Morgunblaðið - 23.02.2007, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 23.02.2007, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN TUGIR starfsstétta á Íslandi og víða um heim starfa eftir siða- reglum. Sennilega má rekja siða- reglur mjög langt aftur í tímann eða til læknis þess sem Hippókrates var nefndur og uppi var á Grikklandi í fornöld. Á miðöldum mótuðu heimspekingar og guð- fræðingar en síðar læknar og lögfræð- ingar þessar reglur. Og eftir því sem sam- félagið verður fjöl- breyttara og fjölskrúð- ugra, þá hafa nýjar starfsstéttir sett sér eigin siðareglur, allt eftir eðli og sérhæfni starfanna. Athygli vekur að í nýjustu siðareglunum kennir ýmissa grasa. Þar er ekki einungis fjallað um tengsl viðkomandi fagmanns við skjólstæðing heldur einnig starfs- kyldur gagnvart starfsfélögum og samfélaginu, jafnvel atvinnurek- endum. Allt er þetta mjög athygl- isvert. Ein mikilvægustu störf í íslensku samfélaginu eru unnin á Alþingi Ís- lendinga. Lög um kosningar til Al- þingis gera einungis ráð fyrir sem skilyrði til kjörgengis að þingmaður hafi óflekkað mannorð. Því miður eiga íslenskir þingmenn sér engar siðareglur umfram þær sem gerðar eru til almennra borgara. Einustu skyldur sem vikið er að í stjórn- arskrá er að þingmaður skuli und- irrita drengskaparheit, hvaða skiln- ing sem venjulegt fólk leggur svo í það forna orðatiltæki. Ég leyfi mér að efast um að allir þingmenn geri sér almennilega grein fyrir hvað í þessu felst. Í dag eru þingmenn á Ís- landi einungis bundnir sannfæringu sinni – rétt eins og hún kann að vera á hverjum tíma! Þeir virðast hvorki háðir kjósendum sínum né þing- flokki. Aðrar skyldur leggur stjórn- arskráin eða önnur landslög ekki á herðar þingmanna. Af og til hafa komið upp nokkur leiðindamál sem e.t.v. hefði verið unnt að koma í veg fyrir ef þing- menn ættu sér siðareglur. Fyrir nokkrum árum varð kunnur þing- maður fyrir alvarlegum freistingum sem leiddu til fangelsisdóms. Freist- ingarnar geta verið mjög miklar enda leynast þær víða. Voru þetta mútur? Umdeildur þingmaður rataði í slæmar ógöngur, hann var flæktur í ýmiskonar fjármála- hneyksli í tengslum við verktaka og vegna hús- byggingar sinnar. Og það voru ekki einungis reikningar greiddir af því opinbera heldur mun þingmaður þessi beiðnabók hafa haft beiðnabók frá verk- takafyrirtæki. Var t.d. efni í húsbyggingu þingmannsins einnig greitt af fyrirtækinu! Hér var um að ræða mjög vafasöm sam- skipti sem mikið var rætt um á sín- um tíma en einungis kom til ákæru hvað varðaði sumar umdeildar at- hafnir þingmannsins. Þá hafa á síðustu vikum og mán- uðum verið gríðarlegar deilur í þing- flokki nokkrum þar sem hver höndin virðist vera upp á móti annarri. Víða um heim eru ýmsar siða- reglur sem snúa að þingmönnum. T.d. eru lagðar þær kvaðir á þing- menn í Bandaríkjunum að þegar þeir taki við vissum trúnaðar- störfum, t.d. ráðherraembætti, þá beri þeim að selja eða koma af sér hlutabréfaeign sinni í hendurnar á öðrum til að koma í veg fyrir hags- munaárekstra enda eru freistingar nánast á hverju strái eins og reynsl- an hefur oft leitt í ljós. Hvers vegna hafa þingmenn á Ís- landi ekki sett sér siðareglur? Svo virðist að sumir þeirra telji sig ekki hafa neinar skyldur gagnvart þjóð- inni, kjósendum sínum eða félögum sínum á þingi, flokki, samfélaginu né neinum öðrum aðila. Þeir skipta um flokka rétt eins og að skipta um