Morgunblaðið - 23.02.2007, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 23.02.2007, Blaðsíða 44
44 FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Elsku Hlynur. Eftir að pabbi þinn hringdi í okk- ur og sagði að þú værir dáinn, sitj- um við með sorg og trega í hjarta og tár í augum. Af hverju þú? Þetta getur ekki verið satt. Við spyrjum; hver er tilgangur lífsins? Þú sem fórst svo sæll og glaður í þetta ferðalag og að þú skulir ekki koma til baka, heldur lenda í þessu hræði- lega slysi, sem enginn getur skilið. Það var allt svo bjart framundan hjá þér, nýfluttur í aðra íbúð, kom- inn með unnustu og nýja vinnu. Þetta er svo hræðilega sárt og erf- itt. Við munum alltaf eftir því þegar þið fjölskyldan fluttuð til Húsavík- ur, þú aðeins 5 ára og systir þín 2 ára. Nánast á fyrstu viku ykkar þar, náðist svo góð vinátta á milli fjöl- skyldu þinnar og okkar sem alltaf hefur haldist síðan og teljum við það forréttindi að hafa kynnst svo góðu fólki eins og ykkur. Okkur er svo minnisstætt atvik þegar þú eitt sinn varst að passa Perlu. Pabbi þinn hafði skroppið um kvöldið að sækja mömmu þína í vinnuna sem þú vissir. Þú vaknar upp og ákveður að fara á móti þeim og vekur Perlu, klæðir hana í föt í stað þess að skilja hana eftir eina heima. Þið systkinin lögðuð af stað niður hólinn hönd í hönd. Tveir litlir smjörvar eins og pabbi þinn tekur til orða. Við höld- um að þau gleymi þessari sjón seint að það voru þau sem áttu litlu smjörvana. Þarna lýsir það þér hvað þér þótti vænt um systur þína og hve ábyrgðarfullur þú varst. Þér var hægt að treysta. Í einum af þessum góðu heimboðum í Tún- brekkunni sátum við nokkur eftir ásamt þér og góðum vinum þínum og fóru þið að rifja upp gömul prakkarastrik frá Húsavík þegar þið voruð litlir. Mikið var hlegið og skemmt sér og við erum ekki viss um að við foreldrarnir hefðum hleg- ið þegar þau áttu sér stað þó sak- laus væru. Elsku Hlynur, við fylgdumst með þér stækka og eftir að þú varðst fullorðinn höfum við hitt þig í Litla- hjalla í heimsókn hjá foreldrum þínu og þá með hann Huga Snæ sem aðeins er 6 ára í dag. Þú varst svo stoltur af honum og góður pabbi. Enda er hann lifandi eftir- mynd þín að okkur finnst. Og veit ég að hann á eftir að ylja afa og ömmu sem eiga nú um svo sárt að binda. Elsku Hugi Snær, ég veit að þú átt góðar minningar um pabba þinn og missir hans er mikill. Í dag skil- ur þú þetta ekki og spyrð hver gerir það sem pabbi gerði með mér, en seinna gerir þú það. Nú kveðjum við þig elsku Hlynur með sárum söknuði og biðjum guð að umvefja þig örmum sínum og varðveita sálu þína. Kæru vinir, Konni og Bína, Hugi Snær, Perla, Högni, Salka Heiður, Katla Móey og aðrir aðstandendur. Megi Guð gefa ykkur styrk í þessari miklu sorg og styrkja ykkur á þess- um erfiðum tímum. Við vitum að hjá ykkur er sorgin og missirinn mest- ur. Svo viðkvæmt er lífið sem vordagsins blóm er verður að hlíta þeim lögum að beygja sig undir þann allsherjar dóm sem ævina telur í dögum. Við áttum hér saman svo indæla stund sem aldrei mér hverfur úr minni og nú ertu gengin á guðanna fund það geislar af minningu þinni. (F.S.) Ávallt ykkar vinir Kolbrún og Guðmundur. Það var mikið áfall að heyra af fráfalli Hlyns. Sársauki, vantrú, sorg og reiði fyllti hugann. Reiðin beindist að því hvernig andlát hans bar að, hvernig slíkt slys gat orðið. En reiðin er tilgangslaus og veitir skammvinna útrás. Eftir situr sorg- in og tómarúmið