Morgunblaðið - 23.02.2007, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 23.02.2007, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2007 33 araviðræðna hefur ein- nnst af trausti. Þannig afa öll grunngögn sem not- eru í kjaraviðræðunum rið óumdeild. Oft hafa meiginlegar rannsóknir rið gerðar til að kanna rif hinna ýmsu þátta arasamninga og einnig fur verið rannsakað hvort mningsaðilar hafi náð arkmiðum sínum. Í þessu mbandi ert vert að nefna nstaklega góð samskipti ð Félag leikskólakennara m báðir samningsaðilar lað sér í fyrirmynd- óla á Íslandi. Jafnframt n þannig að flestir leik- virðast sáttir við þau um þó allir viti að alltaf megi ar metin eru laun fyrir eins og hjá leikskólakenn- ör leikskólakennara virð- naverð af hálfu grunn- f marka má ummæli mst frá því að segja að og KÍ vegna grunnskóla- ar ólík því sem hér er lýst m viðsemjendum LN. Tor- tryggni og fjandsamleg ummæli eru látin falla af hálfu forystumanna KÍ um launa- nefnd og sveitarstjórnarmenn eins og m.a. kom fram í morgunfréttum RÚV 7. febrúar sl. þegar formaður KÍ sagði að launanefndin héldi úti menntunarfjand- samlegri stefnu. Þessi ummæli segja reyndar meira um þann sem lét þau falla en þann sem þau beinast að. Ummælin lýsa því miður vel því viðhorfi sem LN mætir of oft hjá forystu KÍ. Í þeirri von að taka megi upp fagleg vinnubrögð milli LN og KÍ og auka traust og trúnað þeirra í milli lögðu fulltrúar LN fram tillögu í desember sl. sem hluta af heildarlausn í þeim ágrein- ingi sem nú er uppi, hugmynd að mark- miði ásamt aðgerðaráætlun. Markmið Lagt er til að aðilar samkomulagsins verði sammála um að setja sér það mark- mið og leiðarljós að þegar eiginlegar kjaraviðræður hefjast í janúar 2008 liggi fyrir sem bestar upplýsingar um skóla- starfið, framtíðarsýn sveitarstjórn- armanna, skólastjórnenda, kennara og foreldra á því hvernig skólastarfinu verði best hagað. Einnig að fyrir liggi sameig- inlegt mat á áhrifum núverandi kjara- samnings á skólastarfið, nákvæmar upp- lýsingar um kjör kennara og samanburður á kjörum þeirra við sam- bærilegar starfsstéttir og launaþróun undanfarin ár. Jafnframt verði sameig- inlega unnið að því að skilgreina nánar þarfir og tilgang upplýsingaöflunar um einstaka þætti og kappkostað að ná hverju sinni samstöðu um að upplýsing- arnar endurspegli þær staðreyndir sem leitað er eftir. Tímasett aðgerðaráætlun Tímasett aðgerðaráætlun er hluti til- boðs LN og er henni skipt í viðfangefni sem lúta að faglegri umfjöllun, rannsókn- arvinnu og kjaraviðræðum. 1. Framtíðarsýn (jan.–júní 2007) a) Skólamálanefnd Sambands ís- lenskra sveitarfélaga og aðrir sem stjórn sambandsins tilnefnir, og fulltrúar KÍ, hugsanlega með þátt- töku fleiri, s.s. foreldra og mennta- málaráðuneytis, greina stöðu grunn- skólamála og leitast við að móta framtíðarsýn og finna leiðir til já- kvæðrar skólaþróunar. b) Fyrirliggjandi kannanir og skýrslur um skólastarfið verða yfirfarnar og nýjar sameiginlegar kannanir gerð- ar eftir þörfum. 2. Greining kjarasamnings LN og KÍ fyrir grunnskólann (júlí–nóv. 2007) a) Nákvæm greining verður gerð á nú- verandi kjörum eftir starfsheitum, starfsaldri, menntun, kyni, aldri o.fl. b) Samanburður verður gerður á kjör- um grunnskólakennara og skóla- stjórnenda við sambærilegar starfs- stéttir. c) Gildandi kjarasamningur verður greindur m.t.t. þeirrar framtíð- arsýnar og hugmynda um skólaþró- un sem fyrir liggja og leitast verður við að skilgreina hverju þurfi að breyta í kjarasamningi svo ákvæði hans styðji við nauðsynlega framþróun í samræmi við sameig- inlega framtíðarsýn í skólamálum. d) Fyrirliggjandi kannanir og skýrslur um kjaraviðræður og kjarasamning aðila verða yfirfarnar og nýjar sam- eiginlegar kannanir gerðar eftir þörfum. 