Morgunblaðið - 23.02.2007, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
F
jölmiðlun er að breyt-
ast! Bloggarinn er
maður ársins! Allir
geta haft áhrif á sam-
félagsumræðuna, svo
framarlega sem þeir blogga!
Þessar upphrópanir og fleiri í
svipuðum dúr heyrast oft og víða
þessa dagana. Bloggið er tæki-
færið til að láta til sín taka, viðra
skoðanir sínar, berjast fyrir hags-
munamálum, knýja á um þjóð-
félagsbreytingar.
En bloggið er oft óttalegt bull.
Þegar einhver vitleysan fer af
stað á blogginu og hinum ýmsu
spjallsíðum Netsins, virðist nær
ómögulegt að vinda ofan af henni.
Einn varpar fram undarlegri
staðhæfingu á spjallsíðu, annar
tekur undir, sá þriðji setur
krækju inn á umræðurnar á
bloggsíðunni sinni og sagan end-
urtekur sig hundrað sinnum á
næsta hálftímanum. Áður en
nokkur maður veit af er und-
arlega staðhæfingin orðin að
sannleika. „Ég sá þetta inná
mörgum bloggsíðum í gær,“ segir
fólk og þarf þá víst ekki frekari
vitnanna við.
Það er víst best að taka fram að
mér finnst bloggið afskaplega
skemmtilegt fyrirbæri. Mér finnst
sjálfri gaman að blogga og kíki
reglulega á blogg vina, kunningja
og ættingja. Mér finnst notalegt
að vita að ættingjar og vinir í öðr-
um löndum lesi bloggið mitt og
fylgist þannig með lífi fjölskyld-
unnar úr fjarlægð og mér finnst
gaman að vera stundum yfirlýs-
ingaglaðari á blogginu en ég
myndi vera í Morgunblaðinu.
Bloggið er mitt og þar get ég sagt
allt sem ég vil. Eða hvað? Hvað
eftir annað rekst maður á dæmi
þess að bloggið er langt frá því að
vera án ábyrgðar. Stundum eru
þessi dæmi fyndin, svolítið kjána-
leg, en stundum eru þau graf-
alvarleg.
Eitt af þessum kjánalegu mál-
um kom upp nú í vikunni þegar
um fátt annað var rætt á spjall-
þráðum og bloggsíðum en ætlaðan
músagang í einni Bónusversl-
ananna. Ég fékk myndbandið,
sem átti að sýna mýsnar, sent oft-
ar en einu sinni og hægur vandi
var að nálgast það á Netinu. Allir
virtust hafa skoðað myndbandið
og margir töldu augljóst að þarna
hefðu verið mýs á ferð.
Fréttastofa Stöðvar 2 upplýsti
svo á þriðjudag að þetta hefðu
alls ekki verið mýs, heldur kart-
öflur. Ósköp venjulegar kartöflur,
sem rúlluðu eftir gólfinu í græn-
metishorninu.
Þar með virtist þessari
skemmtilegu sögu vera lokið. En
svo einfalt var málið auðvitað
ekki, því enn stóðu fullyrðingar
um „mýs í grænmetinu í Bónus“
inni á mörgum bloggsíðum og
spjallþráðum. Og margir virtust
alls ekki hafa fylgst með fréttum
á þriðjudag og voru enn að býsn-
ast yfir músaganginum á miðviku-
daginn. Það var erfitt að vinda
endanlega ofan af vitleysunni.
Ekki er langt síðan spjallsíður
réðu lögum og lofum á Netinu,
þótt nú virðist bloggið hafa tekið
völdin. Á spjallsíðunum voru hinir
ýmsu þræðir, til dæmis um
stjórnmál, fjölmiðla, íþróttir og
fleira og umræður voru oft fjör-
legar. Einu sinni hætti mönnum
til að taka mark á þeirri umræðu
sem þar fór fram og héldu að þar
færi þversnið af þjóðfélaginu.
