Morgunblaðið - 23.02.2007, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 23.02.2007, Blaðsíða 30
uppáhalds hluturinn 30 FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Brynjar Gauti Bókin góða Stútfull af grafískum myndum úr kvennabaráttunni. inn á þessa plötu á sínum tíma,“ segir Katrín Anna Guðmundsdóttir talskona Femínistafélags Íslands. „Þær mættu á blaðamannafundinn til að kynna dagskrá Kvennafrí- dagsins og sungu nokkur lög og við það skapaðist frábær stemning,“ segir Katrín Áfram stelpur á heiðursstað Anna sem ekki á plötuspilara til að þeyta vínilnum en hún kemst í slíka græju hjá foreldrum sínum. „En ég passa Áfram stelpur-plötuna eins og hvert annað gull og er ekk- ert að spila hana að óþörfu. Aftur á móti á ég þessa plötu á geisladisk og hlusta oft á þessi frábæru bar- áttulög í geislaspilaranum mínum.“ Katrínu Önnu finnst gott að vera umkringd hlutum úr kvennabarátt- unni á hverjum degi. „Vínilplatan Áfram stelpur er á heiðursstað hjá mér en ég ætla mér að setja hana í ramma bráðum og hengja hana upp á vegg.“ Annar er sá hlutur sem er Katr- ínu Önnu mjög kær, en það er ljós- mynd af bandaríska leikaranum John Wayne sem lék ófá hlutverk töffara í kúrekamyndum. „Á þessari mynd stendur á sænsku: Jafnrétti! Er það eitthvað til að tala um? Þetta er mynd sem Ég á þrjá hluti sem eru ímiklu uppáhaldi hjá méren þeir tengjast allirjafnréttismálum. Fyrst ber að telja vínilplötuna Áfram stelpur þar sem nokkrar leikkonur syngja ýmis baráttulög og gefin var út á hinu stórmerka Kvennaári 1975. Það var söguleg stund þegar þær sungu lagið „Áfram stelpur“ á einum stærsta útifundi Íslandssög- unnar á Lækjartorgi á Kvennafrí- daginn 24. október 1975. Leikhóp- urinn gaf mér þessa vínilplötu á blaðamannafundi sem haldinn var í tilefni Kvennafrídagsins fyrir tveim- ur árum, þegar þrjátíu ár voru liðin frá þeim fyrsta. Steinunn Jóhann- esdóttir afhenti mér gripinn en hún er ein þeirra leikkvenna sem söng góð vinkona mín, nafna og fyrrver- andi vinnufélagi gaf mér þegar hún hætti hjá fyrirtækinu þar sem við unnum saman. Hún eftirlét mér þessa mynd sem hafði fylgt henni lengi og verið með henni í vinnunni. Mér þykir mjög vænt um þessa gjöf og John Wayne hangir hér uppi á vegg hjá mér svo ég sé hann á hverjum degi.“ Þriðji hluturinn sem er í uppá- haldi hjá Katrínu Önnu er bók sem hún keypti sér sjálf og heitir Suffra- gettes to She Devils. „Þetta er bók sem inniheldur sögu kvenréttindabaráttunnar í myndum. Í þessari bók eru sýnd dæmi um hvernig grafísk hönnun hefur verið notuð í kvennabarátt- unni í gegnum tíðina, en ekki aðeins henni til framdráttar heldur líka gegn henni, hvort sem það eru póst- kort, auglýsingaspjöld eða eitthvað annað. Þetta nær allt til þess tíma sem konur voru að berjast fyrir kosningaréttinum. Mér finnst mjög skemmtilegt að glugga í þessa bók og sjá söguna setta fram á þennan myndræna hátt.