Morgunblaðið - 23.02.2007, Síða 35

Morgunblaðið - 23.02.2007, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2007 35 IPCC, sem er samstarfsvett- vangur 2.500 vísindamanna á vegum Sameinuðu þjóðanna, birti uggvæn- legar niðurstöður sínar í París 2. febrúar sl. Þrátt fyrir Kyoto- samkomulagið fyrir tæpum tveimur áratugum eykst hitastigull lofthjúps og úthafa. Árið 2001 var hann 0,6°C/ öld, en er nú 0,74°C/öld samkvæmt IPCC. Meginástæðuna telur IPCC vera mannlegar at- hafnir, sem leiða til losunar gróðurhúsa- lofttegunda, einkum koltvíildis, CO2, og metans, CH4. Styrkur gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu hefur aukizt um nærri 50% frá upphafi iðnbylt- ingar um 1750. Ekkert lát er á þessum vexti, og mun t.d. árleg losun Kína árið 2025 nema 3,0 Gt (Gt=milljarður tonna). Hún vex á þessum fyrsta aldarfjórðungi um 1,6 Gt/ár eða 114% og mun í lok hans nema um 10% af losun heimsins. Losunaraukning mannkyns nemur nú um 0,6%/ár, og með þessu áfram- haldi verður styrkur gróðurhúsa- lofttegunda kominn á hættulegt stig (450 ppm) að hálfri öld liðinni. Þess vegna leggur IPCC til niðurskurð losunar um 490 Gt á þessari öld. Úrræði Mestu mengunarvaldarnir víðast hvar eru raforkuver og farartæki. Algengt er, að um 90% raforkunnar sé unnin með jarðefnaeldsneyti, mestmegnis kolum og gasi. Úrbæt- ur munu beinast að því að hreinsa kolefni úr reyknum og að auka hlut- deild sjálfbærra orkulinda. Fram hefur komið, að ESB ætlar að minnka losun nýrra bíla niður í 130 g CO2/km árið 2012 eða um 6%/ár. Við Íslendingar erum í yfirburða- stöðu hvað þessi mál varðar. Með tilkomu Kárahnjúkavirkjunar munu um 80% orkunotkunar landsmanna verða með sjálfbærum hætti. Við framleiðum senn í þremur álverum 2,6 t Al/ár á íbúa með minnstu mögulegu mengun og getum meira en tvöfaldað þessa stærð um leið og við drögum úr upphitun lofthjúpsins með því að klæða landið skógi á ný. Þetta er umhverfisvernd í verki. Að stöðva vöxtinn eða að leggja ál- vinnsluna í landinu niður er öf- ugsnúin umhverfisvernd. Alþjóðleg skilgreining á umhverfisvernd er í kjarna sínum sjálfbær auðlindanýt- ing, sem rýrir á engan hátt lífsskil- yrði næstu kynslóða. Til þess að uppfylla þessa skilgreiningu þurfa virkjanirnar, auk þess að vera sjálf- bærar, að vera afturkræfar, og allar íslenzkar virkjanir eru afturkræfar samkvæmt við- urkenndum alþjóð- legum viðmiðunum, sem kynntar voru ný- lega af fræðimanni við HÍ. Verði hins vegar ekki haldið áfram á virkjanabraut, geta Ís- lendingar mun minna lagt að mörkum til al- þjóðlegrar baráttu við hlýnun jarðar. Þá er og líklegast, að lífskjör hér mundu versna, og næstu kynslóðir þess vegna standa verr að vígi en núverandi. Mótvægisaðgerðir Árið 2003 var stofnsett norrænt öndvegissetur, sem helgað var rann- sóknum á koltvíildisbindingu skóg- ar, NECC („Nordic Centre for Stu- dies of Ecosystem Carbon Exchange and its Interactions with the Climate System“). Íslenzkir vís- indamenn hafa tekið þar virkan þátt undir forystu Brynhildar Bjarna- dóttur. Með svo nefndri iðufylgniað- ferð hefur flæði koltvíildis yfir 11 ára lerkiskógi á Fljótsdalshéraði verið mælt, og munu þessar mæl- ingar geta myndað vísindalegan grundvöll fyrir málafylgju Íslend- inga við mat á kolefnisbindingu, sem heimild er fyrir í Kyoto-sam- komulaginu að reikna til frádráttar losun. Niðurstöður rannsóknanna