Morgunblaðið - 23.02.2007, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2007 37
Bréf til blaðsins
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is
UM ÞAÐ bil fjórir tugir kynslóða
hafa búið hér á landi fram að þessu
og vonandi eru margar óbornar.
Hví skyldi þá einni eða tveimur
kynslóðum leyfast að virkja alla þá
orku sem finnanleg er í landinu?
Í fjölmiðlum, bæði sér maður og
heyrir, að álrisar ýmissa þjóða
sýna því áhuga að byggja hér álver
og þeir, sem þegar hafa byggt,
vilja stækka við sig. Héraðshöfð-
ingjar vítt og breitt um land vilja
álver heim á hlað. Aðrir ætla að
leyfa lýðnum að kjósa, ekki um ál-
ver og því síður um virkjun. Kjósa
skal um deiliskipulag, sem að sjálf-
sögðu er ekkert annað en álver í
dularklæðum. Það, sem skiptir
máli og ætti að kjósa um, er virkj-
unin, sem álverinu fylgir óhjá-
kvæmilega. Um virkjunina skal
kjósa og þau náttúruspjöll sem
henni fylgja.
Einstaka bæjarfélög eiga ekkert
að ákvarða varðandi virkjunina og
allra sízt í öðrum fjórðungum. Ál-
verið sjálft er aukaatriði. Það geta
Íslendingar framtíðarinnar rifið til
grunna, bjóði þeim svo við að horfa
og sáð í flagið, svo ekki sjáist þess
nokkur merki, að þar hafi mann-
virki staðið. Um virkjanir, lón og
skurði, gegnir öðru máli. Þar eru
skilin eftir óafturkræf spjöll á
landinu og trúlega oft við litla
hrifningu og þakkir afkomend-
anna.
Innan skamms mun bæjarfélag
kjósa um nýtt „deiliskipulag“. For-
stjóri Alcan lofar milljarða hag-
sæld og risaálveri heim á hlað.
Ekki einasta Hafnfirðingar fá
ófögnuðinn heim á hlað, bændur
við Þjórsá fá virkjanalónin heim á
hlað og fá ekkert þar um að kjósa.
Ekki væri úr vegi að þeir fengju
þess í stað að kjósa um álver í
Hafnarfirði.
Ábyrgð á slíkum hervirkjum
verður þjóðin því öll að axla og um
virkjanir til stóriðju á að greiða at-
kvæði, þjóðaratkvæði. Öll þjóðin
niðurgreiðir hvort eð er stóriðj-
urafmagnið.
LEIFUR JÓNSSON
læknir,
Heiðarlundi 6, Garðabæ.
Fjörutíu kynslóðir og hvað svo?
Frá Leifi Jónssyni:
MORGUNBLAÐIÐ segir frá því í
sunnudagsblaði sínu hinn 18. febrúar
að nú sé menningararfurinn allur
væntanlegur á stafrænu formi. Þetta
kemur fram í viðtali við Lands-
bókavörð. Samskonar frétt birtist
einnig í Morgunblaðinu hinn 13. febr-
úar. En hvaða upplýsingar vantaði í
þessar fréttir? Ég skal útskýra það.
Hér er einfaldlega í gangi atvinnu-
bótavinna fyrir fáeina einstaklinga,
þeim verða falin þessi verkefni, að
ljósmynda gömul dagblöð og gera þau
aðgengileg á veraldarvefnum. Sérstök
fjárveiting er sögð hafa fengist frá Al-
þingi til verkefnisins. Ef svo er þá er
sú fjárveiting smánarleg. Vinnu-
málastofnun kemur því að málinu með
lágmarksstyrk frá Alþingi. Atvinnu-
mál fyrir suma aldursflokka, sér-
staklega í eldri hópum, hafa ekki verið
mörg á Akureyri, þar sem hluti þessa
verkefnis verður unninn. Frést hefur
af 60 umsóknum einstaklings um störf
á Akureyri, sem engu skilaði. En nú
ríða stjórnvöld á vaðið í kjölfar ann-
arra starfsmannaleiga og ætla sér að
þéna á ástandinu. Á Akureyri fá því
aðeins þrír einstaklingar „vinnu“ við
ljósmyndun á Amtsbókasafninu þar
sem hluti þessarar nauðung-
arstarfsemi fer fram. Næstu þrjú árin
mun því fólk á nauðþurftarlaunum
vinna þjóðfélaginu gagn fyrir til-
stuðlan Alþingis og Akureyrarbæjar
að ógleymdu Landsbókasafni–
háskólabókasafni og Vinnumálastofn-
un Íslands. Hér hefði mátt standa
miklu betur að málum og aðkoma Al-
þingis að málinu er hneisa. Í stað þess
að bæta stöðu fjölda atvinnulausra
einstaklinga og bjóða þokkaleg laun
fyrir þjóðhagslegt starf .á er farið
svona aftan að hlutunum. Starfs-
mannaleiga ríkisins er tekin til starfa.
