Morgunblaðið - 23.02.2007, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2007 19
HAFMYND ehf. hlaut í gær Ný-
sköpunarverðlaun Rannís og Út-
flutningsráðs. Jón Sigurðsson iðn-
aðarráðherra afhenti verðlaunin
á Nýsköpunarþingi og Torfi Þór-
hallsson, framkvæmdastjóri fyr-
irtækisins, veitti þeim viðtöku.
Hafmynd framleiðir sjálfstýrð
og ómönnuð neðansjávarfar-
artæki, sem nota má til mynda-
töku og annarrar upplýsingaöfl-
unar neðansjávar.
Djúpfarið er markaðssett undir
nafninu Gavia. „Gavia immer“ er
latneska heitið á himbrima en
hann gengur undir nafninu „the
great northern diver“ meðal
enskumælandi manna. Í vetur
hlaut Hafmynd viðurkenningu
markaðsrannsóknafyrirtækisins
Frost & Sullivan fyrir hönnun
djúpfarsins og notkun þess við
eftirlit í höfnum.
Áætlanir gera ráð fyrir stig-
vaxandi sölu næstu árin. Nú þeg-
ar er búið að tryggja samninga
um sölu fyrir 100 milljónir króna
í ár.
Hafmynd ehf. hlýtur
Nýsköpunarverðlaun
Morgunblaðið/Golli
Verðlaunahafar Hjalti Harðarson, Egill Harðarson og Torfi Þórhallsson
taka við verðlaununum úr hendi Jóns Sigurðssonar viðskiptaráðherra.
ÚTLÁN inn-
lánsstofnana og
markaðsverðbréf
drógust saman
um 56 milljarða
króna í janúar
eða um tæplega
2% eftir töluverða
aukningu síðustu
tvo mánuði síð-
asta árs. Verðbréfaeign innláns-
stofnana minnkaði um rúmlega 23
milljarða og útlán til innlendra aðila
drógust saman um tæplega 32 millj-
arða. Þetta kom fram í tölum sem
Seðlabankinn birti í gær.
Í Morgunkorni Glitnis kemur
fram að gengisbundin útlán til inn-
lendra aðila drógust saman um rúm-
lega 36 milljarða, sem jafngildir 3,4%
samdrætti.
Á komandi mánuðum má gera ráð
fyrir að það hægi enn frekar á útlán-
um bankanna, samkvæmt Morgun-
korni Glitnis.
Samdráttur
í útlánum
HUGSANLEGT er að hagvöxt-
ur á síðasta ári hafi verið ofmet-
inn, en nýjar tölur Hagstofunnar
um vöruinnflutning sýna að magn-
breyting vöruinnflutnings var tölu-
vert meiri en áður var reiknað
með og munar um 15%. Er sagt
frá þessu í Vegvísi greiningar-
deildar Landsbankans.
Í janúarspá fjármálaráðuneytis-
ins var hagvöxtur síðasta árs tal-
inn 2,5% og í spá Seðlabankans frá
því í nóvember var reiknað með
4% hagvexti í fyrra.
„Þessar nýju tölur Hagstofunn-
ar gefa til kynna að ef til vill hafi
hagkerfið vaxið umtalsvert minna
en þessar fyrri áætlanir sögðu til
um. Ef rétt reynist liggur fyrir að
Seðlabankinn hefur ofmetið fram-
leiðsluspennuna í hagkerfinu og
gæti því þurft að endurskoða í
grundvallaratriðum forsendur nú-
verandi aðhaldsstigs í peningamál-
um,“ segir í Vegvísi.
Ofmetinn
hagvöxtur?
Morgunblaðið/Árni Sæberg
STJÓRN Gildis-lífeyrissjóðs hef-
ur ákveðið að leggja til við ársfund
sjóðsins að áunnin lífeyrisréttindi
sjóðfélaga verði hækkuð um 10%,
eða um 18 milljarða króna. Verði til-
lagan samþykkt er það annað árið í
röð sem Gildi hækkar réttindin, en í
fyrra hækkuðu þau um 7%.
Í tilkynnigu frá Gildi segir að til-
laga um hækkun áunninna lífeyris-
réttinda sé lögð fram í ljósi góðrar
afkomu lífeyrissjóðsins á undanförn-
um árum. Meðalraunávöxtun á ári
síðastliðin fimm ár sé 11%. Raun-
ávöxtun Gildis árið 2006 hafi verið
9,6%.
„Þessa góðu ávöxtun á nýliðnu ári
má rekja til fjárfestingarstefnu
sjóðsins og hagstæðra skilyrða á
verðbréfamörkuðum, bæði innan-
lands og utan. Innlend hlutabréf
sjóðsins hækkuðu um 17,6% á meðan
Úrvalsvísitala Kauphallar Íslands
hækkaði um 15,8%, erlend hlutabréf
hækkuðu um 33,5% í krónum, en
heimsvísitalan hækkaði um 32,8%,“
segir í tilkynningunni.
Vilja auka
réttindi
◆
◆
‘07 70ÁR Á FLUGI
HUGURINN BER ÞIG
AÐEINS HÁLFA LEIÐ
W W W. I C E L A N DA I R . I S
MADRID
MINNEAPOLIS
– ST. PAUL
ORLANDO BOSTON
HALIFAX
GLASGOW
LONDON
STOKKHÓLMUR
HELSINKI
KAUPMANNAHÖFN
OSLÓ
BERLÍN
FRANKFURT
MÜNCHEN
MÍLANÓ
AMSTERDAM
BARCELONA
MANCHESTER
PARÍS
NEW YORK
BALTIMORE –
WASHINGTON
REYKJAVÍK
AKUREYRI BERGEN
GAUTABORG
*Á mann í tvíbýli á Copley Square Hotel *** í Boston 26.–29. apríl og 29. nóv.–2. des.
Innifalið: Flug báðar leiðir, flugvallarskattar og gisting.
Ferðaávísun gildir
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
I
C
E
3
63
32
0
2
/0
7
FLUG OG GISTING Í 3 NÆTUR FRÁ 54.900* KR.
FENWAY
„Þú ert ekki maður með mönnum nema að kíkja á Fenway sem er leikvangur hafnaboltaliðsins
Boston Red Sox. Þetta er einn elsti leikvangur Bandaríkjanna og er þess vegna lítill og frekar lúinn.
Það gerir hann þó bara þeim mun meira sjarmerandi. Pylsur og bjór eru það eina
sem kokkurinn mælir með þar.“
+ Allar nánari upplýsingar á www.icelandair.is
NÝI BÆKLINGURINN ER KOMINN ÚT
BORGMÍN
BOSTON
ALLT AÐ TVISVAR Á DAG Í SUMAR
MAGNÚS EÐVALD BJÖRNSSON
DOKTOR Í TÖLVUNARFRÆÐI