Morgunblaðið - 23.02.2007, Page 18

Morgunblaðið - 23.02.2007, Page 18
18 FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI ● HLUTABRÉF hækkuðu í Kauphöll Íslands í ný í gær. Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,54% og var 7354 stig við lokun markaða. Bréf Trygginga- miðstöðvarinnar hækkuðu um 12,84% og bréf Eimskips um 3,01%. Bréf Alfesca lækkuðu um 1,63% og bréf Teymis um 1,2%. Krónan styrktist um 0,33% í gær samkvæmt upplýsingum frá Glitni. Gengi Bandaríkjadals er nú 66,48 kr., evran er 87,24 kr. og pundið er 130,02 kr. Hlutabréf hækka á ný í Kauphöll Íslands ● PLASTPRENT hf. hefur ákveðið að selja Sigurplast, sem er ein af rekstrareiningum félagsins og er til húsa í Mosfellsbæ. Kemur þetta fram í fréttatilkynningu frá fé- laginu. Undir Sigurplast fellur meðal annars framleiðsla og sala á ílátum úr plasti og blikki. Kaupandi er Sparisjóður Mýrasýslu fyrir hönd fjárfesta og taka nýir eig- endur við rekstrinum um næstu mán- aðamót. Þá mun Sigurður Bragi Guðmunds- son hætta sem forstjóri Plastprents um mánaðamótin, en mun starfa áfram sem ráðgjafi fyrirtækisins. Plastprent selur Sigurplast ● LANDSBANKINN hefur keypt 1,4% hlut í sænska netspilafyrirtækinu Betsson, sem Straumur-Burðarás Fjárfestingarbanki á um 28% hlut í. Frá þessu er greint í frétt á fréttavef sænska blaðsins AffärsVärlden. Landsbankinn keypti samtals 563.500 hluti í Betsson. Kaupverð hvers hlutar var 31,70 sænskar krónur, en Betsson er skráð í sænsku kauphöllinni og eru hlut- hafar um 3.800 talsins. Heildarkaupverðið var því um 17,8 milljónir sænskra króna, eða tæplega 170 milljónir íslenskra króna. Landsbankinn kaupir í Betsson ● HAGNAÐUR Íbúðalánasjóðs nam 2.480 milljónum króna á síðasta ári samanborið við 1.154 milljónir króna hagnað á sama tímabili í fyrra. Eigið fé sjóðsins í árslok nam 16.375 milljónum króna eða 3,0% af heildareignum sjóðsins. Eiginfjárhlutfall sjóðsins, reiknað samkvæmt ákvæðum í reglugerð nr. 544/2004 um Íbúðalánasjóð, er 6,3%, en langtímamarkmið sjóðsins er að hlutfallið sé yfir 5,0%. Hreinar vaxtatekjur námu 3.223 millj. kr. samanborið við 1.558 millj. kr. á árinu 2005. Í árslok námu útlán 406 milljörðum og hækkuðu um 29 millj- arða á árinu. Lántaka sjóðsins nam 525 milljörðum og jókst um 45 millj- arða á árinu. Íbúðalánasjóður skilar hagnaði ACTAVIS hlaut í gær Þekkingar- verðlaun Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga í þriðja sinn. Það var einróma niðurstaða dómnefndar að veita fyrirtækinu verðlaunin, en þema verðlaunanna í ár var „sam- runar og yfirtökur“. Andri Már Ing- ólfsson, forstjóri Heimsferða, var valinn viðskiptafræðingur ársins og Árni Vilhjálmsson fékk heiðursverð- laun FVH. Auk Actavis voru fyrirtækin Mar- el og Össur tilnefnd. Skýr framtíðarsýn „Actavis hefur náð frábærum ár- angri í yfirtökum og sameiningum fyrirtækja um allan heim. Fyrirtæk- ið hefur vaxið hratt og þrátt fyrir hraðan vöxt hafa stjórnendur enn skýra framtíðarsýn á það hvert þeir ætla með