Morgunblaðið - 23.02.2007, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 23.02.2007, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2007 43 REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is óendanlegra möguleika. Hann var fyrir okkur undramaður, því að hann þekkti heim sem var okkur framandi og stundum fundum við nánast til minnimáttarkenndar gagnvart honum. Þegar hann sat fyrir framan heimilistölvuna okkar fylltumst við lotningu því að þar var snillingur á ferð. Aldrei taldi hann eftir sér að liðsinna okkur þótt verkefnin væru ærin og krefjandi annars staðar. Og aldrei kom til greina að þiggja borgun. Þá skipti ekki máli hvort fjölskyldutengsl hefðu breyst. Vináttan hafði ekki breyst. Margar myndir svífa fyrir hug- skotssjónum en hæst ber myndina af Hlyni og Huga syni hans. Þar fóru saman tveir sálufélagar og gagnkvæmir aðdáendur. Það er þyngra en tárum taki að hugsa um þau þungu örlög sem aðskilið hafa þá feðga. Þeir voru sem spegilmynd hvor annars og nutu samvistanna. Megi algóður Guð styrkja Huga litla og leiða í lífinu hans sem er svo nýbyrjað. Og móður hans sem nú þarf að takast á við breyttar að- stæður. Samband Hlyns og fjölskyldu hans var einstaklega fallegt og náið. Þar ríkti gagnkvæm virðing og væntumþykja. Systir hans Perla var honum mjög kær og ekki spillti fyr- ir að hún og einn af hans bestu vin- um, Högni, rugluðu saman reytum. Hlynur var mikill vinur vina sinna og nánast ástríðufullur í kærleika sínum til þeirra. Enda var hann vin- margur og vinsæll. Við biðjum Guð að styrkja og hugga fjölskyldu Hlyns og vinina hans góðu, sem syrgja hann sárt. Við gætum lengi haldið áfram að tíunda mannkosti Hlyns. Við sökn- um hans og hörmum ótímabært andlát hans. Orð mega sín þó lítils gagnvart svo þungum harmi sem sviplegt fráfall hans er fjölskyldu hans, vinum, og ekki síst unnustu hans Rósu, sem elskaði hann svo mikið og heitt. Samband þeirra var ungt og fullt fyrirheita. Guð gefi að hún megi finna hamingjuna á ný. Að lokum biðjum við þess að Hlynur fái sinnt hugðarefnum sín- um á eilífðarbrautinni þar sem við vonandi hittum hann glaðbeittan á ný og fáum að njóta leiðsagnar hans á nýjum slóðum. Kristín og Bragi. Í dag kveðjum við Hlyn, bróður bestu vinkonu okkar. Svo viðkvæmt er lífið sem vordagsins blóm er verður að hlíta þeim lögum að beygja sig undir þann allsherjardóm sem ævina telur í dögum. Við áttum hér saman svo indæla stund sem aldrei mér hverfur úr minni. Og nú ertu genginn á guðanna fund það geislar af minningu þinni. (Friðrik Steingrímsson) Við og fjölskyldur okkar sendum Perlu, Högna, Bínu, Konna, Huga Snæ og öðrum aðstandendum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Guð varðveiti ykkur öll. Þorbjörg Lilja og Guðrún Lauga. Þegar þær fréttir bárust okkur að Hlynur væri dáinn var það eins og himinninn félli saman á einu and- artaki. Við Hlynur kynntumst á Húsavík þegar við vorum fimm ára og við höfum verið góðir vinir síðan. Snemma varð mér ljóst að Hlynur var einstakur drengur og gríðarlega hæfileikaríkur. Mér er minnisstætt þegar hann með hlaupahæfileikum sínum vann Grímsbikarinn þrisvar sinnum og sendi bikarinn um leið á safn þar sem keppni var sjálfhætt þegar einhver vann hann þrisvar. Hlynur eignaðist tölvu löngu á und- an öðrum og var farinn að forrita og búa til leiki fyrir fermingu á meðan við hinir kunnum varla að skrifa