Morgunblaðið - 23.02.2007, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2007 25
SUÐURNES
PÓSTSENDUM
www.simnet.is/heilsuhorn
Glerártorgi, Akureyri, sími 462 1889,
fæst m.a. í
Lífsins Lind í Hagkaupum,
Maður Lifandi Borgartúni 24,
Árnesapóteki Selfossi,
Yggdrasil Skólavörðustíg 16, Fjarðarkaupum,
Lyfjaval Hæðasmára og Þönglabakka,
Lífslind Mosfellsbæ, Stúdíó Dan Ísafirði
Góður próteingjafi fyrir unga sem aldna.
Wheat grass
LANDVERND heldur opna ráðstefnu í
Reykjanesbæ á morgun um framtíðarsýn
samtakanna, að Reykjanesskagi verði „Eld-
fjallagarður og fólkvangur“.
Landvernd hefur verið að þróa hugmynd-
ina um eldfjallagarð síðustu misseri en
þessi framtíðarsýn grundvallast á náttúru-
vernd samhliða fjölbreyttri annarri nýtingu
á auðlindum Reykjanesskagans. Hugmynd-
in hefur ekki fyrr verið formlega kynnt á
Suðurnesjum. „Það er mikilvægt að Suð-
urnesjamenn geri sér ljóst að skaginn hefur
upp á gríðarlega margt annað bjóða en að
nýta hann að svo miklu leyti til orku-
vinnslu,“ segir Bergur Sigurðsson, fram-
kvæmdastjóri Landverndar og vísar til
áforma um orkuöflun vegna hugmynda um
álver við Helguvík.
Tekur Bergur fram að Landvernd sé ekki
á móti nýtingu orkunnar, innan skynsam-
legra marka. Segir hann að störfum við
ferðaþjónustu fjölgi ört og á þessu svæði
séu gríðarlegir möguleikar. Uppbygging
stóriðju og lagning háspennulína skaði
ímynd svæðisins og skerði möguleika ferða-
þjónustunnar.
Ráðstefnan verður í safnaðarheimili
Keflavíkurkirkju á morgun, laugardag, og
stendur frá klukkan 13 til 17. Umhverfis-
ráðherra setur ráðstefnuna og fjöldi fyrir-
lestra verður fluttur um efnið.
Morgunblaðið/RAX
Náttúra Brimsúgur við Reykjanes.
Kynna Eld-
fjallagarð
Eftir Helga Bjarnason
helgi@mbl.is
Keflavík | „Framandi heimar“ er
yfirskrift þemadaga sem staðið
hafa yfir í Fjölbrautaskóla Suð-
urnesja og lýkur í dag með uppske-
ruhátíð og málþingi. Nemendur
hafa átt kost á að taka þátt í fjöl-
breyttum verkefnahópum, bæði
fyrirlestrum og verklegum athöfn-
um.
Sérstök áhersla er lögð á þróun-
arlöndin á þemadögum FS og snú-
ast flest námskeiðin um mál sem
þeim tengjast þótt einstök verkefni
snúist um önnur framandi lönd.
Hanna María Kristjánsdóttir,
kennslustjóri Fjölbrautaskóla Suð-
urnesja, segir að þemað hafi verið
valið sem framhald af verkefni sem
unnið var að í skólanum á síðustu
önn, dagsverk til styrktar fram-
haldsskóla í Malaví í Afríku. „Okk-
ur langaði að halda áfram með
það,“ sagði Hanna María.
Er í reddingum
Mikið verk er að undirbúa þema-
daga en að því vinnur aðallega
nefnd sem skipuð er fimm kenn-
urum og þremur nemendum.
Nefndin hefur þurft að upphugsa
umfjöllunarefni námskeiða sem eru
samtals um fjörutíu og finna um-
sjónarmenn og fyrirlesara. „Það
eiga allir að geta fundið eitthvað við
sitt hæfi, hvílt sig frá bókunum og
haft gaman af,“ segir Gylfi Már
Sigurðsson, varaformaður Nem-
endafélags FS, sem tók þátt í und-
irbúningnum.
