Morgunblaðið - 23.02.2007, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.02.2007, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FYRSTA sending af augnlyfinu Lu- centis er væntanleg til landsins í byrjun mars og lyfið er þá tilbúið til notkunar ef og þegar Landspítali – háskólasjúkrahús samþykkir notk- un þess. Í frétt sem birtist í Morg- unblaðinu 21. febrúar var sagt að ekki væri búið að ganga frá mið- lægri skráningu lyfsins hjá Evr- ópsku lyfjamálastofnuninni. Í fréttatilkynningu frá Novartis á Ís- landi kemur hins vegar fram að leyfið hafi verið gefið út 22. janúar sl. Framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins gefur út slík markaðs- leyfi, að fengnum meðmælum sér- fræðinganefndar Evrópsku lyfjastofnunarinnar, en í þeirri nefnd á m.a. Ís- land fulltrúa. Miðlæga mark- aðsleyfið gildir í öllum ESB- ríkjunum. Ísland og Noregur, sem eru EFTA-ríki á EES, gefa síðan út svokölluð landsmarkaðsleyfi á grundvelli miðlæga markaðsleyfisins. Þetta er það sem í daglegu tali er kallað lyfjaskráning. Íslenskt markaðs- leyfi fyrir Lucentis var gefið út 12. febrúar sl. Upplýsingar um lyfið verða birtar í lyfjaskrá á næstu dögum. Einungis sérfræðingar í augnlækningum mega ávísa lyfinu. Augnlyfið Lucentis er vænt- anlegt til landsins í mars Á FUNDI mannréttindanefndar borgarinnar í fyrradag var sam- hljóða samþykkt bókun þar sem fagnað er yfirlýsingu borgarstjór- ans í Reykjavík frá 16. febrúar og ályktun borgarstjórnar Reykjavík- ur, þar sem segir að það sé í mikilli óþökk borgaryfirvalda ef ráðstefna framleiðenda klámefnis fyrir net- miðla verði haldin hér í borg um miðjan marsmánuð, enda skýlaus stefna Reykjavíkurborgar að vinna gegn klámvæðingu og vændi. Í efndinni eiga sæti: Marsibil J. Sæmundardóttir, Sif Sigfúsdóttir, Jórunn Frímannsdóttir, Bryndís Ís- fold Hlöðversdóttir og Sóley Tóm- asdóttir. Gegn klámvæðingu og vændi Ekki Borgaryfirvöld eru andsnúin ráðstefnu framleiðenda klámefnis. Morgunblaðið/Sverrir SKÁKEINVÍGI fer fram í beinni út- sendingu á vefmiðlinum ICC á morgun, laugardag, á vegum Vid- eoChess.Net, á milli tveggja skóla í Namibíu og Hamarsskóla Vest- mannaeyjum. Einvígið hefst kl. 13 að íslenskum tíma og geta áhuga- samir sótt ICC-hugbúnaðinn ókeyp- is á ChessClub.Com og fylgst með viðburðinum í beinni útsendingu heima hjá sér. Þetta mun vera í fyrsta sinn í sögu Namibíu sem skólabörn þessa fátæka en fallega lands taka þátt í keppni af þessu tagi, segir í frétta- tilkynningu Namibía og Ís- land í skólaskák Eyjar Mikið teflt í Hamarsskóla. BÆJARRÁÐ Dalvíkurbyggðar fagnar þeim áformum Samherja hf. að reisa á Dalvík fullkomnasta fisk- vinnsluhús í heimi. „Þau fela í sér trú á framtíð fisk- vinnslu á Íslandi og eru jafnframt gleðileg viðurkenning á getu og þekkingu þess fólks sem starfar fyrir Samherja. Fiskvinnsla er burðarásinn í atvinnulífi byggð- arlagsins. Því fagnar bæjarráð sér- staklega þeim stórhug sem þessi áform lýsa,“ segir í frétt frá bæj- arráðinu. Fagnað á Dalvík UTANRÍKISRÁÐHERRA hefur ákveðið að Eiður Guðnason sendi- herra fari til