Morgunblaðið - 23.02.2007, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 23.02.2007, Blaðsíða 48
48 FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Ríkarð Jón Ás-geirsson fæddist á Siglufirði 14. febr- úar 1926. Hann lést á LSH við Hring- braut 17. febrúar síðastliðinn. For- eldrar hans voru Ásgeir Pétursson, f. 10.5. 1906, d. 10.4. 1933, og Guðrún Sveinsdóttir, f. 18.12. 1907, d. 18.9. 1964. Ríkarð ólst upp hjá fósturforeldrum móður sinnar sem hann og systur hans, Brynja, Kolbrún og Sig- urlína, kölluðu alltaf ömmu og afa, Friðrikku Þorsteinsdóttur og Jóni Jónassyni. Ríkarð kvæntist 1950 Guðrúnu Ingigerði Jónsdóttur, f. 23.2. 1929, d. 23.4. 1969. Foreldrar hennar voru Jón Ásmundsson, f. 2.10. 1900, d. 23.1. 1976, og Vilborg Guð- mundsdóttir, f. 7.6. 1897, d. 26.5. 1939. Ríkarð og Guðrún eignuðust einn son, Jón Ásgeir, f. 28.11. 1966. Eiginkona hans er Björg Skúla- Morávek, Jóhann Morávek og Nína María Morávek og barnabörn hennar eru níu talsins Árið sem Rikki og Rúna giftu sig keyptu þau sér lítið kot í Höfnum, sem hét Nýlenda, og byggðu þar myndarlegt hús árið 1950. Ríkarð gegndi starfi meðhjálpara við Kirkjuvogskirkju í Höfnum og var líka safnaðarfulltrúi við sama söfnuð. Ríkarð lék í mörgum sjónvarps- auglýsingum og kvikmyndum á vegum Sagafilm. Hann hafði unun af allri gróðurrækt og hafði mjög gaman af að planta og prófa að rækta nýjar plöntur og jurtir og ber garðurinn á Kópavogsbraut 94 þess merki. Hann var líka mikill fuglavinur, sá um að gefa þeim alla daga. Ef hann var seinn á sér létu þeir hann vita það með því að pikka á svefnherbergisgluggann. Hann merkti allar sínar plöntur sem hann gróðursetti í garðinum á Kópavogsbraut. Árið 1963 skrifaði Sigurður Hreiðar bók um Rikka sem bar heitið „Alltaf má fá annað skip“. Er hún um ævintýri hans á farmennskuárunum. Útför Ríkarðs verður gerð frá Kópavogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Jarðsett verður í Kirkjuvogskirkjugarði í Höfnum. dóttir, f. 11.11. 1968. Foreldrar hennar eru Skúli Þórsson og Hrafnhildur Sig- urbjörnsdóttir. Jón Ásgeir og Björg eiga þrjú börn saman, Andra, f. 1989, Fann- ar, f. 1991, og Guð- rúnu Ingigerði, f. 1996. Jón Ásgeir átti einn son fyrir, Rúrik Dan, f. 1984. Ríkarð fór ungur að heiman og fór til Bandaríkjanna og sigldi þaðan á farskipum um öll heimsins höf á árunum 1942–1947. Ævistarf hans var hjá bandaríska hernum á Keflavíkurflugvelli frá árunum 1950–1997. Hann bjó í Höfnum á Reykjanesi ásamt konu sinnu Guðrúnu Ingigerði frá 1950 til 1969 er hún lést og fram til árs- ins 1976. Árið 1976 kynntist Ríkarð Sól- veigu Jóhannsdóttur, f. 19.2. 1930, og hófu þau sambúð sína 1977 og hafa búið í Kópavogi síðan. Börn hennar eru Anna Ragnheiður Einhvern veginn heldur maður alltaf að þeir sem standa manni næst séu eilífir. Og það er skrýtin tilhugs- un að heyra ekki lengur „hjá Sól- veigu“ þegar ég hringi á Kópavogs- brautina. Það kom svo sem ekkert mikið á óvart þegar þú greindist með þennan sjúkdóm og í raun undur að þú hafir lifað þetta lengi þegar hugs- að er til lífsstíls þíns sem var í hnot- skurn kaffi, camel, soðin ýsa og kart- öflur. Vatn, grænmeti