Morgunblaðið - 23.02.2007, Blaðsíða 9
Ljósmynd/Gunnar Geir
GRAFARVOGSKIRKJA býður til
stuttra helgistunda „Á leiðinni
heim“ kl. 18 hvern virkan dag á
föstunni. Þar lesa alþingismenn og
ráðherrar einn Passíusálma Hall-
gríms Péturssonar. Er það þriðja
árið í röð sem þeir lesa upp á föst-
unni í Grafarvogskirkju.
Geir H. Haarde forsætisráðherra
hóf lestraröðina á öskudag með
fyrsta Passíusálmi, en hann hefst á
orðunum „Upp, upp, mín sál“.
Upp, upp, mín sál
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2007 9
FRÉTTIR
Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16
• Engjateigi 5
• Sími 581 2141
Ný sending frá
Flottar kvartbuxur
Litir svartar og hvítar
str. 36-56
Bæjarlind 6
sími 554 7030
Eddufelli 2
sími 557 1730
Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík,
sími 562 2862
Vor
2007
EF ÞÚ FINNUR EKKI
RÉTTU GJÖFINA
EKKI KENNA OKKUR UM
Fáðu frían vörulista í verslun
okkar InnX/BoConcept®Íslandi,
Faxafeni 8, 108 Reykjavík.
Sími 577 1170
www.boconcept.is
Verð 1.690
Verð 11.000
Verð 1.390
Verð 7.990
Verð 6.900Verð 3.100 og 2.200
Verð frá 3.900
UM 80 íbúar við Laugardalinn mættu til fundar síðdeg-
is í gær um framtíð dalsins. Fundurinn var haldinn við
Holtaveg, neðan Langholtsskóla, þar sem hugmyndir
eru nú um byggingu tveggja fjölbýlishúsa. Samkvæmt
deiliskipulagi er þar grænt svæði og leiksvæði barna.
„Við erum bara að berjast fyrir blettunum okkar,“
sagði Sigríður Ólafsdóttir, einn aðstandenda fundarins.
Hún sagði íbúana vilja fá samræmt heildarskipulag fyr-
ir Laugardalinn. Þeir segja þrengt æ meir að dalnum
með afgirtum svæðum og nýjum byggingum.
Morgunblaðið/Sverrir
Mótmæli Hildur B. Hafstein ávarpaði fundinn með aðstoð Sigríðar Ólafsdóttur.
Framtíð Laugardalsins í húfi
OA-SAMTÖKIN (Overeaters Anony-
mus) héldu hátíðarfund í gærkvöldi af
því tilefni að 25 ár eru liðin frá því
starf samtakanna hófst hér á landi.
Fundurinn var haldinn í Von, nýju
húsnæði SÁÁ að Efstaleiti 7 í Reykja-
vík. Þar sögðu m.a. þrír OA félagar
frá því hvernig þeir hafa náð bata frá
matarfíkn. Morgunblaðið ræddi við
ónefndan einstakling sem náði að létt-
ast um tugi kílóa fyrir mörgum árum
og hefur haldið þeirri þyngd með
stuðningi samtakanna.
OA er félagsskapur fólks sem
byggir á 12 spora kerfinu og tekst á
við vandamál sitt einn dag í einu. Í OA
deilir fólk reynslu sinni, styrk og von-
um til að öðlast bata frá matarfíkn.
Það hittist reglulega á fundum sem
haldnir eru víða um land og flesta
daga vikunnar á einhverjum stað.
Einnig er boðið upp á símafundi.
Hægt er að finna fundartíma á heima-
síðu OA, sem er www.oa.is. OA sam-
tökin eru ekki megrunarklúbbur og
þar eru hvorki megrunarkúrar eða
vigtanir í boði. Í OA eru heldur engin
félagsgjöld.
OA-samtökin fagna
25 ára afmæli
Fréttir á SMS