Morgunblaðið - 23.02.2007, Page 12

Morgunblaðið - 23.02.2007, Page 12
12 FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FYRSTA sending af augnlyfinu Lu- centis er væntanleg til landsins í byrjun mars og lyfið er þá tilbúið til notkunar ef og þegar Landspítali – háskólasjúkrahús samþykkir notk- un þess. Í frétt sem birtist í Morg- unblaðinu 21. febrúar var sagt að ekki væri búið að ganga frá mið- lægri skráningu lyfsins hjá Evr- ópsku lyfjamálastofnuninni. Í fréttatilkynningu frá Novartis á Ís- landi kemur hins vegar fram að leyfið hafi verið gefið út 22. janúar sl. Framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins gefur út slík markaðs- leyfi, að fengnum meðmælum sér- fræðinganefndar Evrópsku lyfjastofnunarinnar, en í þeirri nefnd á m.a. Ís- land fulltrúa. Miðlæga mark- aðsleyfið gildir í öllum ESB- ríkjunum. Ísland og Noregur, sem eru EFTA-ríki á EES, gefa síðan út svokölluð landsmarkaðsleyfi á grundvelli miðlæga markaðsleyfisins. Þetta er það sem í daglegu tali er kallað lyfjaskráning. Íslenskt markaðs- leyfi fyrir Lucentis var gefið út 12. febrúar sl. Upplýsingar um lyfið verða birtar í lyfjaskrá á næstu dögum. Einungis sérfræðingar í augnlækningum mega ávísa lyfinu. Augnlyfið Lucentis er vænt- anlegt til landsins í mars Á FUNDI mannréttindanefndar borgarinnar í fyrradag var sam- hljóða samþykkt bókun þar sem fagnað er yfirlýsingu borgarstjór- ans í Reykjavík frá 16. febrúar og ályktun borgarstjórnar Reykjavík- ur, þar sem segir að það sé í mikilli óþökk borgaryfirvalda ef ráðstefna framleiðenda klámefnis fyrir net- miðla verði haldin hér í borg um miðjan marsmánuð, enda skýlaus stefna Reykjavíkurborgar að vinna gegn klámvæðingu og vændi. Í efndinni eiga sæti: Marsibil J. Sæmundardóttir, Sif Sigfúsdóttir, Jórunn Frímannsdóttir, Bryndís Ís- fold Hlöðversdóttir og Sóley Tóm- asdóttir. Gegn klámvæðingu og vændi Ekki Borgaryfirvöld eru andsnúin ráðstefnu framleiðenda klámefnis. Morgunblaðið/Sverrir SKÁKEINVÍGI fer fram í beinni út- sendingu á vefmiðlinum ICC á morgun, laugardag, á vegum Vid- eoChess.Net, á milli tveggja skóla í Namibíu og Hamarsskóla Vest- mannaeyjum. Einvígið hefst kl. 13 að íslenskum tíma og geta áhuga- samir sótt ICC-hugbúnaðinn ókeyp- is á ChessClub.Com og fylgst með viðburðinum í beinni útsendingu heima hjá sér. Þetta mun vera í fyrsta sinn í sögu Namibíu sem skólabörn þessa fátæka en fallega lands taka þátt í keppni af þessu tagi, segir í frétta- tilkynningu Namibía og Ís- land í skólaskák Eyjar Mikið teflt í Hamarsskóla. BÆJARRÁÐ Dalvíkurbyggðar fagnar þeim áformum Samherja hf. að reisa á Dalvík fullkomnasta fisk- vinnsluhús í heimi. „Þau fela í sér trú á framtíð fisk- vinnslu á Íslandi og eru jafnframt gleðileg viðurkenning á getu og þekkingu þess fólks sem starfar fyrir Samherja. Fiskvinnsla er burðarásinn í atvinnulífi byggð- arlagsins. Því fagnar bæjarráð sér- staklega þeim stórhug sem þessi áform lýsa,“ segir í frétt frá bæj- arráðinu. Fagnað á Dalvík UTANRÍKISRÁÐHERRA hefur ákveðið að Eiður Guðnason sendi- herra fari til starfa í