sem Hlynur skilur eftir. Hlynur var maður sem svo ótal- margir þekktu. Hann átti marga vini og traustari vin en hann var ekki að finna. Við Hlynur bjuggum saman í nokkur ár en hættum aldrei vinskap eftir að sambandinu lauk. Hann hélt einnig sambandi við mína fjölskyldu eins og Emblu systur og mömmu. Ég veit að það var þeim mikils virði og þær sakna hans sárt. Amma og hann voru einnig góðir vinir. Enginn gat rætt stöðu þjóð- félagsmála eins og þau tvö. Sátu þau venjulega að spjalli í Mosó, löngu eftir að allir voru staðnir upp frá borðum. Bæði höfðu jafn gaman af að fylgjast með fréttum og kryfja málin til mergjar. Hlynur var minn helsti trúnaðar- vinur, betri hlustandi var vandfund- inn. Þeir sem mig þekkja vita að mikla þolinmæði þarf til að hlusta á hinar ýmsu vangaveltur mínar. Hlynur var sérstaklega þolinmóður og hlustaði af áhuga. Hann benti mér alloft á hina hliðina á málinu, venjulega með sínum lúmska húm- or. Ekki efaðist ég um trúnað hans. Aldrei sagði hann nokkrum manni það sem honum var sagt um annað fólk. Stundum reyndi maður að toga eitthvað uppúr honum um aðra en hann sinnti því engu og var fljótur að beina samræðum á aðra braut. Þessa tækni hef ég reynt að tileinka mér með misjöfnum árangri, eins og fleira gott sem hann kenndi mér. Fjölskylda Hlyns er dásamlegt fólk. Ennþá skreppur maður í Litla- hjalla á aðfangadag og sækir pakk- ana sína nú mörgum árum seinna! Foreldrar Hlyns, Konni og Bína, búa yfir gleði og ást sem streymir frá þeim. Guð gefi að þau geti varð- veitt hamingju sína, þrátt fyrir þetta mikla áfall. Þau eru mörgum svo dýrmæt. Þau elskuðu Hlyn heitt og voru svo stolt af honum. Og Perla systir hans líka. Enda talaði Hlynur alltaf um fjölskyldu sína af sérstakri ástúð og virðingu. Sam- bandið þeirra á milli var einstakt. Og þau elska Huga son hans á sama hátt. Megi þeirra tengsl við hann dafna enn. Hugi minn, vertu sterkur og mundu að pabbi er alltaf með þér og í þér, því þú ert eins og hann: „Al- gjör snillingur“, eins og Hlynur sagði svo oft um þig! Hugi, Konni, Bína, Perla, Högni og Rósa, sem öll elskuðuð Hlyn. Guð styrki ykkur og beri gegnum þennan erfiða tíma og alla framtíð án Hlyns. Og Hlynsinn minn, hafðu það gott hjá Guði. Ingibjörg Torfadóttir. Elsku Hlynur. Ég á erfitt með að trúa því að ég sitji hér og skrifi minningargrein um æskuvin minn og félaga í 30 ár. Hvernig getur lífið verið svona ósanngjarnt. Ég náði samt að þekkja þig í 30 ár, allt frá því að við vorum pínulitlir pollar á Húsavík, ég drekkandi mjólk og þú kaffi. Alltaf fannst mér það jafnskrítið að þú drakkst kaffi sem gutti. Ég var svo heppinn að fá að kynnast þér um leið og þú og foreldrar þínir fluttu til Húsavíkur, þú 5 ára og ég 6 ára. Kynntumst við í gegnum for- eldra okkar því feður okkar og mæður unnu saman og var ósjaldan sem maður gisti hjá ykkur í Heið- argerðinu. Ég hjá þér og systir mín hjá Perlu og man ég það núna eins og það hefði gerst í gær og man alltaf eftir því hvað þú hugsaðir vel um Perlu og gast passað hana ung- ur. Ég man líka að þú varst gæddur ýmsum hæfileikum sem barn. Það verður sennilega seint leikið eftir að 10, 11 og 12 ára gutti ynni víða- vangshlaupið á Húsavík 3 ár í röð og er þessi bikar merktur með nafn- inu þínu á Þjóðminjasafninu á Húsavík. Ég man líka oft eftir því að við ræddum um að fara og ná í hann þegar við yrðum eldri því að okkur fannst að þú hefðir átt að eiga hann. Einnig varstu liðtækur í