nafnið okkar í tölvunni. Síðar átti þessi tölvuáhugi eftir að verða hans lifibrauð. Hlynur fór að æfa fótbolta snemma og tókst honum það ein- staka afrek að skora þrisvar beint úr hornspyrnu sama sumarið! Svona var Hlynur, svolítið sérvitur en snillingur á sama tíma. Við flutt- um báðir til Akureyrar um ferm- ingu og héldum við þar góðu sam- bandi. Á næstu árum fórum við félagarnir hvor í sína áttina en þeg- ar Hlynur flutti til Reykjavíkur tók- um við að bralla meira saman. Hlynur eignaðist gullmolann sinn Huga Snæ árið 2000. Hlynur stóð sig frábærlega í föðurhlutverkinu og náðu þeir feðgar mjög vel saman og ljóst að söknuður Huga er óbæri- legur á þessari stundu. Við strák- arnir höfðum þann sið að hittast hér eða erlendis alltaf ársfjórðungslega og skemmta okkur saman. Enda þótt ferðirnar erlendis hafi oftast verið svona hefðbundnar stráka- ferðir þá gleymdi Hlynur aldrei honum Huga og a.m.k. tvisvar dró hann okkur félagana út af hótelher- bergi í Kaupmannahöfn snemma á laugardagsmorgni til þess eins að fara í dótabúðina á Strikinu. Hlynur hafði þann háttinn á að senda Huga myndir úr búðinni í síma mömmu hans og þannig gat Hugi valið sér dót. Þá var það fastur punktur í lífi okkar félaganna að hlaupa alltaf 10 km í Reykjavikurmaraþoni. Ein- hvern tímann varð Hlynur ósáttur við það að ég neitaði að hlaupa. Skráði Hlynur mig hins vegar til leiks og eftir að hann kom í mark beið hann í þrjá tíma til þess eins að koma mínu merki í gegnum enda- markið og sjá nafnið mitt með lak- asta tímann í Morgunblaðinu dag- inn eftir. Þetta gerði hann tvö ár í röð en það var í hans anda að sjá alltaf eitthvað spaugilegt í gráum hversdagsleikanum og búa til minn- ingar sem seinna var hægt að hlæja að í góðum hópi. Eitt er víst að við félagarnir munum hér eftir hlaupa þessa 10 km á hverju ári til heiðurs þér kæri vinur. Síðustu mánuðir Hlyns voru við- burðaríkir og hafði hann m.a. kynnst Rósu og hafið nýja vinnu sem hann var mjög ánægður með. Það er samdóma álit okkar félag- anna að Hlynur hafi sjaldan eða aldrei verið hamingjusamari en síð- ustu dagana sem hann lifði. Elsku Hugi minn missir þinn er svo svakalega mikill og svo óréttlátt að þú missir þinn yndislega pabba sem elskaði þig svo heitt, Konni, Bína, Perla, Högni og Rósa megi guð gefa ykkur styrk til þess að tak- ast á við sorgina. Eftir lifir minn- ingin um sannan heiðursdreng sem við öll söknum svo sárt. Ágúst og Jenný. Kveðja frá Sjúkraþjálfun Kópavogs Í dag komum við saman til að kveðja góðan dreng, Hlyn Heiðberg Konráðsson. Leiðir okkar Hlyns lágu saman fyrir tæpum áratug þegar hann að- stoðaði við tölvuvæðingu fyrirtæk- isins. Hlynur var kallaður til að sjá um uppsetningu tölvukerfis og úr- lausn þeirra vandamála sem upp komu í kerfinu. Hæfni Hlyns kom fljótt í ljós enda tókst honum að leysa vandamál sem ekki hafði tek- ist annars staðar. Kynni okkar urðu nánari með tíð og tíma en okkur er það mjög minnisstætt þegar við sáum Hlyn í fyrsta skipti í Hamra- borginni. Þar stóð hann í anddyrinu, myndarlegur ungur maður, tein- réttur, örlítið hlédrægur og alvöru- gefinn. Hann var fámáll í fyrstu en með áberandi glettnisglampa í aug- um. Við frekari kynni kom í ljós að Hlynur hafði mjög skemmtilega lífs- sýn, magnaða kímnigáfu sem ekki síst kom fram í góðri frásagnarlist sem hann bjó yfir. Hann sá samtímann oft í skemmtilegu ljósi, og