skó. Stjórnmálaflokkarnir verða einnig að taka þátt í þessu! Góð fyrirmynd fyrir þingmenn Rétt er að lokum að vitna í Codex ethicus Jarðfræðafélags Íslands. Þó svo að texti siðareglna þessa félags sé 5 bls. eru þau nefnd drög! Eftir inngang er kafli sem fjallar um almenn grundvallaratriði og fag- leg vinnubrögð. Þar má lesa þetta m.a.: „Heiðarleiki er grunnur allra eðlilegra samskipta á milli manna og því þarf starf sérhvers félaga JFÍ að grundvallast á heiðarleika. Siða- reglur miða að því að skýra og skil- greina hvar og hvernig það hugtak á við í starfi, í samskiptum félaga og gagnvart almenningi. Félagi vinnur af vísindalegri samviskusemi og hef- ur í heiðri fagleg vinnubrögð þannig að rannsóknir hans standist ströng- ustu kröfur um fagmennsku. Hann rökstyður mál sitt og forðast illa grundaðar og órökstuddar fullyrð- ingar“ (grein 1.1.). Ég hvet alla sem málið varðar að skoða heimasíðu Jarðfræðafélags Íslands: http:// www.jfi.is/ Á heimasíðunni Heimspekivef- urinn (http://www.heimspeki.hi.is) eru tilvísanir á margar heimasíður þar sem fjallað er um siðareglur: Fjarri er að sú skrá sé tæmandi. Þar vantar siðareglur ýmissa mik- ilvægra félaga t.d. bókasafnsfræð- inga og leiðsögumanna svo dæmi séu nefnd. Nú er málefni þetta nokkuð ný- stárlegt og því þarfnast það góðrar kynningar. Spurning er hvort þing- menn þurfi ekki sérstaklega að huga að þessu máli m.a. í tengslum við önnur mikilsverð mál t.d. við endur- skoðun stjórnarskrár og setningu laga um starfsemi og fjármál stjórn- málaflokka. Ljóst er að ef þingmenn störfuðu eftir siðareglum mætti búast við að virðing Alþingis ykist að sama skapi og koma mætti í veg fyrir mörg óþörf afglöp. Oft er þörf en nú er nauðsyn! Siðareglur og Alþingi Íslendinga Guðjón Jensson fjallar um siða- reglur og starfsemi Alþingis » Ljóst er að ef þing-menn störfuðu eftir siðareglum mætti búast við að virðing Alþingis ykist að sama skapi og koma mætti í veg fyrir mörg óþörf afglöp. Guðjón Jensson Höfundur er forstöðumaður bókasafns. NÚ hafa orðið þau tímamót að undirritaður hefur verið samn- ingur um náið efnahagssamstarf milli Íslands og Færeyja með full- um réttindum fólks beggja vegna viðkomandi Atlantshafsála. Þetta skapar nýja sýn á framtíðina. Íbú- ar á Norðaustur- og Austurlandi, frá Siglufirði að Hornafirði eru innan við 15% þjóðarinnar og njóta ekki beint stuðnings hinna háværustu í höfuðborginni. Með því að snúa sér í ríkum mæli að frændum sínum í Færeyjum gjör- breytist aðstaðan. Ef lagður er saman íbúafjöldi þessara „ná- granna“ er hann rúmlega 30% af fólksfjöldanum hér á landi og því mun meira jafnræði á milli. Höfuðáhersla yrði lögð á aukna fjölbreytni atvinnulífsins og stuðl- að að gróskumiklu menningarlífi. Tvinna mætti saman háskóla á Akureyri og í Þórshöfn. Þá gæti háþróað heilbrigðiskerfi náð til allra íbúanna og þannig mætti lengi telja. Nú þegar er rætt um samvinnu varðandi lagningu sæ- strengja fyrir síma og jafnvel raf- orku, sem Færeyingar gætu hugsanlega greitt fyrir með olíu. Sameiginlegur áhugi er á jarð- göngum til þess að treysta byggð- irnar og ferðamennskan hefur lengi verið samtvinnuð og má bú- ast við örum vexti. En í því sam- bandi standa Færeyingar Íslend- ingum mun framar að því er varðar snyrtilega umgengni um bæi og byggðir. Að lokum er rétt að benda á að Færeyingar ætla að opna ræð- ismannsskrifstofu í Reykjavík. Íbúum fyrir „norðaustan“ veitti ekki af hinu sama, en