Þórshöfn í Færeyjum sem aðalræðismaður Íslands á nýrri sendiræð- isskrifstofu sem verður opnuð þar í byrjun apríl. Unnið er að frágangi málsins. Ísland hefur haft ræð- ismannsskrifstofu í Færeyjum síð- astliðin 60 ár en ávallt hefur ver- ið um ólaunað hlutastarf kjörræðismanns að ræða. Kjör- ræðismenn Íslands í Færeyjum hafa unnið mikið og fórnfúst starf í þágu Íslands en með opnun sendiræðisskrifstofu er áformað að efla og treysta tengsl Íslands og Færeyja á sviði viðskipta og menningar. Eiður fer til Færeyja Eiður Guðnason HEILDVERSLUNIN Innnes hef- ur lækkað um 2% verð á þeim vörum sem hún selur og er ástæðan styrking krónunnar. Innnes flytur m.a. inn Filippo Berio-olíu, Granini-safa, Hunts- vörur, Orville-popp, Mills-kavíar, Swiss miss, Wesson-olíu, Fresch- etta-pítsur og sælgæti frá Mar- abou, Toms, AB, Fisherman og Ga-jol. Innnes lækkar SPILAKÖSSUM á Rauða ljóninu á Eiðistorgi á Seltjarnarnesi hefur verið lokað. Í tilkynningu frá Seltjarnarnesbæ kemur fram að spilakassar hafi lengi verið starfræktir á Rauða ljóninu á Eiðistorgi. Nýlega hafi þessi starfsemi verið stöðvuð af hálfu bæjaryfirvalda „sem ekki gátu fallist á framlengingu veitingaleyfis fyrir staðinn á grundvelli upplýsinga lögreglu um ítrekuð brot á áfengislögum og settum skilyrðum fyrri leyfisveitingar.“ Samkvæmt heimildum bæjarins eru alls um 970 spilakassar starfræktir um allt land. Umfjöllun um spilakassa og spilasali í íbúahverfum hefur ver- ið áberandi undanfarið, ekki síst vegna spilasalar í Mjódd. Engir spilakassar á Nesinu Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is „ALLT annað líf“ er yfirskrift fimmta landsfundar Vinstrihreyfing- arinnar - græns framboðs sem hefst síðdegis í dag á Grand hóteli í Reykjavík og stendur fram á sunnu- dag. Á fundinum verður m.a. umræða um kosningaáherslur flokksins í vor og munu frambjóðendur kynna þær á blaðamannafundi á sunnudaginn kemur, málþing um íslenskt atvinnu- líf undir yfirskriftinni „Ótæmandi möguleikar: Íslenskt atvinnulíf á tímamótum!“ fer fram á morgun, auk þess sem stjórnmálaályktanir verða afgreiddar. Sérlegur gestur landsfundarins er Högni Hoydal, formaður Þjóðveldisflokksins í Fær- eyjum, en hann mun ávarpa fundinn á sunnudag. Þetta var meðal þess sem fram kom á blaðamannafundi sem for- ystufólk VG stóð fyrir í gær. Að sögn Steingríms J. Sigfússon- ar, formanns VG, er þetta fjölmenn- asti landsfundur flokksins til þessa, en alls eiga 600 manns rétt til setu á þinginu. Aðspurð um yfirskrift landsfundarins sagði Kolbrún Hall- dórsdóttir þingkona ljóst að það verði allt annað líf eftir kosningar. Endurnýjun á stefnumörkun „Við erum bjartsýn. Því er ekki að leyna að við gerum okkur góðar von- ir um góðan árangur. Reyndar höf- um við verið prýðilega vel undirbúin að fara í kosningar hvenær sem er og hefðum gjarnan viljað fá þær fyrr,“ sagði Steingrímur og tók fram að kærkomið væri hafa kosningaáhersl- urnar alveg ferskar og nýyfirfarnar fyrir vorið. Sagðist hann afar sáttur við að VG væru með þeim fyrstu til að halda landsfund í aðdraganda kosninga. Minnti