið í grænmetið og þá var gripið til þess ráðs að setja mynd af Íþróttaálfinum fyrir ofan hverja skál og þá tæmdust þær á hverjum degi. Upp frá því höfðu yfirvöld sam- band við okkur og sögðu að Latibær virkaði augljóslega og vildu fá okkur í samstarf. Markmiðið er að Latibær verði einhvers konar merki heilsu- átaksins. Heilbrigðisráðherrann hefur sett á laggirnar nefnd, sem ég á sæti í, til að koma þessu af stað og verð ég næstu sex vikurnar að vinna gögn fyrir hana. 170 samtök standa að þessu átaki en við vitum ekki enn hvað gerist því við eigum eftir að fá fleiri í samstarf með okkur. Svo er líka spurning hvort við náum saman því ríkið stendur að þessu og því þarf að fá samþykki margra.“ Meðal þeirra sem fylgdist með fundi Magnúsar og heilbrigð- isráðherrans var breska sjónvarps- stöðin BBC. „Fjölmiðlar hafa sýnt því mikinn áhuga að vera með í þessu heilsuátaki. M.a. erum við í Latabæ að hjálpa BBC að setja af stað útvarpsstöð fyrir börn svo það er ýmislegt í gangi,“ segir Magnús sem er augljóslega vel að því kom- inn að vera titlaður einn af farsæl- ustu mönnum Evrópu. „Latibær virkar“ Magnús Scheving vinnur með heilbrigðisráðherra Bretlands auk þess sem hann verður í þættinum „Farsælasta fólk Evrópu“ á Discovery-sjónvarpsstöðinni Morgunblaðið/Ásdís Farsæll Það eru margir sem hrífast af Latabæjar-ævintýri Magnúsar Scheving. Í dag og um helgina fylgir kvikmyndatökulið Magnúsi eftir. HLJÓMSVEITIN Ham hefur boðað komu sína á tónlistarhátíð- ina Aldrei fór ég suður – Rokkhá- tíð alþýðunnar sem haldin verður á Ísafirði um páskana. Þar með hafa sex flytjendur staðfest komu sína, en auk Ham munu Benny Crespo’s Gang, Blonde Redhead, Jan Mayen, Lay Low og Æla spila á hátíðinni. Þá hefur náðst samkomulag milli aðstandenda hátíðarinnar og athafnamannsins Aðalsteins Óm- ars Ásgeirssonar um að halda há- tíðina í gömlu Eimskipa- og Rík- isskipaskemmunni við Ásgeirsbakka við Ísafjarðarhöfn. Undanfarin tvö ár hefur hátíðin notið góðvildar húsráðenda í Ed- inborgarhúsinu, en þar standa nú yfir miklar framkvæmdir sem gera erfitt eða ómögulegt að halda hátíðina í húsinu þetta árið. Fyrir skömmu var svo ný heimasíða hátíðarinnar opnuð á slóðinni aldrei.is. Á síðunni má nálgast allar upplýsingar um há- tíðina og viðburði henni tengda, en þar segir að fréttaflutningur verði stopull framan af, en þegar nær dregur hátíð megi búast við síauknu fréttaflóði. Þá geta þeir sem hafa áhuga á að spila á hátíð- inni nálgast þar til gert umsókn- areyðublað á síðunni. Þetta er í fjórða skiptið sem rokkhátíð alþýðunnar fer fram, en hún er runnin undan rifjum þeirra feðga Guðmundar Kristjánssonar, eða Mugga hafnarstjóra, og Arnar Elíasar Guðmundssonar sem betur er þekktur sem Mugison. Ham spilar á Aldrei fór ég suður Morgunblaðið/Eggert Ham Það er jafnan mikið fjör á tónleikum hljómsveitarinnar Ham, líkt og þessi mynd frá fimmtugsafmæli Árna Matthíassonar ber með sér. www.aldrei.is SÖNGVARINN og lagahöfundurinn Van Morrison tók í gær á móti verð- launum sem kennd eru við írska skáldið Oscar Wilde í Wiltshire Ebell-leikhúsinu í Los Angeles. Verðlaunin hlýtur hann fyrir fram- lag sitt til kvikmynda en lög eftir hann hafa hljómað í tæplega 50 kvik- myndum, m.a. Hinum fráföllnu (The Departed) eftir Martin Scorsese og Thelmu og Lousie. Meðal frægra laga má nefna „Brown Eyed Girl“, „Gloria“ og „Wild Night“. Það var Al Pacino sem afhenti Van Morrison verðlaunin. Hinn umdeildi kvikmyndagerðarmaður Michael Moore hélt hins vegar ræðu. Oskar Wilde-verðlaunin eru á veg- um samtaka sem hafa það að mark- miði að hlúa að tengslum bandarísks og írsks kvikmyndaiðnaðar. Þetta er í annað sinn sem þau eru veitt. Van Morrison heiðraður ♦♦♦ WORLD’S Most Successful People tengist annarri röð þátta, „Ríkasta fólk Evrópu“ („Eur- ope’s Richest“), sem var sjón- varpað víðsvegar um heiminn á síðasta ári. Er áætlað að u.þ.b. 50 milljónir manna hafi séð þá þætti, að sögn aðstandenda ITN Factual. Eins og með fyrri þátta- röðina mun Discovery-sjónvarps- stöðin hafa fyrirætlanir um að sýna „Farsælasta fólk heims“ á besta útsendingartíma í Evrópu, Mið-Austurlöndum, Asíu og Bandaríkjunum, frá og með hausti komanda. Mikið áhorf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.