3. Samantekt upplýsinga (des. 2007) a) Farið verður yfir fyrirliggjandi gögn og þau dregin saman til notk- unar í kjaraviðræðum. Viðbótarupp- lýsinga verður aflað sameiginlega eftir þörfum. 4. Kjaraviðræður (jan.–apríl 2008) a) Skilgreining sameiginlegra mark- miða nýs kjarasamnings (jan. 2008). b) Gerð viðræðuáætlunar (feb. 2008). c) Kjaraviðræður (feb.–apríl 2008). 5. Kjarasamningur undirritaður (maí 2008) Til viðbótar þessu kynntu fulltrúar LN hugmynd að sams konar aðgerðaráætlun en með flýtingu allra dagsetninga yrði það raunin að KÍ myndi segja upp kjara- samningi aðila fyrir 1. desember með gildistöku 31. desember 2007. Upp úr skotgröfunum Öllu þessu hefur verið hafnað af hálfu forystumanna KÍ. Ég spyr; hvers vegna? Er verið að hafna því að taka upp ný vinnubrögð sem að öllum líkindum myndu skila aðilum málsins betri nið- urstöðum en annars væri í næstu framtíð eða er eitthvað annað sem liggur þarna að baki? Getur virkilega verið að menn vilji áfram takast á úr skotgröfum í stað þess að læra af reynslunni? Ef forysta KÍ vill ekki taka við þeim kauphækkunum sem boðnar hafa verið hlýtur hún samt sem áður að geta samþykkt að taka upp fagleg vinnubrögð í kjaramálum. m fagleg vinnubrögð »Ef forysta KÍ vill ekkitaka við þeim kaup- hækkunum sem boðnar hafa verið hlýtur hún samt sem áður að geta samþykkt að taka upp fagleg vinnu- brögð í kjaramálum. Höfundur er sviðsstjóri kjarasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga og framkvæmdastjóri LN. Ef allt er með felldu og líf okk-ar rennur eftir þeim farvegisem flestum er markaður, þáer það á tveimur mismunandi æviskeiðum sem við þurfum meira á þjónustu velferðarkerfisins að halda en að öðru jöfnu. Annars vegar þegar við erum með ung börn og hins vegar þeg- ar við komumst á efri ár. Unga fólkið er að koma sér fyrir í lífinu, eignast börn, festa sig í sessi á vinnumarkaði og koma sér upp húsnæði. Fæðingarorlof og góð þjónusta leikskóla og grunnskóla er þessum hópi gríðarlega mikilvæg sem liður í því að sam- ræma atvinnuþátttöku og fjölskyldulíf. Það er liður í því að skapa þess- um hópi það öryggi sem hann þarf á að halda. Þeir sem eru komnir á efri ár eru aftur á móti að draga sig út af vinnu- markaði, reyna að við- halda heilsu sinni og virkni í samfélaginu og leita að hentugra hús- næði. Þeir vita að heils- an getur bilað og þurfa að hafa tryggingu fyrir því að ef það gerist þá eigi þeir aðgang að þjón- ustu við hæfi. Gott lífeyriskerfi, öflug heimaþjónusta og nægilegt framboð á hjúkrunarrýmum er öryggisnet þessa hóps. Grettistak í leikskólamálum Ég tók þátt í því á níunda áratugn- um sem ung móðir tveggja barna að berjast fyrir leikskólum og lengra fæð- ingarorlofi enda hvort tveggja af mjög skornum skammti. Sjálfstæðisflokk- urinn í borgarstjórn Reykjavíkur byggði ekki upp leikskólaþjónustu heldur biðlistaþjónustu. Hann hlustaði ekki eftir þörfum fólksins. Ég einsetti mér því, þegar ég bauð mig fram sem borgarstjóri í Reykjavík árið 1994, að setja uppbyggingu leik- skóla og einsetningu grunnskóla í al- geran forgang. Með samhentu átaki allra þeirra sem stóðu að Reykjavík- urlistanum tókst okkur að lyfta Grett- istaki