kalla mætti hana „talsmannsskrifstofu“ fyrir siðasakir. Valdimar Kristinsson Norðausturríkið Höfundur er viðskipta- og landfræðingur. KENNSLUSTARFIÐ er ólíkt öðrum störfum. Kennari þarf að geta brugðið sér í mörg hlutverk sama daginn, jafnvel í sömu kennslustundinni. Hvert þessara hlut- verka krefst hæfileika og mikillar þjálfunar sem ekki er endilega í hávegum höfð í und- irbúningsnámi. Kennslustarfið get- ur verið mjög slítandi og snýst um fleiri hluti en bara vænt- umþykju fyrir nem- endum. Það sést best á þeim fjölda nýrra kennara sem flytur sig í annað starf inn- an fyrstu fimm ár- anna í kennslu. En af hverju er svona frábært að vera kennari? Hvernig datt mér í hug að leggja þetta starf fyrir mig? Ég held að gamli kennarinn minn (gömlu kennararnir mínir) hafi, í mínu til- viki alla vega, haft hér mikið að segja. Kennarinn minn var einstaklega góður í að útskýra hluti. Hvernig ýmislegt virkaði eða hvernig hlutir gerðust. Einstaklega mikilvægur hæfileiki að hafa þegar hann var að útskýra allt milli him- ins og jarðar. Kennarinn minn hélt ávallt ró sinni. Það kom vissulega oft fyrir að það reyndi á þolinmæði hans og eflaust hefur hann stundum viljað öskra á nemendur, samstarfsmenn, forráðamenn, stjórnendur eða aðra. En eins og góðum kennara er tamt stóðst hann ávallt mátið. Kennarinn minn hafði alltaf tíma fyrir mig. Hversu oft sem ég þurfti að ræða um hluti, sem jafnvel tengdust ekki námsefninu beint, gaf hann af tíma sínum til að hlusta af virðingu, væntumþykju og alúð. Gefa mér góð ráð og kær- leiksríkt viðmót. Kennarinn minn hafði ein- staklega skemmtilegt skopskyn og hafði gott lag á að nýta sér það í kennslu. Þar sannaðist líka að ef kennslan er gædd ákveðnu skop- skyni verður hún áhugaverðari fyr- ir vikið. Kennarinn minn var greinilega að kenna á réttu aldursbili. Það styð ég með þeim þáttum sem ég taldi upp hér að framan, sér- staklega hvað hann hafði mikla þol- inmæði gagnvart okkur krökk- unum. Kennarinn minn hafði alltaf hrós í pokahorni sínu. Hann var ein- staklega snjall að finna réttan stað og stund til að útdeila því til okkar. Hvort sem var fyrir góða frammistöðu við verk- lok eða til að hvetja okkur enn frekar til dáða í miðjum klíðum. Kennarinn minn hafði mikla víðtæka þekkingu. Alltaf fannst mér frábært hversu mikið hann vissi í þeim fjölmörgu náms- greinum sem við lögð- um stund á. Slíka þekkingu nýtti hann til að miðla til okkar með nákvæmum en einföld- um hætti því mark- verðasta í hverju fagi fyrir sig. Kennarinn minn hafði einstakt brjóstvit. Ávallt var hann fljótur að setja sig inn í að- stæður og taka réttu ákvarðanirnar. Hvort sem um var að ræða að stjórna í kennslu- stofunni, leiða náms- ferðir, stýra leikjum á skólalóð, að- stoða kennaranema eða hvaðeina sem laut að skólastarfinu, þá beitti hann alltaf heilbrigðri skynsemi. Kennarinn minn setti markið hátt og hafði mikinn metnað. Það skein í gegnum kennsluna hversu umhugað honum var um að við stæðum okkur alltaf framúrskar- andi vel. Það var líka augljóst hversu mikinn metnað hann hafði fyrir okkar hönd og það smitaðist strax út til okkar krakkanna. Það gefur manni svo ótal margt frábært að vera kennari og starfið er hvort tveggja í senn hugsjón og lífsstíll. Gömlu kennarana mína sé ég nú í frábæru samstarfsfólki mínu, kennarana í skólanum mín- um. Þeir gefa af sér með brjóstviti sínu, víðtækri þekkingu, skopskyni og útskýringum. Hugsa