“ Morgunblaðið/Brynjar Gauti Umvafin Katrín Anna vill hafa uppáhaldshlutina sína nálægt sér: Plötuna með baráttusöngvum kvenna, bókina með myndum úr kvennabaráttu og kúrekann kalda. John Wayne og syngjandi stelpur Hún vill hafa rúmlega þrítuga vínilplötu og eldgamlan kúreka nálægt sér á hverjum degi. Kristín Heiða Kristinsdóttir forvitnaðist um hvaða hlutir eru baráttukonu kærastir. Líffræðilegur munur á konum og körlum gerir mæður betur til þess fallnar að annast ungbörn sín en feður, í það minnsta fyrsta árið. Þetta er niðurstaða vísindakonu sem rannsakað hefur muninn á kven- og karlheilum. Við fæðingu losnar hormónið oksitósín út í blóðrás móðurinnar en það gefur vellíðunartilfinningu og stuðlar að því að móðirin taki lífinu með ró. Blóðþrýstingur hennar lækkar, stresshormón veikjast, sársaukaþröskuldurinn hækkar og meltingin verður líka fyrir áhrifum. „Oksítósín er mik- ilvægur hluti af umönnunarhvöt okkar,“ segir prófessor Annica Dahlström í viðtali við Aftenpost- en. Hún segir barnið eiginlega ekki tilbúið við fæðinguna. Ástæða þess að það fæðist engu að síður sé stærðin því það yrði of erfitt fyrir móðurina að fæða það síðar. „Í raun þyrftu nýfædd börn að þroskast í tvo, þrjá mánuði til við- bótar áður en þau fæðast og á því tímabili er líkami móðurinnar enn mikilvægasta vernd þeirra,“ segir Dahlström. „Barnið þekkir hljóðin sem hún gefur frá sér, röddina og magahljóðin auk líkamslykt- arinnar og bragðsins af mjólkinni. Það skapar barninu mikið öryggi að eitthvað af því sem það upplifði í maganum haldi áfram eftir á.“ Sjón og heyrn ólík Að mati Dahlström er margt ólíkt með drengjum og stúlknum líffræðilega. „Til dæmis hafa þau ólíka sjón og heyrn. Sjáöldur og augnhimnur stráka eru byggð upp þannig að sjón þeirra er fókuser- aðri en stúlkna. Stúlkur heyra hins vegar betur veik hljóð og truflast meira af hávaða en strák- ar. Ýmsar alþjóðlegar rannsóknir á fólki og dýrum sýna að móð- urumhyggjan sem barnið fær í frumbernsku getur sagt til um hversu mikið streituálag það þolir sem fullorðinn. Dahlström bendir á fleira til að styðja staðhæfingar sínar um líf- fræðilegan mun karla og kvenna. Hún undirstrikar þó að þar talar hún á almennum nótum sem vís- indamaður. „Margir karlar hafa dæmigerð kveneinkenni í heila sínum og öfugt,“ segir hún. „Besta útkoman í uppeldinu verður þó þegar eiginleikum beggja er blandað og þegar konur og karla virða þann mun sem er á kynj- unum.“ uppeldi Mæður betri fyrsta árið Reuters Foreldrar Besta útkoman í uppeldinu verður þó þegar eiginleikum beggja er blandað og þegar konur og karla virða þann mun sem er á kynjunum. Það getur skerpt heilastarfsemina að borða súkkulaði. An- doxunarefni sem kallast flavonoids eykur blóðstreymið í toppstykkið. Með því að blóðflæðið eykst fær heilinn meira súrefni. Áhrifin vara í tvær til þrjár klukku- stundir eftir að búið er að neyta súkku- laðisins. Það þýðir hinsvegar ekkert að arka út í búð og fylla körfu af súkkulaði. Of mikið af súkkulaði getur verið heilsu- spillandi því það stuðlar að fitusöfnun og þar að auki er ekki verið að tala um hvaða súkkulaði sem er. Þetta á einungis við um dökkt súkkulaði með háu kakóinnihaldi. Að því er fram kemur á vísindavefnum forskning.no hafa breskir vís- indamenn kannað áhrifin af því að drekka bolla af heitu súkkulaði þar sem súkkulaði með háu kakóinnihaldi var notað í drykkinn. Þeir komust að því að blóðstreymið til vissra heilasvæða jókst við drykkjuna. Súkkulaðibollinn virðist því auka einbeitingu til skamms tíma. En umrædd andoxunarefni eru ekki bara í dökku súkkulaði. Þau eru til dæmis í bláberjum, grænu tei og rauðvíni. heilsa Dökkt súkkulaði eykur einbeitingu Hollusta Andoxunarefnin sem auka blóðflæðið til heila eru í dökku súkkulaði. Morgunblaðið/Ásdís
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.