Morgunblaðið - 23.02.2007, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 23.02.2007, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2007 41 ✝ Ása Hersirfæddist í Kaup- mannahöfn 14. ágúst 1920, en ólst upp í Reykjavík. Hún lést í Pors- grunn í Noregi, hinn 14. febrúar. Foreldrar hennar voru hjónin Guð- mundur Hersir bak- arameistari, f. 19. júlí 1894, d. 7. júlí 1971, og Helga Emi- lie Hersir, f. Ped- ersen, frá Thurø í Danmörku, f. 16. júní 1896, d. 24. júlí 1956. Systur Ásu eru, Sigríður Ødegård, látin, tvíburasysturnar Bryndís Hersir Lund, býr í Nor- egi og Halla Hers- ir, látin og yngst er Unnur María Hers- ir, býr í Reykjavík. Hálfbróðir þeirra var Sigurþór Hers- ir, látinn. Ása bjó í Noregi frá árinu 1945, lengst af í Pors- grunn. Ása var tví- gift og eignaðist tvo syni, Bernhard Hersir Kittersen og Jon Arve Er- iksen. Barnabörnin eru fjögur. Útför Ásu verður gerð frá Törmo kapellunni í Porsgrunn í dag. Í dag er kvödd í Noregi Ása Hersir Eriksen á 87. aldursári. Hún var elsta systirin í 5 systra hópi sem ólust upp í miðbæ Reykjavíkur og foringi þeirra í mörgu. Ása hjálpaði móður sinni talsvert á heimilinu og var það oft hennar hlutskipti að gæta Unnar systur sinnar, sem var hennar fyr- irmynd og ávallt góð við hana. Ása var ákveðin og skemmtileg kona og var ekkert fyrir að fara í kring- um hlutina. Ása bjó í Noregi frá 1945 og voru ferðalög á milli landa ekki eins tíð og nú er. Okkur telst til að hún hafi aðeins komið 3–4 sinnum heim frá því hún flutti út. Þrátt fyrir það talaði Ása nær lýtalausa íslensku, og var það eitt af því sem gerði mann mjög stoltan af skyld- leikanum. Ísland var alltaf landið hennar og margir Íslendingar hafa notið gestrisni hennar í gegnum tíðina. Heimili hennar var ávallt opið löndum hennar. Ótal farmenn á millilandaskipum komu til Pors- grunn, urðu heimilisvinir Ásu og leituðu hjá henni ráða um ótal- margt. Ása vann lengst af í postu- línsverksmiðju í Porsgrunn og að- stoðaði margan Íslendinginn við kaup á matarstellum og fleiri mun- um frá verksmiðjunum. Marga höfum við hitt sem hafa haldið bréfasambandi við hana í mörg ár og spurt okkur frétta en hin síð- ustu ár átti hún í erfiðleikum með bréfaskriftir. Með saknaðarkveðju til Noregs. Systir og systkinabörn. Ása Hersir hörð af sér. Að henni var mikill styrk- ur. Síðan þessi ferð var farin á fim- leikahátíðina hefur hópurinn haldið saman og styrkt tryggðaböndin. Oft höfum við hist í afmælum eða farið í gönguferðir saman og ferðalög inn- anlands og utan. Sú hefð skapaðist við að fagna afmælum með söng og frumsömdum kveðskap til afmælis- barnsins hverju sinni. Síðastliðið haust fórum við til Ljúbljana í Slóv- eníu. Þá var farið að bera á veikind- um Ásthildar. Með styrkri aðstoð Erlu og Önnu, bestu vinkvenna henn- ar í hópnum, gat hún notið lystisemda staðar og stundar. Þetta var í síðasta sinn sem við ferðuðumst allar saman. Skarð er nú fyrir skildi þar sem Ásthildur er ekki lengur meðal okk- ar. Margs er að minnast. Allar eigum við eftir að minnast góðu áranna með Ásthildi. Við þökkum henni sam- fylgdina. Við kveðjum nú góða og trausta vinkonu. Við kveðjum líka tímann þegar vorum allar saman. Hann kemur ekki aftur. Við hinar höldum samt áfram vinskapnum. Samúðarkveðjur sendi ég Þórði, Sigríði, Hörpu og Hirti ásamt fjöl- skyldum þeirra. F.h. Amsterdamshópsins, Lovísa Einarsdóttir. Kærum vinnufélaga og vinkonu, Ásthildi, fylgjum við nú í síðasta sinn. Við unnum með henni á Rannsókna- stofnun fiskiðnaðarins, sum í allt að 30 ár. Hún var alltaf glöð og jákvæð alveg sama hvað mikið var að gera og var snyrtimennskan ætíð í fyrirrúmi sem kom