Samt var erfitt að átta sig á því
hverjir skrifuðu, því flestir kusu
að fela sitt rétta nafn.
Á tímabili fylgdist ég reglulega
með umræðum á einni vinsælustu
spjallsíðu þess tíma. Stundum
voru umræður þar skemmtilegar
og inn á milli rugludallanna var
greinilega ágætis fólk, sem hafði
gaman af vangaveltum um hitt og
þetta. En margir, afskaplega
margir, voru meira en lítið sér-
sinna, svo ekki sé meira sagt.
Smám saman koðnaði þessi vett-
vangur niður þegar ágætis fólkið
forðaði sér og hinir sátu eftir. Nú
virðast hins vegar allir, bæði þeir
ágætu og hinir, vera komnir með
blogg.
Sagan af kartöflumúsunum í
Bónus er ekkert stórmál, að
minnsta kosti ekki í mínum aug-
um, þótt ég geti vel ímyndað mér
að Bónusfólk hafi ekki stokkið
hæð sína af hamingju vegna um-
ræðunnar. En vitleysan gæti
hæglega orðið svo miklu, miklu
alvarlegri. Það er hægur vandi að
valda fólki, jafnt sem fyr-
irtækjum, verulegum skaða með
ábyrgðarlausu bulli. Bulli, sem
dreifist svo á ljóshraða um allt
Netið, þar til það er orðið að
sannleika.
Einu sinni lét ég fara óskaplega
í taugarnar á mér þegar vinkona
mín ein var sífellt að vísa í hinar
og þessar „fréttir“ heiðguls viku-
blaðs sem staðreynda. Hún gerði
það reyndar vegna þess að hún
mundi hreinlega ekki hvar hún
hafði lesið viðkomandi frétt, en í
hennar huga var allt sannleikur
sem fjölmiðlar létu frá sér. Þetta
vikublað lagði oft eina síðu undir
upplognar bull- og skemmtifréttir
og þessi vinkona mín gerði engan
greinarmun á þeim og öðru efni
blaðsins.
Mér virðist sem sagan sé að
endurtaka sig með bloggið. „Æ,
ég las þetta einhvers staðar,“ seg-
ir fólk og man ekkert hvort það
var á fréttavef fjölmiðlanna, á
bloggsíðu einstaklings sem ekkert
þekkir til málsins eða á spjallsíðu
rugludallanna.
Vitleysan lifir um ókomna tíð á
Netinu. Þegar Google-leitarvélin
er notuð til að kanna hvort sést
hafi mýs í Bónus finnast margar
„staðfestingar“ þess. Og líka fjöl-
margar staðfestingar á að þarna
hafi kartöflur skoppað yfir gólfið.
Ætli fólk muni svo sannleikann í
málinu þegar fram í sækir?
Bloggið er í miklu uppáhaldi
hjá mér og ekki vil ég missa
fréttasíður, sem eru uppfærðar
oft á dag og sýna ávallt nýjustu
fréttir. En okkur liggur ekki allt-
af lífið á. Stundum er bráðnauð-
synlegt að staldra við og velta
fyrir sér hvort ástæða sé til að
gína við öllu sem sést á Netinu.
Með því að leyfa fólki að njóta
vafans þar til óyggjandi sannanir
liggja fyrir, getum við komið í veg
fyrir að bloggið og spjallsíðurnar
verði fyrir óbætanlegum skaða.
Af músum
og mönnum
» Það er hægur vandi að valda fólki, jafnt semfyrirtækjum, verulegum skaða með ábyrgð-
arlausu bulli. Bulli, sem dreifist svo á ljóshraða
um allt Netið, þar til það er orðið að sannleika.
rsv@mbl.is
VIÐHORF
Ragnhildur Sverrisdóttir
Í STJÓRNARFRUMVARPI um
breytingu á lögum um rannsókn og
nýtingu auðlinda í jörðu er mörkuð
leið til þjóðarsáttar um mikið deilu-
mál. Með lögfestingu frumvarpsins
verða miklar breytingar á stjórn-
sýslu í auðlindamálum og skipaðir
verða starfshópar til að undirbúa
heildaráætlun um hvort tveggja í
senn, nýtingu auðlind-
anna og vernd fagurrar
náttúru landsins.