fyrirtækið. Fyrirtækið hef- ur yfirtekið vel á þriðja tug fyrir- tækja á síðustu árum, bæði einkafyr- irtæki og félög skráð í kauphöllum. Tekjur fyrirtækisins hafa vaxið um 58% að meðaltali á ári síðustu 7 ár. Hlutabréf fyrirtækisins hafa hækk- að að meðaltali um 50% á ári á sama tíma. Markaðsvirði fyrirtækisins er um 233 miljarðar króna og hefur 88- faldast frá árslokum 1999. Fyrirtæk- ið hefur 68-faldað stærð sína með til- liti til starfsmannafjölda,“ sagði meðal annars í niðurstöðu dóm- nefndar. Actavis hlýtur Þekkingarverðlaun Eftir Grétar Júníus Guðmundson gretar@mbl.is ALÞJÓÐLEGI fjárfestingabankinn Morgan Stanley segir að Kaupþing banki sé besti fjár- festingakosturinn á bankamarkaði á Norð- urlöndum. Þetta kemur fram í nýju verðmati fjárfestingabankans, sem hefur hækkað mat sitt á Kaupþingi um 20%, úr 94 sænskum krónum á hlut í 113 sænskar krónur. Morgan Stanley mælir með því við fjárfesta að þeir kaupi hlutabréf Kaupþings banka. Í verðmati Morgan Stanley segir að fjárfest- ingabankinn hækki verðmat sitt á Kaupþingi banka í kjölfar nýlegs uppgjörs bankans fyrir árið 2006, og einnig í kjölfar upplýsinga frá stjórnendum bankans. Jónas Sigurgeirsson, framkvæmdastjóri samskiptasviðs Kaupþings banka, segir að fulltrúi Morgan Stanley hafi nýlega verið hér á landi til viðræðna við stjórnendur bankans. Þar hafi stjórnendurnir leitast við að svara þeim fjölmörgu spurningum um starfsemi Kaupþings banka, sem lagðar voru fyrir þá. Auk þess hafi uppgjör bankans fyrir síðasta ár þá legið fyrir. „Við svöruðum eftir bestu getu öllum spurn- ingum fulltrúa Morgan Stanley,“ segir Jónas. „Þar var alfarið um opinberar upplýsingar að ræða, sem allir hafa aðgang að, enda enginn áhugi hjá fulltrúa Morgan Stanley að leita eft- ir einhverju öðru af eðlilegum ástæðum. Því er ekki hægt að benda á eitthvað ákveðið í upplýsingagjöf stjórnenda Kaupþings banka, sem veldur því að trú fjárfestingabankans á bankanum eykst jafn mikið og raun ber vitni. En niðurstaðan er ákaflega ánægjuleg fyrir Kaupþing banka.“ Hækka verðmat á Kaupþingi Íslensk fyrirtæki afar skuldsett Eftir Arnór Gísla Ólafsson arnorg@mbl.is ÚTGJALDAAUKNING í fjáraukalögum ríkis- stjórnarinnar seint síðasta vetur voru dropinn sem fyllti mælinn hjá alþjóðlega matsfyrirtækinu Stand- ard & Poor’s, sem lækkaði lánhæfismat ríkissjóðs í desember, fyrst og fremst vegna minnkandi að- halds í ríkisfjármálunum í aðdraganda þingkosn- inganna í vor. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Eileen Zhang, eins af sérfræðingum Standard & Poor’s, sem hélt kynningarfund á Hótel Loftleiðum í gær í framhaldi af skýrslu um íslenska bankakerfið. Viðskiptahalli og erlendar skuldir verða undir smásjánni Zhang sagði að þegar horft væri til næstu miss- era myndu sérfræðingar Standard & Poor’s fylgj- ast sérstaklega grannt með þróun viðskiptahallans á Íslandi, sem hefði verið afar mikill, og ekki síður með erlendri skuldasöfnun þjóðarbúsins; báðar stærðir sem hlutfall af landsframleiðslu