fram í því að vinnusvæði hennar í lok vinnudags leit alltaf út eins og hún ætlaði aldrei að koma aft- ur. Hún var ekki bara vinkona í vinnunni heldur líka í frístundum. Ásthildur var mikil útivistarkona og smitaði okkur með áhuga sínum. Nokkrum sinnum var m.a. farið í helgarferðir á skíðasvæðin með fjöl- skyldum okkar. Þar var skíðað allan daginn eða á meðan aðstæður leyfðu, eldaður alvöru kvöldmatur og næsta dag, áður en haldið var heim, endaði ferðin alltaf á heitum vöfflum með rjóma. Þetta fannst okkur öllum gaman en þó sérstaklega krökkun- um. Ásthildur var alls staðar, kenndi okkur á skíði, eldaði og bakaði. Hennar verður sárt saknað af öll- um sem kynntust henni. Við sendum Þórði og fjölskyldu okkar innilegustu samúðarkveðjur. Vinnufélagar á örver- ustofu Rannsóknastofn- unar fiskiðnaðarins. Fögur voru í feldi hvítum fjöll í dag. Í fönnum skrýddum dalnum undi ég mínum hag. Sólin skein í bjartar brekkur. Bláfjallanna fegurð víst, dásamlegri er en dagleg orð fá lýst. Mig tefur ekki á skíðabrautum frost né fjúk. – Falleg er hún brekkan niður Skálahnjúk. Tunglið varpar töfraljóma, á tinda og dali allt um kring Langur skuggi liggur yfir Einstæðing. Dalinn út ég held að lokum heim á leið, Heimferðin er alltaf nokkuð svona greið, Niður Skarð sem leiðin liggur, leiðin sú er ekki ströng. Jósepsdal ég kveð með söknuði – og söng. (Rannveig Þorst.) Ásthildur var í þeim samhenta hópi Ármenninga sem nánast ólust upp í Jósefsdalnum um miðja síðustu öld. Hún var yngst systkinanna af Lind- argötunni, eldri systkinin leiddu þau yngri í gegnum fyrstu hindranir skíðamennskunnar. Saman var hald- ið til fjalla, skálinn byggður og æfing- ar stundaðar af kappi í brekkunum. Í þá daga var alltaf snjór og nóg af hon- um og sólin skein í Ólafsskarðinu. Ásthildur giftist Þórði og samhent ólu þau börnin upp við skíðaiðkun. Eftir að aðsetur Ármenninganna fluttist úr Jósefsdalnum í Bláfjöllin héldu þau áfram að koma í skála fé- lagsins, heilsa upp á félagana og njóta fegurðar fjallanna. Að leiðarlokum við ótímabært frá- fall Ásthildar sendum við Þórði og fjölskyldunni allri samúðarkveðjur. Fyrir hönd Skíðadeildar Ármanns, Auður og Guðrún Harðardætur. ✝ Gunnar JónVilhjálmsson fæddist í Reykjavík 24. janúar 1928. Hann lést á Dval- arheimilinu Jaðri í Ólafsvík 17. febr- úar síðastliðinn. Hann var sonur Þórunnar Gunn- laugsdóttur verka- konu, f. 1903, d. 1991, og Vilhjálms B. Guðmundssonar skálds (Vilhjálms frá Skáholti), f. 1907, d. 1963. Systkini Gunnars Jóns eru, samfeðra, Jón Norðfjörð Vil- hjálmsson, f. 1928, og Bergur Heiðnar Vilhjálmsson, f. 1933, og sammæðra Erna Guðmunds- dóttir, f. 1939, d. 1992, og Þor- björg Guðmundsdóttir, f. 1941, d. 1995. Gunnar Jón ólst upp hjá móður sinni og sambýlis- mönnum hennar og síðar bjó hann með henni þar til hún lést 1991. Hann starfaði sem verkamaður svo sem heilsa hans leyfði. Hann vann lengi hjá Hraðfrystihúsi Ólafsvíkur, Bæj- arútgerð Reykja- víkur, Eimskip og Pósti og síma. Gunnar Jón var mikill áhugamaður um tónlist og samdi nokkur lög sem út voru gefin og var hann félagi í STEF. Síðustu árin dvaldi Gunnar Jón á Dvalarheimilinu Jaðri í Ólafsvík. Útför Gunnars Jóns verður gerð frá Ólafsvíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Nú hnígur sól að sævarbarmi sígur húm á þreytta jörð. Nú blikar dögg á blómahvarmi blundar þögul fuglahjörð. Í hljóðrar nætur ástarörmum allir fá hvíld frá dagsins hörmum. (Axel Guðmundsson) Í örmum hljóðrar nætur hefur Gunnar Jón Vilhjálmsson, vinur minn og annarra Ólafsvíkinga hlotið sína hinstu hvíld. Hann fékk rólegt andlát aðfara- nótt laugardagsins síðasta. Svo haldið