í leikskóla- og skólamálum. Til marks um það má nefna að það voru byggðar 100 nýjar leikskóladeildir á árunum 1994–2002. Ný lög um fæðingarorlof voru svo sett árið 2000 að frumkvæði þáverandi heilbrigðis- og fjármálaráðherra og voru þau mikil réttarbót fyrir foreldra ungra barna. Verkefnið sem við stönd- um nú frammi fyrir er að byggja ofan á það sem komið er, vinna að lengingu fæðingarorlofsins og draga úr kostnaði fjölskyldnanna við þjónustu skóla og leikskóla. Öryggisleysi aldraðra Stór hópur aldraðra býr við örygg- isleysi í sínu daglega lífi og þ.a.l. við skert lífsgæði. 400–600 aldraðir eru í brýnni þörf fyrir hjúkrun en fá hana ekki. Liðlega 900 deila herbergi á hjúkrunarheimili með einum, tveimur eða jafnvel þremur öðrum sem þeir eiga enga samleið með. 70 liggja inni á Land- spítalanum og eiga þar ekk- ert einkalíf. Þessar að- stæður hrópa á úrlausn án tafar. Það er siðlaust sam- félag sem ekki setur það í forgang að leysa þessi mál. Ný ríkisstjórn sem Sam- fylkingin á aðild að eftir kosningar mun gera það rétt eins og við leystum leikskólamálin í Reykjavík á árunum 1994–2002. Sem betur fer lifa flestir langa ævi og þurfa aldrei á hjúkrunarheimili að halda nema þá um skamma hríð. Á öllum æviskeiðum ráðast lífsgæði fólks af mögu- leikum þess til að taka virk- an þátt í samfélaginu og þurfa ekki að hafa áhyggjur af afkomu sinni. Lífeyr- isþegum er þröngt skorinn stakkurinn í þessu tilliti. Um 60% aldraðra eru með tekjur undir 140 þúsund krónum á mánuði og af þessum tekjum greiða þeir 20 þúsund í skatt. Þessi lífskjör eru auðvitað með öllu óviðunandi. Reyni þeir að bæta kjör sín með því að vinna hluta úr degi tekur skatturinn fyrst sitt og svo hegg- ur almannatryggingakerfið í sama kné- runn og skerðir bæði grunnlífeyririnn og tekjutrygginguna eftir flóknum reglum sem enginn skilur. End- urútreikningar og bakreikningar eru daglegt brauð og það þarf fullfrískt fólk með óskerta orku til að fylgjast með því flókna reikniverki. Lífeyrisréttindi eldri borgara Mikið hefur verið talað um öflugt líf- eyriskerfi landsmanna sem byggst hef- ur upp á undanförnum áratugum og víst er að lífeyrissjóðirnir eru öflugir fjárfestar. Þau sem byggðu upp þessa sjóði njóta þó enn ekki ávaxtanna því að meðaltali fá lífeyrisþegar ekki nema um 50 þúsund á mánuði úr lífeyr- issjóði. Hlutur kvenna er þar talsvert rýrari en karla vegna þess að hjá þeim myndaðist enginn réttur meðan þær komu miðaldra fólki þessa lands til manns. Flestir hefðu mátt ætla að lífeyr- issjóðurinn væri ævisparnaðurinn þeirra sem myndi gera þeim kleift að lifa við þokkaleg kjör á efri árum. En þá komum við aftur að samspili skatt- kerfis, lífeyriskerfis og almannatrygg- ingakerfis þar sem allt rekur sig hvað á annars horn. Lífeyrissparnaðurinn er ekki skattlagður eins og annar sparn- aður, þ.e. með 10% fjármagns- tekjuskatti, heldur með 35,7% tekju- skattshlutfalli. Til viðbótar kemur svo að hverjar þúsund krónur úr lífeyr- issjóði skerða tekjutrygginguna frá al- mannatryggingum um 399 kr. Auk þess skerðist heimilisuppbót þeirra sem búa einir sem þýðir að fyrir þá er skerðingin enn meiri. Af þessu sést að venjulegu öldruðu launafólki er í raun fyrirmunað að bæta kjör sín. Tillögur Samfylkingarinar Þessu vill Samfylkingin breyta og mun gera það að sínu forgangsmáli í nýrri ríkisstjórn að loknum kosningum. Við ætlum að hækka lífeyri almanna- trygginga og við ætlum að taka upp 10% skatt á greiðslur úr