Morgunblaðið - 23.02.2007, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 23.02.2007, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2007 47 ✝ Einar Ingi Theó-dór Ólafsson fæddist í Reykjavík 23. október 1936. Hann lést á Kan- aríeyjum að morgni 11. febrúar síðast- liðins. Foreldrar hans voru Guðrún Ágústa Ein- arsdóttir, f. á Staða- felli í Vest- mannaeyjum 11. ágúst 1917, d. 15. júní 1939, og Ólafur Hólm Theódórsson, húsvörður hjá Eimskipafélagi Ís- lands í Reykjavík, f. á Kjarlaks- stöðum á Fellsströnd 4. sept. 1906, d. 1. júlí 1972. Einar ólst upp í Reykjavík hjá föður sínum og fóst- urmóður, Þóreyju H. Ein- arsdóttur, f. í Neskaupstað 20. des. 1910, d. í Reykjavík 22. des. 1956. Systkini Einars eru: 1) Agnar, f. 29. nóv. 1930, maki Erla Ásmunds- dóttir, 2) Guðrún Birna, f. 18. apríl 1942, maki Ragnar Benediktsson, 3) Guðrún Hólmfríð, f. 29. mars 1944, maki Hersir Oddsson, 4) Ey- þór Haraldur, f. 29. maí 1959, maki Unnur Kjartansdóttir. Fyrri kona Einars er Lilja R. Ei- Lirio, maki Caleb Wilson og börn þeirra eru Sigríður Carolyn og Joshua Warren, b) Adam Lirio, maki Lilianna Anna Kurkowska, c) Dalíla Lirio og d) Kristjana Esteé, 3) Sigrún Ólafsdóttir, f. 20. des. 1965, maki Bjarni Magnússon, börn þeirra eru: a) Birna Rán, maki Grímur Grétarsson, b) Andri Már og c) Sandra Lind. Ungur fór Einar til sjós. Var hann þar allt þar til hann hóf nám í rafvirkjun við Iðnskólann í Reykjavík þaðan sem hann lauk sveinsprófi árið 1959. Starfaði hann alla tíð eftir það í greininni. Starfsferill hans var lengstur hjá rafverktökunum Þórði Finn- bogasyni, Ólafi Jenssyni, hjá Segli hf., á skipum Eimskipafélagsins og núna síðast hjá Rafboða í Garðabæ þar til hann lét af störfum sökum aldurs. Einar var alla tíð mikill áhugamaður um harmonikku- tónlist, tók virkan þátt í margs konar félagsstarfi, var m.a. í stjórn Félags harmonikkuunnenda í Reykjavík, var formaður eldrid- ansaklúbbsins Eldingar sem stóð fyrir dansleikjum í Hreyfilshúsinu um árabil og var í stjórn innan Rafiðnaðarsambandsins. Hjónin ferðuðust mikið, innanlands sem utan. Útför Einars verður gerð frá Digarneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. ríksdóttir en þau skildu. Börn þeirra eru: 1) Guðrún Ágústa, f. 20. júlí 1961, sonur hennar er Ragnar Ingi og dóttir hans er Alex- andra Angela, 2) Ei- ríkur, f. 30 nóv. 1964. Seinni kona Einars er Guðrún Sigríður Stefánsdóttir, f. 7. júlí 1942. Foreldrar hennar eru Stefán Guðmundsson, f. á Nýp á Skarðsströnd 8. júní 1913, d. 3. júní 2003, og Sig- ríður Þórdís Eiðsdóttir, f. á Litlu- Hvalsá í Hrútafirði 23. mars 1915, d. 29. maí 1984. Einar og Guðrún giftust 1. jan. 1975 og eiga saman soninn Einar Inga, f. 14 mars 1976. Fyrir átti Guðrún Sigríður þrjár dætur, fósturdætur Einars, en þær eru: 1) Þórdís Ólafsdóttir, f. 5. nóv. 1959, maki Einar Jóhannsson, börn þeirra eru: a) Heiðveig María, maki Björn Grétarsson og barn þeirra er Alexía Karen, b) Sig- urþór Sævar, c) Ingi Freyr og d) Unna Dís, 2) Guðrún Ragna Ólafs- dóttir, f. 8. júlí 1962, maki Hrólfur Björnsson, börn þeirra eru: a) Eva Elsku Einar minn, Nú ertu horf- inn á braut, farinn í hinsta ferðalag- ið, en í hjarta mínu muntu alltaf lifa. Minning þín verður mér ljós í hverju sem ég tek mér fyrir hendur. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur) Ég sakna þín svo mikið og ég mun elska þig um alla eilífð. Þín elskandi eiginkona. Elsku pabbi, þá ertu lagður af stað í enn eitt ferðalagið þó svo að í þetta sinn eigirðu ekki afturkvæmt. Það er alveg ólýsanlega erfitt að þurfa að kveðja þig. Þú varst alltaf til staðar og alltaf tilbúinn að hjálpa okkur þegar eitthvað bjátaði á. Ferðalög voru algerlega þitt líf og yndi enda varstu nánast aldrei heima hjá þér, sérstaklega yfir sumartímann. Þú og mamma með tjaldvagninn í eftir- dragi út um allt land, helst að eltast við næstu harmonikkuhátíð. Það var alltaf gaman að koma og hitta ykkur í þessum ferðum ykkar. Svo á haust- in og veturna var förinni heitið til út- landa og yfirleitt vorum við ekkert látin vita fyrr en daginn áður en þið fóruð. Þið voruð alveg sérstaklega dugleg í því. Okkur óraði samt ekki fyrir því að þessi ferð til Kanarí yrði þín síðasta, en núna ertu á öðru ferðalagi og nýtur þín án efa vel. Dansari varstu alltaf mikill þó svo að minna hafi farið fyrir því á síðustu árum. Alltaf varstu á dansgólfinu ef það var hægt. Þið mamma á öllum dansleikjum sem þið komust á. Núna dansarðu bara í hjörtum okkar og minningum þangað til við hittumst aftur. Þú spilaðir líka oft brids á sínum tíma og var það alltaf mikið tilhlökk- unarefni fyrir hann Einar Inga þeg- ar bridskvöldin voru haldin heima hjá ykkur mömmu í Efstahjallanum. Þá var mamma með fullt af ein- hverju góðgæti og það var alltaf gaman að hlusta á ykkur kallana spjalla þegar þið tókuð ykkur pásu frá spilamennskunni, að ógleymdu góðgætinu hjá mömmu. Það var alveg æðislegt að fylgjast með því þegar þú tókst þig til og reyndir að komast í takt við nýja tíma, keyptir þér farsíma, digital- myndavél, dvd-spilara og svo tölvu. Alveg varstu óhræddur við að læra á þessi nýju tæki, skelltir þér á alls konar námskeið og reyndir þitt allra besta. Þú varst reyndar alveg með eindæmum þrjóskur og hefðir aldrei verið tilbúinn til að gefast upp. Þú ætlaðir þér að læra á þetta og það gekk bara mjög vel hjá þér. Að vísu var sonurinn duglegur að aðstoða þig ef þig vantaði að vita eitthvað. Það var alveg ægilega gaman að fylgjast með þessu. Núna ertu farinn af þessari jörð en þú munt alltaf lifa í hjörtum okkar þangað til við hittumst aftur. Við elskum þig og munum sakna þín mikið. Hafðu samt ekki áhyggjur, við munum passa mömmu fyrir þig þar til þið hittist aftur. Með mikla sorg og mikinn söknuð í hjarta en samt mikla gleði, yfir tím- anum sem við fengum með þér, kveðjum við þig, elsku pabbi. Við vonum svo sannarlega að þér líði vel. Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki með tár- um, hugsið ekki um dauðann með harmi eða ótta. Ég er svo nærri, að hvert eitt tár ykkar snertir mig og kvelur, þótt látinn mig haldið. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu. (Kahlil Gibran.) Þín börn, Einar Ingi, Guðrún Ragna, Þórdís (Dísa) og Sigrún. Elsku afi, þá er komið að kveðju- stund sem verður okkur erfið. Við viljum þakka fyrir allar þær stundir sem við höfum átt með ykkur ömmu, þær eru okkur ómetanlegar. Það eru ekki allir jafn lánsamir og við að hafa átt og kynnst eins góðum afa og þér. Við söknum þín, og allar minning- arnar um þig varðveitum við í hjört- um okkar alla tíð. Takk, elsku afi, fyrir allt. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (Vald. Briem) Birna Rán, Andri Már og Sandra Lind. Jæja afi minn. Ég trúi því nú eig- inlega ekki að þú sért farinn. Í raun- inni ertu bara farinn í enn eitt ferða- lagið. Alltaf þegar ég kom í heimsókn til þín varstu svo skemmtilegur, þú kitlaðir mig og varst bara alveg æðislegur. En lífið verður alltaf að enda og líf þitt var held ég alveg frábært. Þú varst allt- af á ferðalagi og skemmtir þér mjög vel í öllum þessum ferðum bæði innanlands og utanlands. Og mér fannst eins og ég væri alltaf að heyra að þú og amma væruð að fara í ferðalag. En þú varst alveg æð- islegur afi og ég mun aldrei gleyma þér. Og Guð mun passa þig og fara vel með þig. Þín afadóttir Unna Dís. Til elsku afa: Ég leit eina lilju í holti, hún lifði hjá steinum á mel. Svo blíð og svo björt og svo auðmjúk. En blettinn sinn prýddi hún vel. Ég veit það er úti um engin mörg önnur sem glitrar og skín. Ég þræti ekki um litinn né ljómann. En liljan í holtinu er