Morgunblaðið - 23.02.2007, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
AP
STRANGTRÚAÐIR gyðingar fylgjast með eftirlits-
loftskipi ísraelsku lögreglunnar áður en það hófst á loft
frá Jerúsalem í gær. Loftskipið er búið myndavél og er
notað til að fylgjast með föstudagsbænahaldi múslíma.
Eftirlitið er hluti af auknum viðbúnaði vegna mótmæla
múslíma gegn framkvæmdum við al-Aqsa-moskuna.
Fylgjast með bænahaldinu úr lofti
Eftir Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
LIÐSMENN Hillary Clinton og
Baracks Obama í Bandaríkjunum
virðast nú óspart brýna kutana. Lof-
orð um að heyja málefnalega kosn-
ingabaráttu þar sem skítkast er
bannað eru að gleymast. Mikið upp-
nám varð á miðvikudag þegar kvik-
myndaframleiðandinn David Geffen
tjáði sig um Clinton-hjónin, Bill og
Hillary, í samtali við dálkahöfundinn
Maureen Dowd hjá The New York
Times. Sagði Geffen að vissulega
væru allir síljúgandi í stjórnmálum
en þau hjón gerðu það „svo fyr-
irhafnarlaust, að það veldur manni
ugg“. Geffen lýsti Bill Clinton sem
„fífldjörfum“ manni og sagðist halda
að enginn tryði því að hann hefði á
síðustu sex árum orðið allt annar
maður en hann hefði verið.
Ummæli Geffens eru fyrst og
fremst merkileg vegna þess að hann
var á sínum tíma meðal þeirra sem
tryggðu Bill Clinton öflugan stuðn-
ing í Hollywood. Geffen tjáði sig eft-
ir að hafa verið meðal stjórnenda
fjáröflunarfundar fyrir Obama en í
eina tíð safnaði hann að sögn
Obama-manna 18 milljónum dollara
fyrir kosningabaráttu Bills Clintons
og var í útvöldum hópi sem fékk að
gista í herbergi Lincolns í Hvíta hús-
inu. Nú er öldin önnur, Hollywood-
liðið, sem flest styður að venju
demókrata, virðist ætla að fylkja sér
um unga blökkumanninn Obama
fremur en Hillary Clinton.
Geffen sagðist efast um hæfni
Hillary Clinton til að sameina
Bandaríkjamenn að baki næsta for-
seta sínum, sem margir segja afar
brýnt vegna þess hve umdeildur nú-
verandi forseti, George W. Bush, er.
„Ég held ekki að önnur ótrúlega
umdeild persóna, sama hve snjöll
hún er, sama hve metnaðarfull hún
er – og guð veit að ekki er til metn-
aðarfyllri manneskja en Hillary
Clinton – geti sameinað þjóðina,“
sagði Geffen.
Liðsmenn Clinton brugðust þegar
hart við og sögðu Obama nú nota
einmitt þess konar persónulegar
árásir sem hann hefur varið svo mik-
illi orku í að fordæma. „Með því að
neita að vísa á bug persónulegum
árásum af hálfu stærsta fjáröfl-
unarmanns síns gegn Clinton öld-
ungadeildarþingmanni og Clinton
[fyrrverandi] forseta fær Obama
öldungadeildarþingmaður fólk til að
efast mjög um að hann trúi því sem
hann boðar,“ sagði Howard Wolfson,
yfirmaður samskiptamála í her-
búðum Clinton. Sjálf sagði Clinton á
fundi í Nevada að hún vildi heyja
baráttu á jákvæðum nótum.
Af því að hann „er svartur“
Talsmaður Obama, Robert Gibbs,
sagði það hlálegt í þessu sambandi
að Clinton fagnaði stuðningi Ro-
berts Fords, öldungadeildarþing-
manns frá S-Karolínu, er sagði um
Obama að yrði hann útnefndur
myndi hann veikja mjög Demó-
krataflokkinn af því að Obama „er
svartur“. Síðar baðst Ford afsök-
unar á orðum sínum. Obama sagðist
á fundi í Iowa ekki geta borið ábyrgð
á öllu sem liðsmenn hans segðu en
neitaði að biðjast afsökunar á orðum
Geffens.