hann á að stundum hefði það gerst að fundir, áherslur og loforð annarra flokka hafi tekið mið af því sem á undan væri komið. „Þannig fór skattarúllettan af stað síðast. Framsóknarmenn riðu þar á vaðið í loforðum sínum,“ sagði Stein- grímur og tók fram að gaman yrði að sjá hvernig aðrir flokkar myndu bregðast við kosningaáherslum VG. Að sögn Steingríms verða öll helstu málasvið þjóðfélagsins til um- fjöllunar í ályktunum sem lagðar verða fyrir landsfundinn. Meðal þess sem rætt verður er ályktun um efna- hagsmál, fjármál ríkis og sveitarfé- laga og skattar, ályktun um sátt um sjávarútveg, auk þess sem ný heild- arstefnumótun um sjálfbæra þróun sem nær til ársins 2011 verður rædd. Fram kom í máli Kolbrúnar að hér væri um að ræða endurnýjun á stefnumörkun sem upphaflega var gefin út 2001. Klár í kosningarnar Fimmti landsfundur Vinstri grænna hefst í dag Morgunblaðið/Ásdís Forystufólk Vinstri grænna á blaðamannafundi Svandís Svavarsdóttir borgarfulltrúi, Drífa Snædal fram- kvæmdastýra, Steingrímur J. Sigfússon, formaður flokksins, og Kolbrún Halldórsdóttir þingkona. RAUÐI kross Íslands hefur veitt þrjár milljónir króna í framhaldi af neyðarbeiðni Alþjóða Rauða kross- ins vegna gífurlegra flóða í Mósam- bík. Neyðarbeiðnin hljóðar upp á ríf- lega 400 milljónir króna til að styðja við starf mósambíska Rauða kross- ins vegna hamfaranna. Gríðarlegar rigningar und- anfarnar vikur hafa orðið til þess að ár hafa flætt yfir bakka sína – þar á meðal Zambezi-fljótið. Fellibylurinn Favio gekk á land í ferðamannahér- aðinu Inhambane í gærmorgun, en virðist ekki hafa valdið miklum usla enda Rauði krossinn með mikinn viðbúnað á þessum slóðum. Felli- byljir hafa oft valdið gífurlegu tjóni og mannskaða í Mósambík, og er óttast að fleiri muni koma í kjölfar Favio. Mikið vatnsveður fylgir felli- byljunum og er því hætta á enn meiri flóðum. Að minnsta kosti 29 hafa týnt lífi í flóðunum, um 120 þúsund manns hafa verið fluttir frá heimilum sínum og stjórnvöld telja að allt að 300 þús- und manns hafi þegar orðið fyrir bú- sifjum á einhvern hátt vegna flóð- anna. Þrjár milljónir í neyðarhjálp ÞAÐ var glatt á hjalla þegar stjórnendur DV tóku á móti blaðinu úr prentvél Árvakurs í gærmorgun. DV er nú orðið dagblað að nýju og kemur út fimm daga vik- unnar. Blaðið verður lausasölublað, a.m.k. fyrst um sinn, frá mánudegi til fimmtudags, en blaðið er prentað á morgnana og dreift í verslanir fyrir hádegi. Áfram verður hægt að kaupa áskrift að helgarblaðinu, en föstudagsblaðinu verður dreift til áskrifenda snemma á föstudögum. DV hefur undanfarin ár verið prentað hjá Ísafold, en blaðið og forveri þess, Dagblaðið, var um áratugaskeið prentað í prentsmiðju Árvakurs, eiganda Morgunblaðsins. Á myndinni eru Hreinn Loftsson, stjórnarformaður útgáfufélags DV, Hjálmar Blöndal, framkvæmdastjóri félagsins, Sverrir Arngrímsson, stjórnarmaður í félaginu, og Guðbrandur Magnússon, framleiðslustjóri Morgunblaðsins, að skoða blaðið. Morgunblaðið/Ásdís DV kemur út sem dagblað

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.