Morgunblaðið - 23.02.2007, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 23.02.2007, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2007 61 Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Hin sálarlegu ör sem foreldrum þínum hefur ekki tekist allt sitt líf að láta gróa, hefur þú fengið í arf. Og þú munt reyna þitt besta líka. Í dag tekurðu fyrsta skrefið af mörgum. Naut (20. apríl - 20. maí)  Það felst áskorun í að binda enda á vissa hluti þessa dagana. Fólk heldur áfram að spjalla, smáatriði haldast óljós og diskarnir í vaskinum verða áfram skítugir. Kannski ertu að forðast það sem kemur næst – en það er ekkert að óttast. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Enginn er fullkominn. Það verður sér- staklega augljóst þegar þú reynir að tengjast fólki á tilfinningalegu nótunum án þess að verða særður. Samt munu margir þiggja þá brothættu ást sem þú hefur fram að færa. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Hvers vegna að sætta sig við að vera „í lagi“ þegar „í lagi“ er ekki næstum nógu gott fyrir þig? Með því að nota innsæið sem stjörnurnar færa þér, lær- irðu að færa þig úr meðalmennsku yfir í yfirburði. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú átt það til að hugsa of mikið um hlutina, sem getur valdið því að þú hikir og jafnvel drollir við framkvæmdir. Ekki ná öllu hárrétt, kláraðu bara verk- ið. Þú er frábær þegar þú einu sinni hefst handa. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Ekki forðast furðulegar uppákomur. Því furðulegri, þeim mun betri. Þú gæt- ir fundið næsta elskhuga, sannan vin eða góðan starfsmann í furðulegri sam- suðu af fólki. Vatnsberar og hrútar færa þér gæfu. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú græðir nákvæmlega ekkert á því að vera tortrygginn núna. Taktu næsta skref í sambandi eða trúðu vini fyrir gömlu leyndarmáli. Reyndu að hafa trú á mannkyninu og þú færð það margfalt borgað tilbaka. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú ert jafn opinn og móttækilegur og svampur. Nálgastu því þá sem þig lang- ar til að læra af, jafnvel þótt það kosti peninga. Fjárfestu í sjálfum þér. Fræðslan mun móta og teygja á huga þínum. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Allir virðast hafa álit á því sem þú tek- ur þér fyrir hendur. Og af óljósum ástæðum er það meðhöndlað einsog það sé ekkert persónulegt. Þú hefur tilfinn- ingar alveg einsog aðrir! Stattu með sjálfum þér. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Reyndu að standast þá freistingu að segja fólki frá því sem þú ert með í bí- gerð. Þú getur fengið viðbrögðin sem þú þarfnast til að taka framförum seinna meir. Einsog stendur þarfnast hið nýfædda „barn“ þitt verndar þinn- ar. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Það besta sem gæti komið fyrir þig núna er nýr vinskapur. Þá færðu nýja sýn inn í líf annarra. Þú hefur sér- stakan áhuga á listrænu fólki þessa dagana, og færð löngun til að votta ein- hverjum virðingu þína. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú ert á barmi þess að koma einhverju ótrúlegu á laggirnar. Þú getur gert það. Þú þarft bara að helga vissum tíma í það reglulega. Þá er bara að byrja! Þar sem hin rómantíska Venus hefur verið að færa sig inn í hrútinn nýlega, kemst plánetan í dásam- legt daðurstuð. Þetta verð- ur fjörug helgi, full af tæki- færum til að finnast maður aðlaðandi og til að laða að. Það er næstum það sama, ekki satt? Manneskjan sem þú hefur mestan áhuga á, er sú sem hefur sannan áhuga á þér. stjörnuspá Holiday Mathis Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is LEIKVERKIÐ Killer Joe eftir Tracy Letts í leikstjórn Stefáns Bald- urssonar verður frumsýnt í Borg- arleikhúsinu hinn 1. mars. Verkið var frumsýnt í Chicago árið 1993 og hefur síðan verið sýnt í um það bil 30 lönd- um við miklar vinsældir. Björn Thors, sem fer með titilhlutverkið í sýning- unni, segir að um skemmtilegt innlit inn í amerískan lágstéttarraunveru- leika sé að ræða. „Þetta gerist í Tex- as, hjá fólki