frásögn hans með þeim hætti að við upphaf henn- ar var ekki hægt að átta sig á því hver boðskapurinn yrði en oftar en ekki lauk hann frásögninni með góðri fléttu af staðreyndum og kímni, jafnvel örlítilli kaldhæðni þannig að tilheyrendur skelltu upp úr. Fljótlega eftir kynni okkar var hann fenginn til að aðstoða við tölvumál á heimilum okkar. Um tíma var Hlynur tíður gestur ýmist í Skerjafirðinum eða Kópavogi við lagfæringar, kennslu og ráðgjöf í heimilistölvunni. Sá skilningur og alúð sem Hlynur sýndi fróðleiks- fúsum ungum einstaklingum sem sí- fellt hafa nýjar spurningar virtist ekki eiga sér takmörk. Hlynur hafði endalausa þolinmæði þrátt fyrir mikið spurningaflóð og því er ekki að neita að það læddist sá grunur að okkur að hann væri að endurupplifa reynslu fyrri ára. Hlynur var áhugamaður um íþróttir en hann var mikill KA-mað- ur, United-maður og frístunda- hlaupari. Sjálfur stundaði hann hlaup og knattspyrnu á yngri árum við góðan orðstír. Manchester Unit- ed var okkar sameiginlega áhuga- mál, hvorugur alltaf sáttur við stjór- ann og Hlynur ætíð með magnaðar athugasemdir um karlinn, „hann er svo mikill Skoti að hann tímir ekki að stilla upp sterkasta liðinu“. Sömuleiðis gat Hlynur gert góð- látlegt grín að sjálfum sér þegar kom að markmiðssetningu fyrir Reykjavíkurmaraþonið. Eftir því sem nær dró hlaupinu og annríkið í vinnunni var mikið styttust þær vegalengdir sem Hlynur einsetti sér að hlaupa. Hann gerði bara grín að því en hljóp aldrei styttra en 10 km og fór létt með. Lífshlaup Hlyns Heiðbergs varð allt of stutt og skyndilegt fráfall hans er þungbært. Öllum aðstand- endum og vinum vottum við okkar dýpstu samúð, fallinn er frá magn- aður drengur. Hvíli hann í friði. Kristján Hjálmar Ragnarsson. Það er þyngra en tárum taki þeg- ar ungir menn í blóma lífsins falla frá með sviplegum hætti. Það var okkur, sem þekktum til Hlyns Kon- ráðssonar og starfa hans hjá Reykjavíkurborg síðustu ár, mikið áfall að fregna af slysinu sem leiddi til dauða hans. Hlynur réðst til starfa hjá Reykjavíkurborg fyrir tæpum þremur árum og vann þar til nýlega að vefmálum sem heyrðu undir starfsemi skrifstofu borgarstjóra. Þannig kynntist ég Hlyni. Reykjavíkurborg er þjónustufyr- irtæki þar sem gott starfsfólk skipt- ir afar miklu máli og fjársjóður borgarinnar felst meðal annars í mannauði á mörgum sviðum. Hlyn- ur starfaði á skrifstofu borgarstjóra allan þann tíma sem ég gegndi emb- ætti borgarstjóra og var hluti af frá- bærum hópi samstillts starfsfólks. Hann var lykilmaður í smíði og gerð nýs vefjar fyrir Reykjavíkurborg og vann þar þrekvirki á stuttum tíma. Ekkert verkefni var honum ofviða og leysti hann flóknustu hluti sem tengdust uppsetningu heimasíðu Reykjavíkurborgar á útsjónarsam- an hátt. Hlynur var ekki bara frá- bær starfsmaður, dugmikill og klár, heldur ekki síður góður og skemmtilegur félagi. Hann setti svip sinn á umhverfið, með hnyttn- um tilsvörum og óborganlegum húmor. Ég minnist ótal ánægju- legra stunda innan Ráðhúss sem ut- an. Með félögum sínum í vefdeild- inni Hreini og Hafsteini stóð hann fyrir ýmsum skemmtilegum uppá- komum sem léttu okkur samstarfs- fólkinu lífið og bætti gleði og hlátri inn í umhverfið. Ég tel mig ríkari af kynnum við góðan dreng og votta ungum syni hans, foreldrum og fjölskyldunni samúð mína. Steinunn Valdís Óskarsdóttir. Það er erfitt að sætta sig við