Morgunblaðið - 23.02.2007, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 23.02.2007, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2007 45 MINNINGAR ✝ Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og lang- amma, HULDA ÁRNADÓTTIR, Blöndubyggð 4, Blönduósi, andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri miðvikudaginn 14. febrúar. Útförin fer fram frá Blönduóskirkju laugardaginn 24. febrúar kl. 13.30. Harpa Friðjónsdóttir, Richard Bell, Bergþóra Huld Birgisdóttir, Harald R. Jóhannesson, Ragnar Andri, Katrín Birta og Hulda Rún. ✝ Þökkum innilega samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs föður, tengdaföður og afa, GUÐMUNDAR JÓNASSONAR, Holtsbúð, Garðabæ. Sérstakar þakkir til starfsfólks Holtsbúðar fyrir einstaka umönnun, hlýhug og kærleik við hinn látna. Magnús Guðmundsson, Stella B. Baldvinsdóttir, Ævar Guðmundsson, Guðrún B. Eyjólfsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegs sambýlis- manns míns og bróður, GUÐFINNS STEFÁNS FINNBOGASONAR, Miðhúsum, Strandabyggð. Sérstakar þakkir til sveitunga sem sýnt hafa hjálp- semi og hlýhug á erfiðum dögum. Blessun Guðs fylgi ykkur öllum. Arnheiður Guðlaugsdóttir, Ásta Bjarnadóttir, Margeir B. Steinþórsson, Guðný Finnbogadóttir, Ragnar Þorleifsson, Sigurbjörn Finnbogason, Sigurbjörg Ísaksdóttir, Bjarney R. Finnbogadóttir, Óskar Fannberg Jóhannsson. Lokað Lokað verður eftir hádegi í dag, föstudaginn 23. febrúar, vegna jarðarfarar EINARS ÓLAFSSONAR. Rafboði ehf., Skeiðarási 3. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma RÓSBJÖRG JÓNATANSDÓTTIR hjúkrunarheimilinu Skjóli lést miðvikudaginn 21. febrúar. Einar Friðgeirsson Margrét Eiríksdóttir Nanna K. Friðgeirsdóttir Hjörtur Gunnarsson Guðrún Friðgeirsdóttir Birna Friðgeirsdóttir og barnabörn. ✝ Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, INGVAR ÁSMUNDSSON, lést á líknardeild Landspítalans Kópavogi miðvikudaginn 21. febrúar. Útför auglýst síðar. Guðrún Jóhanna Þórðardóttir, Áki Ingvarsson, Ásmundur Ingvarsson, Þórður Ingvarsson og fjölskyldur. ✝ Elín Sigurð-ardóttir fæddist á Lambastöðum á Mýrum 19. júní 1918. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Eir í Reykjavík mið- vikudaginn 14. febr- úar síðastliðinn. Hún var dóttir hjónanna Kristínar Margrétar Þórð- ardóttur húsfreyju á Lambastöðum, f. 13.11. 1881, d. 15.4. 1937, og Sigurðar Erlendssonar bónda á Lamb- astöðum, f. 21.1. 1887, d. 2.2. 1923. Systkini Elínar voru Hólmfríður, f. 26.8. 1916, Erlendur, f. 30.1. 1920, d. 15.2. 1938, Fjóla, f. 28.2. ríður, f. 26.2. 1947, 3) Erla, f. 29.9. 1948, maki Ágúst Haraldsson, f. 19.9. 1947. Þorsteinn átti eina dóttur frá fyrra hjónabandi, Steinunni, f. 23.9. 1934, maki Óli Jón Ólason, f. 17.10. 1933, þau skildu. Börn þeirra eru: Arlín Þuríður, f. 1953, hún á þrjú börn og tvö barnabörn, Óli Jón, f. 1956, hann á fjögur börn og eitt barnabarn, Elín Sigríður, f. 1959, hún á þrjú börn og einn fóst- urson, Guðrún Margrét, f. 1961, hún á tvö börn, Þorsteinn Gísli, f. 1964, hann á tvö börn, og Ágúst, f. 1969, hann á fjögur börn. Sam- býlismaður Steinunnar er Geir R. Gíslason, f. 1925. Elín ólst upp á Lambastöðum á Mýrum í Álftanes- hreppi til 20 ára aldurs en þá flutt- ist hún til Reykjavíkur og bjó þar alla tíð síðan. Útför Elínar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. 