væru með þeim hætti að Ísland skæri sig mjög úr í saman- burði við flest önnur vestræn lönd. Zhang taldi víst að umræða um íslensku krónuna myndi skjóta reglulega upp kollinum og sagði alls ekki hægt að útloka að eins konar evru- eða doll- aravæðing „neðan frá“, þ.e. af hálfu fyrirtækjanna sjálfra, myndi eiga sér stað þótt stefna að ofan væri allt önnur. Martin Noréus sagði íslensku bankana hafa stað- ið sig afar vel og betur en aðra norræna banka í uppsveiflu undanfarinna missera, en að reyna myndi á getu þeir þegar verr áraði. Hann minnti á að skuldir Íslands hefur vaxið gríðarlega frá árinu 2004. Skuldir heimilanna sem hlutfall af landsfram- leiðslu væru að vísu í takt við t.d. Danmörku og Bretland. En þegar kæmi að skuldum fyrirtækj- anna við lánastofnanir skæri Íslandi sig algerlega frá löndunum í kring, hlutfallið væri 150% á meðan það væri 30–70% annars staðar. Jafnvel þótt leið- rétt væri fyrir ýmsa þætti, m.a. vegna útrásar ís- lenskar fyrirtækja, væri skuldsetning fyrirtækj- anna samt sem áður gríðarlega mikil sem aftur hefði bein áhrif á útlánaáhættu íslensku bankanna. Morgunblaðið/Ásdís Sprenging Martin Noréus (t.v.) varð tíðrætt um mikla skuldaaukningu frá árinu 2004. ig 22,4% hlut í Finnair. Hluthafar FL Group voru upp- lýstir um áðurnefnda aukningu á hlut félagsins í AMR á aðalfundi FL Group í gær. „Við bindum áfram miklar vonir við þessar fjárfestingar. Við höfum fylgst mjög grannt með rekstri flugfélaga í Bandaríkjunum og telj- um horfur AMR Corporation fyrir árið 2007 afar góðar,“ er haft eftir Hannesi Smárasyni, forstjóra FL Group, í tilkynningunni til Kaup- hallarinnar. FL GROUP hefur aukið hlut sinn í AMR Corporation, móðurfélagi American Airlines, stærsta flug- félags í heimi, og á nú 8,63% hlut í félaginu, samkvæmt tilkynningu til Kauphallar Íslands og er því stærsti hluthafinn í félaginu. FL Group tilkynnti þann 26. des- ember að félagið hefði keypt 5,98% hlut í AMR Corporation. Frá því hefur FL Group haldið áfram að byggja upp stöðu í félaginu. Til viðbótar við hlut félagins í AMR Corporation á FL Group einn- FL Group stærsti hluthafinn í AMR Morgunblaðið/Brynjar Gauti Stærstir Hannes Smárason, forstjóri FL Group, tilkynnti það á aðalfundi fyrirtækisins í gær að FL Group væri orðinn stærsti hluthafi AMR Corp.                                  !"  #   $ ## %   "&     ' #  ( ) # * + , - . /+ ' #  & -' # , -  0   0  "    1   2$3 4 "54'  6          )7  " +   8  -   (-+  8  -   9: 5  ;0< $ =>   =>+++ 3 %3  ? %3        14 * + 13 -         ($  -  ( 35      !                                                                                 (- 2 3#  - + ='3 @ # - +A .  1         2                                 2 2     2 2 2 2                      2  2 2 2                        2  2 2 2 ?3#  @ #B =( C  +   "5%- 3#  2       2 2  2 2 2 2 1@3  3# 3 9 - D 1E       F F "=1) G<       F F HH ;0< 1 ##     F F ;0< . % 9##     F F 8H)< GI J       F F

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.