Morgunblaðið - 23.02.2007, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 23.02.2007, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2007 23 MENNING SUSANNA Majuri er 29 ára ljós- myndari frá Finnlandi sem um þess- ar mundir sýnir verk sín í Norræna húsinu undir yfirskriftinni „Þið þessi norrænu“ (You nordic). Alls sýnir hún 17 ljósmyndir og virkar hver þeirra sem sjálfstæð frásögn, augna- blik í mynd með ímyndaða forsögu og framhald. Þessi sviðsettu augna- blik hafa í sér vissa tilgerð sem flyt- ur mann frá hversdagsleikanum og á vit fantasíunnar og sýnast ljósmynd- irnar því oft vera kyrrmyndir úr kvikmyndum frekar en augnablik úr raunverunni. Hreinir litir leika þar mikilvæga rullu. Æpandi rauður eða fagur blá- grænn (turquish) stinga út í um- hverfinu á áberandi hátt og gefa myndunum malerískan eða jafnvel teiknimyndalegan blæ, ekki ósvipað og Pedro Almodóvar gerir í kvik- myndum sínum einmitt til að gefa dramatískri frásögn fantasíukennda mynd. Litirnir virðast hvort tveggja hafa táknfræðilegan og tilfinninga- legan tilgang hjá Majuri, s.s. líkami eða ástríða, vatn eða frelsi, og eru þannig inngangur inn í lifandi frá- sagnarheim listakonunnar. Auk ljósmyndanna sýnir listakon- an 3 myndskeið af DVD. Í hreyfi- myndunum þykir mér hún missa marks þar sem hún nær ekki að skapa álíka eftirvæntingu eða spennu augnabliksins og í ljósmynd- unum, heldur býr hún til stutt atriði (clips) sem hafa upphaf og endi og virðast frekar marklaus. DVD- verkin ýta þó undir visst kæruleysi sem svífur yfir sýningunni og poppa hana upp. Máski hefur íslenska krútt-kynslóðin haft einhver áhrif í heimsóknum listakonunnar til Ís- lands, þótt maður geti varla eignað krúttunum kæruleysið né heldur úti- lokað að krúttáhrifin kunni að spíra í annarri jörð. Mér fannst engu að síð- ur forvitnilegt að skoða sýninguna í samhengi við strauma í íslenskri samtímalist. Sérstaklega hvað varð- ar notkun á ljósmyndaforminu. Finnland er jú Mekka ljósmyndunar á Norðurlöndum og skartar mörgum af virtari samtímaljósmyndurum heims. Majuri hefur því í margbrot- inn brunn að sækja. Í samtímaljósmyndun á Íslandi er brunnurinn aftur á móti fastbundinn við „konseptúal“ nálgun. Þar trónir endurtekin skrásetning á toppnum, þ.e. þegar hugmynd er tæmd (eða fyllt) með endurtekningu, t.d. með því að taka myndir af öllum bens- ínstöðvum við hringveginn eða mynda sjálfan sig í sömu annarlegu stellingunni í ólíku umhverfi í út- löndum. Þessi skrásetningarárátta hefur fest sig í sessi hérlendis eftir að Dieter Roth skrásetti öll hús í Reykjavík og á Seyðisfirði á lit- skyggnur. Af öðrum erlendum stór- stjörnum á Íslandi hafa Roni Horn og Ólafur Elíasson leikið svipaðan leik eftir og því eðlilegt að margir Ís- lenskir listamenn tileinki sér þessa aðferð. Hins vegar er óeðlilegt að ekki skuli finnast pláss til að skapa meiri breidd fyrir ljósmyndaformið í samtímalistinni og satt að segja man ég ekki eftir neinum íslenskum sam- tímalistamanni, allavega af þeim sem eru sýnilegir í senunni, sem sviðsetur eða stýrir ljósmyndinni þannig að formið nýtist til drama- tískrar frásagnar með álíka hætti og Susanna Majuri gerir, sem og ótal aðrir listamenn úti í hinum stóra heimi. Vel heppnuð og hugmyndarík sýning Susönnu Majuris kemur því sem fersk áminning á samtíma- ljósmyndun á Íslandi og það eitt og sér ætti að hvetja listunnendur til að gefa sér tíma til að sækja sýninguna áður en yfir lýkur. MYNDLIST Norræna húsið Opið kl. 12–17. Lokað á mánudögum. Sýningu lýkur 4. mars. Aðgangseyrir 300 krónur. Susanna Majuri Jón B.K. Ransu Áminning Vel heppnuð og hugmyndarík sýning Susönnu Majuris í Norræna húsinu kemur sem fersk áminning á samtímaljósmyndun á Íslandi, að mati Jóns B.K. Ransu, gagnrýnanda Morgunblaðsins. Dramatísk frásögn í fantasíukenndri mynd Fullkomnaðu verkið með Þ A K R E N N U K E R FI á öllhús – allsstaðar Þ A K R E N N U K E R FI á öllhús – allsstaðar BLIKKÁS – Smiðjuvegi 74 Sími 515 8700 AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.