Morgunblaðið - 23.02.2007, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 23.02.2007, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2007 21 ERLENT V e r ð l æ k k a n i r 1 . m a r s 2 0 0 7 Miklar breytingar eru í vændum á skattlagningu matvara. Verð á flestum matvörum á að lækka um 6,1% og í nokkrum tilvikum um 14,1% við lækkun virðisaukaskatts. Neytendastofa hvetur alla til að vera vakandi og fylgjast með því hvort verð lækkar ekki örugglega 1. mars. Með því að geyma kassakvittanir úr verslunum og bera saman eftir 1. mars má greina verðbreytingarnar á einfaldan hátt. Leitið skýringa í verslun ef verð lækkar ekki. Á heimasíðu Neytendastofu, www.neytendastofa.is, hefur verið opnuð vefgátt undir heitinu Verðlagsábendingar – láttu vita! Þar er með skjótvirkum hætti hægt að koma á framfæri ábendingum um það hvort lækkanir á vöruverði hafi ekki skilað sér. Á síðunni eru einnig aðgengilegar upplýsingar um þær matvörur sem eiga að lækka í verði sem og aðra þá þætti sem lækkunin tekur til, s.s. veitingaþjónustu, hótelgistingu og fleira. Neytendur – stöndum vaktina saman! Fylgist með – og látið vita Borgartúni 21 • 105 Reykjavík • Sími 510 1100 • www.neytendastofa.is Neytendastofa DÓMSTÓLL í Egyptalandi dæmdi í gær bloggara í fjögurra ára fang- elsi fyrir níð um íslam og Hosni Mubarak, forseta landsins. Er þetta í fyrsta skipti sem bloggari er dæmdur í Egyptalandi fyrir skrif sem birt eru á netinu. Bloggarinn, Abdel Karim Suleiman, hefur verið í varðhaldi í þrjá mánuði. Reuters Í steininn Suleiman á leið í prísund. Bloggari í haldi Alþjóðakjarnorkumálastofnunin segir í nýrri skýrslu að Íranar hafi ekki orðið við kröfu öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um að hætta auðgun úrans áður en frestur til þess rann út. Íranar eiga því yfir höfði sér frekari refsiaðgerðir. Hlýddu ekki SÞ HINRIK Breta- prins verður sendur til Íraks með hersveit sinni í maí eða júní. Hann verð- ur fyrsti með- limur bresku konungsfjöl- skyldunnar til að gegna herþjónustu á átakasvæði í 25 ár, eða frá því að föðurbróðir hans, Andrés prins, tók þátt í Falk- landseyjastríðinu 1982. Hinrik prins til Íraks Kampala. AP. | Þegar fólk hugsar um aðstoð við Afríku kemur því oftast í hug matvælahjálp handa sveltandi fólki eða teppi handa heim- ilislausum. Í Úganda bjóða þó hjálp- arsamtök upp á annars konar að- stoð: sundkennslu. „Á eftir alnæmi og malaríu er drukknun helsta dánarorsökin í byggðunum hér við vatnið,“ segir Patrick Tumwijukye, fram- kvæmdastjóri samtaka sem skipu- leggja sundkennsluna. Samkvæmt opinberum skrám hafa yfir 1.000 manns drukknað í vötnum Úganda síðustu fimm árin en embættismenn segja að dán- artalan sé miklu hærri því ekki sé tilkynnt um öll banaslysin. Margir íbúanna notast við heima- smíðaða báta til að veiða eða flytja vörur á markaðina og slys eru al- geng á vötnunum. Þótt þau séu mjög mikilvæg fyrir lífsafkomu landsmanna kunna fæstir þeirra að synda. Aðstoðin felst í sundkennslu AP Hjálparstarf Norman Arinatwe, starfsmaður hjálparsamtaka, kennir börnum í þorpi við Bunyonyi-vatn í Úganda að synda. Kaupmannahöfn. AFP. | Flest dönsku dagblaðanna gagnrýndu í gær þá ákvörðun ríkisstjórnar Anders Fogh Rasmussens forsætisráðherra í fyrradag að kalla 430 manna her- lið landsins heim frá Írak fyrir ágústlok. Tónninn í blöðunum var yfirleitt sá að markmiði hernaðaraðgerð- anna hefði ekki verið náð og að heimkvaðningin gerði að engu þátt- töku Dana í að koma á stöðugleika í landinu eftir að Saddam Hussein forseta var steypt af stóli í innrás- inni vorið 2003. Dagblaðið Politiken, sem hefur verið mjög gagnrýnið á stríðsrekst- urinn, sagði að danska stjórnin reyndi að „breiða yfir mistök sín í Írak“ og að hún hefði breytt áætlun sinni vegna þess að henni hefði mis- heppnast áætlunarverk sitt. Extra Bladet sagði þátttöku Dana „gjörsamlega misheppnaða“, þeir hefðu aldrei átt að blanda sér í Íraksstríðið. Jyllands-Posten var eina danska blaðið sem fagnaði heimkvaðning- unni. Blaðið sagði að þróunin í Suð- ur-Írak sýndi að aðgerðir danska og breska hersins hefðu ekki verið til einskis. Gagnrýna brotthvarf frá Írak GIORGIO Napolitano, forseti Ítalíu, hóf í gær viðræður við leiðtoga flokka landsins um hvernig bregð- ast ætti við stjórnarkreppunni eftir að Romano Prodi forsætisráðherra sagði af sér. Hugsanlegt er að for- setinn boði til kosninga náist ekki samkomulag um nýja stjórn. Viðræður í Róm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.