Margt hefur und-
arlegt verið sagt og rit-
að um íslensk auðlinda-
mál og nýtingu þeirra
að undanförnu. Er ekki
ástæða til að rifja allar
þær öfgar upp, en mik-
ilvægt er að með þessu
frumvarpi ríkisstjórn-
arinnar verði í raun
höggvið á hnútinn og
greitt fyrir því að hóf-
semi og skynsemi verði
leiddar til valda, í stað þess ákafa
sem alltof oft gætir í orkumálum
þjóðarinnar um þessar mundir.
Gert er ráð fyrir að undirbúningur
heildaráætlunar standi næstu miss-
erin, en auðlindaáætlunin geti síðan
tekið gildi fyrsta sinni á árinu 2010.
Í frumvarpinu er kveðið á um það
hvernig staðið skal að málum þangað
til. Á þessu tímabili má taka til nýt-
ingar þá staði sem nú þegar hefur
verið heimilað að nýta, og bæta má
við stöðum sem metnir hafa verið í
fyrsta áfanga rammaáætlunar og
hafa þar hlotið fullnægjandi ein-
kunnir. En nýir staðir og ný verkefni
umfram þetta koma ekki til greina
án þess að rannsókn og mat hafi far-
ið fram og Alþingi veitt sérstaka
heimild til.
Meðal þeirra breytinga sem frum-
varpið greinir er tilhögun við að velja
á milli umsækjenda þegar fleiri en
eitt fyrirtæki sækja um heimildir til
rannsókna eða nýtingar. Hingað til
hefur vantað stjórnsýslutilhögun um
þetta. Íslendingar hafa
verið að móta orku-
markað að undanförnu
og þetta er mikilvægt
skref í því efni.
Í frumvarpinu er
gert ráð fyrir að
ákvarðanir um leyfi og
val milli umsækjenda
færist frá iðn-
aðarráðherra til Orku-
stofnunar. Þetta er
eðlilegt og tímabært
skref í ljósi framþróun-
ar orkumarkaðarins og
til þess fallið að styrkja
fagleg vinnubrögð. Orkustofnun er
eðlilegur ákvörðunaraðili og hefur
alla burði til þess að takast slíkt hlut-
verk á hendur.
Ennfremur er í frumvarpinu gert
ráð fyrir því að skylt verði að greiða
gjöld fyrir rannsóknarleyfi, nýting-
arleyfi og nýtingu auðlindar sem er í
eigu þjóðarinnar, hvort sem er þjóð-
lenda eða ríkisjörð. Hins vegar fara
eigendur með eignarlönd, en verða
þó að uppfylla sömu almenn skilyrði.
Með þessum gjöldum verður auð-
lindagjald á orkusviði tekið upp. Á
grundvelli væntanlegra laga má
byggja upp á einhverju tímabili auð-
lindasjóð íslensku þjóðarinnar. Slíkt
hefur lengi verið í umræðu, og má
minnast auðlindanefndar þeirrar
sem starfaði undir forystu dr. Jó-
hannesar Nordal fyrir nokkrum ár-
um. Auk þess hefur m.a. Víglundur
Þorsteinsson forstjóri sett fram hug-
myndir í svipaða átt, og vitað er um
reynslu Alaskabúa af slíkum sjóði,
en þeir greiða m.a. út til alls almenn-
ings þegar arðstaða sjóðsins gefur
tilefni til.
Frumvarpið um auðlindaáætlun
er byggt á tillögum nefndar allra
þingflokka undir forystu Karls Ax-
elssonar hæstaréttarlögmanns.
Jafnhliða þessu frumvarpi leggur
umhverfisráðherra fram skylt laga-
frumvarp, um meginreglur umhverf-
isréttarins, en það er nauðsynlegt til
að afmarka betur þær mælistikur
sem fylgja ber. Auðlindanefndin var
skipuð á grundvelli laga sem fyrr-
verandi iðnaðarráðherra Valgerður
Sverrisdóttir átti frumkvæði að.