1922, d. 21.3. 2002, og hálfsystir sam- feðra Herdís, f. 11.10. 1914. Hinn 1. október 1944 giftist Elín Þor- steini Gíslasyni, mál- arameistara og kaup- manni, f. 1.10. 1913, d. 25.12. 2003. Dætur Elínar og Þorsteins eru: 1) Kristín, f. 18.7. 1943, maki Þórður R. Jónsson, f. 3.9. 1940. Börn þeirra eru: Anna, f. 1960, maki Kári Grétarsson, þau eiga tvo syni, Þórð og Grétar, El- ín, f. 1967, og Jón, f. 1971, maki Linda Hilmarsdóttir, þau eiga tvær dætur, Nótt og Emblu. 2) Sig- Hinsta kveðja tileinkuð elskulegu móður okkar: Við sjáum að dýrð á djúpið slær, þó degi sé tekið að halla. Það er eins og festingin færist nær, og faðmi jörðina alla. Svo djúp er þögnin við þína sæng, að þar heyrast englar tala, og einn þeirra blakar bleikum væng, svo brjóst þitt fái svala. Nú strýkur hann barm þinn blítt og hljótt, svo blaktir síðasti loginn. En svo kemur dagur og sumarnótt, og svanur á bláan voginn. (Davíð Stefánsson.) Þínar dætur, Kristín, Sigríður og Erla. Þegar móðir mín hringdi í mig í vinnuna og sagði að amma væri dáin fann ég bæði fyrir sorg og létti vegna þess að þá var veikindastríði hennar lokið. Þegar afi lést fyrir þremur ár- um dó viss hluti af þér elsku amma mín því þú saknaðir hans svo mikið. En núna ert þú komin til hans, for- eldra þinna og Ella bróður þíns sem létust öll áður en þú varðst tvítug. Þú talaðir oft um það við mig hvað sá missir hefði verið þér þungbær en þið systurnar fjórar voruð miklar vinkonur og tengsl ykkar alltaf traust og sterk. Fjóla systir þín lést árið 2002. Ég kalla það heiður að hafa fengið að kynnast manneskju sem ólst upp í sveit og þurfti að lifa á því sem jörðin gaf af sér. Þegar ég var lítil fannst mér gaman að heyra sögurnar þínar úr sveitinni þar sem þið systurnar ól- ust upp föðurlausar. Það sem mér fannst skrýtið að heyra var að þú fórst aldrei í fjósið þótt þú hafir alist upp í sveit. Móðir þín var ákveðin í því að mennta ykkur systurnar en henni entist því miður ekki aldur til þess. Ella amma eins og við ömmubörn- in kölluðum hana mátti aldrei vita af neinum svöngum og það var best að koma svangur til hennar. Synir mínir Þórður og Grétar hafa notið þeirra forréttinda að fá að eiga langömmu sem passaði þá þegar þeir voru litlir. Þegar ég þurfti að fara í bæinn var tilvalið að láta þá vera hjá þér amma á meðan og ekki voru þeir svangir þegar ég kom til baka. Árið 1997 fór Grétar til Portúgals með langömmu sinni og langafa og eru ekki margir sem geta státað af því. Elsku Ella amma, þú varst alltaf svo ánægð með mig, Kára og syni okkar. Þú hafðir reyndar stundum áhyggjur af því að ég væri ekki nógu góð við hann Kára en þá varstu bara að stríða mér. Hins vegar varstu stolt af því hvað ég var dugleg að læra og samgladdist mér alltaf svo innilega þegar ég lauk hverjum áfanganum á fætur öðrum. Ég, Kári, Þórður og Grétar biðjum Guð að veita systrunum styrk í sorg- inni. Blessuð sé minning góðrar konu. Anna Þórðardóttir. Það var á Valentínusardaginn, degi elskenda, sem hún