það að Hlynur samstarfsmaður okkar sé látinn. Hlynur var nýhættur að starfa með okkur og við deildum gleði hans með nýja starfið og vor- um þakklát fyrir allt sem hann hafði gefið okkur hér. En lífið er hverfult og framtíðin sem blasti björt við Hlyni var allt í einu tekin frá hon- um. Það er erfitt að trúa því hvað hefur gerst og ennþá erfiðara að sætta sig við það, líklega ekki hægt. Hlynur var frábær samstarfs- maður, skemmtilegur, uppátækja- samur og alltaf til í að setjast niður og segja sögur. Hann hafði ótrúlega frásagnarhæfileika og sögurnar og hugmyndirnar sem komu frá honum leiftruðu af húmor og glaðlegu við- horfi hans til lífsins. Slíkt er ómet- anlegt á vinnustað þar sem álagið er mikið og hlutirnir ganga ekki alltaf að óskum. Hæfileikar Hlyns í for- ritun og öllu sem viðkemur tölvum voru líka ótrúlegir, það var ekkert sem ekki var hægt að leysa. Við minnumst hans samt fyrst og fremst sem góðs og skemmtilegs vinar sem við söknum sárt. Þú átt alltaf stað hérna í hesthúsinu okkar í Tjarnargötu 12. Við vottum fjölskyldu Hlyns alla okkar samúð. Samstarfsfólk í Tjarnargötu 12. Ég trúi ekki ennþá að þetta hafi gerst. Ég hugsa aftur og aftur um það hvernig þetta gat gerst, hvernig er hægt að hljóta slík örlög? En ég get ekki klárað þessa hugsun, þetta er allt svo óraunverulegt og ósann- gjarnt. Hvað með öll plönin? Hvað með framtíðina? Af hverju þurfti þetta að gerast. Hversu sárt þetta er fyrir Huga og þína nánustu fjöl- skyldu. Af hverju fékkstu ekki að njóta lífins? Af hverju fékkstu ekki framtíðina þína? Ég veit vel að það er ekki hægt að svara þessum spurningum en þær koma samt upp í hugann aftur og aftur. Við kynntumst þegar ég tók þátt í að ráða þig til starfa hér hjá Reykjavíkurborg fyrir tveimur og hálfu ári. Við urðum fljótt góðir vin- ir og höfum brallað margt saman, bæði innan og utan vinnu. Mér finnst óhugsandi að bralli okkar skuli vera lokið – óhugsandi og óþolandi. Minningarnar eru svo margar, sögurnar óteljandi, ævin- týrin endalaus. Þú varst mér ómetanleg stoð þeg- ar við smíðuðum vef borgarinnar, okkur leið vel að vinna saman og við bættum hvor annan upp. Þú stóðst alltaf með mér í öllum barningnum hérna, því gleymi ég aldrei. Að hafa haft mann eins og þig sér við hlið er ómetanlegt. En vinnan er ekki lífið og þar vorum við sammála, vináttan er það aftur á móti. Þú varst sérstaklega skemmtileg- ur strákur, fyndinn, hugmyndaríkur og ótrúlega lifandi karakter. Það var endalaust gaman að sitja með þér og spjalla, sögurnar runnu upp úr þér, hver annarri skemmtilegri. Þú varst líka svo klár og einn af þessum undrabörnum í tölvubrans- anum sem allt geta og ekkert stopp- ar nema hugmyndaflugið, og í þínu tilfelli varla það. Það var alltaf fjör í kringum þig og það var frábært að fá að kynnast þér, jafn sorglegt að missa þig. Þú varst nýhættur að vinna með mér og kominn í spenn- andi starf. Síðast þegar við hittumst vorum við svo ánægðir að vera laus- ir við argaþras vinnunnar, núna gát- um við bara verið vinir, þetta var allt rétt að byrja. Að lífi þínu skuli vera lokið, Hlyn- ur, er nokkuð sem er ekki hægt að trúa. Þannig er það samt og því verður ekki breytt. Ég mun varð- veita minninguna um þig og reyna að minnast allra góðu stundanna. Ég ætla líka að muna sögurnar þín- ar og orðatiltækin, ég ætla að muna þetta með dverginn, björninn á hjól- inu, nördinn í