VALGARÐUR STEFÁNSSON,
Borgarsíðu 17, Akureyri.
Starfsmannaleiga rík-
isins tekin til starfa
Frá Valgarði Stefánssyni:
Í MORGUNBLAÐINU 9. febr-
úar 2007 gerir Erna Arngríms-
dóttir að umtalsefni samning fé-
lagsmálaráðuneytisins við AE
starfsendurhæfingu sem undirrit-
aður var 29. desember 2006.
Óhjákvæmilegt er vegna fram-
setningar bréfritara að gera grein
fyrir því hvað umræddur samn-
ingur fjallar um.
„Markmið samningsins er að
samþætta þjónustu við fötluð börn
og fullorðna, sbr. drög að stefnu
félagsmálaráðuneytisins um þjón-
ustu við fötluð börn og fullorðna
2007-2016 og stefnu og fram-
kvæmdaáætlun 2006-2010 vegna
átaks ráðuneytisins í þjónustu við
geðfatlað fólk og fella þjónustuna
eins og unnt er að starfsemi ann-
arra þjónustuaðila. Einnig að færa
þjónustuna nær notendum og auð-
velda þannig aðgengi að henni.
Enn fremur að ná fram meiri skil-
virkni, betri nýtingu fjármagns og
auknum gæðum þjónustu.“
Samningurinn felur í sér mat
á þjónustu við geðfatlað fólk
og stórátak í ráðgjöf og
fræðslu
AE-starfsendurhæfing mun
gera úttekt á hluta af þeirri þjón-
ustu við geðfatlaða
sem félagsmálaráðu-
neytið hefur forræði
yfir og veitir fjármagn
til. Á fyrri hluta samn-
ingstímans verða
heimilin að Flókagötu
29–31 og Esjugrund 5
tekin út. Til sam-
anburðar verða tekin
út heimili þar sem við
teljum að þjónusta sé
til fyrirmyndar svo
sem að Sléttuvegi 9.
Við úttektina verður
nýtt svokölluð NsN aðferð (Notandi
spyr Notanda). Markmið NsN er að
fá fram hvað í þjónustunni nýtist
notendum vel og hvað síður. Þetta
verkefni og aðferðin sjálf eru mjög
mikilvæg; veitir notendum tækifæri
til að hafa áhrif á gæði þjónustunnar
og gerir fagfólki okkar kleift að þróa
þjónustu við geðfatlað fólk í sam-
ræmi við óskir notendanna sjálfra.
AE-starfsendurhæfing mun útbúa
fræðsluefni og miðla efninu til
starfsmanna svæðisskrifstofa um
málefni fatlaðra. Á fyrri hluta samn-
ingstímans verður lögð sérstök
áhersla á fjögur svæði á landsbyggð-
inni þar sem þjónusta við geðfatlaða
er veitt á vegum ráðuneytisins.
Svæðin tengjast Ísafirði, Egils-
stöðum, Húsavík og Akureyri.
Fræðsluefnið verður byggt á val-
deflingu, notendarannsóknum og
batarannsóknum, er-
lendum sem innlendum.
Farið verður yfir hvað
batahvetjandi þjónusta
er að mati notenda og
hvaða þættir einkenna
batahvetjandi starfs-
menn. Kannað verður
hvort einhverjar hindr-
anir eru á innleiðingu
valdeflingar meðal geð-
fatlaðra og fagfólks.
Kynnt verða réttinda-
mál sem geðfatlaðir
hafa lagt áherslu á í ná-
grannalöndunum og á hvern hátt
þátttaka í hagsmunabaráttu getur
skilað sér í auknum bata. Ráðgjöfin
mun einnig beinast að því að aðstoða
starfsmenn við að styrkja bakland
notenda þjónustunnar. Enn fremur
mun ráðgjöfin beinast að því að
virkja aðstandendur, vini og vinnu-
félaga til stuðnings í bataferlinu.
Í ljósi þessa er ekki rétt að halda
því fram að samningurinn snúist
„bara um úttekt að þjónustu“. Það
er einnig rangt að láta að því liggja
að með samningnum sé verið að
„eyða rúmum 14 milljónum 2007 í út-
tekt á 5 sjúklingum“. Í húsunum
númer 29 og 31 við Flókagötu búa 12
manns, sex í hvoru húsi. Þar er þjón-
usta í fullum gangi. Sú þjónusta er
veitt af miklum faglegum metnaði og
henni verður haldið áfram meðan á
endurbótum húsnæðisins stendur.