um nem- endur af alúð og væntumþykju. Nálgast þá af virðingu og kærleik, alltaf með hrós í pokahorninu. Þeir sýna það vikulega, daglega, í hverri kennslustund að kennsla er frá- bært starf. Kennsla er frábært starf Leifur S. Garðarsson fjallar um kennslustarfið Leifur S. Garðarsson » Það gefurmanni svo ótal margt frá- bært að vera kennari og starfið er hvort tveggja í senn hugsjón og lífs- stíll. Höfundur er kennari og skólastjóri Áslandsskóla í Hafnarfirði og metur kennarastarfið að verðleikum. Í TILEFNI af Vetrarhátíð 2007 óskar Borgarskjalasafn Reykjavíkur eftir því að fá til varðveislu skjöl Reykvíkinga, bæði rótgróinna og að- fluttra. Safnið hefur sérstakan áhuga á dagbókum, sendibréf- um, ljósmyndum, póstkortum, tækifær- iskortum og öðrum persónulegum skjöl- um. Skjölin verða varðveitt fyrir kom- andi kynslóðir til fræðslu og upplýs- ingar og hægt er að setja aðgang- stakmarkanir. Safnið óskar sér- staklega eftir að fá til varðveislu skjöl innflytjenda. Þau þurfa ekki að vera á íslensku. Íslendingum af erlendu bergi brotnum fjölgar stöðugt og þeir eru nú mikilvægur hluti af sögu og menningu Íslands. Þeir hafa tekið sig upp frá heimahögum sínum af mismunandi ástæðum og fest rætur á Íslandi um lengri eða skemmri tíma. Innflytjendur eiga sína fortíð og þeir flytja með sér sína menningu og reynslu sem blandast saman við heim okkar sem fyrir erum. Saga þeirra er orðin hluti af sögu okkar. Borgarskjalasafn Reykjavíkur hefur áhuga á að varðveita þessa sögu með því að fá skjöl innflytj- enda til varðveislu. Þjóðerni, at- vinna eða aldur skipt- ir ekki máli og heldur ekki á hvaða tungu- máli skjölin eru. Skjöl eru til dæmis hand- skrifuð bréf, út- prentun á tölvubréf- um, dagbækur og ljósmyndir. Sömuleið- is væri fróðlegt að fá sendar frásagnir af því hvernig er að setjast að á Íslandi og sögur af bak- grunni innflytjenda. Borgarskjalasafn óskar eftir skjölum einstaklinga af erlendu bergi brotinna, fjöl- skyldna þeirra og ekki síst félaga innflytjenda. Skjölin sem afhent eru geta verið allt frá einu bréfi til stærri safna og bæði frá ár- unum áður en flutt var til Íslands sem og frá tímanum á Íslandi. Þau verða skráð af starfsmönnum Borgarskjalasafns og varðveitt í skjalageymslu safnsins. Hægt er að setja takmarkanir á aðgang, til dæmis þannig að enginn megi skoða þau í ákveðinn tíma án leyf- is viðkomandi. Skjöl innflytjenda eru mikilvæg til að skrá og varðveita sögu þeirra sem einstaklinga og hóps fyrir framtíðina. Það væri mikill missir ef saga þeirra glataðist. Þeir sem eiga eða vita um áhuga- verð skjöl, hvort sem það eru skjöl rótgróinna Reykvíkinga eða innfluttra, eru hvattir til að hafa samband við starfsmenn Borg- arskjalasafns og kanna hvort það vilji fá skjölin til varðveislu. Til að fá nánari upplýsingar haf- ið samband í síma 563 1770, sendið póst á netfangið borgarskjalasafn- @reykjavik.is eða komið á safnið frá mánudegi til föstudags milli kl. 10 og 16 í Tryggvagötu 15, 3. hæð, Reykjavík. Safnið getur útvegað túlkunarþjónustu ef óskað er. Mikilvægt að varðveita heim- ildir um nýja Íslendinga Svanhildur Bogadottir fjallar um varðveislu skjala um Íslend- inga af erlendum uppruna » BorgarskjalasafnReykjavíkur óskar eftir að fá til varðveislu skjöl innflytjenda, til dæmis bréf, dagbækur og ljósmyndir. Svanhildur Bogadóttir Höfundur er borgar- skjalavörður í Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.