Morgunblaðið - 23.02.2007, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 23.02.2007, Blaðsíða 27
Fréttir í tölvupósti mælt með ... MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2007 27 www.leikhusid.is sími 551 1200 Þjóðleikhúsið fyrir alla! STÓRFENGLEG! PATREKUR 1,5 Strákarnir fara á kostum allir sem einn. Ekki missa af stjörnuleik Ólafíu Hrannar! Aukasýning 23/2. Allra síðasta sýning! LEG Forsýningar 1. 2. og 3. mars. Allt að verða uppselt! Tryggið ykkur ódýra miða! eftir Hugleik Dagsson Hvað er að gerast? Er allt að verða vitlaust? Sýningar í Barbican leikhúsinu 28/2–10/3 Frumsýnt 8. mars. Fo rsala hafin! Frábær fjölskyldusýning! SITJI GUÐS ENGLAR Sýning laugardagskvöld kl. 20.00 Sýning sunnudag kl 14.00. PÉTUR GAUTUR Í LONDON PÉTUR OG ÚLFURINN Uppselt, sala hafin á aukasýningar! Þjóðleikhúsið í útrás. Sjóminjasafnið Frönsk safnanótt á Grandanum www.sjominjasafn.is Hristusmíð og hipphopp Heimsdagur barna er liður í vetrarhátíð og verður hann haldinn á morgun í Gerðubergi frá 13–18. Það verður örugglega rosalega skemmtilegt fyrir krakka og unglinga að fá þarna tækifæri til að kynnast framandi menningu frá öllum heimsálfum í listsmiðjum. Síðan verður karnivalstemning þegar afraksturinn úr smiðjunum verður afhjúpaður. Auk þess verða ýmsar skemmtilegar uppákomur í anddyri Gerðubergs. Meðal þess sem börn geta kynnst í listsmiðjunum er hringöndun, hipphopp, krump, salsa, hristusmíði, ávaxtaútskurður, pappírsskreytingar, arabísk leturgerð og víkinga- og vopnasmiðja. Ástarsagnaeldur í Landnámssetri Landið, náttúran, ástin og sagan verða í forgrunni á tónleikum Vox Feminae í Landnámssetrinu í Borgarnesi klukkan 20:30 í kvöld. Kórinn mun syngja undir stjórn Margrétar Pálmadóttur undir klettinum forna sem Skál- inn í Landnámssetri hvílir á. Þetta ku vera elsta berg á Vesturlandi og hljómburður þess með afbrigðum góður. Talnahrollur Heimsfrumsýning verður í Sambíóunum í kvöld á kvikmyndinni The Number 23 sem skartar Jim Carrey í aðalhlutverki. Myndin segir frá manni leiknum af Carrey sem verður heltekinn af bók sem hann telur að segi frá sínu eigin lífi. Grunurinn breytist svo í ofsóknarbrjálæði. Geggjaðar prímadonnur Freyvangsleikhúsið í Eyjafirði frumsýnir hinn geggj- aða gamanleik Prímadonnurnar í kvöld í Freyvangi. Um Íslandsfrumsýningu er að ræða. Verkið er eftir Ken Ludwig en Saga Jónsdóttir þýðir og leikstýrir. Sófinn heillar Ekki má gleyma því að slappa af um helgarnar og hlaða batteríin fyrir átök vikunnar sem er framundan. Hvað er þá betra en að henda sér upp í sófa með teppi og góða bók og halda á vit ævintýra í hugarheimum. Ljóð í skógi Ársafn Borgarbókasafns býður til ljóðagöngu í Elliða- árdal á morgun kl. 14. Þar hefur verið komið fyrir ljóðum eftir ýmis íslensk skáld sem munu lífga anda og sál gesta dalsins næstu vikurnar. Gönguna leiða þær Úlfhildur Dagsdóttir og Jónína Óskarsdóttir en einnig munu skáldin Einar Már Guðmundsson og Ingunn Snædal slást í för. Lagt verður af stað frá Rafveituheimilinu og tekur gangan rúma klukkustund. Gullmót KR Búast má við heilmiklu fjöri á Gullmóti KR um helgina þar sem 580 sundmenn munu keppa í Laugardalslaug í 82 greinum. Hápunkturinn er svo KR Super Challenge þar sem sterkustu sundmenn mótsins heyja sundeinvígi í myrkvaðri laug undir ljósasýningu og tónlist. Hvað er …? Fyrsta sjónvarpsviðureignin í Gettu betur verður í kvöld en þar munu Menntaskólinn í Kópavogi og Fjöl- brautaskólinn í Garðabæ reyna gáfur sínar og minni. Til- valið tækifæri til að spreyta sig á níðþungum spurn- ingum og fá dágóðan skammt af skemmtun í leiðinni. Sjörnuglit Glæsikjólar og grátklökkar þakkarræður verða án efa í fyrirrúmi á Óskarsverðlaunaafhendingunni sem fram fer í Kodak-leikhúsinu í Los Angeles aðfaranótt mánu- dags. Sýnt verður beint frá henni á Stöð tvö og hefst út- sendingin klukkan 1:30 um nóttina en á undan verður upphitunarþáttur sem hefst klukkan 1:00. Morgunblaðið/Árni Torfason Morgunblaðið/Eggert Reuters Björn Ingólfsson tekur uppþráðinn frá því í gær vegna tilborðsverðs á legsteinum: Hvort legsteinninn minn verður bjarg eða blý, blár eða grænn eða rauður, ég nenni ekki að vera að þvarga yfir því þá verð ég hvort sem er dauður! Hólmfríður Bjartmarsdóttir á Sandi yrkir: Ég held að loks þá ligg ég dauð ég lítið hugsi um beinin. Ég ætla að deyja alveg snauð og engan panta steininn. Þó mér einhver geri gröf í garði kristilegum. Efa ég ég eigi töf á þeim drottins vegum. Hvar sem liggja lúin bein líklegra mér þætti að ég gangi í einhvern stein eftir fornum hætti. Rúnar Kristjánsson á Skagaströnd yrkir vegna fyrirsagnar á viðtali við Guðjón Arnar Kristjánsson í Morgunblaðinu: Karlinn í brúnni keikur er, kotroskinn allt frá vöggu. Lifandi hress hann leikur sér laus við að sinna Möggu. Enn af legsteinum VÍSNAHORNIÐ pebl@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.