lífeyrissjóði. Hjá einstaka framsóknarmanni gæt- ir þess misskilnings að þetta verði íþyngjandi fyrir aldraða sem ekki geti nýtt sér persónuafsláttinn að fullu. Því er til að svara að skattleysismörkin eru orðin svo lág í tíð þessarar rík- isstjórnar að aldraðir eru farnir að greiða tekjuskatt af lágmarkslífeyri Tryggingastofnunar sem nemur bótum eins mánaðar á hverju ári. Tillaga okk- ar um 10% skatt verður að skoðast í tengslum við þá tillögu okkar að koma á 100 þúsund króna frítekjumarki sem er óháð uppruna tekna, afnema skerð- ingar á lífeyri vegna tekna maka og vinna að hækkun skattleysismarka. Við ætlum að losa eldri borgara þessa lands úr þeirri fátækragildru sem spunnin hefur verið úr flóknu samspili margra kerfa. Vanrækslusyndir stjórnarflokkanna Aldraðir hafa árum saman barist fyrir úrbótum í sínum málum en það er eins og þeir hafi ekki náð eyrum þing- manna og ráðherra stjórnarflokkanna. Ég geri hins vegar ráð fyrir að í þeim hópi séu nú margir að átta sig á því að þeir hafi sofið alltof lengi á verðinum. Sjálfstæðismenn og framsóknarmenn munu taka við sér fyrir kosningar og lofa öldruðum bjartari framtíð. En þeir rumska of seint. Þeir hafa leyft þessu að gerast af því þeir voru andvaralaus- ir, þeir voru kærulausir, þeir sváfu á verðinum af því þeir voru svo öruggir í sínum valdasessi. Valdið slævði þá gagnvart kjörum fólksins í landinu. Það eru vanrækslusyndir þeirra sem eru verstar. Þeir hafa verið of lengi við völd – þeir þurfa frí. Af ungum og öldnum Eftir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur » Venjuleguöldruðu launafólki er í raun fyrirmun- að að bæta kjör sín. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Höfundur er formaður Samfylkingarinnar. t? Morgunblaðið/Golli nninn Salurinn var þéttskipaður á ráðstefnunni sem fram fer á vegum ykjavík, Reykjavíkurborgar og Álaborgarháskóla. awrence Whalley er pró- í geðheilbrigðisfræði við ann í Aberdeen og er ér á landi til að halda er- u um málefni aldraðra sem kólanum í Reykjavík um Hinn 61 árs gamli pró- a strengi við upphaf er- mtudag þegar hann sagði vinkona hans væri búin nóg af sífelldum kvört- r nýjum verkjum víðsvegar „Elskan mín,“ mun hún n dag sem þú vaknar ekki k ertu dauður.“ sér síðan yfir í alvöru aði á því að skilgreina ð er mun flóknara mál en að halda. Prófessorinn lgreininguna vera þá að stað þegar skaði væri r. Hann benti á að ekki yrði hverri hrörnun með aldr- t binda miklar vonir við þá indanna sem stuðlar að ldrunartengdum heila- orð við Alzheimers- Mér væri alveg sama þótt að fá Alzheimer í fram- ðist prófessorinn, „svo efði tryggingu fyrir því að myndi ekki ná tökum á ir 120 ára aldur. Þá geri áð fyrir að vera löngu slétt sama.“ ukkustundarlöngum fyr- irlestri kynnti Whalley ýmsar rannsóknir sem hann og aðrir hafa staðið að á öldr- un, þá sérstaklega öldrun heilans og þró- un greindar og getu með aldrinum. Er- indið botnaði hann síðan með því að benda á pólitískar afleiðingar fólks- fjöldaþróunar á Íslandi og á Vest- urlöndum almennt. Hann sagði að öldr- uðum kjósendum myndi fjölga um 30–40 prósent á næstu árum og að bætt andleg og líkamleg heilsa eldri borgara kæmi til með að kalla á nýtt og eflt hlutverk fyrir þetta fólk í samfélaginu, þar á meðal úti í atvinnulífinu. n dag sem þú vaknar ekki nýjan verk ertu dauður“ Morgunblaðið/Golli Fyndinn fyrirlestur Dr. Lawrence Whall- ey, prófessor við Aberdeen-háskóla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.