á Héraði benda til, að skógur bindi a.m.k. 500 t/km² af CO2 á ári. Þar sem eldfjallajarðvegur bindur meira CO2 en annar jarðvegur, er bind- ingin yfirleitt enn meiri. Sé tekið dæmi af fyrirhugaðri viðbótar ál- vinnslu í Straumsvík, þar sem losna munu 480 kt/ári af CO2, þarf til mót- vægis að gróðursetja 960 km² eða um 240 milljón plöntur. Nú þekur skógur um 1.400 km² af Íslandi og áætlað er, að hæft land til skógræktar sé um 35 þús. km². Í þessu mikla ónýtta landrými er sér- staða Íslands til mótvægisaðgerða gegn gróðurhúsaáhrifum fólgin. Á grundvelli gagna frá Rannsókn- arstöð Skógræktar ríkisins er unnt að reikna, að íslenzk skógrækt er fyllilega samkeppnihæf við alþjóð- legan markað með koltvíildiskvóta. Hér er eftir miklu að slægjast. Vatnaskil í Hafnarfirði Álvinnsla á Íslandi hófst í Hafn- arfirði sumarið 1969 og hefur því senn verið starfrækt í 40 ár. Á dög- um kalda stríðsins hefur vafalaust verið auðveldara að semja um stór- fellda erlenda fjárfestingu, á mæli- kvarða þess tíma, við fyrirtæki frá hlutlausu landi, Sviss, en t.d. frá BNA. ISAL hefur frá upphafi fylgt tækniþróuninni hvað varðar fram- leiðslutækni og hreinsitækni, og framleiðslutækin eru nú nánast gjörnýtt, þannig að verulegri fram- leiðniaukningu eru skorður settar. Nýjasta framleiðslutækni áls býður upp á þrefalt afkastameiri rafgrein- ingarker en þau, sem við lýði eru í Straumsvík. Þegar álverðið er hátt, eins og um þessar mundir, leikur allt í lyndi, en gömlu álverin eiga bágt með að standast þeim nýju snúning, þegar harðnar á dalnum. Sem dæmi um tækniþróun meng- unarvarna má taka losun út í and- rúmsloftið. Losun koltvíildisígildis hefur minnkað um 72% frá 1990, viðmiðunarári Kyoto, sem þýðir 250 kt/ári minni losun nú en þá þrátt fyrir tvöföldun framleiðslunnar. Losun flúors nemur nú aðeins um 10% af því, sem mest var, þrátt fyrir 2,6 földun framleiðslu á sama tíma. Umhverfisvernd í verki Bjarni Jónsson fjallar um umhverfismál » Grundvöllur verðursenn fyrir myndun markaðar á Íslandi fyrir CO2-kvóta, þar sem skógarbændur verða seljendur og álframleið- endur verða kaup- endur. Bjarni Jónsson Höfundur er rafmagnsverkfræðingur og leiðtogi rafveitu ISAL í Straums- vík. Í SÍÐASTA sunnu- dagsblaði Morg- unblaðsins er Stein- grímur J. Sigfússon í ítarlegu viðtali um stjórnmálin og hugs- anlega stjórn- armyndun að loknum alþingiskosningum í vor. Hann segir um stóriðjuna að það yrði meira og minna óað- gengilegt fyrir Vinstri græna að fara inn í ríkisstjórn við aðrar aðstæður en þær, að allt sem hægt væri að stöðva, yrði stöðvað. Afstaðan kemur svo sem ekki á óvart. En eitt vekur þó sérstaka athygli mína í ljósi þess að Steingrímur lýsir því skýrt að hann útilokar ekki stjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn og gerir það fyrir Agnesi Bragadóttur að tala hlýlega til hans. Það er að Steingrímur setur engan fyrirvara eða skilyrði um engar nýjar ákvarðanir um stóriðju fram til kosninga. Vitað er að rík- isstjórnin vinnur hörðum höndum að því að festa í sessi sem mest af stóriðju fyrir vorið og má þar nefna álver í Straumsvík og Helguvík. Yfirlýsing Steingríms þýðir að hann útilokar ekki að fara í rík- isstjórn með Sjálfstæðisflokknum þrátt fyrir nýjar ákvarðanir í stór- iðju fram til vors, ef svo kirfilega verður búið um hnútana að þá yrði ekki hægt að stöðva áformin. Segja má