Morgunblaðið - 23.02.2007, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 23.02.2007, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Samgöngumiðstöð Í samgönguáætlun, sem liggur fyrir Alþingi, er gert ráð fyrir að samgöngumiðstöð rísi í Vatnsmýrinni í Reykjavík. Vatnsmýri | Samtökin Betri byggð segja að ýmislegt í sam- gönguáætluninni sem liggur fyrir Alþingi, veki furðu. Samtökin gagnrýna sérstaklega að gert skuli ráð fyrir að samgöngumiðstöð skuli eiga að rísa í Vatnsmýrinni. Í stefnumótunarkafla áætlunar- innar segir: „Reykjavíkurflugvöll- ur verði áfram miðstöð innan- landsflugsins og þar rísi samgöngumiðstöð.“ Betri byggð benda á að þetta sé ótímasett og gildi því til ársloka 2018. Samtökin nefna að gríðarleg barátta hefi átt sér stað á und- anförnum árum, innan flokka sem utan, fyrir því að flugvöllur víki úr Vatnsmýrinni og að þar rísi mið- borg höfuðborgarinnar. Þessi bar- átta hafi skilað þeim árangri að stjórnmálaflokkarnir sáu sig knúna til að móta stefnu í þessu máli fyrir síðustu sveitarstjórnar- kosningar en höfðu verið stefnu- lausir áður. Fjórir af fimm flokk- um sem buðu fram í Reykjavík sl. vor, höfðu þá stefnu að flug skuli víkja úr Vatnsmýrinni eigi síðar en árið 2016. Samtökin minna á að þessir fjórir flokkar fengu samtals 90% atkvæða í síðustu kosningum. „Í alvöru lýðræðisríki jafngilti þetta endanlegri ákvörðun í mál- inu, ekki síst þar sem þetta var að- alátakamálið í kosningabaráttunni í Reykjavík.“ Samtökin segja að ef þessi liður í samgönguáætluninni verði samþykkur á Alþingi án mót- mæla borgaryfirvalda sé málið komið aftur á byrjunarreit og öll baráttan unnin fyrir gíg. „Ætla borgaryfirvöld að kok- gleypa þessa „tilskipun“ frá sam- gönguráðuneytinu þvert á stefnu sína í kosningabaráttunni? Ætla kjörnir borgarfulltrúar Reykjavíkur, sem hafa óskorað skipulagsvald í borginni að afsala því í hendur samgönguráðuneyt- isins? Ætla þingmenn Reykvíkinga að láta þetta yfir sig ganga, þvert á framkominn vilja kjósenda sinna? Ægivald samgönguyfirvalda á skipulagsmálum höfuðborgarinnar er ekki nýtt af nálinni. Vegna út- hlutunarvalds þess á vegasjóði til stofnbrauta á höfuðborgarsvæðinu, getur ráðuneytið deilt og drottnað, og aðeins lagt blessun sína á þær stofnbrautaframkvæmdir sem þjóna hagsmunum þess, en ekki hagsmunum Reykvíkinga. Færsla Hringbrautar er gott dæmi um þetta. Öllum má ljóst vera að stefna samgönguráðuneytisins er að láta Reykvíkinga kokgleypa flugvöll í Vatnsmýrinni um aldur og ævi hvað sem tautar. Lega nýju Hring- brautarinnar ofanjarðar en ekki neðanjarðar eins og margbent var á, myndar þá varnargjá sem sam- gönguráðuneytið taldi duga til að tryggja flugvöllinn í sessi til fram- búðar, þvert á hagsmuni borgar- innar,“ segir í ályktun Betri byggðar. Vilja ekki samgöngu- miðstöð í Vatnsmýrinni Í HNOTSKURN »Fjórir af fimm flokkumsem buðu fram í Reykjavík sl. vor, höfðu þá stefnu að flug skuli víkja úr Vatnsmýrinni eigi síðar en árið 2016. Sam- tökin Betri byggð benda á að þessir fjórir flokkar fengu samtals 90% atkvæða í síðustu kosningum. »Samtökin spyrja hvortborgarfulltrúar, sem hafa vald á skipulagsmálum í borg- inni, ætli að afsala því í hendur samgönguráðuneytisins? Hafnarfjörður | Hverfaþingið Fyr- irmyndarhverfið, með áherslu á uppeldisskilyrði barna í skóla- hverfinu, verður haldið fyrir íbúa í vestur- og norðurbæ Hafn- arfjarðar frá klukkan 10:00 til 14:00 í Víðistaðaskóla á morgun, laugardaginn 24. febrúar. Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, setur þingið, sem er haldið að frumkvæði foreldra- félaganna í Víðistaðaskóla og Engidalsskóla. Þátttakendum verður skipt í fjóra umræðuhópa þar sem rædd verða ólík viðfangs- efni. Meðal þeirra spurninga sem leitast verður við að svara á þinginu eru t.d.: Býrð þú í fyr- irmyndarhverfi? Eru sölumenn dauðans á skólalóðinni? Þarf að efla samstarf heimilis og skóla? Veistu hvað barnið þitt er að gera á daginn? Viltu hafa áhrif á skóla- starfið í þínum skóla? Hefur lífs- gæðakapphlaupið sigrað fjölskyld- una? Hverfaþingið fellur vel að stefnu Hafnarfjarðarbæjar um íbúa- lýðræði og ef vel tekst til er stefnt að því að endurtaka það í öðrum hverfum bæjarins. Með því að taka þátt í íbúaþingi gefst almenningi gott tækifæri á að koma skoðunum sínum varðandi bæjarfélagið, hverfið og skólastarfið á framfæri. Skráning á hverfaþingið stendur nú yfir á Netinu (www.vidistada- skoli.is) og (www.engidalsskoli.is), en frá kl. 20 til 21:30 miðvikudag- inn 28. febrúar verða niðurstöður þingsins kynntar í Víðistaðaskóla. Þær verða svo gefnar út í skýrslu sem hægt verður að nálgast á Net- inu. Morgunblaðið/Sverrir Hverfaþing Á hverfaþinginu í Hafnarfirði á laugardaginn er meðal annars fyrirhugað að ræða um uppeldisskilyrði barna í skólahverfinu. Skólahverfisþing í Hafnarfirði AKUREYRI Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is SVEITARSTJÓRN Eyjafjarðar- sveitar mun ekki samþykkja hug- myndir um eyjabyggð norðan Leiruvegar, sem fyrirtækið Björg- un ehf. lagði á sínum tíma fram, og þær verða ekki að veruleika, en hugmyndunum hefur reyndar heldur ekki verið formlega hafnað aö sögn Bjarna Kristjánssonar sveitarstjóra. Hins vegar hefur sveitarstjórnin samþykkt svo- nefnda Fjörubyggð, en þátttaka Björgunar í þeirri framkvæmd er ekki lengur fyrir hendi nema þá hugsanlega í samstarfi við nýja eigendur umrædds lands, segir Bjarni. Viðkvæmt mál Morgunblaðið birti í fyrradag myndir af hugmyndum sem unnar voru fyrir Björgun af Bjarna Ólafs arkitekt í París; byggð raðhúsa í fjörunni sunnan við þjóðveg 1 – við tjörnina í krikanum þar sem Eyja- fjarðarbraut austari og Leiruveg- urinn mætast – og hús á mann- gerðum eyjum á strandsvæði við Pollinn, norðan Leiruvegarins. „Ég verð að lýsa vonbrigðum mínum með að ekki skuli hafa verið haft samband við fulltrúa Eyja- fjarðarsveitar áður en þessi frétt var birt. Málið er viðkvæmt og í hæsta máta óheppilegt að farið skuli með rangar upplýsingar um það í fjölmiðlum. Þarna er verið að varpa fram margra ára gamalli hugmynd um byggð á tveimur stöðum norðan Leiruvegar. Þá hugmynd hefur sveitarstjórn aldr- ei samþykkt. Hins vegar hefur hún samþykkt svonefnda Fjörubyggð, sem er allt annað mál. Aðkoma Björgunar að þeirri framkvæmd er ekki lengur fyrir hendi nema þá hugsanlega í samstarfi við nýja eigendur umrædds lands,“ segir Bjarni sveitarstjóri. Að sögn Bjarna verður umfang landfyllinga vegna Fjörubyggðar- innar, skv. áætlunum nýrra land- eigenda, mun minna en í upphaf- legum hugmyndum Björgunar. Bíða staðfestingar „Þessa byggð hefur sveitar- stjórn samþykkt sem hluta af nýju aðalskipulagi sveitarfélagsins, sem nú er til umsagnar og afgreiðslu Skipulagsstofnunar til endanlegr- ar staðfestingar umhverfisráð- herra. Byggðin er samþykkt með mjög ströngum skilyrðum sem sett eru fram í greinargerð skipulags- tillögunnar.