Morgunblaðið - 23.02.2007, Blaðsíða 26
|föstudagur|23. 2. 2007| mbl.is
daglegtlíf
Katrín Anna Guðmundsdóttir
vill hafa gamla vínilplötu og kú-
rekann John Wayne nálægt sér
á hverjum degi. » 30
hluturinn
Á Íslandi náði hugtakið kína-
matur lengi vel yfir flesta as-
íska matargerð, en það er nú að
breytast. » 29
veitingastaðir
Fatahönnuðurinn Miuccia
Prada er í hópi þeirra sem sýna
haust- og vetrartískuna í Míl-
anó. » 31
tíska
Líffræðilegur munur á konum
og körlum gerir mæður betur til
þess fallnar að annast ungbörn
sín, a.m.k. fyrsta árið. » 30
börn
Það hefur lítið farið fyrir ís-
lensku geitinni sl. áratugi, en
geitaostur er engu að síður
herramannsmatur. » 28
matur
Helgarnar hjá JóhannesiBenediktssyni fara að-allega í sund, ekki aðeinssundferðir heldur sund-
mót og keppnir sem tvö barna hans
eru virkir þátttakendur í.
Jóhannes, sem er formaður sund-
deildar KR og Sundráðs Reykjavík-
ur, segir sundíþróttina taka mikið af
frítíma sínum um helgar. „Sennilega
nota ég 15–20 helgar á ári í ýmislegt
sem tengist sundinu, bæði af því að
ég á stelpu sem keppir í sundi og
strák sem er þjálfari. Ég fylgi þeim
yfirleitt eftir á öll mót, annaðhvort í
Reykjavík eða úti á landi. Þar fyrir
utan fer ég sjálfur mikið í Vesturbæj-
arlaug um helgar og tek barnabarnið
oft með, sjö ára pjakk sem kemur
stundum í heimsókn til afa og ömmu.
Í heita pottinum hitti ég marga for-
eldra sundmanna, þar sem þjóðmálin
eru krufin til mergjar og sagðar
skemmtilegar sögur úr þjóðlífinu.“
Hann segir föstudagskvöldin yf-
irleitt róleg og oftast er þeim varið
með fjölskyldunni fyrir framan sjón-
varpið. „Vegna vinnu minnar þarf ég
stundum að vinna um helgar en ég er
tæknifræðingur og vinn á verk-
fræðistofunni Línuhönnun. Þar er
mikið að gera og verkefnin afar fjöl-
breytt. Núna erum við t.d. að fara í
að stýra eftirliti við Tónlistar- og ráð-
stefnuhúsið í Reykjavík. Annars eig-
um við hjónin sumarbústað í Gríms-
nesi og þangað förum við iðulega um
helgar á sumrin þar sem ég stunda
mína skógrækt. Hann er hins vegar
ekki með rafmagni svo við förum
ekki þangað á veturna.“
Jóhannes er líka iðinn í félags-
störfunum fyrir Tæknifræðinga-
félagið sem fyrrverandi formaður fé-
lagsins og þar sinnir hann margvís-
legum trúnaðarstörfum.
Frístundirnar eru því ekki margar.
„Ég sit eiginlega aldrei og geri ekki
neitt því verkefnin eru svo marg-
vísleg og skemmtileg. Ég reyni þó að
fara í bíó og leikhús þegar færi gefst.