og ávextir taldir þú ekki mönnum bjóðandi og ætti einungis að notast í dýraríkinu. En mig langar að þakka þér sam- fylgdina síðustu 30 árin sem voru upp og ofan eins gengur í þessu lífi. Á mörgu höfðum við sameiginlegan áhuga eins og t.d. tónlist, horfa á sjónvarp, krossgátublöðin þar sem þið mamma réðuð krossgáturnar og ég kláraði svo talnagáturnar, myndagáturnar í lesbókinni en síð- ast en ekki síst að spila hin ýmsu spil. Sérstaklega eru mér minnisstæðir páskarnir 1986 þegar frumburður minn lét bíða eftir sér og var tíminn látinn líða með því að spila á spil. Enn þann dag í dag hafðir þú orð á því að endurskoða hefði átt útreikn- inga í þessum spilum sem undirrituð sá um. En eitt var það sem við áttum ekki sameiginlegt og var það mikill áhugi þinn á garðrækt. Þú reyndir af miklum mætti að gera þetta áhuga- mál þitt að mínu en án árangurs. Oft sendir þú mig heim með fulla fötu af ýmsum plöntum til að gróðursetja í garðinn minn en þær enduðu iðulega sem „flag í fóstur“ á ruslahaugunum. En þó rötuðu nokkur tré í garðinn sem dafnað hafa vel og ég veit að þú átt eftir að líta eftir. En oft fórum við um garðinn á Kópavogsbrautinni þar sem þú sýndir mér það sem gróð- ursett hafði verið og ég dáðist að því hvað garðurinn var fallegur og þið mamma dugleg. Þú hafðir gaman af því að stríða og er ekki hægt að ljúka þessu án þess að minnast á Hauk Morthens. Þú vissir (ó)hug minn til hans og hafðir mikið fyrir ýmsum uppákomum bara til að angra mig og er mér þá efst í huga ábyrgðarbréf frá HM. Þakka þér fyrir hvað þú reyndist börnum mínum vel, sér- staklega henni Írenu sem þú gerðir allt fyrir. Nú sé ég fyrir mér að þú hljótir að sitja einhvers staðar í Sigl- firðingabásnum að hitta fólkið þitt, því samkvæmt ummælum þínum voru Siglufjörður og Siglfirðingar bestir og mestir og því álykta ég að þeir hljóti að eiga sérstakan stað handan þessa heims. Dæm svo mildan dauða, Drottinn, þínu barni, eins og léttu laufi lyfti blær frá hjarni, eins og lítill lækur ljúki sínu hjali, þar sem lygn í leyni liggur marinn svali. (M. Joch.) Nína María. Mig langar að minnast vinar míns Rikka og deila með þeim sem þekktu hann broti af þeim mörgu góðu minningum sem ég á um þann ljúfa mann. Rikka kynntist ég fyrir rúmum tuttugu árum þegar ég fór að venja komur mínar á Kópavogsbraut 94, en hann bjó þá þar eins og alla tíð síðan ásamt tengdamóður minni Sól- veigu Morávek. Minningarnar líða hjá ein af ann- arri. Rikki að spyrja um fiskirí og segja stoltur fréttir af Jóni Ásgeiri að moka inn þorskinum út af Eldey, á trillu þeirra feðga. Rikki með flag í fóstri áður en hugtakið umhverfis- vernd varð tamt í íslenskunni. Að segja sögur af „vellinum“ eða úr sigl- ingunum og sagði þá gjarnan: „Ég veit þú trúir því ekki.