Morgunblaðið - 23.02.2007, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 23.02.2007, Blaðsíða 60
60 FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ vilja leggja sitt af mörkum til að hægja á hlýnun hnattarins. Víkverji telur að þetta sé vitlaus stefna hjá bílaumboðunum. Það er fullt af fólki, sem velur bíla út frá því hversu umhverf- isvænir þeir eru, en ekki vélarstærð eða hestaflafjölda. x x x Bílastæðið við Leifs-stöð stækkar ár frá ári. Þegar mikið er að gera í millilanda- fluginu og margir bílar á stæðinu er göngutúrinn frá bíla- stæðinu inn í flugstöð stundum orð- inn harla langur, iðulega í alveg hreint afleitu veðri. Flugstöðin hlýtur að hafa gríð- arlegar tekjur af vaxandi flug- umferð, og auðvitað líka af stöðu- gjöldum þeirra, sem leggja bílum sínum við stöðina og borga ekki lágt verð fyrir. Er ekki löngu tímabært að eitthvað af þessum peningum verði notað til að byggja bílastæða- hús, sem tengist Leifsstöð sjálfri með undirgöngum eða tengigangi – svona til að draga úr hættunni á að fólk verði úti á leiðinni úr bílnum sínum og inn í innritunarsal? Undanfarið hefurverið athygl- isverð umfjöllun í Morgunblaðinu um dísilbíla. Þar hefur m.a. komið fram að þeir eru miklu um- hverfisvænni en benz- ínbílar; eyða minna eldsneyti og losa langtum minna af gróðurhúsaloftteg- undum. M.a. hefur verið spurt hvers vegna dísilolía sé ekki höfð mun ódýrari en benzín (ríkið ræður því) til að hvetja fólk til að aka dísilbílum og hvers vegna dísilbílarnir séu ekki líka hafðir ódýrari í innkaupum (ríkið ræður því líka). Víkverja finnst þriðja spurningin eiga erindi í umræðuna. Af hverju markaðssetja bílaumboðin ekki dís- ilbílana sem umhverfisvænan kost? Víkverji á bíl, sem hægt er að fá með tiltölulega lítilli dísilvél, en líka með miklu kraftmeiri og stærri – og umhverfisfjandsamlegri og dýrari – benzínvél. Í auglýsingum og kynn- ingarefni umboðsins er áherzlan lögð á að með stóru benzínvélinni fái maður kraftinn og sportlegheit- in, en ekkert er gert úr því að dís- ilbíllinn sé kosturinn fyrir þá, sem           víkverji skrifar | vikverji@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. SÍMI: 569 1100. SÍMBRÉF: ritstjórn: 569 1181, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 569 1118, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: ritstjorn@mbl.is, / Áskriftargjald 2.800 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. dagbók Orð dagsins: Drottinn mun frelsa mig frá öllu illu og mig hólpinn leiða inn í sitt himneska ríki. Hon- um sé dýrð um aldir alda! Amen. (Tím. 4, 18.) Í dag er föstudagur 23. febrúar, 54. dagur ársins 2007 velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Til þeirrar stórorðu konu Ég las grein þína, Margrét Jóns- dóttir, sem birtist 18. febrúar og er hún að mörgu leyti athyglisverð. Þú skrifar um hjartnæma ræðu Haralds Benediktssonar og hina kjörkuðu þingmenn, að ógleymdum bóndaó- mögunum. Ég ætla nú ekki að fara að kryfja þína grein til mergjar, mér finnst eins og hún sé þegar merg- sogin eins og þú berð hana á borð fyrir landsmenn. Ég ætla ekki að telja mig ómaga ríkisins, þessi 46 ár sem ég tilheyrði bændaklúbbi Ís- lands, né nokkurn annan bónda sem stundaði og stundar búskap eftir að þessar beingreiðslur komu til sög- unnar. Nokkur ár eru síðan hætt var að niðurgreiða kjötið sem þið fenguð á borð ykkar. Hver tók þá á sig nið- urgreiðsluna, var það ríkið? Þá heyrðist ekki að landsmenn allir, ut- an bændur, væru upp á þjóðina komnir. Svo kom að því að þessu var hætt og malarbúinn varð að borga fullt verð fyrir kjötið sitt. Þá hófst söngur um hvað bændur okruðu á landslýð því auðvitað rennur það beint í vasa bóndans, andvirði alls þess. Ég man eftir hæsta verði á kjötkílói þegar ég hætti hokri, það var svokallaður stjörnuflokkur, lið- lega 400 kr. fyrir kg. til bóndans. Nú er kílóverð á lambslæri í Bónus um 1400 kr. og þykir ódýrt, og aðrir hlutar lambsins í samræmi við það. Hver ætli fái mismuninn? Þessi kona, Margrét Jónsdóttir, og hennar líkar ættu að vera komin út í ógróinn afdal með skóflu og haka og vinna sér þar grænmetislund og hafa sem lifibrauð. Þá fyndi hún í hvað hún eyddi orku sinni. Hún getur lifað án lambakjöts og er það vel, en ekki hugsa ég að landsmenn hennar allir séu á sama máli. Að byggja bú frá grunni