sé áfram að höfða til inn- gangsljóðsins vil ég segja, að enda þótt Gunnar Jón hafi á margan hátt átt gott líf, þá hafi hann nú fengið hvíld frá harmi lífs síns, sem hann bar í fullkomnu hljóði, hafi hann þá gert sér grein fyrir honum. Þótt hann hafi verið maður hæglátur, stilltur og óskrafinn, þá ólgaði hugur hans og blóð. Það ólgaði af þrá til að þjóna listagyðj- unni í tónum og ljóðum. Þessi þrá var svo sterk að ekkert annað komst að í lífi hans, enda þótt hann yrði sem aðrir þeir sem ekki voru bornir til efna að vinna erf- iðisvinnu sér til framfæris við tak- markaða getu. Jafnvel á hans bestu árum voru höfuðverkir hon- um svo til ama, að hann gat ekki unnið „nema“ tíu tíma á dag sem ekki þótti langur vinnudagur á vertíðum á þeim árum. Já, harmur lífs hans var sá, að hæfileikar hans voru innilokaðir að mestu eins og fugl í búri, þrátt fyrir að sífellt væri leitað frelsis. Ef til vill hefur faðir hans, Vil- hjálmur frá Skáholti, átt við svip- að að glíma. Hann lýsir slíku í ljóði sínu, „Bundinn“: Því er ég bundinn? Er ég álfur? Hefi ég byrðina bundið sjálfur? Hugljúfa vonin er horfin í bláinn; óskin mín fagra að eilífu dáin. Ég vil svífa syngjandi um geiminn því ég er fæddur fyrir heiminn. Ef fuglinum litla förlast kraftur, svífur hann aldrei né syngur aftur. Kynni okkar Gunnars Jóns hóf- ust á árunum um 1960, þegar ég kom til Ólafsvíkur á vertíð. Þau ár- in vann hann gjarnan í Hraðfrysti- húsi Ólafsvíkur á vertíðum en dvaldi í Reykjavík þess utan. Það var í Reykjavík sem hann komst næst listagyðjunni með tónlistar- námi sem hann hefur líklega notið mest fyrir velvilja góðra manna sem skildu þörf hans. Svo mikið er víst, að Gunnar Jón minntist oft á hina ýmsu tónlist- armenn í Reykjavík sem greiddu götu hans og leyfðu honum jafnvel að taka lag á saxófóninn á dans- leikjum. Hlýt ég að nefna Karl Jónatansson, Guðjón Matthíasson, Svavar Gests og Hauk Morthens. Ég veit, að þeir voru fleiri, en ann- ar æðri mun þá minnast þessara velgjörða þeirra. Gunnar Jón gerði talsvert af því að semja lög. Mun hann hafa sent nokkur þeirra í danslagakeppnir sem þá tíðkuðust. Hann samdi lög eins og „Æskuminning“, „Hlusta þú“, og „Við Breiðafjörð“. Um lög- in gildir það sama og um tónlist- arnámið, að góðir menn útsettu þau og hjálpuðu honum á annan hátt. Að einu leyti átti Gunnar Jón engan sinn líka. Það bar alveg frá, hve minnugur hann var á skipan hljómsveita, jafnvel skipan ýmissa hallærisbanda sem urðu að verða til ef halda átti þá venju hér í Ólafsvík, að dansað skyldi öll laug- ardagskvöld yfir vertíðina. Það gat verið gaman að „fletta upp“ í Gunnari við ýmis tækifæri því þá kom þetta allt, nöfnin, ártölin og allt heila klabbið. Ég tel líka víst, að hann hafi munað skipan hljóm- sveitanna í Reykjavík frá þessum árum. Í minnum er líka haft hve Gunnar var duglegur að safna að sér hljómplötum, enda lifði hann fyrir þetta. Gunnar Jón var líka mjög minn- ugur á margt almenns eðlis frá bestu árum hans hér í Ólafsvík og er eitthvað til af samtölum við hann á segulböndum. Gunnar Jón fékkst dálítið við vísnagerð. Var það þá helst góðlát- leg kímni við vinnufélagana í amstri dagsins. Að lokinni strangri vertíð gerði hann þessa vísu um karlana í beinaverksmiðjunni: Nú beinin eru búin brædd og sundursnúin komin eru í mél. Baldur er burtu flúinn og Sívar orðinn lúinn en vinnur þó verk sitt vel. Á þessum árum voru enn gerðar kröfur um stuðla og höfuðstafi svo menn höfðu býsna gaman af þess- um kveðskap öllum. Ég tala nú ekki um vísuna um Magnús í Gís- labæ, sem eitthvað hafði verið að ljóða á Gunnar: Magnús Jónsson, Magnús Jónsson sem vinnur í frystihúsinu hér oft á kvöldin í kúttun fer til að vinna inn peninga sér. „Ja, þetta er nú eiginlega ekki vísa“, sagði Gunnar afsakandi þeg- ar hann hafði farið með ljóðið. Þetta er hins vegar fullgild latína í dag. Gunnar Jón vann marga vetur í H.