“ Frábær sögumaður sem kunni þá list að krydda hæfilega, og alveg sama af hverjum sagan var, allt var með svo mikilli glettni, hlýju og virð- ingu gagnvart þeim sem sagt var frá, og í kjölfarið einlægur dillandi hlát- urinn. Rikki og Sólveig á leið í leikhús, tónleika eða bara út á lífið, hún svo nett og þokkafull, hann eins og blanda af Humphrey Bogart og Clark Gable. Svo flott par. Rikki hættur að vinna, saknaði fé- laganna eins og gengur, en alltaf sami takturinn, ekkert stress og allt hafði sinn tíma. Sé hann í garðinum, með sailor- húfuna og í bláa gallanum að hlúa að plöntum frá fjarlægum löndum og ef þær lifnuðu ekki á 94 var tilgangs- laust að reyna að planta þeim annars staðar.Velti viðkvæmum blómum og laufblöðum trjánna milli langra grannra fingranna, aldrei of gamall til að læra og las Garðagróður jafnt og National Geographic spjaldanna á milli. Rikki á pallinum, ber að ofan í sól- inni, töffari með gull um hálsinn, brúnn og veðraður eftir siglingarnar, með kaffi og sígó. Fékk sér oft kaffi en „bara hálfan bolla“ og rettan reykt til hálfs, drepið í og restin klár- uð seinna. Man ræðuna úr afmælinu mínu. Rikki og krossgáturnar, og spurn- ingaspilin. Stoltur Siglfirðingur alltaf. Rikki að smíða fuglafóðrara í skúrnum og horfa á og spá í hegðun fuglanna og lét sér alltaf svo annt um þá. Með Kúdda vini sínum í eldhúsinu, reykur í lofti. Eða horft sjónvarpið og ef myndin var fyndin sagði Rikki oft: „Þetta er nú meiri asskotans vitleysan,“ milli hláturrokanna. Rikki með barnabörnunum að kveikja upp í arninum. Allt gert í sælli ró og krökkunum kennt að um- gangast eldinn af varkárni, þó ömm- unni þætti stundum nóg um. Rikki var félagslyndur, en þó dul- ur á eigin hag. Það merkti ég í veikindum hans sem honum fannst ekki vert að ræða enda alltaf trú á bata. Hann var heima lengst af og naut þar umönn- unar Bjargar tengdadóttur sinnar auk Sólveigar sem vart vék frá hon- um. Síðustu tvær vikurnar lá Rikki á LHS og kvaddi þar þennan heim um- vafinn ástvinum sínum hinn 17. febr- úar síðastliðinn. Ég vil hverfa langt, langt inn á græna skóga inn í launhelgar trjánna og gróa þar tré gleymdur sjálfum mér, finna ró í djúpum rótum og þrótt í ungu ljósþyrstu laufi leita svo aftur með visku trjánna á vit reikulla manna. (Snorri Hjartarson) Ég þakka Rikka samfylgdina og bið Guð að blessa minningu hans. Steindór. Fyrir 25 árum kynntist ég Rikka, eins og hann var alltaf kallaður, þeg- ar ég kom inn í fjölskylduna hjá Sól- veigu Morávek, tengdamóður minni. Þú varst af gamla skólanum, Rikki, barst konurnar í lífi þínu fyrir brjósti. Varst ófeiminn að tjá ást þína við öll tækifæri. Ég hafði lesið um svona menn í bókum en vissi ekki að þeir væru til í alvörunni. Sögurnar þínar af ævintýraferðum þínum hafði maður bara lesið um í bókum líka, en það hafðir þú upplifað sjálfur. Kom- inn af fátæku fólki við Siglufjörð, fórst á sjóinn 15 ára og stundaðir siglingar í mörg ár á erlendum fragt- skipum. Við Rikki náðum vel saman frá fyrsta degi. Það voru allir jafnir hjá honum Rikka, stórir sem smáir. Börnin mín eiga eftir að njóta góðs af sögunum hans þegar þau verða eldri, en Rikki hafði siglt um heimshöfin, og gat sagt ófáar sögur af samtíð- armönnum sínum. Þó svo að Rikki væri ekki líffræðilegur afi barnanna minna kom aldrei neitt annað til greina hjá okkur en að kalla hann afa. Hann var svo sannarlega afi þeirra, sem gerir þau ríkari fyrir vik- ið. Það er sárt að sjá á eftir þér en af jörðu ertu kominn eins og sagt er og að