sem býr í hjólhýsum. Þetta er ansi magnað og það sem heillaði mig þegar ég las verkið í fyrsta skipti var hversu magnaðar persónurnar eru. Hver karakterinn er öðrum skemmtilegri og brjál- aðari,“ segir Björn, en með önnur hlutverk í verkinu fara Þröstur Leó Gunnarsson, Unnur Ösp Stef- ánsdóttir, Maríanna Clara Lúth- ersdóttir og Þorvaldur Davíð Krist- jánsson. Budweiser og KFC Á heimasíðu Borgarleikhússins kemur fram að Killer Joe sé strang- lega bannað börnum, en Björn segir bæði ofbeldi og nekt koma fyrir í verkinu. „Það er ákveðin bylgja í leik- húsunum sem hefur verið vinsæl síð- ustu ár og hefur verið kölluð „in your face“. Nú síðast var verið að sýna Herra Kolbert eftir David Giesel- mann á Akureyri . Þessi verk eru sprottin af svipuðum rótum, þau eru aðgangshörð og ofsalega „brútal“ þannig að þau ganga nærri fólki. Þetta er mjög krefjandi sýning, bæði fyrir leikhópinn og áhorfendur, án þess þó að vera yfirþyrmandi. Hún er samt uppfull af leiftrandi húmor og skemmtun, þetta er svona „white- trash Texas-style“, með Budweiser í annarri og Kentucky Fried í hinni,“ segir Björn og bætir því við að verkið sé á vissan hátt pólitískt. „Þetta fjallar um Bandaríkin og maður hlýt- ur að spyrja sig af hverju þetta er umfjöllunarefnið, fólk sem býr svona, er illa menntað, illa upplýst og tekur ákvarðanir sem eru siðferðilega al- rangar, vegna þess að það sér enga betri leið í stöðunni. Þetta hlýtur að vera pólitísk framsetning höfundar.“ Eins og áður segir leikur Björn tit- ilhlutverkið, Killer Joe Cooper. „Hann er rannsóknarlögreglumaður og leigumorðingi, eins skemmtilegt samansull og það er. Hann er eina persónan sem kemur ekki beint úr þessu hjólhýsaumhverfi, heldur kem- ur sem utanaðkomandi aðili inn til Smith-fjölskyldunnar sem býr í þessu hjólhýsi,“ segir Björn, sem vill þó ekki gefa of mikið upp um söguþráð- inn. Þess má loks geta að kvikmyndin Killer Joe er nú í bígerð í Bandaríkj- unum. Leikverkið Killer Joe frumsýnt í Borgarleikhúsinu 1. mars Killer Joe Björn Thors í hlutverki leigumorðingja og lögreglumanns. Aðgangshart og krefjandi www.borgarleikhus.is / ÁLFABAKKA / KRINGLUNNI ÆVINTÝRALEG SPENNA OG HASAR. STYÐST VIÐ RAUNVERULEGA ATBURÐI SKRÁÐU ÞIG Á SAMbio.is SVALASTA SPENNUMYND ÁRSINS FRÁ SAMA HÖFUNDI OG FÆRÐI OKKUR SILENCE OF THE LAMBS OG RED DRAGON KEMUR ÞIÐ VITIÐ HVER HANN ER.... ...SVONA BYRJAÐI ÞAÐ CLINT EASTWOOD LEIKSTÝRIR MEISTARAVERKINU LETTERS FROM IWO JIMA SEM VAR M.A. TEKINN UPP Á ÍSLANDI. eeeee S.V. - MBL MYNDIN BRÉF FRÁ IWO JIMA ER STÓRVIRKI eeee L.I.B. - TOPP5.IS eeee S.V. MBL. ÓSKARS- TILNEFNINGAR 7 eeeee - B.S. FRÉTTABLAÐIÐ GOLDEN GLOBE BESTA MYND ÁRSINS eee S.V. - MBL SÝND BÆÐI MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI eee L.I.B. - TOPP5.IS SÝND Í SAMBÍÓUNUM KRINGLUNNI NICOLAS CAGE EVA MENDES ÓSKARSTILNEFNINGAR m.a. fyrir aðalhlutverk karla/ Leonardo dicaprio5 FRÁ LEIKSTJÓRA “THE LAST SAMURAI” GOLDEN GLOBE VERÐLAUN BESTA ERLENDA MYNDIN SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI ÓSKARSTILNEFNING m.a. besta myndin4 HLAUT GAGNRÝNENDA VERÐLAUNIN SEM BESTA MYNDIN TOPPMYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG BREAKING AND ENTERING kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i.12 .ára. BREAKING AND ENTERING VIP kl. 4 - 8 - 10:30 THE BRIDGE TO TEREBITHIA kl. 3:40 - 5:50 LEYFÐ HANNIBAL RISING kl. 8 - 10:30 B.i.16 .ára. ALPHA DOG kl. 5:40 - 8 - 10:30 B.i.16 .ára. PERFUME kl. 5:20 B.i.12 .ára. BLOOD DIAMOND kl. 8 - 10:40 B.i.16 .ára. BABEL kl. 8 - 10:40 B.i.16 .ára. FORELDRAR kl. 3:40 VEFURINN HENNAR KARLOTTU m/ísl. tali kl. 3:40 - 5:50 LEYFÐ FRÁIR FÆTUR m/ísl. tali kl. 3:40 LEYFÐ SKOLAÐ Í BURTU m/ísl. tali kl. 3:40 LEYFÐ GHOST RIDER kl. 5:40 - 8 - 10:30 B.i. 12 ára THE BRIDGE TO TEREBITHIA kl. 3:40 - 5:50 - 8 LEYFÐ HANNIBAL RISING kl. 5:40 - 8 - 10:30 B.i. 16 ára ALPHA DOG kl. 10:10 B.i. 16 ára VEFURINN HENNAR KARLOTTU m/ísl. tali kl. 3:40 LEYFÐ DIGITAL FRÁIR FÆTUR m/ísl. tali kl. 3:40 LEYFÐ DIGITAL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.