Því er treyst að Alþingi afgreiði
þessi mikilvægu frumvörp nú á
næstu vikum.
Þjóðarsátt um auðlindirnar
Jón Sigurðsson fjallar um
frumvarp um auðlindaáætlun » Á grundvelli vænt-anlegra laga má
byggja upp á einhverju
tímabili auðlindasjóð ís-
lensku þjóðarinnar.
Jón Sigurðsson
Höfundur er formaður
Framsóknarflokksins.
VEGAGERÐIN gerir at-
hugasemdir í Morgunblaðinu 16.
febrúar síðastliðinn við tvær greinar
mínar um Eyjagöng 14. og 15. febr. í
Mogganum um fund í Vegagerðinni í
febrúarbyrjun um jarðgangagerð
milli lands og Eyja. Fundurinn var
að beiðni Ægisdyra, félags áhuga-
manna í Eyjum um Eyjagöng.
Eina hugmyndin
sem Vegagerðin hefur
hampað um Eyjagöng
er frá manni sem vega-
málastjóri kallar „einn
reyndasta sérfræðing
landsins í jarð-
gangagerð“ og er upp á
70 milljarða.Vegagerð-
in hefur afneitað þeirri
dýru hugmynd og sagt
að verkið gæti kostað
30-40 milljarða án þess
að forrannsóknum sé
lokið og án rökstuðn-
ings, en aðrir virtir
sérfræðingar og verktakar, inn-
lendir og erlendir, telja kostnaðinn
um 20 milljarða út fá fyrirliggjandi
rannsóknum. Frekari rannsóknir
upp á nokkra tugi milljóna þarf til að
skera úr um ódýra eða dýra aðferð.
Multiconsult í Noregi skilaði skýrslu
til Ægisdyra með 18,4 milljarða
kostnaðaráætlun, en bæði Birgir
Jónsson dósent við Háskóla Íslands
og Ármann Höskuldsson jarðfræð-
ingur við Jarðvísindastofnun HÍ
fóru yfir skýrsluna. Meðal annars
var gerður formlegur samningur um
ráðgjöf frá NCC. Svein Erik Kristi-
ansen verkfræðingur og verkefn-
isstjóri NCC stóð fyrir kostnaðar-
áætlun skýrslunnar. Er einn
verkreyndasti sérfræðingur NCC
eitthvað ódýrari persóna en „ einn
reyndasti sérfræðingur Íslands?
NCC menn eru örugglega ekki að
leika sér. Það var reyndar Svein Er-
ik sem vann að lægsta tilboði í Héð-
insfjarðargöngin fyrir nokkrum ár-
um. Því tilboði var tekið en verkinu
frestað vegna „þensluáhrifa“. Vega-
gerðin gerði ekki athugasemdir við
það verk Svein Eriks og það tilboð
var lægra en það sem nú er unnið
eftir. Nánast allir sérfræðingar eru
sammála um að frekari forrann-
sókna sé þörf og grundvöllur sáttar
er að forrannsóknum ljúki. Annað er
óvirðing við Eyjamenn og fasta-
landsmenn og verkefnið sjálft. Við
látum ekki valta yfir fólk. Undir lok
fyrrgreinds fundar spurði ég vega-
gerðarmenn hvort Vegagerðin
myndi taka málið upp í kjölfar fund-
arins og undirbúa frekari rann-
sóknir eða koma til liðs við Ægisdyr
í slíku verkefni ef eftir
væri leitað. Vega-
málastjóri, Jón Rögn-
valdsson, svaraði sam-
stundis að það stæði
ekki til að Vegagerðin
tæki málið upp, en
framkvæmdastjóri þró-
unarsviðs, Hreinn Har-
aldsson, svaraði strax í
kjölfarið að Vegagerðin
myndi koma nálægt því
verkefni ef um væri
beðið. Fleiri fund-
armenn geta staðfest
þetta.