Nemendur þurfa að velja sér
samtals fjögur námskeið, tvo fyr-
irlestra og tvö skemmtiatriði, eins
og Gylfi Már nefndir það. Þeim
Hönnu Maríu ber saman um að vel
hafi gengið að fylla námskeiðin,
þótt þau verklegu hafi gengið fyrr
út. „Ég er bara í reddingum, bjarga
hlutum sem koma óvænt upp,“
sagði Gylfi Már þegar hann var
spurður að því hvaða námskeið
hann hefði skráð sig á. Sem dæmi
um þetta nefndi hann að einn mat-
reiðslumaðurinn hefði veikst og þá
hefði þurft að koma krökkunum í
aðra hópa og það hafi gengið vel. Í
gærmorgun hefði hann svo verið
vakinn með því að ekki hefði verið
búið að gera eina af kvikmyndunum
klára til sýningar. Segir hann að
það hafi einnig bjargast farsællega.
Þemadögunum lýkur í dag með
uppskeruhátíð. Dagurinn hefst
með fundi með fulltrúum allra
stjórnmálaflokka um framandi
heima og þá sérstaklega þróun-
arlöndin. Logi Bergmann Eiðsson
fréttamaður stjórnar. Gylfi Már á
von á líflegum umræðum, sér-
staklega í ljósi þeirrar umræðu sem
verið hefur í vetur um innflytjenda-
mál.
Síðan verður efnt til íþrótta-
keppni á milli nemenda og kennara
og í kvöld verður svonefnt Glæsi-
ball á vegum útskriftarnemenda.
Framandi heimar í fjölbraut
Fjölbreytt námskeið um málefni þróunarlanda á þemadögum FS
Ljósmynd/Víkurfréttir
Sjálfsvörn Framandi sjálfsvarnar- og bardagaíþróttir voru á dagskrá þemadaga í Fjölbrautaskóla Suð-
urnesja. Krakkarnir gátu valið úr fjölda fyrirlestra og verklegra atriða. Uppskeruhátíð er í dag.
Í HNOTSKURN
»Málefni þróunarlanda erutil umfjöllunar á þema-
dögum FS.
»Nemendur geta valið úr40 námskeiðum, allt frá
ratleik til vopnasölu, sníkju-
dýrum til búlgarsks þjóðlaga-
söngs og prjónanámskeiði til
ættleiðingar barna, svo örfá
dæmi séu nefnd.
»Málþing um innflytjenda-mál verður haldið í skól-
anum í dag.
Höfn | Norðurljósablús verður
haldinn 1.–4. mars nk. á Höfn. Á
hátíðinni koma fram 36 innlendir
og erlendir tónlistarmenn í átta
hljómsveitum. Aðalgestirnir verða
sænska hljómsveitin Jump 4 Joy,
sem spilar hér á landi í fyrsta
sinn, og nokkrir af helstu blús-
mönnum landsins koma fram á há-
tíðinni og leika á öldurhúsum
Hafnar og í Sindrabæ. Þ.á m.
Andrea Gylfadóttir ásamt blús-
mönnum sínum Guðmundi Péturs-
syni, Haraldi Þorsteinssyni, Einari
Rúnarssyni og Jóhanni Hjörleifs-
syni og Björgvin Gíslason með
Kentár.
Norðurljósablús
á Höfn skartar
góðu blúsfólki
AUSTURLAND
Egilsstaðir | Hið árlega ístöltsmót
hestamannafélagsins Freyfaxa á
Fljótsdalshéraði, Ístölt Austurland
2007, fer fram á Eiðavatni á laug-
ardag. Umhverfið við Eiðavatn
þykir framúrskarandi fagurt og
vel til mótshaldsins fallið. Í fyrra
var ísinn eins og best verður á
kosið og veðurblíða lék við móts-
gesti og vonast mótshaldarar eftir
sambærilegum aðstæðum á laug-
ardag.
Keppt verður í flokkum 16 ára
og yngri, unghrossaflokki, ung-
mennaflokki, áhugamannaflokki,
opnum flokki og fljúgandi skeiði.