starfa í Þórshöfn í Færeyjum sem aðalræðismaður Íslands á nýrri sendiræð- isskrifstofu sem verður opnuð þar í byrjun apríl. Unnið er að frágangi málsins. Ísland hefur haft ræð- ismannsskrifstofu í Færeyjum síð- astliðin 60 ár en ávallt hefur ver- ið um ólaunað hlutastarf kjörræðismanns að ræða. Kjör- ræðismenn Íslands í Færeyjum hafa unnið mikið og fórnfúst starf í þágu Íslands en með opnun sendiræðisskrifstofu er áformað að efla og treysta tengsl Íslands og Færeyja á sviði viðskipta og menningar. Eiður fer til Færeyja Eiður Guðnason HEILDVERSLUNIN Innnes hef- ur lækkað um 2% verð á þeim vörum sem hún selur og er ástæðan styrking krónunnar. Innnes flytur m.a. inn Filippo Berio-olíu, Granini-safa, Hunts- vörur, Orville-popp, Mills-kavíar, Swiss miss, Wesson-olíu, Fresch- etta-pítsur og sælgæti frá Mar- abou, Toms, AB, Fisherman og Ga-jol. Innnes lækkar SPILAKÖSSUM á Rauða ljóninu á Eiðistorgi á Seltjarnarnesi hefur verið lokað. Í tilkynningu frá Seltjarnarnesbæ kemur fram að spilakassar hafi lengi verið starfræktir á Rauða ljóninu á Eiðistorgi. Nýlega hafi þessi starfsemi verið stöðvuð af hálfu bæjaryfirvalda „sem ekki gátu fallist á framlengingu veitingaleyfis fyrir staðinn á grundvelli upplýsinga lögreglu um ítrekuð brot á áfengislögum og settum skilyrðum fyrri leyfisveitingar.“ Samkvæmt heimildum bæjarins eru alls um 970 spilakassar starfræktir um allt land. Umfjöllun um spilakassa og spilasali í íbúahverfum hefur ver- ið áberandi undanfarið, ekki síst vegna spilasalar í Mjódd. Engir spilakassar á Nesinu Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is „ALLT annað líf“ er yfirskrift fimmta landsfundar Vinstrihreyfing- arinnar - græns framboðs sem hefst síðdegis í dag á Grand hóteli í Reykjavík og stendur fram á sunnu- dag. Á fundinum verður m.a. umræða um kosningaáherslur flokksins í vor og munu frambjóðendur kynna þær á blaðamannafundi á sunnudaginn kemur, málþing um íslenskt atvinnu- líf undir yfirskriftinni „Ótæmandi möguleikar: Íslenskt atvinnulíf á tímamótum!“ fer fram á morgun, auk þess sem stjórnmálaályktanir verða afgreiddar. Sérlegur gestur landsfundarins er Högni Hoydal, formaður Þjóðveldisflokksins í Fær- eyjum, en hann mun ávarpa fundinn á sunnudag. Þetta var meðal þess sem fram kom á blaðamannafundi sem for- ystufólk VG stóð fyrir í gær. Að sögn Steingríms J. Sigfússon- ar, formanns VG, er þetta fjölmenn- asti landsfundur flokksins til þessa, en alls eiga 600 manns rétt til setu á þinginu. Aðspurð um yfirskrift landsfundarins sagði Kolbrún Hall- dórsdóttir þingkona ljóst að það verði allt annað líf eftir kosningar. Endurnýjun á stefnumörkun „Við erum bjartsýn. Því er ekki að leyna að við gerum okkur góðar von- ir um góðan árangur. Reyndar höf- um við verið prýðilega vel undirbúin að fara í kosningar hvenær sem er og hefðum gjarnan viljað fá þær fyrr,“ sagði Steingrímur og tók fram að kærkomið væri hafa kosningaáhersl- urnar alveg ferskar og nýyfirfarnar fyrir vorið. Sagðist hann afar sáttur við að VG væru með þeim fyrstu til að halda landsfund í aðdraganda