„Ég hef grun um að kjósendur í
Iowa hafi meiri áhuga á að vita hvað
ég og Clinton öldungadeild-
arþingmaður segja um málefni
Íraks, heilsugæslu og atvinnu,“
sagði hann. Obama var frá upphafi
andvígur Íraksstríðinu en var ekki
enn kominn í öldungadeildina 2002
þegar greidd voru atkvæði um heim-
ild til handa Bush um að gera árás á
Írak. Clinton studdi heimildina og
hefur ekki viljað verða við kröfum
um að hún biðji kjósendur afsökunar
á því að hafa stutt innrásina.
Saka menn Obama um persónu-
legt skítkast í garð Clinton
Reuters
Keppinautar Öldungadeildarþingmennirnir Barack Obama og Hillary
Clinton á blaðamannafundi í Washington fyrr í mánuðinum.
GEYSILEG aukning hefur orðið á
sölu falsaðra lyfja í Asíu og vandinn
er farinn að verða æ alvarlegri í
Afríkulöndum, segir í grein í Int-
ernational Herald Tribune. Heim-
ildarmenn blaðsins segja að Kín-
verjar séu drýgstir við framleiðslu
sem talið sé að valdi ótímabærum
dauða allt að 200.000 manns árlega.
Mikið er um að fölsuð lyf séu seld á
netinu.
Mest hefur borið á því að mal-
aríulyf séu fölsuð en einnig hafa
fundist fölsuð lyf gegn berklum, al-
næmisveirunni og fleiri sjúkdómum.
Er nýtt malaríulyf, artemisinin, afar
vinsælt hjá fölsurunum, að sögn
Paul N. Newton sem vinnur hjá
miðstöð gegn hitabeltislyfjum sem
Oxford-háskóli í Bretlandi rekur í
Vientiane, höfuðstað Laos. Var eitt
falsaða lyfið rakið til fyrirtækis í
Kína, Guilin Pharma. Stofnun sem
starfar í Myanmar (öðru nafni
Búrma) keypti 100.000 töflur af lyf-
inu en þær reyndust gagnslausar.
Fölsuðu lyfin
innihalda stund-
um saklaust fylli-
efni eins og hveiti
en önnur valda
oft slæmum
aukaverkunum
vegna efna sem
sett eru í pillurn-
ar til að blekkja
neytendur og fá þá til að halda að
lyfið virki. Í sumum er acetaminop-
hen sem getur lækkað sótthita
vegna malaríu tímabundið en drep-
ur ekki sníkjudýrin, í öðrum finnast
úrelt efni gegn malaríu.
Enn önnur innihalda dálítið af
artemisinin, ekki nóg til að lækna en
oft nóg til að blekkja þá sem rann-
saka hvort lyfið sé í lagi. Að sögn
Newtons geta þau ýtt undir viðgang
ónæmra sníkjudýra. Afleiðingin er
að sjúklingur sem fær raunverulegt
lyf síðar deyr samt sem áður vegna
þess að á líkamann herjar nú ólækn-
andi afbrigði.
Fölsuð lyf bana
tugþúsundum
HILLARY Clinton hefur verið talin
líklegust til að verða útnefnd for-
setaefni demókrata 2008. Margir
demókratar eru þó hræddir um að
hún sé of umdeild og því ólíkleg til
að höfða til óákveðinna kjósenda í
miðju hins pólitíska litrófs.
Framboði blökkumannsins Bar-
acks Obama, sem er mun yngri en
Clinton og að mörgu leyti óskrifað
blað en hefur mikla persónutöfra,
hefur verið tekið fagnandi af þeim
demókrötum sem telja Clinton ekki
sigurstranglega.
Mesta ógnin við Clinton
Ósló. AP, AFP. | Tveggja daga ráðstefna um
klasasprengjur hófst í Ósló í gær og skipu-
leggjendur hennar sögðu að stefnt væri að al-
þjóðlegu banni við slíkum vopnum ekki síðar
en árið 2008.
Fulltrúar frá 48 ríkjum, sex stofnunum Sam-
einuðu þjóðanna og alþjóðlegum samtökum
andstæðinga klasasprengna sitja ráðstefnuna.
Sendiherra Austurríkis í Noregi var á ráð-
stefnunni og lýsti því yfir að stjórn landsins
hygðist banna hernum að beita klasasprengj-
um.