Þá kallar vegamálastjóri það eina
af staðreyndavillum mínum þegar ég
segi að hver kílómetri í Héðinsfjarð-
argöngum kosti um 500 millj.kr., en
Vegamálastjóri segir kostnaðinn
vera yfir 700 millj.kr. á km. Héðins-
fjarðargöngin eru 10,6 km og fjórir
vegskálar alls 400 metrar, alls 11 km
löng. Tilboð Háfells og Metrostaf er
upp á 5 milljarða og 739 millj.kr., en
þar af eru utangangavegir upp á 350
milljónir þannig að heildarkostnaður
ganganna, 5,389 milljarðar kr., er
rétt um 500 millj.kr. á km með fjór-
um vegskálum (í Eyjagöngum þarf
bara tvo). Það er einnig eftirtekt-
arvert að jarðgöngin sjálf og vegs-
kálarnir fjórir kosta 3.9 milljarða kr.
eða um 370 millj.kr. hver km, en þá
vantar 11 km veg með slitlagi sem
kostar 414 millj.kr. eða 37 millj.kr.
pr. km og lagnakerfi sem hlýtur þá
að vera um 100 millj.kr. á hvern km.
Það er áfall að vegamálastjóri seg-
ir hvern km kosta liðlega 700
millj.kr. sem þýðir að Vegagerðin
reiknar með um 2,3 milljörðum
króna í kostnað við hönnun og eft-
irlit á hvern kílómetra í Héðinsfjarð-
argöngum, eða liðlega 200 millj.kr. á
km., ótrúleg tjara og fjarstæð tala.
Hver græðir og hver tapar? Hvernig
skilgreinir Vegagerðin tveggja millj-
arða hönnunarkostnað, en samið var
við Geoteke um eftirlit fyrir 300
millj.kr., verk sem má áætla fyrir 1-2
menn í 3 ár. Það er skemmtileg til-
viljun að „einn reyndasti sérfræð-
ingur landsins í jarðgöngum“ og eig-
andi Geoteke, sem hefur með eftirlit
í Héðinsfjarðargöngunum að gera,
var einmitt sami sérfræðingurinn
(70 milljarða sérfræðingurinn) og
Vegagerðin tjaldaði á umræddum
fundi um Eyjagöngin þar sem vega-
málastjóri safnaði staðreyndavillum.
Þessi sérfræðingur sagði eftir fund-
inn að hann hefði verið eins svart-
sýnn og hugsast gæti í umræðum
varðandi Eyjagöngin. Hverjum er
hann að þjóna ? Rannsóknir og rök
hrekja svartsýni og leiða stað-
reyndir í ljós, árangur. Í Færeyjum
var hönnunar- og eftirlitskostnaður
um 400 milljónir ísl. kr. á tvenn 6 km
göng undir sjó (hvor göng) sam-
kvæmt upplýsingum frá Færeyjum
og reiknað er með að hönn-
unarkostnaður og eftirlit á 12 km
neðansjávargöngum til Sandeyjar
verði um 600 millj.kr. ísl. Íslenska
Vegagerðin er með a.m.k. þrisvar
sinnum hærri kostnað. Hvað með
aðrar kostnaðaráætlanir?
Vegamálastjóri utan vegar
Árni Johnsen skrifar um at-
hugasemdir vegamálastjóra » Það er áfall að vega-málastjóri segir
hvern km kosta liðlega
700 millj.kr, sem þýðir
að Vegagerðin reiknar
liðlega 200 millj.kr. í
kostnað við hönnun og
eftirlit á hvern kíló-
metra í Héðinsfjarð-
argöngum, eða um 2,3
milljarða á móti 3,9 í all-
an borunarþáttinn.
Árni Johnsen
Höfundur skipar 2. sætið á lista Sjálf-
stæðisflokksins í Suðurkjördæmi fyr-
ir komandi alþingiskosningar.