Eins fer ég svolítið í göngutúra um
helgar í Vesturbænum þar sem ég
bý. Á sunnudagsmorgnum er hefð til
margra ára að fara út í bakarí og
kaupa rúnnstykki og þá borðar fjöl-
skyldan morgunverð saman. Svo
horfir maður kannski á íþróttir í
sjónvarpinu en ég fylgist mikið með
handbolta og knattspyrnu. Loks er
siður hjá okkur á sunnudagskvöldum
að borða saman og þá reynir sonur
okkar, sem er fluttur að heiman, að
koma ásamt fjölskyldu sinni og borða
með okkur.“
Synt undir ljósasýningu
Komandi helgi verður sérstaklega
viðburðarrík í sundinu hjá Jóhannesi
því í dag hefst Gullmót KR sem er
stærsta sundmót á Íslandi á hverju
ári. „Við eigum von á 580 manns að
keppa og 350 af þeim eru eldri en 13
ára. Eins koma 40 keppendur frá
öðrum löndum, flestir mjög sterkir
sundmenn og sumir meðal sterkustu
sundmanna heims. Um 250 sund-
menn koma utan af landi sem gista í
Laugalækjarskóla og á Farfugla-
heimilinu í Laugardal. Þá þarf for-
eldra til að sjá um mat fyrir þá og
sinna þeim að öðru leyti. Þannig að
um 80 foreldrar frá KR og öðrum fé-
lögum starfa alla helgina að þessu
móti.“
Mótið stendur yfir frá klukkan 17 í
dag og fram á sunnudag og er keppt í
82 greinum. Hápunktur helgarinnar
er síðan laugardagskvöldið þegar
svokallað KR Super Challenge fer
fram. „Þá breytum við sundlauginni
svolítið, myrkvum hana alveg og setj-
um upp ljósasýningu. Tveir sterkir
sundmenn synda síðan í einu og á
meðan eru spot-kastarar á þeim sem
eina lýsingin í húsinu. Við köllum
þetta sundeinvígi í 50 metra flug-
sundi. Á meðan er spiluð hávær tón-
list og það myndast alltaf mjög mikil
stemning meðal áhorfenda sem og
keppenda, sem oft og iðulega bæta
sinn besta tíma við þessar aðstæður.“
Auk sundeinvígisins eru ýmiss
konar skemmtiatriði á staðnum auk
happdrættis sem fylgir aðgöngumið-
anum en hann er ódýrari en strætó-
miði og kostar aðeins 200 krónur. Að
öðru leyti er ókeypis á keppnir helg-
arinnar en mótið fer fram í innilaug-
inni í Laugardalslaug.
Oftast í lauginni um helgar
Morgunblaðið/G.Rúnar
Helgarnar „Sennilega nota ég 15–20 helgar á ári í ýmislegt sem tengist sundinu, bæði af því að ég á stelpu sem
keppir í sundi og strák sem er þjálfari,“ segir Jóhannes Benediktsson formaður sunddeildar KR.
Á sundi Jóhannes fer mikið í Vesturbæjarlaugina um helgar.
Sundlaug: Vesturbæjarlaug.
Göngutúr: Vesturbærinn
og Ægissíðan.
Bakarí: Brauðberg
við Hagamel.
Tónlist: Baggalútur.
Sjónvarpsstöð:
Rúv og Skjár einn.
Sunnudagsmaturinn:
Svínalundir í rjómasveppa-
sósu með kartöflum.
Jóhannes mælir með …
FÓLK man síður eftir merkjavör-
um ef þær eru auglýstar í hléum
sjónvarpsþátta sem innihalda mik-
ið af kynæsandi efni. Þetta eru
niðurstöður nýrrar rannsóknar
sem forskning.no greinir frá.
Vísindamennirnir, sem eru
breskir, telja að auglýsendur fari
ekki sem best með peningana sína
þegar þeir kaupa auglýsingatíma í
miðjum sjónvarpsþáttum þar sem
kynlíf kemur mikið við sögu.
Rannsókn þeirra sýndi einnig að
karlmenn muna eftir merkjavöru
sem er auglýst með tilvísun í kyn-
líf á meðan konur eru lítið hrifnar
af þess háttar auglýsingum.
Rannsóknin tók til 60 háskóla-
nema á aldrinum 18–31 árs en
meðalaldur þeirra var 21 ár.
Helmingurinn var karlar og hinn
helmingurinn konur.
Kynlíf selur körlum
Nemendunum var skipt í fjóra
hópa. Sá fyrsti var látinn horfa á
þátt af Beðmálum í borginni sem
innhélt mikið af kynlífsefni og í
auglýsingahléum voru sýndar aug-
lýsingar sem höfðu sömuleiðis vís-
un í kynlíf. Annar hópurinn horfði
á sama þátt og auglýsingar sem
höfðu ekki vísun í kynlíf.
Þriðji hópurinn horfði á þátt af
Malcolm í miðjunni, þar sem ekki
var fjallað um kynlíf á nokkurn
hátt, en í hléum voru sýndar aug-
lýsingar sem höfðu tengingu við
kynlíf. Fjórði og síðasti hópurinn
horfði á sama þátt en auglýsingar
með engum kynlífsvísunum.
Í ljós kom að kynlífið í þátt-
unum og auglýsingunum virtist
koma í veg fyrir að konurnar
myndu eftir þeim síðarnefndu. Á
hinn bóginn virtist kynlífið í aug-
lýsingunum selja þegar karlmenn
áttu í hlut.
Kynlífið truflar auglýsingarnar
Reuters
Rannsókn Í ljós kom að kynlífið í
þáttunum og auglýsingunum virtist
koma í veg fyrir að konurnar
myndu eftir þeim síðarnefndu