mín. Þessi lilja er mín lifandi trú. Þessi lilja er mín lifandi trú. Hún er ljós mitt og von mín og yndi. Þessi lilja er mín lifandi trú. Og þó að í vindunum visni á völlum og engjum hvert blóm, og haustvindar blási um heiðar með hörðum og deyðandi róm, og veturinn komi með kulda og klaka og hríðar og snjó, hún lifir í hug mér sú lilja og líf hennar veitir mér fró. (Þorsteinn Gíslason) Þín er sárt saknað. Við minnumst þín með gleði í hjarta, elsku afi, og við munum passa ömmu vel þangað til þið hittist aftur. Í hvert sinn er við heyrum í harmonikku þá hugs- um við til þín. Með mikilli sorgar- og saknaðarkveðju. Þín barnabörn, Eva Lirio, Adam Lirio og Dalíla Lirio. Með þessum fátæklegu orðum viljum við minnast elskulegs bróður og mágs sem lést á Kanaríeyjum 11. febr. sl Andlátsfregn Einars var okkur mikill harmur, en þegar við hittum þau hjónin rétt fyrir för þeirra til Kanarí var ekkert sem benti til þess að þá væri komið að stund hinnar hinstu kveðju. Orð mega sín lítils þegar horft er til allra þeirra yndislegu stunda sem við systkinin áttum saman. Einar var aðeins tæplega 3ja ára þegar hann missti móður sína, Guð- rúnu Ágústu og stóð þá faðir okkar frammi fyrir því að halda fjölskyld- unni saman, með hjálp móður sinn- ar, ömmu okkar systkinanna, hann þá einn með tvo drengi, Agnar þann elsta og Einar. Svo eignast faðir okk- ar Guðrúnu Birnu, móðir hennar lést af barnsförum og var hún ættleidd af móðursystur sinni. Seinna giftist fað- ir okkar Þóreyju H. Einarsdóttur sem varð fósturmóðir Einars og móð- ir þeirrar sem þetta skrifar. Það var því mikil gæfa fyrir mig að eiga stóra bróður í heimilinu öll mín uppvaxt- arár, það vil ég þakka. Yngsti bróðir okkar er Eyþór og naut hann einnig nálægðar Einars á sínu æskuheimili. Minningar streyma fram, um góð- an, hjálpsaman og skemmtilegan stóra bróður sem alltaf var til staðar þegar litla systir þurfti til hans að leita. Einar var hrókur alls fagnaðar í hópi sinna vina og aldrei var nokkurt mál að gera hlutina, „bara að drífa í þessu“ var hans máti til að virkja fólk með sér. Þó að húsakynnin hafi ekki alltaf verið stór og flott á okkar upp- vaxtarárum, var samkenndin þeim mun nánari og tengdumst við því sterkum böndum sem entust okkur alla ævi. Ekki var ónýtt fyrir mig, litlu systur, að fá að fylgja Einari á fótboltavöllinn, í bíó og meira að segja á gömlu dansana þegar aldur leyfði og aldrei lét hann mig finna að það væri óþægilegt að leyfa þeirri litlu að koma með. Og ekki síst var það mér mikils virði að eiga góðan bróður þegar pabbi okkar kom heim að morgni Þorláksmessu og sagði okkur að mamma okkar hefði látist þá um nóttina. Það voru erfiðir tímar og Einar reyndist mér, þá eins og æv- inlega, sannarlega góður og sterkur bróðir. Ég vildi að ég gæti þakkað Einari persónulega en vona að hann hafi fundið fyrir þakklæti mínu á ár- unum sem fylgdu. Það varð svo eins og gengur að hvort okkar stofnaði sitt eigið heimili og á stundum var fjarlægðin lengri, hann á sjónum á skipum Eimskipa- félags Íslands og ég í útlöndum, en svo hittumst við oftar á seinni árum og eigum við margar góðar minning- ar um samverustundir með þeim hjónum, Einari og Unnu. Oft var hlegið dátt þegar við hittumst alveg óvænt í útilegum og svo voru fjöl- skyldumótin líka alveg ógleymanleg og það síðasta var þegar við öll systk- inin, fimm að tölu, komum saman til að halda upp á aldarminningu föður okkar. Einar var þá sem fyrr hrókur alls fagnaðar og ekkert okkar óraði fyrir að skarð yrði svo fljótt komið í systkinahópinn. Það góða í þessu öllu er þó, að hann kvaddi glaður í návist sinnar góðu konu Unnu og þurfti ekki að eiga langa banalegu, en erfiðast er það fyrir eiginkonuna og nánustu fjölskyldu sem sér á eftir góðum dreng með svo snöggum hætti. Elsku Unna og börn, við