amma mín Elín Sigurðardóttir kvaddi þetta líf og einhvern veginn finnst mér að hún hefði varla getað valið betri dag svo mjög sem hún saknaði hans afa sem lést fyrir þremur árum og er ég viss um að afi hefur beðið Ellu sinnar óþreyjufullur með opinn faðminn. Amma var glæsileg kona, bros- mild, alltaf svo smart klædd með fal- legt hár, í góðu líkamlegu formi enda stundaði hún sund og gönguferðir nánast daglega. Hún lagði mikið upp úr heilbrigðu líferni og var örugglega langt á undan sinni samtíð hvað varð- ar hollustu í matargerð og reglulega hreyfingu. Amma var mikil húsmóðir og sinnti því starfi af metnaði og bar heimili hennar þess merki, einstak- lega glæsilegt og smekklegt. Þar var regla á hlutunum. Hollur og góður matur á borðum á réttum tíma og passað upp á allir fengju nóg. Það var einhver sérstakur andi á heimili ömmu og afa, andi sem einkenndist af hlýleika, gestrisni og notalegheit- um og var alltaf gott að koma til þeirra og þegar ég var lítil þá var ekkert skemmtilegra en fá að gista yfir nótt. Ekki skemmdi fyrir að heimasæturnar á heimilinu, Kiddý, Erla og Sigga, voru algjörar skvísur og frábært að fá að komast í snert- ingu við allt tískugóssið sem þeim til- heyrði. Amma hafði gaman af ferðalögum og ferðuðust hún og afi mikið saman eftir að þau urðu fullorðin, sáu margt skemmtilegt og höfðu ánægju af, sér- staklega fannst ömmu frábært að vera einhvers staðar þar sem sólin skein. Ég hef alla tíð verið stolt af að bera nafn ömmu minnar og er þess fullviss að áhuga minn á hollustu, heilbrigðu lífi og fallegum fötum hef ég fengið í arf með nafninu. Elsku amma, að baki er löng og góð ævi og þakka ég af alhug það sem þú gafst mér og mínum. Elsku mamma, Kiddý, Sigga og Erla, aðrir ættingjar og vinir, megi algóður guð styrkja ykkur og varð- veita. Guð gefi þér góða nótt. Þín nafna, Elín Sigríður Óladóttir. Elsku amma, nú er komið að leið- arlokun og mikið af góðum og skemmtilegum minningum skýtur upp kollinum þegar horft er til baka. Minningum sem eiga eftir að ylja okkur lengi um hjartarætur og verða til þess að þú verður ætíð í huga okk- ar. Á Ægisíðuna var ávallt gott að koma, ein af mínum fyrstu og skemmtilegustu minningum þaðan var þegar þú leyfðir mér að henda tauinu niður rörið og sjá svo hvar það kom niður en þetta voru þvílík undur og stórmerki fyrir litla stúlku að aldrei gleymist. Gamlárskvöldin með brennunni á Ægisíðunni voru alltaf skemmtileg. Þegar við vorum að drekka passaðir þú alltaf upp á að við fengjum okkur smurt brauð á undan því sæta því hjá þér var hollustan í fyrirrúmi. Já, þú varst svo sannar- lega á undan þinni samtíð hvað alla hollustu snerti, gróft brauð, græn- meti og ávextir var það sem þú vildir að við létum ofan í okkur. Ekki sykur á morgunkornið, ekki fínt brauð og lítið af sætabrauði. Alltaf passaðir þú upp á útlitið, alltaf svo fín og vel til höfð, enda voru sundferðir og göngu- túrar fastir liðir í þínu lífi. Í einni af mínum síðustu heimsóknum til þín á Eir varðst þú svo sæl og ánægð enda nýbúið að greiða þér og lakka á þér neglurnar en fín og vel til höfð vildir þú alltaf vera. Þegar þið afi fluttuð í Miðleitið fannst þér að búðin