fótbolta og man ég það að þú skor- aðir stundum mörk beint úr horn- spyrnum með þínum öfluga vinstri fæti. Nokkur prakkarastrik koma einnig upp í hugann sem ég held bara út af fyrir mig. Síðan fluttir þú til Akureyrar og gisti ég þar og var margt skemmtilegt brallað á ung- lingsárunum. Síðan fluttum við og foreldrar okkar suður á svipuðum tíma og alltaf héldum við ágætis sambandi. Hlynur minn, að missa þig er hrikalega sárt en ég fékk þó að þekkja þig svo lengi, lengur en flesta aðra og á ég bara góðar minn- ingar um þig og okkar vináttu. Man ég ekki eftir því að við höfðum nokkurn tímann rifist í öll þessi 30 ár. Ég mun geyma minningarnar um þig í hjarta mínu um aldur og ævi og veit ég að þú munt koma oft upp í hugann í framtíðinni. Þú varst einstakur félagi. Hugi Snær, Konni, Bína, Perla og Högni, ég votta mína dýpstu samúð og Guð veiti ykkur styrk á þessum erfiðu tímum. Þinn vinur Þórarinn Guðmundsson. Við Hlynur þekktumst frá ung- lingsárunum en þá bjuggum við báðir á Akureyri. Ekki er hægt að segja að við höfum þekkst vel á þeim tíma en eins og í öðrum minni bæjum þekktust allir sem voru á sama aldri og við vorum í sama ár- gangi í Gagnfræðaskóla Akureyrar. Þar þekktu allir Hlyn því hann var nokkuð áberandi í skólanum, átti marga vini og hafði sig mikið í frammi. Það var þó ekki fyrr en ég leysti af í Ráðhúsi Reykjavíkur síðastliðið sumar að kynni okkar urðu nánari. Þar unnum við á sömu skrifstofu allt sumarið og áttum mikil og góð samskipti. Við fórum saman í mat, gengum oft saman í kringum tjörn- ina, spjölluðum um heima og geima og hittumst oft eftir vinnu. Þetta sumar uppgötvaði ég hversu skarp- greindur og hversu mikill húmoristi Hlynur var. Við vorum þarna nokk- ur á skrifstofunni sem vorum sam- mála um að þetta hafi verið besti vinnustaðaandi sem við hefðum upplifað og þáttur Hlyns í honum var ekki lítill. Með sínum ótrúlega beitta og skemmtilega húmor skap- aði hann alltaf létta stemningu í kringum sig. Eftir sumarið héldum við öll hvert í sína áttina en vorum harð- ákveðin í því að hittast aftur næst þegar við værum öll á landinu og eiga góða stund saman. Sú stund átti að vera núna í vikunni en í stað þess að fá að njóta skemmtilegrar stundar bíður okkar hinna það erf- iða verkefni að kveðja góðan mann. Það ríkir mikil sorg í okkar hópi og hjá öllum þeim sem þekktu Hlyn. Góður félagi hefur nú kvatt þennan heim en við vitum að hann mun dvelja á góðum stað í æðri vistaver- um. Ég sendi mínar dýpstu samúðar- kveðjur til foreldra Hlyns, sonar hans, Högna, Perlu og allrar fjöl- skyldunnar. Hugur minn er allur hjá ykkur á þessum erfiðu tímum. Sigfús Þ. Sigmundsson Elsku Hlynur, ofurtöffari og sjar- matröll. Við kynntumst haustið 2004 þeg- ar við hófum störf í Ráðhúsinu. Ráðhúsið var undarlegur staður og við héldum saman á meðan við vor- um að venjast andrúmsloftinu. Við urðum fljótt góðir félagar og unnum mikið saman. Svo voru skipulags- breytingar, mannabreytingar, flutn- ingar á milli húsa og alls kyns flækj- ur en við bara leystum það. Það lýsti þér í hnotskurn, aldrei neitt vandamál. Hlutirnir leystir. Þú varst engin dramadrottning. Dálítill nöldrari stundum. Eins og gamall kall. En það var bara fyndið og ómissandi hluti af þér. Samræðurnar. Einræðurnar. Þú varst sögumaður. Í hvert skipti sem þú talaðir um Huga birti yfir þér. Það sýndi mér líka hvað þú varst góður drengur hversu fallega þú talaðir um barnsmóður þína. Það var hægt