að Stein- grímur veiti afslátt á skilyrðum sínum varð- andi stóriðju þegar Sjálfstæðisflokkurinn á í hlut. Ég skal ekki segja hvort þetta er meðvitað, að verðlauna Sjálfstæðisflokkinn fyrir meiri stóriðju á næstu árum með því að segja að stjórnarsam- starf við hann komi eftir sem áður til greina. Ég held frekar að Steingrímur hafi ekki áttað sig á því að með þessu er stóriðju- skilyrði hans mun mildara gagnvart Sjálfstæðisflokknum en stjórnarand- stöðuflokkunum. Þetta misræmi þarf formað- ur Vinstri grænna að skýra. Er flokkurinn tilbúinn að fara í ríkisstjórn með flokki sem tæki á næstu 3 mánuðum ákvarð- anir um nýjar stórfelldar stór- iðjuframkvæmdir á næsta kjör- tímabili? Ívilnun Steingríms Kristinn H. Gunnarsson fjallar um stjórnmál Kritinn H. Gunnarsson » Segja má aðSteingrímur veiti afslátt af skilyrðum sín- um varðandi stóriðju þegar Sjálfstæð- isflokkurinn á í hlut. Höfundur er alþingismaður. PÉTUR Blöndal alþingismaður svarar gagnrýni minni í Morgunblaðinu 21. febrúar og heldur fram nauðsyn þess að virkja íslenskar orku- lindir til þess að bregðast við þeirri ógn sem stafar af loftslagsbreytingum en Alþjóðaveð- urfræðistofnunin tel- ur ótvírætt að þessar breytingar eigi sér nú stað og séu af manna völdum. Rök Péturs fyrir virkjunum eru hin sömu og orkufyr- irtækin beita. Ekkert nýtt þar. Alþingismaðurinn snjalli er svo of- urtrúaður á loftslags- stefnu orkuiðnaðarins, þau rök að ál skuli framleiða með orku á Ís- landi, að hann vill slá skjaldborg um Dettifoss og Gullfoss, þar eð, segir Pétur Blöndal: „Ef þessi kenning um uggvænlega hlýnun jarðar vegna losunar gróðurhúsa- lofttegunda er rétt, eru milljónir manna í hættu í Bangladess og Rússlandi vegna hækkunar sjávar og vegna þess að eyðimerkur Afr- íku, Asíu og víðar þenjast út… Heldur einhver í alvöru að þessi voldugu alþjóðasamtök, sem hafa látið margt gott af sér leiða, muni ekki krefjast þess að meng- unarlaus orka verði beisluð hvar sem hún finnst?“ Svar Péturs er að þessi „voldugu alþjóðasamtök“ verði íslenskum náttúruperlum mun skeinuhættari en Alcoa eða Alcan. Minnt skal á að Náttúruvernd- arsamtök Íslands nutu um árabil stuðnings World Wide Fund for Nature (WWF) í bar- áttu sinni fyrir vernd- un Þjórsárvera og gegn byggingu Kára- hnjúkavirkjunar. Al- þjóðleg og staðbundin umhverfisvernd- arsamtök tala öðru fremur fyrir endurnýt- ingu áls, orkusparnaði og nýtingu endurnýj- anlegra orkulinda á borð við sólar-, vind-, og sjávarfallaorku. Slík samtök hafa ekki talað fyrir vatnsafls- virkjunum nema þeim allra minnstu. Það er ánægjulegt að Pétur Blöndal skuli velta fyrir sér lausn loftslagsvandans, en spyrja verður hvort hann sé talsmaður Sjálfstæðisflokksins í umhverfismálum. Er það stefna Sjálfstæðisflokksins að virkja nær alla tiltæka orku í landinu fyrir ut- an Dettifoss og Gullfoss og kalla það loftslagsstefnu? Umhverfisstefna Péturs Blöndal eða Sjálfstæðisflokksins? Árni Finnsson fjallar um umhverf- ismál og svarar grein Péturs Blön- dal Árni Finnsson »Er þaðstefna Sjálf- stæðisflokksins að virkja nær alla tiltæka orku í landinu fyrir utan Dettifoss og Gullfoss og kalla það lofts- lagsstefnu? Höfundur er formaður Nátt- úruverndarsamtaka Íslands. EINS og mörgum er kunnugt er sál- fræðiþjónusta utan stofnana ekki nið- urgreidd af hinu op- inbera tryggingakerfi eins og t.d. þjónusta geðlækna. Hér