dáumst að styrk ykkar og vottum ykkur okkar dýpstu samúð á erfiðum tíma. Minn- ingin um góðan dreng mun lifa í hug- um okkar allra. Góður Guð styrki ykkur í sorginni. Guðrún H. Ólafsdóttir og Hersir Oddsson. Góður félagi hefur kvatt okkur. Einar var einn þeirra manna sem var vinamargur, rólegur, traustur, var með það á hreinu hvað hann vildi og kom því á framfæri án þess að vera með hávaða. Einar var til sjós en hóf svo nám við rafvirkjun og tók sveins- próf 1959. Var áfram viðloðandi sjó- inn sem rafvirki, en færði sig síðar alfarið upp á land og vann við iðn sína, góður og vandaður fagmaður. Hann var virkur í Félagi íslenskra rafvirkja og gegndi ýmsum trúnað- arstörfum fyrir rafvirkja, var í trún- aðarráði félagsins og sat nokkur þing Rafiðnaðarsambandsins. Ég kynntist Einari einnig sem virkum útvistarmanni. Það var aldr- ei liðið langt fram á vorið þegar Ein- ar og Guðrún kona hans fóru af stað með tjaldvagninn sinn og voru á ferðinni hverja helgi fram í septem- ber. Við hjónin hittum þau hjón víða um land á okkar ferðalögum. Það var ósjaldan sem við sátum kvöldstund með þeim fyrir utan vagninn. Farið var yfir daginn og veginn, rætt um náttúruna og svæðið sem við vorum á hverju sinni. En ætíð kom fram hjá Einari áhugi hans á hagsmunum raf- iðnaðarmanna og samtaka þeirra. Síðustu sumur voru þau búin að koma sér upp vönduðu fellihýsi og voru fastir gestir á tjaldsvæði rafiðn- aðarmanna við Apavatn. Stéttarfélög verða aldrei sterk nema þau eigi góða trúnaðarmenn á vinnustöðunum. Í þeim störfum eru það langhlaupararnir sem reynast best. Menn sem eru ekki að eyða kröftunum í óþarfa upphlaup og há- stemmdar yfirlýsingar, heldur eru fylgnir sér og rökfastir. Spretthlaup- ararnir gefast fyrst upp og hverfa af sjónarsviðinu þegar á reynir. Einar var einn af langhlaupurunum og reyndist sínum félögum vel. Ég þakka Einari fyrir mikil góð og óeigingjörn störf fyrir samtök raf- iðnaðarmanna. Við hjónin þökkum honum fyrir margar og góðar sam- verustundir. Við sendum Guðrúnu og fjölskyldu þeirra innilegar sam- úðarkveðjur Guðmundur Gunnarsson. Í dag kveðjum við kæran vin og vinnufélaga hann Einar Ólafsson rafvirkjameistara. Ég kynntist Einari 1986 þegar ég hóf störf hjá Rafboða og vann með honum alla tíð eftir það. Einar var hress og skemmtilegur vinnufélagi, samviskusamur til allra verka og í vinnubrögðum, alltaf tilbúinn að taka á því ef með þurfti. Hann hafði gaman af því að spjalla og lá ekki á skoðunum sínum ef svo bar undir. Utan vinnutíma var Einar mikill ferðamaður hvort sem var innan- lands eða utan og var oft gantast með það hvort hann ætlaði virkilega að vera heima allan þennan mánuð án þess að ferðast neitt. En nú er hann farinn blessaður og við komum til með að sakna góðs fé- laga úr okkar hópi hvort sem er inn- an eða utan vinnutíma. Fjölskyldu Einars og þá sérstak- lega Unnu sendum við okkar innileg- ustu samúðarkveðjur og við Einar segjum við takk fyrir þann tíma sem við áttum með þér. Fh. vinnufélaga, Ragnar Þór Jörgensen. Einar Ólafsson  Fleiri minningargreinar um Ein- ar Ólafsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höf- undar eru: Hilmar og Sigríður (Sirrý). og Guðmundur Pálmason. ✝ Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eigin- manns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, HRINGS HJÖRLEIFSSONAR, Akranesi, áður búsettur á Ósi 2, Skilmannahreppi. Sérstakar þakkir til starfsfólks e-deildar Sjúkrahúss Akraness fyrir góða umönnun og alúð. Sigrún Halldórsdóttir, Halldór G. Hringsson, Gunnjóna Sigrún Hringsdóttir, Jónas Sigurðsson, Guðbjörg Hringsdóttir, Páll Guðmundsson, Hjörleifur Hringsson, Elín Baldursdóttir, Sigrún Edda Hringsdóttir, Hafsteinn Jónsson, Hinrik Hringsson, Ingibjörg Þráinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.