Ó. Ég veit að margir þeir sem unnu þar á vertíðum minnast hans þar sem hann var í starfi sínu í fiskmóttökunni og goggaði fiskinn á færibandið því þetta var fyrir tækniöld. Þarna var yfirleitt allt kafið fiski þegar mest gekk á. Oft mátti sjá Gunnar munda stinginn eins og saxófón ef hann var einn. Sýnir það vel hvar hugurinn var. Ekki man ég eftir því að menn hefðu Gunnar í skimpi, þó hann væri ekki steyptur í sama mót sem aðrir, en oft var brosað í laumi. Gunnar Jón var nefnilega vinsæll af öllum. Hann var ávarpsgóður og vinalegur. Langt framan af ævi notaði Gunnar Jón ekki áfengi og tóbak aldrei. Hin seinni árin fékk hann sér stundum bjór, en aldrei mikið. Eftir að hann kom á Dvalarheimilið Jaðar þótti það þó til ama á tíma- bili. Ég minnist á þetta í ljósi þeirrar umræðu sem nú er uppi í þjóðfélaginu um hinar ýmsu dval- arstofnanir. Gripið var til þess í fyrstu að reyna að banna Gunnari ölið og jafnvel að biðja bankana að halda í aurana hans ef hann væri á ferð á föstudögum. Gunnar sá við þessu: Um fimmleytið á föstudög- um fékk ég og sjálfsagt aðrir vinir hans hringingu og Gunnar sagði með sínum sérstaka rómi: Helgi minn, heldurðu að þú getir lánað mér fimm hundruð krónur? Svo var hann kominn upp eftir og dreif sig í réttu búðina og þaðan eitthvað í hvarf og þar var kippan kláruð. Stjórnendur Jaðars sáu að þetta gekk ekki. Þeir tóku því þá skyn- samlegu ákvörðun að sættast á góðan milliveg í þessu. Eftir það voru engin vandræði og Gunnar Jón var afar ánægður með dvölina, enda alltaf hreinn og strokinn og öll framkoma við hann sem aðra til fyrirmyndar. Er haft á orði um þetta. Gunnar Jón var trúaður og kirkjurækinn og hann fylgdi gjarn- an kunningjunum til grafar. Ég hitti hann eftir eina jarðarförina í fyrra. Þá spurði ég hann hvort hann hefði gert vísu nýlega. Já, hann hafði gert tvær. Aðra lærði ég: Adolf Ingi Erlingsson eitt sinn hitti Edilon. Og hann á sér ungan son er í vinnu lon og don. Þarna er ekki lengur verið að kveða til vinnufélaga, heldur lýsir þetta því að gamlir og þreyttir horfa gjarnan á sjónvarp og tengj- ast fólkinu á skjánum án þess að þekkja það neitt. Og enn er þörfin fyrir að ríma. Ég saknaði Gunnars við jóla- messuna. Oft kom hann svona á seinni skipunum, hiklaus og ófeim- inn þó kirkjan væri kannske nær fullsetin af fólki sem ekki lét annað til sín heyra en hálfkæfða kirkju- hósta. Væri hann að setjast hjá kunningja, sagði hann kannske stundarhátt: „Sæll og blessaður og þakka þér fyrir kortið.“ Nú ætla ég að þakka vini mínum fyrir kortið stóra sem hann skrifaði með ævi sinni. Gunnar Jón er kominn yfir móðuna miklu. Nú öðlast hann allt það sem hjartahreinum er heitið. Nú er fallinn af honum herfjöt- urinn þungi og hann blæs af krafti í saxófóninn. Blæs og blæs. Ó, hvað við verðum stolt af okk- ar manni. Helgi Kristjánsson. Gunnar Jón Vilhjálmsson Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Lengd | Minningargreinar séu ekki lengri en 3.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu að- standendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hve- nær sá, sem fjallað er um, fæddist, hvar og hvenær hann lést, um for- eldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Ætl- ast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Undirskrift | | Minningargreina- höfundar eru beðnir að hafa skírn- arnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.