jörðu muntu aftur verða innan um gróðurinn sem þú unnir af öllu hjarta. Allt óx í höndunum á þér og ber garðurinn þess merki. Kannski ekki úthugsaður af sprenglærðum mönnum, en hverja jurt þekktir þú og hún fékk að lifa. Við eyddum löngum stundum saman í garðinum, ég klippti trén en þú sáðir öðrum á meðan, og passaðir að ég klippti ekki of mikið. Sem stundum kom fyrir … þú varst alltaf með græðlinga fyrir mig að taka með mér heim. Mesti spenningur barnanna minna var að bjóða þér góða nótt þegar þau voru yngri. Það var alltaf gaman að kyssa Rikka afa góða nótt. Yfirvara- skeggið kitlaði, og hvað þau gátu hlegið og þú líka ekki síður. Þetta voru dásamlegar stundir sem þau lifa fyrir enn í dag. Okkur er ekki hlátur í hug í dag en við munum minnast þessara stunda þegar við kveðjum þig í síðasta sinn. Kæra Sólveig, við Emil Örn, Sól- veig og Salóme sendum þér samúð- arkveðjur við fráfall Rikka. Jón Ás- geir, við samhryggjumst þér og fjölskyldu þinni við fráfall föður þíns. Kæru vinir, við munum minnast Rikka með gleði í hjarta. Kristín. Elsku afi Rikki, við bræðurnir söknum þín rosalega. Þá dagana sem við bræðurnir vorum litlir þótti okk- ur rosalega gaman að koma í heim- sókn til þín og ömmu Lillu í Kópa- voginum. Okkur fannst gaman að koma til þín í bílskúrinn og fá að smíða með þér það sem átti að fara í garðinn um sumarið. Garðurinn var í uppáhaldi hjá þér og okkur. Okkur þótti gaman að slá fyrir þig og mála þakið og leika okk- ur í tjörninni sem þú bjóst til. En það sem var alltaf jafn spenn- andi þegar við og pabbi fórum upp á herflugvöllinn hjá bandaríska hern- um var að heimsækja þig í vinnuna og vinnufélaga þína þar. Svo fórum við oft með þér suður í Hafnir, heim í Nýlendu. Það var hús- ið sem þú og amma Rúna byggðuð. Við áttum okkar fyrstu ár þar með mömmu og pabba og þar var gott að vera. Við fórum oft með þér í bíltúr í Kolaportið og líka niður á bryggju í Kópavogi og Reykjavík til að skoða bátana. Gaman var að vera með þér í þessi ár og okkur þykir rosalega vænt um þig. Þú varst frábær afi og okkur þykir rosalega sárt að þurfa að missa þig svona fljótt. Þú munt alltaf vera á þeim stað í hjarta okkar sem þú átt heima í. Smá ljóð eftir Andra til afa Rikka: Fuglar fljúga um loftin blá, ferðast um í löndum, koma við í garði þínum og baða sig í tjörnum. Þínir sonarsynir Andri og Fannar. Núna er Rikki afi dáinn og við get- um ekkert gert við því. Svona er þetta víst. Það eru þessar góðu og skemmtilegu minningar, sem hann skilur eftir, sem skipta mestu máli fyrir okkur. Þessi óteljandi skipti sem við systkinin höfum verið í heim- sókn hjá ömmu og Rikka afa. Alltaf var hann tilbúinn að leika við okkur. Hversu oft sátum við inni í stofu með honum, umvafin þykkum camel- reyk og spiluðum ólsen, ólsen eins og bíræfnir fjárhættuspilarar. Við vissum vel um skaðsemi reyk- inga, en okkur datt ekki í hug að upp- lýsa Rikka afa um það, þetta var bara allt í lagi, þetta var hluti af hon- um. Hann gat endalaust lesið fyrir okkur úr National Geographic um fjarlæg lönd og upplýst okkur um undarlega siði og venjur fjarlægra þjóða. Þessari kunnáttu komum við síðan