Ríki á borð við Bandaríkin, Bretland, Frakk-
land, Indland, Ísrael, Kína og Rússland hafa
lagst gegn alþjóðlegum sáttmála um bann við
klasasprengjum. Þau segja að hægt verði að
semja um þetta mál í viðræðum um endur-
skoðun alþjóðlegs sáttmála frá 1980 um hefð-
bundin vopn.
Norska stjórnin og fleiri stuðningsmenn
banns við klasasprengjum segja hins vegar að
nauðsynlegt sé að semja um sérstakan sátt-
mála um slíkt bann vegna þess að viðræðurnar
um hefðbundnu vopnin liggi niðri.
Um 60% fórnarlambanna börn
Alþjóðleg samtök, sem berjast gegn klasa-
sprengjum, segja að slíkum vopnum hafi meðal
annars verið beitt í Írak, Kosovo, Afganistan
og Líbanon á síðustu árum.
Embættismenn Sameinuðu þjóðanna hafa
áætlað að Ísraelsher hafi beitt klasasprengjum
sem dreift hafi allt að fjórum milljónum smá-
sprengna yfir Suður-Líbanon í stríðinu við
Hizbollah-hreyfinguna á liðnu ári. Talið er að
allt að 40% smásprengnanna hafi ekki sprung-
ið þegar þær lentu á jörðinni.
Andstæðingar klasasprengna segja að börn
laðist oft að smásprengjunum sem eru yfirleitt
í skærum litum. Áætlað er að um 60% þeirra
sem hafa dáið af völdum klasasprengna í Suð-
austur-Asíu séu börn.
Stefna að banni við klasasprengjum
Í HNOTSKURN
» Klasasprengjur eru hannaðar þann-ig að þegar þær springa losnar um
nokkur hundruð smásprengjur sem
dreifast í allar áttir, margar þeirra án
þess að springa strax.
» Um 98% þeirra tugþúsunda manna,sem hafa beðið bana af völdum
klasasprengna, eru óbreyttir borgarar,
að því er fram kom í skýrslu samtak-
anna Handicap International.
Álaborg. Morgunblaðið. | Snjó kyngdi
niður á Jótlandi í gær og fyrra-
dag og er nú svo komið að hjól
samfélagsins eru hætt að snúast.
Jafnfallinn snjór hefur víða verið
um 30 cm á sólarhring og að við-
bættum stanslausum skafrenningi
eru vandamál fljót að skapast
enda lítið um að farartæki séu bú-
in undir ófærð sem þessa.
Ferðalangar áttu erfitt með að
komast leiðar sinnar í gær þar
sem SAS og Sterling aflýstu nán-
ast öllu innanlandsflugi sínu og
lestarferðir gengu einnig erf-
iðlega vegna snjóþyngsla.
Álaborg hefur orðið einna verst
úti en snemma í gærkvöldi stöðv-
uðust allar samgöngur þar. Ís-
lendingar á leið frá Kaupmanna-
höfn eyddu sjö tímum í lest á leið
til Álaborgar til þess eins að
standa svo bjargarlausir fyrir ut-
an lestarstöðina skömmu eftir
miðnætti. En þá var lestarstöðinni
lokað og hvergi hægt að fá leigu-
bíl eða strætisvagn þar sem
ákveðið var að hætta akstri fyrr
um kvöldið og engar eru hjálp-
arsveitirnar.
Á götum borgarinnar eru bílar
fastir á víð og dreif og engir bílar
á ferli. Öllu skólahaldi hefur verið
aflýst, enginn póstur er borinn út
eða rusl fjarlægt og flest fyr-
irtæki eru lokuð vegna veðurs.
Flestir komast ekki leiðar sinn-
ar nema gangandi enda eru lang-
flestir bílar á sumardekkjum og
ekki er hægt að kaupa vetrardekk
þar sem dekkjaverkstæði eru lok-
uð líka. Lítið er um fjórhjóladrifs-
bíla og fæstir hafa reynslu af
akstri í ófærð og hafa því þús-
undir aldraðra og sjúklinga orðið
fyrir barðinu á ófærðinni og
skortir mat.
Vetrarhörk-
ur á Jótlandi