að tala við þig um allt. Pólitík, algóritma, barnauppeldi, meðallíftíma osts á eldhúsbekk, and if statements og lúppur – bæði í for- ritun og í lífinu, hægt að tala nörd við þig án þess að tapa kúlinu. Mús- ík, staðsetning Sifjar innan hest- húss, meiri pólitík, matseld, bjór, stöðlun bungna, rokk, T-SQL, mús- ík og pólitík. Við hlógum mikið saman. Við tók- umst líka oft á. Enda varstu fjand- anum þrjóskari. Og hornóttur á köflum. En við tókumst á af heil- indum, þú varst heill. Þú sagðir það sem þú meintir og meintir það sem þú sagðir. Það var hægt að treysta þér. Og þú varst skilningsríkur og hlýr. Þú hlustaðir en talaðir líka. Þú hjálpaðir mér þegar ég átti erfitt. Og ég vil trúa því að ég hafi hjálpað þér. Þú varst eiginlega alltaf með bros á vör. Og þó að það væri köfl- óttur dagur og þú hafðir allt á horn- um þér var húmorinn aldrei langt undan. Ást og appelsínur. Ofboðslega mikið af kaffi. Og eilítill bjór. Það sem ekki má. Ofurást þín á Pizza King og fordæming á hnetum og kókos. Það voru víst ekki leiðindin í kringum þig. Ég trúi því að þú sért núna á góðum stað með yndislegt glottið á sínum stað umvafinn dvergum. Við stofnum ekki fyrirtækið okk- ar Half&Half. Ævisagan „Rýnt í kóðann“ verður ekki gefin út. Það mætir enginn á Tjarnardansleik í gallabuxum og leðurjakka í ár. Ég sakna þín. Elsku Hugi litli, foreldrar Hlyns, systir hans og mágur og aðrir ná- komnir, minningin lifir um góðan dreng. Ég vona að hún styrki ykkur á þessum erfiðu tímum. Alfa. Það er sárt að hugsa til þess að Hlynur sé ekki lengur á meðal okk- ar. Lífið er óútreiknanlegt og að fá tilkynningu um það að Hlynur, maður á besta aldri, hafi látist af slysförum, sýnir manni það svo sannarlega. Minning mín um Hlyn er sú að hann var mikill húmoristi, mjög orð- heppinn maður sem sá alltaf spaugi- legu hliðarnar á lífinu og tilverunni. Að hlusta og horfa á Hlyn segja sögur var hrein unun, andlit hans ljómaði, hann hafði svo gaman að því. Hvar sem Hlynur kom, var hann hrókur alls fagnaðar og reytti af sér brandarana. Hann var sú manngerð sem tók lífinu svona mátulega alvarlega sem er mjög góður eiginleiki. Hlynur var vinnufélagi minn. Hann var metnaðarfullur í vinnu og var mjög fær forritari sem hafði mikinn skilning á því sem hann var að gera. Hann hafði líka alltaf sterkar skoðanir á þeim verkefnum sem hann tók sér fyrir hendur. Á álagstímum vann Hlynur frá morgni til kvölds og gott betur en það en hann hafði samt þann eig- inleika þrátt fyrirmikla vinnu að halda fast í húmorinn. Með Hlyni átti maður góðar stundir í vinnu sem og utan hennar. Eitt er víst að Hlynur er á góðum stað og er á meðal okkar í anda. Það er víst að húmorinn hans og frasar munu lifa áfram í mínum huga. Guð veri með honum. Ég votta foreldrum Hlyns og eft- irlifandi syni hans Huga Snæ alla mína samúð. Hafsteinn Friðfinnsson. Hlynur er dáinn! Þessi setning á eftir að hljóma aftur og aftur í huga mér. Hvernig gat þetta gerst? Síð- ast þegar við Hlynur hittumst var hann að spyrja mig út í hvernig borg Stokkhólmur væri. Ég hældi henni mikið, eyddi sjálfur viku þar fyrir jólin 2005 og fannst mikið til hennar koma. Hlynur þurfti rétt að skreppa þangað í einn dag í þessari ferð sinni sem bæði átti að vera vinnu- og skemmtiferð. Svona getur lífið verið hverfult. Við Hlynur kynntumst fyrst þeg- ar við vorum vinnufélagar hjá Net- verki. Reyndar þekktumst við ekki mikið árin sem við unnum saman, það var mikið