“ Síðla árs 2005 urðu eigenda- skipti á jörðinni Ytri-Varðgjá, en þá keypti félagið Vaðlabyggð ehf. jörðina alla, þar með talda fjöruna neðan Vaðlaskógar. Vaðlabyggð ehf. hefur einnig keypt þann hluta Syðri-Varðgjár, sem liggur að sömu fjöru, og Vaðlabyggð ehf. kynnti síðan hug- myndir að Fjörubyggðinni sem fela í sér mun minni landfyllingu en hugmyndir Björgunar hf. gerðu ráð fyrir, sem fyrr segir. Umhverf- isáhrif verða mun minni en í fyrri áætlunum og t.d. er aðeins gert ráð fyrir einni húsaröð á svæðinu í stað tveggja. Eyjafjarðarsveit mun ekki samþykkja eyjabyggð norðan Leiruvegarins Fjörubyggð samþykkt mjög breytt frá fyrstu tillögum Í HNOTSKURN »Ekkert verður úr hug-myndum Björgunar ehf. um byggð á manngerðum eyjum norðan Leiruvegar. »Sveitarstjórn Eyjafjarð-arsveitar er andsnúin hug- myndum um eyjabyggðina en hefur reyndar aldrei hafnað þeim formlega. »Samþykktar hafa verið ísveitarstjórn hugmyndir nýrra landeigenda að Fjöru- byggð þar sem gert er ráð fyrir minni byggð en í hugmyndum Björgunar, mun minni landfyll- ingu og þar af leiðandi verða áhrif á umhverfið verulega minni en skv. gömlu tillögunum. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Fjörubyggð Félagið Vaðlabyggð hyggst koma upp íbúðabyggð í fjör- unni neðan Vaðlaskógar sem hér er horft niður yfir. Akureyri í fjarska. INNBROT í verslunina Nettó á Gler- ártorgi aðfaranótt mánudagsins hefur verið upplýst. Maður um tvítugt, sem stal þaðan um 700 þúsund krónum, hefur við- urkennt verknaðinn og þýfið er allt komið til skila. Stal 700 þúsund- um í verslun Nettó EKKERT verður af samstarfi Eyfirð- inga við norska at- hafnamenn um bein- ar skipasiglingar á milli Eyjafjarðar og hafna annars staðar í Evrópu eins og til stóð. Atvinnuþróun- arfélag Eyjafjarðar (AFE) hefur um skeið unnið að und- irbúningi málsins, stefnt var að stofnun fyrirtækis um viðskiptahugmyndina og hlaut það vinnuheitið Byr. Akureyrarbær tók þátt í verkefninu og gaf vilyrði fyrir hlutafjárþátttöku ef áætlanir stæðust og verkefnið lofaði góðu. AFE hefur lagt um- talsverða vinnu í verkefnið og unnið öt- ullega að þróun þessarar viðskipta- hugmyndar en á heimasíðu félagsins segir að hinir erlendu samstarfsaðilar hafi ekki sýnt nægilega vel hvernig þeir hygðust standa að verkefninu og óljóst um aðkomu fjárfesta þrátt fyrir viljayfirlýsingar þar um. „Þá hafa tímaáætlanir ekki staðist og ljóst er að verkefnið í höndum þessara að- ila hefur beðið álitshnekki á markaðinum. Þess vegna teljum við okkur ekki stætt á að vinna málið áfram á þessum grundvelli og munum leita annarra lausna til að bæta sjósamgöngur og þar með samkeppn- ishæfni svæðisins,“ segir á heimasíðu AFE. Byr ekki með byr í seglin sem stendur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.