Mat á þjónustu sem fram fer á árinu
2007 snertir því a.m.k. 24 ein-
staklinga, auk þess stóra verkefnis í
ráðgjöf og fræðslu sem lýst er hér að
framan.
Leitt er að bréfritari skuli velja
það að nefna starfsemi Byrgisins í
tengslum við umfjöllun sína um
samninginn við AE-starfsendurhæf-
ingu. Þannig er á óviðeigandi hátt
verið að slá ryki í augu fólks og gera
tortryggilegt ítarlegt ákvæði er skil-
greinir þær upplýsingar og skýrslur
sem verksala ber að leggja fram til
þess að unnt sé að meta framvindu
verkefnisins. Auk þessa greinargóða
ákvæðis í 5. grein samningsins fylgir
samningnum nákvæmlega tímasett
verkáætlun sem auðveldar eft-
irfylgni. Það er því vandséð hvernig
umfjöllun bréfritara gagnast geð-
fötluðu fólki.
Öll þjónusta samkvæmt samn-
ingnum skal veitt í samræmi við lög
um málefni fatlaðra, nr. 59/1992 og
stefnu og framkvæmdaáætlun fé-
lagsmálaráðuneytisins. Framtíð-
arsýn stefnunnar er eftirfarandi og
skráð í 2. grein samningsins: „Þeir
sem búa við fötlun [skulu] eiga, jafnt
og aðrir, kost á stuðningi til sjálf-
stæðis og lífsgæða sem stuðla að því
að þeir fái notið sín sem fullgildir
þegnar samfélagsins á forsendum
eigin getu og styrkleika og njóti
virðingar. Því verði jafnrétti og sam-
bærileg lífskjör við aðra þjóðfélags-
þegna og skilyrði til þess að lifa eðli-
legu lífi leiðarljós allra aðgerða
samfélagsins gagnvart fötluðum
börnum og fullorðnum.“
Átaksverkefni félagsmálaráðu-
neytisins og heilbrigðis- og trygg-
ingamálaráðuneytisins í þjónustu við
geðfatlað fólk er afar mikilvægt og í
takt við þá miklu og jákvæðu breyt-
ingu sem hefur orðið í viðhorfi sam-
félagsins til þeirra sem lifa með geð-
röskun og/eða geðfötlun. Eftir því
sem þekking okkar er meiri á því
hvernig notendur sjálfir meta þjón-
ustuna sem veitt er, þeim mun betri
árangri getum við vænst þess að ná.
Þeim mun fleira fólk mun ná virkni
og fá tækifæri til áframhaldandi
starfa á almennum vinnumarkaði og
búa við aukið sjálfstæði og meiri lífs-
gæði.
Um málefni geðfatlaðs fólks
Dagný Jónsdóttir fjallar um
geðheilbrigðismál og svarar
grein Ernu Arngrímsdóttur
»Eftir því sem þekk-ing okkar er meiri á
því hvernig notendur
sjálfir meta þjónustuna
sem veitt er, þeim mun
betri árangri getum við
vænst þess að ná.
Dagný Jónsdóttir
Höfundur er alþingismaður og for-
maður verkefnisstjórnar um upp-
byggingu búsetu- og þjónustuúrræða
fyrir geðfatlaða.
RÓTARÝHREYFINGIN er al-
þjóðleg friðar- og mannúðarhreyf-
ing er starfar í 168
löndum í öllum
heimsálfum. Rótarý
er hreyfing fólks sem
sameinast um þá ósk
að þjóna öðrum án til-
lits til trúarbragða,
stjórnmála, kynþátta
eða þjóðernis. Þessi
alþjóðlegu samtök
standa fyrir mann-
úðar- og menningar-
starfi, stuðla að sem
bestu siðgæði í öllum
starfsgreinum og
hvetja til góðvildar og
friðar í heiminum. Kjörorð hreyf-
ingarinnar er: „Þjónusta ofar eigin
hag“ (Service Above Self). Félagar
í Rótarýhreyfingunni eru yfir 1,2
milljónir í um 32.000 klúbbum sem
skipt er niður í 530 umdæmi.
Rótarýhreyfingin var stofnuð í
Bandaríkjunum 23. febrúar 1905
af ungum lögfræðingi, Poul Harris
og er elsta hreyfing svokallaðra
þjónustuklúbba. Hreyfingin
breiddist hratt út og barst til Ís-
lands árið 1934 þegar Rót-
arýklúbbur Reykjavíkur var stofn-
aður. Í byrjun var Ísland hluti af
umdæmi í Danmörku
en er nú sjálfstætt
umdæmi með 29
klúbbum og tæplega
1.200 félögum. Núver-
andi forseti al-
þjóðahreyfingarinnar
er Bill Boyd, 73 ára
gamall Nýsjálend-
ingur. Forsetar hreyf-
ingarinnar velja sér
ætíð einkunnarorð og
einkunnarorð Bills
Boyds eru: Vísið veg-
inn (Lead the way).