á framfæri við vini okkar þegar við komum heim til Svíþjóðar, og þeim fannst við vera svo heppin að eiga svona gáfaðan afa þarna á Íslandi. Öll leikritin og tískusýningarnar sem áttu sér stað á Kópavogsbraut- inni, og oft vorum við orðin ansi mörg, frændsystkinin sem tókum þátt í þessu. Það gat orðið ansi há- vært, en alltaf tók Rikki afi brosandi þátt í öllu, okkur til mikillar gleði, því hann var svo hugmyndaríkur. Og garðurinn sem var hans stóra áhugamál. Þar gat hann dundað sér endalaust og við vorum alltaf tilbúin að hjálpa honum, þó svo að við hefð- um takmarkaðan áhuga á garðyrkju. Það var bara svo gaman að vera með honum. Elsku Rikki afi, við minnumst þín með virðingu. Þín verður sárt saknað. Jan, Davíð og Sigrún Bergstrand. Elsku besti afi minn, ég vona að þér líði vel hjá ömmu Guðrúnu. Þegar við sátum við arininn, þá var svo notalegt með þér. Vertu nú með mér alla daga, ég hugsa alltaf um þig. Þitt barnabarn Guðrún Ingigerður. Mig langar að kveðja Rikka afa minn með nokkrum orðum. Það er skrítið að sitja hérna í hit- anum í Brasilíu og kveðja þig, afi. Það var svo gaman að vita hvað þú hafðir mikinn áhuga á þessu ferða- lagi hjá mér, alltaf babblandi við mig þessi fáu orð sem þú kunnir í spænsku, varst auðvitað sjálfur sjó- maður og kannaðist aðeins við þetta suðræna líf. Mamma sagði mér að hún hefði alltaf lesið fyrir þig bloggið okkar og þú hefðir fylgst vel með og það er gaman að vita af því. Ég minntist þín sérstaklega á sprengidaginn, því ég veit hversu gott þér þótti að fá saltkjöt og baun- ir, fékkst þér alltaf einum of oft á diskinn sem var annars ekki vaninn hjá þér. Ég vil sérstaklega þakka þér þann tíma sem ég bjó hjá ykkur ömmu á Kópavogsbrautinni. Þar var ég alltaf velkominn og þið vilduð alltaf allt fyrir mig gera, ekk- ert mál að fá bílinn eða skutlast með mig hvert sem var. Við spjölluðum um allt milli himins og jarðar, sér- staklega á pólitísku nótunum, og ég man hversu auðveldlega þú gast æst mig upp þegar við vorum ekki sam- mála og ég lýsti því yfir að það væri alls ekki hægt að rökræða við þig, þú vissir bara allt! Það er sorglegt að hugsa til þess að þú verðir ekki heima með ömmu á Kópavogsbrautinni til þess að taka á móti mér, en ég veit að þú ert það spenntur yfir þessu ferðalagi okkar að þú fylgist með okkur. Elsku afi. Ég veit að þér líður bet- ur þar sem þú ert kominn núna. Ástarfaðir himinhæða, heyr þú barna þinna kvak, enn í dag og alla daga í þinn náðarfaðm mig tak. Anda þinn lát æ mér stjórna, auðsveipan gjör huga minn, og á þinnar elsku vegum inn mig leið í himin þinn. (Þýð. Steingr. Thorst.) Hvíl í friði, afi minn. Írena Sólveig. Ríkarð Jón Ásgeirsson ✝ Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, MARÍU PÉTURSDÓTTUR, Suðurbraut, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks á dvalar- og hjúkrun- arheimilinu Kumbaravogi fyrir góða umönnun og elskulegheit. Guð blessi ykkur öll. Jens Pétursson, Oddgeir Jensson, Finnbjörg Holm, Agnes Jensdóttir, Óttar Guðlaugsson, Hjalti S. Jensson, Hildur Gunnarsdóttir, Pétur Jensson, Bjarnheiður Ástgeirsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.