krefst meiri orku til sálar og líkama en að rétta málara pensilinn eða skola pensla sem mér finnst þessi kona vera allfær um. Réttur bænda til ákvörðunar um fram- leiðslu á kjöti var tekinn af þeim og bundið í lögum hvað þeir skyldu framleiða mikið. Svo var sá réttur af þeim tekinn og þeim úthlutað fram- leiðslurétti, sem bóndi á hverri jörð átti. En ekki dugði það lengi. Nokk- ur ár liðu, þá skyldi jarðareigandi eiga kvótann, jafnvel þó að þessi jarðareigandi hefði aldrei stundað búskap. Í því lenti svo leiguliði sem var gerður eignalaus öryrki að bú- skap loknum. Margrét Jónsdóttir talar um að sauðkindin blessuð sé að eyða öllum jarðargróðri, mér finnst ég nú hafa annað að segja. Eftir þau rúm 40 ár, sem liðin eru síðan ég yf- irgaf Keldudal í Dýrafirði, hefur honum heldur hnignað en blómstr- að, og tel ég að þar vanti sauð- kindina. Allur er hann uppblásinn af mosaþembum og sinu, svo það er varla gangfært um hann að sumri til. Sauðkindin nærist á gróðri eins og allir vita og hún skilar líka arði, til þess bletts sem hún borðar af. Hún lætur ekki úrgang sinn í gler- eða postulínsskálar sem rándýrar leiðslur skila út í sjó, eins og við ger- um. Því veldur sá sem er í tvíriti, og veldur mengun sem maðurinn verð- ur að ganga frá nú á dögum. Kristjana Sigríður Vagnsdóttir. Akureyrarvöllur VIÐ nokkrir íbúar á Akureyri viljum koma á framfæri kæru þakklæti fyr- ir borgarafundinn sem vinir Ak- ureyrarvallar efndu til í Sjallanum 15. febrúar sl. um framtíð vallarins. Þarna voru flutt mjög góð og upplýs- andi framsöguerindi, og eins hjá öðrum ræðumönnum, þar á meðal þjálfurunum, sem þarna töluðu. Einnig kærar þakkir til Kristjáns G. Arngrímssonar blaðamanns fyrir greinina í Mbl. 20. febrúar sl., „Grænt á Akureyri“, þar voru orð í tíma töluð. Meira af svo góðu, Ak- ureyringar eða aðrir. Við vonum að bæjarstjórnin á Akureyri beri gæfu til að láta Akureyrarvöll vera áfram á sínum stað og þjóna þeim tilgangi sem honum var ætlað frá upphafi. Annað væri hróplegt umhverfisslys sem ekki yrði bætt. Nokkrir Akureyringar. MORGUNBLAÐIÐ birtir til kynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sín- um að kostnaðarlausu. Tilkynn- ingar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudags- og mánudags- blað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistilkynningum og/ eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Hægt er að hringja í síma 569- 1100, senda tilkynningu og mynd á netfangið ritstjorn@mbl.is, eða senda tilkynningu og mynd í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins, www.mbl.is, og velja liðinn "Senda inn efni". Einnig er hægt að senda vélritaða tilkynningu og mynd í pósti. Bréfið skal stíla á Árnað heilla, Morgunblaðinu, Hádegismóum 2 110 Reykjavík. / AKUREYRI / KEFLAVÍK SKRÁÐU ÞIG Á SAMbio.is Hagatorgi • Sími 530 1919 • www.haskolabio.is FORELDRAR KVIKMYND EFTIR RAGNAR BRAGASON eeee LIB - TOPP5.IS eeee H.J. MBL. eeee FRÉTTABLAÐIÐ SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI ÓSKARS- TILNEFNINGAR 8 BYGGÐ Á METSÖLU SKÁLDSÖGU PATRICK SÜSKIND eee VJV, TOPP5.IS ÓSKARSTILNEFNING1 BREAKING AND ENTERING kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 12 ára LETTERS FROM IWO JIMA kl. 5:30 - 8 - 10:40 B.i. 16 ára PERFUME kl. 6 - 9 B.i. 12 ára DREAMGIRLS kl. 5:30 - 8 LEYFÐ BLOOD DIAMOND kl. 9:30 B.i. 16 ára FORELDRAR kl. 6 - 7:50 LEYFÐ BABEL kl. 10:40 B.i. 16 ára BRIDGE TO TEREBITHIA kl. 5:50 LEYFÐ MAN OF THE YEAR kl. 8 - 10:20 B.i. 7 ára ROCKY BALBOA kl. 8 B.i. 12 ára PERFUME: THE STORY OF A MURDERER kl. 10:10 B.i. 16 ára VEFURINN HENNAR KARLOTTU m/ísl. tali kl. 5:50 LEYFÐ BREAKING AND ENTERING kl. 8-10 B.i. 12 ára THE BRIDGE TO TEREBITHIA kl. 6 LEYFÐ ALPHA DOG kl. 8 B.i. 16 ára HANNIBAL RISING kl. 10:10 B.i. 16 ára VEFURINN HENNAR KARLOTTU m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ FRÁIR FÆTUR m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ BREAKING AND ENTERING JUDE LAW JULIETTE BINOCHE ROBIN WRIGHT Með “Íslandsvininum og sjarminum Jude Law” ásamt óskarsverðlauna leikkonunni Juliette Binoche Frá leikstjóra English Patient og Cold Mountain Stærsta fjölskyldumynd í Bandaríkjunum árið 2007 Frá þeim sömu og færðu okkur Chronicles Of Narnia: The lion, the witch and the wardrobe
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.