kosninga. Minnti hann á að stundum hefði það gerst að fundir, áherslur og loforð annarra flokka hafi tekið mið af því sem á undan væri komið. „Þannig fór skattarúllettan af stað síðast. Framsóknarmenn riðu þar á vaðið í loforðum sínum,“ sagði Stein- grímur og tók fram að gaman yrði að sjá hvernig aðrir flokkar myndu bregðast við kosningaáherslum VG. Að sögn Steingríms verða öll helstu málasvið þjóðfélagsins til um- fjöllunar í ályktunum sem lagðar verða fyrir landsfundinn. Meðal þess sem rætt verður er ályktun um efna- hagsmál, fjármál ríkis og sveitarfé- laga og skattar, ályktun um sátt um sjávarútveg, auk þess sem ný heild- arstefnumótun um sjálfbæra þróun sem nær til ársins 2011 verður rædd. Fram kom í máli Kolbrúnar að hér væri um að ræða endurnýjun á stefnumörkun sem upphaflega var gefin út 2001. Klár í kosningarnar Fimmti landsfundur Vinstri grænna hefst í dag Morgunblaðið/Ásdís Forystufólk Vinstri grænna á blaðamannafundi Svandís Svavarsdóttir borgarfulltrúi, Drífa Snædal fram- kvæmdastýra, Steingrímur J. Sigfússon, formaður flokksins, og Kolbrún Halldórsdóttir þingkona. RAUÐI kross Íslands hefur veitt þrjár milljónir króna í framhaldi af neyðarbeiðni Alþjóða Rauða kross- ins vegna gífurlegra flóða í Mósam- bík. Neyðarbeiðnin hljóðar upp á ríf- lega 400 milljónir króna til að styðja við starf mósambíska Rauða kross- ins vegna hamfaranna. Gríðarlegar rigningar und- anfarnar vikur hafa orðið til þess að ár hafa flætt yfir bakka sína – þar á meðal Zambezi-fljótið. Fellibylurinn Favio gekk á land í ferðamannahér- aðinu Inhambane í gærmorgun, en virðist ekki hafa valdið miklum usla enda Rauði krossinn með mikinn viðbúnað á þessum slóðum. Felli- byljir hafa oft valdið gífurlegu tjóni og mannskaða í Mósambík, og er óttast að fleiri muni koma í kjölfar Favio. Mikið vatnsveður fylgir felli- byljunum og er því hætta á enn meiri flóðum. Að minnsta kosti 29 hafa týnt lífi í flóðunum, um 120 þúsund manns hafa verið fluttir frá heimilum sínum og stjórnvöld telja að allt að 300 þús- und manns hafi þegar orðið fyrir bú- sifjum á einhvern hátt vegna flóð- anna. Þrjár milljónir í neyðarhjálp ÞAÐ var glatt á hjalla þegar stjórnendur DV tóku á móti blaðinu úr prentvél Árvakurs í gærmorgun. DV er nú orðið dagblað að nýju og kemur út fimm daga vik- unnar. Blaðið verður lausasölublað, a.m.k. fyrst um sinn, frá mánudegi til fimmtudags, en blaðið er prentað á morgnana og dreift í verslanir fyrir hádegi. Áfram verður hægt að kaupa áskrift að helgarblaðinu, en föstudagsblaðinu verður dreift til áskrifenda snemma á föstudögum. DV hefur undanfarin ár verið prentað hjá Ísafold, en blaðið og forveri þess, Dagblaðið, var um áratugaskeið prentað í prentsmiðju Árvakurs, eiganda Morgunblaðsins. Á myndinni eru Hreinn Loftsson, stjórnarformaður útgáfufélags DV, Hjálmar Blöndal, framkvæmdastjóri félagsins, Sverrir Arngrímsson, stjórnarmaður í félaginu, og Guðbrandur Magnússon, framleiðslustjóri Morgunblaðsins, að skoða blaðið. Morgunblaðið/Ásdís DV kemur út sem dagblað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.