er þó að mörgu leyti um sam- bærilega þjónustu að ræða, þ.e. greiningu og meðferð andlegra meina. Þrátt fyrir gíf- urlega óánægju þeirra sem þurfa að sækja sér þjónustu sálfræðinga og margítrekuð og vel rökstudd mótmæli sál- fræðinga sýnir heil- brigðisráðherra engan vilja til þess að breyta stöðunni. Þessi afstaða ráð- herra er í raun óskilj- anleg og í ljósi umræðu undanfarinna vikna stórfurðuleg. Meðan aðgangur er býsna greiður að opinberu fé fyrir starfsemi sem byggist á umdeil- anlegum forsendum og lýtur takmörkuðu eft- irliti, neitar hið opinbera að auð- velda almenningi aðgang að sál- fræðiþjónustu sem byggist á traustum fræðilegum grunni og all- ar rannsóknir sýna að skilar ár- angri. Það sem meira er, þá er í við- urkenndum klínískum leiðbeiningum beinlínis mælt með að sál- fræðileg meðferð sé fyrsti kostur við al- gengustu afbrigðum af andlegri vanlíðan. Þótt afstaðan til þess að leita sér aðstoðar sé að breytast til hins betra er enn nokkuð í land. Fólk leitar meira til sálfræðinga en fyrr. Það furðar sig á því að þjónustan skuli ekki vera niðurgreidd. Það er hins vegar ekki tilbúið til þess að ger- ast talsmenn eða efna til baráttu fyrir því að þessu verði breytt. Margir lýsa því að það sé eins og hið opinbera vilji með afstöðu sinni beina fólki frekar að lausnum sem fela í sér geðlyf þegar það í raun vilji sjálft fara aðra leið. Mikill fjöldi hættir við að leita til sálfræð- ings, stoppar í miðjum klíðum eða á í eilífri togstreitu um hvort hann geti leyft sér að sækja sér meðferð af þessu tagi. Sálfræðingar hafa haldið því fram að heilbrigðisráðherra sé að brjóta samkeppnislög. Þeir segja að hið op- inbera geti ekki mismunað starfs- stéttum sem eru að starfa á sam- bærilegum starfsvettvangi. Samkeppniseftirlitið hefur úrskurð- að sálfræðingum í vil. Ráðherra heil- brigðismála andmælti og vísaði nið- urstöðunni til úrskurðarnefndar samkeppnismála. Sú nefnd klofnaði og meirihluti hennar var á öðru máli en Samkeppniseftirlitið. Sálfræð- ingafélag Íslands hefur kært nið- urstöðu úrskurðarnefndar og verður málið dómtekið fljótlega. Eftir stendur sú ótrúlega staðreynd að heilbrigðisráðherra vill mismuna sambærilegum starfsstéttum sem undir hann heyra, þótt engin efn- isleg rök búi að baki. Ég held ég tali fyrir munn margra sálfræðinga og skjólstæðinga þeirra þegar ég segi að við svo búið má ekki standa. Það er erfitt að stunda með- ferð, sem oft er tímafrek og felur m.a. í sér að byggja upp traust með- ferðarsamband og virða þann hraða sem tilfinningaleg úrvinnsla krefst, en vera um leið undir þeirri pressu að flýta sér, ná árangri hraðar. Sál- arlífið hefur sinn eigin takt, hvað sem tautar og raular. Spurningar og áhyggjur vegna kostnaðar ríma illa við þær áherslur og það andrúm sem meðferðarvinna krefst. Sálfræð- ingar verða að fá að vinna sína vinnu á sömu forsendum og aðrir og skjól- stæðingar þeirra verða að geta gefið sér þann tíma sem vandinn krefst. Allt annað er óásættanlegt. Óþolandi mismunun Hörður Þorgilsson fjallar um sálfræðiþjónustu » Þrátt fyrirmikla óánægju skjól- stæðinga okkar og vel rökstudd mótmæli sál- fræðinga sýnir heilbrigð- isráðherra eng- an vilja til þess að breyta stöð- unni. Hörður Þorgilsson Höfundur er sálfræðingur og sér- fræðingur í klínískri sálfræði. smáauglýsingar mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.