Í öllum flokkum verða veittir
glæsilega hannaðir og sérsmíðaðir
verðlaungripir frá Álfasteini fyrir
fimm efstu sæti. Auk þess eru í
boði glæsilegir ferðavinningar.
Í opna flokknum er keppt um
Ormsbikarinn, en núverandi hand-
hafi hans er Guðmundur Björg-
vinsson.
Í fljúgandi skeiði er hins vegar
keppt um Skeiðdrekann, sem
Fjölnir Þorgeirsson og Lukku-
Blesi unnu á eftirminnilegan hátt
á Eiðavatni í fyrra.
Sigurður Sæmundsson kynnir
keppnina á Eiðavatnsísum.
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Jódynur Ísar Eiðavatns eru þokkalega traustir og aðstaða góð til móts-
halds á laugardag þegar Ístölt Austurlands 2007 fer fram á Eiðum.
Búist við hörku-
keppni á Eiðavatni
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Ormsbikar Vinnur Guðmundur
Björgvinsson á Takti aftur?
Djúpivogur | Djúpavogsbúar undir-
búa nú menningarviðburð sem ber
heitið Listakvöld við voginn. Þangað
verður stefnt rithöfundum og tón-
listarmönnum, m.a. skáldunum Hall-
grími Helgasyni, Einari Má Guð-
mundssyni, Berki Gunnarssyni og
Bjarna Bjarnasyni. Hótel Framtíð
hyggst dekra við bragðlauka gesta í
upphafi kvölds með kræsilegum
matseðli. Listakvöldið verður laug-
ardaginn 3. mars nk. og er aðgangur
ókeypis að flutningi listamannanna.
Klikkaðar kindur og rassálfar
Það er margt brallað á Djúpavogi
sem endranær og nýlokið er þar ár-
legri hæfileikakeppni skólabarna,
sem jafnan er haldin á öskudag.
Börnunum er skipt upp í hópa eft-
ir aldri og hafa þau þrjá daga til að
æfa atriði fyrir hæfileikakeppnina.
Hver hópur fær sitt nafn og eru þau
oftar en ekki bæði frumleg og fynd-
in. Að þessu sinni mátti sjá hópanöfn
eins og t.d. Klikkuðu kindurnar,
Rauðu rassálfarnir, Englar alheims-
ins og Snillarnir. Á þriðja degi er svo
hæfileikakeppnin sjálf, þar sem for-
eldrum og öðrum gestum sem vilja
sjá og heyra gefst kostur á að sjá hve
hæfileikarík börnin eru. En efnistök-
in eru jafn ólík og þau eru mörg, þó
mest leikin atriði, söngur og dans.
Hefur þessi hæfileikakeppni mælst
mjög vel fyrir og verið góð aðsókn.
Skáldamál, músík
og efnilegt ungviði
Morgunblaðið/Andrés Skúlason
Hæfileikarík Anný Mist Snjólfs-
dóttir þótti sýna snilldartakta.
Vopnafjörður | Stjórn Granda hf.
var á Vopnafirði fyrr í vikunni til að
vígja nýja frystigeymslu á staðnum.
Grandi hefur undanfarin misseri
verið í mikilli uppbyggingu á Vopna-
firði og varið rúmum milljarði króna
til hennar.
Haustið 2005 voru settar upp flök-
unarlínur fyrir síld og í vetur var
uppsjávarfrystingin endurbætt
verulega. Frystigetan hefur verið
þrefölduð og sjálfvirkni aukin. Þá
var í vetur reist löndunar- og vigt-
arhús, sem bætir alla meðhöndlun
afla við löndun til bræðslu. Loks hef-
ur nú verið lokið við gerð nýrrar
5.000 tonna frystigeymslu, sem þre-
faldar það frystirými sem fyrir var.
Til stendur að stækka hafnar-
svæðið enn frekar með uppfyllingu,
en sveitarfélagið hefur undanfarið
unnið þar að miklum úrbótum.
Mikil uppbygging Granda
í aðstöðu á Vopnafirði