Með þessum orðum er
forsetinn að hvetja okkur rótarý-
félaga til að vera í fararbroddi og
með störfum okkar og athöfnum
að vísa veginn að betri og friðsam-
ari heimi.
Í Rótarý eru bæði konur og
karlar og félagar eru fulltrúar fyr-
ir sína starfsgrein og í hverjum
rótarýklúbbi er reynt að hafa full-
trúa sem flestra starfsgreinar.
Fundir eru haldnir vikulega allt
árið en heimilt er að fella niður
nokkra fundi á ári. Nokkrir klúbb-
ar eru með morgunverðarfundi,
aðrir funda í hádegi og enn aðrir á
kvöldmatartíma. Lengd funda er
almennt á bilinu 75 til 90 mínútur.
Klúbbfundirnir eru kjarninn í
starfsemi hreyfingarinnar og þess-
ir reglulegu fundir stuðla að aukn-
um kynnum sem auka skilning og
vinarþel manna á milli. Á fundum
flytja félagar og gestir erindi um
fjölmörg fróðleg, áhugaverð og
skemmtileg málefni og umræður á
eftir eru oft fjörugar og skemmti-
legar.
Rótarýklúbbar starfa að ýmsum
framfara- og stuðningsmálum í
sinni heimabyggð, vinna að verk-
efnum á landsvísu og taka þátt í
alþjóðlegum verkefnum. Á inn-
lendum vettvangi kemur Rót-
arýhreyfingin að margvíslegum
samfélagsmálum. Má þar m.a.
nefna stuðning við aldraða, fatlaða
og námsmenn auk umhverfismála í
nágrenni klúbba.
Rótarýumdæmið á Íslandi hefur
í 11 ár staðið fyrir hátíðartón-
leikum í byrjun janúar ár hvert
undir listrænni stjórnun Jónasar
Ingimundarsonar og með stuðn-
ingi fjölmargra aðila. Í tengslum
við þessa tónleika var stofnaður
Tónlistarsjóður Rótarýs sem ætlað
er að styrkja efnilegt tónlistarfólk
til frekara náms. Á tónleikunum í
janúar sl. var úthlutað styrk úr
sjóðnum í þriðja sinn og í þetta
sinn hlaut styrkinn Bragi Berg-
þórsson tenórsöngvari. Fyrri
styrkþegar eru Víkingur Heiðar
Ólafsson píanóleikari og Ari Þór
Vilhjálmsson fiðluleikari. Umdæm-
isþing er haldið árlega, yfirleitt í
maí eða júní og er það opið öllum
rótarýfélögum. Daginn fyrir um-
dæmisþingið er haldið svokallað
formót sem er fræðslunámskeið
fyrir verðandi klúbbforseta og rit-
ara. 61. umdæmisþing og formót
verða þetta árið haldin í Reykja-
nesbæ dagana 8. og 9. júní nk.
Íslenska rótarýumdæmið er með
skrifstofu í Reykjavík að Suður-
landsbraut 54 og er hún opin dag-
lega frá kl. 10 til 12. Síminn þar er
568 2233 og netfang: rotary@rot-
ary.is Á heimasíðu umdæmisins,
www.rotary.is, er að finna frekari
upplýsingar um Rótarýhreyf-
inguna og um starfsemi íslenska
umdæmisins og rótarýklúbbanna.
Þar má einnig komast inn á
heimasíður margra íslenskra rót-
arýklúbba og heimasíðu al-
þjóðahreyfingarinnar.
Í annarri grein mun ég fjalla
um flaggskip Rótarýhreyfing-
arinnar, Rótarýsjóðinn, og hin
ýmsu alþjóðlegu verkefni hreyf-
ingarinnar.
Hvað er Rótarý?
Guðmundur Björnsson gerir
grein fyrir tilurð og uppbygg-
ingu Rótarýhreyfingarinnar og
starfsemi íslenska rótarýum-
dæmisins
» Í Rótarý eru bæðikonur og karlar og
félagar eru fulltrúar fyr-
ir sína starfsgrein og í
hverjum rótarýklúbbi er
reynt að hafa fulltrúa
sem flestra starfs-
greinar.
Guðmundur Björnsson
Höfundur er umdæmisstjóri íslenska
Rótarýumdæmisins.