joggingbuxunum og svo margt fleira. Ég þakka þér Hlynur fyrir það sem þú gafst mér með því sem þú gerðir og sagðir. Ég sakna þín og mun alltaf gera. Ég veit að svo er um fleiri og ég sendi Huga og fjölskyldunni þinni mínar innilegustu samúðarkveðjur. Hreinn Hreinsson. Fimtudagskvöldið 8. febrúar fengum við símtal og okkur var til- kynnt að Hlynur væri látinn, við áttum erfitt með að trúa því og eig- um í raun enn erfitt með að trúa því að hann sé farinn. Ég kynntist Hlyn fyrst í Gagg- anum á Akureyri þar sem mynd- aðist góður vinahópur sem enn heldur góðu sambandi og það er ljóst að höggvið hefur verið stórt skarð í þann hóp. Ég heimsótti þig á tímabili nánast daglega þegar þú bjóst í Dalsgerð- inu hjá foreldrum þínum þar sem þú og Halldóra voruð saman. Þar gerð- um við ýmislegt okkur til skemmt- unar eins og að tippa á enska bolt- ann, við héldum báðir með sama liðinu svo það var aldrei neinn ágreiningur þar, þegar ég kom inn í herbergið til þín þá varst þú alltaf klár með miðana og fórst yfir með mér hvaða kerfi við ættum að nota, ég verð að viðurkenna að ég skildi ekki alveg hvað þú varst að tala um en ég vissi að þú varst með þetta á hreinu. Ég man þegar við sam- þykktum okkar á milli að raka af okkur allt hárið ef við værum með alla leikina rétta, að sjálfsögðu gekk það ekki eftir en við létum hárið samt fjúka. Svo kom að því að þú flyttir suður með foreldrum þínum en við héld- um alltaf góðu sambandi og þú og Halldóra komuð alltaf í heimsókn til mín og Heru þegar þið komuð norð- ur í frí. Þið komuð norður í brúðkaupið okkar og stuttu síðar fluttum við líka suður og þá fórum við að hittast oftar og áttum margar góðar stund- ir saman. Þá stendur upp úr þegar við fórum fjögur saman til Beni- dorm og áttum þar tvær frábærar vikur. Okkur leið held ég báðum betur í skugganum en sólinni, þess vegna var sundlaugarbarinn oft ákjósanlegur staður á meðan Hera og Halldóra böðuðu sig í sólinni. Þar gátum við setið og spjallað tím- unum saman og einu sinni aðeins of lengi, og svakalega fannst þér fynd- ið þegar við fórum loks upp í íbúð- ina og ég var skaðbrunninn, bara hægra megin. Síðan kom að því að leiðir ykkar Halldóru skildi en vinskapur ykkar hélt þó áfram og héldum við góðu sambandi við ykkur bæði. Ég man hvað ég var hissa þegar þú hringdir í mig einn daginn þegar ég og Hera bjuggum í Grafarvog- inum og þú sagðist vera á leiðinni til mín akandi og sjálfur undir stýri því þú hafðir þá ekki keyrt bíl síðan þú tókst bílprófið mörgum árum áður. Þá var Hugi fæddur og orðið aðeins meira mál að ferðast alltaf um í strætó. Seinna komst þú með Huga í heimsókn til okkar og það var gaman að sjá hvað hann var líkur þér og hvað þú varst stoltur af hon- um. Við höfðum reglulega samband hvor við annan eftir að við Hera fluttum aftur norður og alltaf gat ég hringt í þig þegar ég kom suður vegna vinnunnar og við fórum og fengum okkur kaffi saman. Það verður skrýtið að geta ekki lengur hringt í þig þegar ég kem suður eða þegar mig vantar aðstoð með tölv- una eða bara til að heyra í þér hljóð- ið, en ég er glaður yfir því að hafa átt þig sem vin, þú varst trúr og traustur og þín verður sárt saknað, kæri vinur. Elsku Hugi Snær, Konni, Bína og Perla, Guð gefi ykkur styrk í sorg- inni. Hugur okkar er hjá ykkur. Sverrir, Hera og börn. SJÁ SÍÐU 44
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.