að gerast hjá honum á þessum tíma og eignaðist hann soninn, Huga, sem hann var mjög stoltur af og talaði mikið um. En síðustu ár var Hlynur einhver besti og traustasti vinur sem ég hef átt. Við stofnuðum meðal annars saman hina gríðarlegu vinsælu hljómsveit Printers þar sem Hlynur var bassaleikari. Hver man til dæm- is ekki eftir lögunum My Docu- ments, Shortcut This, Access Me og Take My Word svo nokkur séu nefnd. Tónleikaferðin okkar Out Of Paper sló svo rækilega í gegn að það á eftir að lifa í manna minnum um ókomin ár. Við vorum einnig saman í vín- og matarklúbbnum VM. Hlynur var nýgenginn í klúbbinn og átti einmitt eftir að sjá um sinn fyrsta fund sem hann var búinn að áætla að yrði í byrjun mars, því hann hefði ekki tíma fyrir hann í febrúar. Við hinir klúbbmeðlimirnir höfum ákveðið að halda þennan fund í minningu hans föstudaginn 8. mars. Við munum skála fyrir afmælisdegi hans, en hann hefði orðið 34 ára 5. mars. Hlynur var hrókur alls fagnaðar hvert sem hann fór. Hann þekkti marga og öllum líkaði vel við hann. Hann var mjög áhugasamur um vinnuna sína og áorkaði miklu, var alltaf með mörg járn í eldinum. Hann hafði þó alltaf tíma fyrir vini sína og hittumst við oft á kvöldin, þá yfirleitt yfir bjór á Ölstofunni. Alltaf þegar eitthvað bjátaði á gat ég hringt í Hlyn og það var alveg á hreinu að eftir það símtal leið mér alltaf mun betur. Hlynur, ég á eftir að sakna þín svo óendanlega mikið. Þegar ég spila póker, þegar ég horfi á fót- bolta, þegar ég fer á tónleika, þegar ég hleyp 10 km, þegar ég tala um pólitík, þegar ég horfi á HM í hand- bolta, þegar ég hlusta á System Of A Down, þegar ég spila pílu, þegar ég heyri minnst á kjötkveðjuhátíð- ina í Ríó, þegar ég drekk bjór (sér- staklega á Ölstofunni) og bara yf- irleitt á hverjum degi. Ég er stoltur af að hafa kynnst þér, þú varst sannur vinur og öðlingur fram í fingurgóma. Ég leyfi mér að vitna í Stein Steinarr þar sem hann skrifar í minningargrein um Magnús Ás- geirsson: „Hvernig má það ske að þessi skæri logi lífs og snilldar sé nú að engu orðinn.“ Ég votta syni, for- eldrum, systur og mági, kærustu og öðrum vinum og vandamönnum Hlyns mína dýpstu samúð. Þinn vinur, Finnur Sigurðsson. Við kveðjum nú kæran vin og fé- laga úr VM, fyrr en nokkurn okkar óraði fyrir. Okkar ágæti félagsskap- ur hófst þegar við vorum allir við störf hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Netverk. Strax við fyrstu kynni kom í ljós að Hlynur var sterkur persónuleiki og gæddur mörgum mannkostum. Þó svo að Netverk hafi hætt starfsemi 2002 hélst vin- skapur okkar áfram og hittumst við reglulega hvort sem var á VM-fund- um, pílukvöldum eða bara til að spjalla. Á þessum tíma hefur Hlyn- ur gefið mikið af sér og haft áhrif á líf okkar. Það er sárt að missa hann, því fylgir sorg og söknuður. Hlynur öðlaðist virðingu okkar, vináttu og traust og við erum þakklátir fyrir að hafa átt hann að. Minning hans lifir áfram og styrkir okkur. Við kveðjum Hlyn með þessu ljóðabroti sem lýsir vel hug okkar allra á þess- ari stundu: Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Við vottum fjölskyldu Hlyns sam- úð okkar á þessum erfiðu tímum. Vertu sæll VM-bróðir, þín er sárt saknað. Emil Örn Evertsson, Finnur Sigurðsson, Friðrik Þór Reyn- isson, Gísli Björn Heimisson, Halldór Jónsson, Haukur Þór Lúðvíksson og Úlfar Þór Björnsson. Hlynur Heiðberg Konráðsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.