væri varla nógu langt í burtu til að fá góð- an göngutúr út úr innkaupaferðinni. Þegar ég varð fullorðin og fór að koma með mín börn til ykkar afa var gott að setjast hjá þér á kollinn í eld- húsinu og ræða málin meðan að þú tókst til kræsingarnar sem ávallt voru bornar á borð. Þessar heim- sóknir voru yndislegar og geyma hjá mér og okkur öllum dýrmætar minn- ingar en undanfarin 23 ár hef ég ver- ið búsett á Eskifirði og því hefur samvera okkar verið mun minni en ég hefði kosið. Einnig er Noregsferð- in vorið 1998 fjársjóður yndislegra minninga, en þar naust þú þín fram í fingurgóma. Elsku mamma, Kiddý, Erla, Sigga og fjölskyldur, megi Guð varðveita okkur og styrkja á þessum erfiðum tímum. Elsku amma, nú ert þú komin til afa, eins og þú þráðir svo heitt, en við vitum að hann hefur tekið vel á móti þér því að betra hjónaband en ykkar er vandfundið. Hvíl þú í friði og hafðu þökk fyrir allt og allt. Guðrún Margrét og fjölskylda, Eskifirði. Tími var kominn hjá Elínu lang- ömmu, ömmu og móður til að halda á vit feðra sinna. Löng og gæfurík ævi að baki. Amma var í einstaklega góðu hjónabandi í um 60 ár með afa mín- um Þorsteini Gíslasyni. Var það mikil sorg fyrir ömmu að sjá á eftir afa fyr- ir rúmum þremur árum. Þeim leið alltaf best saman, sama hvort það var í blíðu eða stríðu. Þau ferðuðust alla tíð mikið og voru ferðir til suðlægra landa í miklu uppáhaldi, þar sem hiti og sól átti vel við þau bæði. Enda ferðuðust þau eins lengi og þeim var það unnt sökum aldurs og heilsu. Amma og afi áttu alltaf fallegt heimili og nú síðast að Efstaleiti. Við eigum margar góðar minningar það- an bæði af veislum og matarboðum. Stundum var bara einfaldlega sótt á KFC, ef þannig lá við og setið og spjallað. Ömmu var alltaf mjög um- hugað um að maður borðaði vel og settist hún nær aldrei við matarborð- ið fyrr en hún hafði þjónað öllum öðr- um til borðs. Það er mér sérstaklega minnis- stætt þegar amma eitt sinn bjó heima í Furulundinum, er foreldrar mínir voru erlendis – bakaði hún svo mikið af pönnukökum fyrir mig að ég át yfir mig oftar en einu sinni. Það má segja að eftir dvöl ömmu í Furul- undinum hafi ég verið búinn að borða pönnukökur fyrir lífstíð. Amma hugsaði alltaf mikið um heilsu og útlit enda einstaklega glæsileg kona. Hún stundaði leikfimi og fór í gönguferðir þangað til fyrir fáum árum. Þegar amma var 4 ára missti hún föður sinn og eins varð hún fyrir þeim skelfilega missi að horfa upp á bróður sinn Erlend drukkna í Urr- iðaá þegar þau fóru þar yfir á hestum á unglingsaldri. Þessi skelfilega lífs- reynsla mótaði hana alla tíð og átti hún erfitt með að komast yfir þessa miklu sorg og sagði hún okkur oft frá þessum atburðum. Eftir andlát afa flutti amma á Eir. Þar var hugsað vel um hana og má þar sérstaklega nefna dætur hennar sem heimsóttu hana daglega. Mikið og náið samband hefur alla tíð verið á milli þessara mæðgna og er það aðdáunarvert hve vel þeim leið alltaf vel saman. Við Linda, Nótt og Embla viljum þakka þér fyrir allar yndislegu stundirnar sem við áttum saman. Hvíl í friði, elsku amma. Jón Þórðarson. Elín Sigurðardóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.